Tíminn - 20.03.1974, Síða 5
Miðvikudagur 20. marz 1974.
TÍMINN
5
Útför dr. Róberts gerð í
dag fró Dómkirkjunni
í guðsþjónustuformi að ósk hins lótna
SJ—Reykjavik — titför dr.
Róberts A. Ottóssonar fer fram
frá Dómkirkjunni i dag kl. hálf
tvö. Samkvæmt ósk hins látna
veröur athiifnin ekki með jarðar-
fararsniði heldur guðsþjónustu
formi. Dr. Róbert barðist i starfi
sinu sem söngmálastjóri þjóð-
kirkjunnar fyrir þvi að vekja upp
almennan söng i kirkjum. Vel er
þvi við hæfi, að almennur
safnaðarsöngur verði einn
meginþátturinn iguðsþjónustunni
i Dómkirkjunni i dag.
Hópur blásara úr Lúðrasveit
Reykjavikur og Lúðrasveitinni
Svani leika fyrir utan kirkjuna
fyrir athöfnina. Hljóðfæraleikar-
ar úr Sinfóniuhljómsveit tslands
leika Strengjakvintett eftir
Dvorak sem forspil. Sr. Guðjón
Guðjónsson æskulýðsfulltrúi,
fyrrverandi nemandi dr. Róberts,
predikar. Sálmarnir, sem sungnir
verða, eru: Vor guð er borg á
bjargi traust, í dauðans böndum
drottinn lá, Nú gjaldið guði þökk,
en auk þess syngur Einsöngvara-
kórinn Gefðu að móðurmálið mitt
og karlakórinn Fóstbræður Víst
ertu Jesús kóngur klár. Sóknar-
prestur dr. Róberts og Guðriðar
Magnúsdóttur konu hans, sr.
Jóhann Hliðar, talar yfir moldum
hins látna.
Athöfninni i Dómkirkjunni
verður útvarpað, en um land allt
eru nemendur og samstarfsfólk
dr. Róberts A. Ottóssonar, sem
lagði ómetanlegan skerf af mörk-
um i þágu tónlistarlifs okkar,
bæði sem söngmálastjóri og með
margþættu öðru starfi.
1> TUNGSRAM 1>
LJÓSA
PERUR
Kúlu- og kertaperur
Heildsölubirgðir fyrirliggjandi
RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS HF.
Ægisgötu 7 — Sími 17975/76
Nýir veðurathugunarmenn
óskast til Hveravalla
FB—Reykjavik. — Veðurstofa Is-
lands hefur nú auglýst starf
veðurathugunarmanna á Hvera-
völlum laust til umsóknar, en
hjónin, sem þar eru nú, Guðrún
Halla Guðmundsdóttir og Arni
Stefánsson, hyggjast flytjast
aftur til byggða að áliðnu sumri.
Hafa þau þá starfað þar i tvö ár.
Valborg Bentsdóttir skrif-
stofustjóri Veðurstofunnar tjáði
okkur, að þau Guðrún Halla og
Arni væru fjórðu veðurathugun-
armennirnir, sem verið hafa
árlangt á Hveravöllum. Fyrstu
athugunarmennirnir voru þar
samfleytt i fimm ár, og svo þau,
sem nú eru i tvö ár, þannig að
veðurathuganir hafa verið þarna
i 9 ár samfleytt, en áður höfðu
athuganir verið gerðar á
Hveravöllum nokkur sumur, en
ekki að vetrarlagi.
Guðrún Halla var starfandi á
veðurstofunni, áður en hún fór til
Hveravalla, og fékk aðeins leyfi
þaðan, og ætlaði sér i upphafi ekki
að vera nema eitt ár. Þaim hjón-
um féll dvölin svo vel, að þau
bættu öðru ári við, en nú munu
þau hverfa aftur til starfa sinna
hér syðra.
Framsóknarfélag Akraness:
Fagnar tillögum
utanríkisráðherra
A FUNDl, sem Framsöknarfélag
Akraness hélt þann 17. marz s.L,
var svofelld tillaga samþykkt
einróma um varnarmálin:
,,Almennur fundur haldinn af
Framsoknarfélagi Akraness
sunnudaginn 17. marz 1974,
fagnar framkomnum tillögum
Einars Agústssonar utanrikisráð-
herra um burtför varnarliðsins i
áföngum og stofnun eftirlitssveit-
ar á Keflavikurflugvelli.
Telur fundurinn tillögur þessar
I fullu samræmi við stefnu
Framsóknarflokksins og
yfirlýsingar stjórnvalda, að ekki
skuli vera her á Islandi á friðar-
timum og fullnægja skyldum
þeim, sem Islendingar hafa við
Nató vegna þátttöku sinnar i
þeim samtökum.”
Bókhaldsaðstoó
með tékkafærslum
BÚNAÐARBANKINN
REYKJAVÍK
Tré- og málm-
gardínustangir í mörgum stærðum
PÓSTSENDUM
Málníng & Járnvörur
Laugavegi 23 • SíT«ar 1-12-95 & 1-28-76 • Reykjavík
Mikið hefur ævinlega verið
spurt um þessi veðurathugunar-
störf, er þau hafa verið auglýst,
og mikill fjöldi vel hæfs fólks sótt
um þau. Er búizt við að svo verði
ekki siður núna. Launin eru hin
sömu og annarra veðurathugun-
armanna, en fæði er auk þess
ókeypis.
Yfirleitt er ekki reiknað með að
samband sé haft við veðurathug-
unarmennina frá hausti og
fram á vor, nema simleiðis, en
alltaf hefur verið töluvert um
ferðir inn á Hveravelli, og þá
hefur Veðurstofan ávallt reynt að
koma blöðum og einhverju
nýmeti þangað inn eftir. A sumrin
er aftur á móti mikið um
ferðamenn, sem koma til Hvera-
valla og þá enginn vandi að fá
það, sem fólk vill úr borginni.
Valborg sagði að lokum, að það
hefði gefizt mjög vel að hafa hjón
við veðurathuganirnar, og hefðu
konurnar allar verið einstaklega
duglegar, og engir eftirbátar
karlanna, sem þarna hafa verið.
STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS
FRAMLEIÐSLUSTJORNUN
Hinn 22.-23. marz n.k. heldur
Stjórnunarfélagið námskeið
i framlciðslustjórnun i Veit-
ingahúsinu Glæsibæ. Nám-
skeiðið stendur yfir frá kl.
9:00-17:00 báða dagana.
A námskeiðinu, sem einkum
er ætlað stjórnendum fram-
leiðslufyrirtækja, verður
fjallað um grundvallaratriði
framleiðslustjórnunar:
— Allsherjarskipulagning
framlciðslufyrirtækja.
— Staðsetning fyrirtækja,
nýting og samhæfing véla og
tækja.
— Hlutur starfsfólks.
— Hvort á að nota manns-
höndina eða sjálfvirkni?
— Eftirlit og tæknileg stjórn-
un framleiðslu.
— Hvernig verður framleiðslufyrirtæki fram-
tiðarinnar?
Leiðbeinandi verður Davíð A. Gunnarsson verkfræðing-
ur og rekstrarhagfræðingur.
Þátttaka tilkynnist í síma 82930
HVAÐ ER LÍFGEISLUN?
Lesið bókina:
Líf er á öðrum stjörnum
Þar er m.a. að finna hátíðnimyndir af lífgeislun, ásamf
nýjasta framlagi vísindanna um líf í alheimi.
Fæst í bókaverzlunum, verð kr. 300,00.
Pöntunum einnig veitt móttaka hjá útgefanda í pósthólf
1159, Reykjavík, og í símum 4-07-65 og 4-10-06.
FÉLAG NÝALSSINNA
SOLUM
með djúpum slitmiklum munstrum.
Tökum fulla ábyrgð á sólningunni.
Hjólbarðaviðgerðir.
Vörubílamunstur — Fóklsbílamunstur — Snjómunstur — Jeppamunstur.
BARÐINNf
ARMULA7V30501&84844
-- - .