Tíminn - 20.03.1974, Qupperneq 9
Miðvikudagur 20. marz 1974.
TÍMINN
9
Otgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas
Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Rit-
stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar
18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af-
greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Askriftagjald
420. kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 25 kr. eintakið.
Blaðaprenth.f.
A-— >
Lækkun úfgjalda
í ræðu, sem Ólafur Jóhannesson forsætisráð-
herra flutti i efri deild Alþingis si. föstudagskvöld
og birt var hér i blaðinu i gær, ræddi hann um
spennuna i efnahagslifinu. M.a. ræddi hann um
nauðsyn þess, að dregið yrði úr útgjöldum
rikisins. Sagðist hann margoft hafa lagt á það
áherzlu i ræðu og riti, að draga þyrfti úr þeirri
þenslu og spennu, sem hér hefur rikt og væri nú
rikjandi.
Ólafur sagðist vita, að það væri erfitt að skera
niður fjárveitingar, sem samþykktar væru af
Alþingi. Sérstaklega væri það erfitt, ef heimild til
lækkunar fjárveitinga væri eingöngu bundin við
svonefnd ólögbundin framlög. Staðreyndin væri
sú, að það væri búið að binda i lögum svo geysi-
lega mikið af útgjöldum rikisins, að fjárveitinga-
nefnd og fjármálaráðherra hefðu i þvi efni ákaf-
lega litið svigrúm við samningu fjárlaga, nema
einnig væri tekið fram, að draga mætti úr hinum
lögbundnu útgjöldum.
En þrátt fyrir erfiðleika við að lækka útgjöld
rikisins taldi forsætisráðherra ekki ófram-
kvæmanlegt að lækka jafnhá fjárlög og nú væru i
gildi um einn til einn og hálfan milljarð króna.
Hann kvaðst sannfærður um, að það mætti
takast, einkum ef heimildin næði til hinna
lögboðnu fjárveitinga.
Forsætisráðherra sagði horfur i efnahags-
málum nú vera þannig, að naumast yrði hjá þvi
komizt að gera á næstunni tilraun til þess að fá
samþykktar vissar ráðstafanir i efnahags-
málum. Sagði hann ekki óliklegt, að einn liður i
þeim ráðstöfunum yrði einmitt sá að freista þess
að reyna að skera útgjöld rikisins niður.
Það væri vegna þessara viðhorfa, sem hann
hefði við atkvæðagreiðslu um skattkerfis-
breytinguna greitt atkvæði með tillögu Sjálf-
stæðismanna um að heimila rikisstjórninni að
lækka fjárveitingar á fjárlögum um allt að 1500
milljónum króna, og skyldi sú heimild einnig ná
til fjárlagaliða, sem jafnframt væru ákveðnir i
öðrum lögum en fjárlögum. ólafur sagði, að i
þessari tillögu hefði falizt mjög óvenjuleg traust-
yfirlýsing til rikisstjórnarinnar. Hér væri um
mjög viðtækt valdaframsal af hálfu löggjafa til
framkvæmdavaldshafa að ræða. t þessari
heimild væri engin takmörkun,og með henni væri
rikisstjórninni veitt vald til þess að breyta hvaða
lögum sem væri og henni allt i sjálfsvald sett um
það. Núverandi rikisstjórn hefði vitaskuld, sagði
forsætisráðherra, aldrei dottið i hug að misnota
slika heimild og hefði ekki framkvæmt hana
nema i samráði við fjárveitinganefnd Alþingis.
En heimildin stæði engu að siður eftir sem
minnisvarði um traust stjórnarandstöðunnar á
rikisstjórninni.
Eins og kunnugt er, breytti efri deild Alþingis
skattkerfisfrumvarpinu I upphaflegt horf, þ.e.
hún felldi niður umrædda heimild til handa rikis-
stjórninni til 1500 milljón króna niðurskurðar
útgjaldaá fjárlögum. Forsætisráðherra sagði, að
i sambandi við þær efnahagsráðstafanir, sem
nauðsynlegt væri að gera, bæri að meta mikils þá
stefnuyfirlýsingu, sem fram hefði komið i tillögu
Sjálfstæðismanna. Myndu þeir vafalaust standa
við hana, þótt á hana reyndi i öðru frumvarpi,
sem fram kæmi.
ERLENT YFIRLIT
Foot bjargaði
stjórn Wilsons
Ræður hann við verkalýðshreyfinguna?
Micliael Foot
STJÓRN Wilsons vann at-
hyglisverðan sigur i brezka
þinginu i fyrradag, þegar
stefnuyfirlýsing hennar var
samþykkt með 296 atkvæðum
gegn sjö. Mótatkvæðin
greiddu þingmenn Skozka
þjóðernisflokksins. Þingmenn
Ihaldsfiokksins og Frjáls-
lynda flokksins sátu hjá viö at-
kvæðagreiðsluna. Um skeið
var útlit fyrir, aö stjórnin
myndi falla, þvi aö báðir
helztu stjórnarandstöðu-
flokkarnir lögðu áherzlu á, að
stjórnin reyndi ekki aðeins að
hafa hömlur á verölagi, heldur
einnig kaupgjaldi. Þaö var
Michael Foot verkalýösmála-
ráðherra, sem bjargaði rikis-
stjórninni frá falli, meö þvi að
lýsa yfir, aö stjórnin myndi
fylgja sams konar hömlum á
kaupgjaldi og fyrrverandi
stjórn hefði gert, unz hún heföi
samið við verkalýðshreyfing-
una um þessi mál. Áður hafði
Foot aflað stjórninni mestrar
hylli með þvi að semja strax
við kolanámumenn og afnema
siðan þriggja daga vinnuviku.
llin nýja stjórn Wilsons er
yfirleitt skipuð fyrrverandi
ráðherrum, og meðal þeirra
nýliða, sem þar eiga sæti, hef-
ur enginn vakið verulega at-
hygli, að Foot undanskildum.
Skipan hans i embætti verka-
lýðsmálaráðherra kom mjög á
óvart. Yfirleitt var ekki reikn-
að með þvi, aö hann myndi
eiga sæti i stjórninni. Sagan
segir, að hann hafi viljað
verða ráðherra 1964, þegar
Wilson myndaði fyrstu stjórn
sina. en Wilson þá gengið
framhjá honum. Hins vegar
bauð Wilson honum sæti i
stjórninni, sem hann myndaöi
eftir kosningarnar 1966, en þá
hafnaði Foot boöinu. Hann
kaus heldur að sinna þing-
mennsku og ritstörfum. Þess
vegna áttu menn ekki von á
þvi, að hann tæki sæti i stjórn-
inni nú. Það var lika siður en
svo álitlegt fyrir mann. sem
stendur einna lengst til vinstri
i Verkamannaflokknum, að
taka að sér embætti verka-
lýðsráðherrans á timum. þeg-
ar starf hans hlýtur mjög aö
beinast að þvi að halda kaup-
gjaldi sem mest i skefjum.
Þetta hafði gefizt Barböru
Castle mjög illa. Hún hafði
staðið langt til vinstri i flokkn-
um. og Wilson taldi þvi klókt
að gera hana aö verkalýðs-
málaráðherra. Þar lenti hún
fljótt i deilum viö verkalýðs-
hreyfinguna og hefur litið
mátt sin i stjórnmálum siðan.
Nú spyrja þvi margir, hvort
Wilson ætli Foot sama hlut-
skipti. þar sem honum falli
ekki vinstri stefna Foots.
Fleiri telja þetta þó óliklegt
og benda á þvi til sönnunar.
að Michael Foot og Barbara
Castle séu ólik á flestan hátt.
MICHAEL FOOT er fæddur
13. júli 1913. sonur Isaae
Foots, sem var lengi þingmað:
ur fyrir Frjálslynda flokkinn,
og var um langt skeið hand-
genginn Lloyd George. Hann
tilheyrði jafnan vinstra armi
flokksins. Michael er yngstur
fjögurra bræðra, sem allir
liafa komið mjög við sögu.
Elztur þeirra er John Foot lá-
varður. sem jafnan hefur fylgt
Frjálslynda ilokknum og tek-
ur oft máli hans i lávarða-
deildinni. Næstelztur er
Ilingle Foot. sem var þing-
rn.aður fyrir Frjálslynda
flokkinn á árunum 1931-1945 og
var aðstoðarráðherra á striðs-
árunum. Hann gekk i Verka-
mannaflokkinn 1956, var kom-
inn á þing fyrir hann 1957 og
átti um skeið sæti í stjórn Wil-
sons. Sá þriöji bræöranna er
Hugh Foot. sem gegndi lands-
stjóraembættum viða um
heim og varð siðar aöalfulltrúi
Breta hjá Sameinuðu þjóöun-
um. Hann á nú sæti i lávarða-
deildinni og gengur undir
nafninu Caradon lávaröur.
Michael Foot stundaði nám
við ýmsa hina frægustu
menntaskóla Bretlands, og
siðar við Wadham College i
Oxford. Hann varö brátt
annálaður fyrir mælsku. í Ox-
ford var hann formaður stú-
dentafélags frjálslyndra og
siðar formaður i Oxford Uni-
on.en það þykir mikil heiðurs-
staða. t Oxford kynntist hann
Stafford Cripps, en sonur hans
var þar við nám. Cripps var
þá aðalleiðtogi róttækra sósia-
lista, og urðu kynni Foots viö
hann til þess, að hann yfirgaf
Frjálslynda flokkinn og gekk i
Verkamannaflokkinn. Árið
1935 var Foot frambjóðandi i
þingkosningunum fyrir
Verkamannaílokkinn. þá 22
ára gamall. Hann náði ekki
kosningu og sneri sér þá aö
b 1 a ð a m e n n s k u . F u n d u m
þeirra Aneurin Bevans bar
saman um likt leyti. og gerðist
Foot fljótlega mikill aðdáandi
hans og fylgdi honum siðan i
gegnum þykkt og þunnt. Þeir
stofnuðu saman vikublaöið
Tribune, sem siðan hefur ver-
ið málgagn róttækasta arms
Verkamannaflokksins, en Be-
van var aðalleiðtogi róttæka
ármsins, meöan hann lifði.
Foot hefur verið ritstjóri eöa
framkvæmdastjóri Tribune
nær óslitið siðan 1937 og hefur
mótað blaðiö meira en nokkur
maður annar. Hann er ritfær i
bezta lagi og hefur ritað a 11-
margar bækur. Mest ritverka
hans er ævisaga Bevans i
tveimur stórum bindum, en
hún er talin i fremstu röö
slikra bóka. sem liafa verið
ritaðar á siðari árum. Um
þessar mundir er verið að gefa
hana út i Bandarikjunum. og
hlýtur lnin mjög góða blaða-
dóma þar.
Til viðbótar framangreind-
um ritstörfum var Foot fastur
greinahöfundur hjá Daily
Iferald á árunum 1944-'64. Þá
varð hann blaöamaöur við
Evening Standard 1938 og rit-
stjóri þess 1942-’44. Á þessum
árum. og raunar lengur. var
hann mjög handgenginn Bea-
verbrook lávarði. blaða-
kónginum fræga. sem átti
stórblöðin Dailv Express.
Sunday Express og Evening
Standard. Þótt Beaverbrook
væri mikill heimsveldissinni
og fhaldssamur að ýmsu levti.
lagði hann sérstaka stund á að
umgangast vinstri menn og
réð þá til að skrifa i blöð sin.
án þess að reyna að hafa áhrif
á skoðanir þeirra. Ýmsir
flokksbræður Foots urðu lil
þess að gagnrýna hann fyrir
vináttu hans og Beaverbrooks.
en Foot lét það ekkert á sig fá.
Beaverbrook reyndist honum
lika oft hjálplegur. þegar Tri-
bune átti i fjárhagskröggum.
og hefði útgáfa Tribune senni-
lega stöðvazt. ef ekki hefði
notið aðstoðar Beaverbrooks.
þegar blaðið átti i löngum og
dýrum málaferlum.
FOOT var fyrst kjörinn á
þing fyrir Devonport 1945 og
hélt þingsætinu þar i 10 ár. eða
til 1955. Þá féll hann. Árið 1960.
þegar Bevan féll frá, óskuðu
kjósendur i kjördæmi hans. aö
Foot tæki þar upp merki hans.
enda þótt hann va>ri ekki
Walesbúi. Foot hefur verið
endurkjörinn þar jafnan sið-
an.
Það er almennt taiið. að
Foot sé nú mesti ræðusnilling-
ur á brezka þinginu. Siðustu
árin hef.ur ekki verið hlustað á
aðra ræðumenn betur þar en
hann og Enoch Powell. sem á
nú ekki lengur sæti á þingi.
Góð vinátta hefur verið með
þeim Foot og Powell. þótt Foot
falli illa kynþáttaskoðanir
hins siðarnefnda. Foot er
sagður skemm.tilegur og hlýr i
viðmóti og hriðrar sér yfirleitt
hjá þvi að lenda i karpi og
stælum nem.a á opinberum
málþingum.
Foot er kvæntur Jill Cragil.
sem. er þekkt sem kvikmynda-
rithöfundur. Þau eru barn-
laus. 1 vinahópi þeirra eru
ýmsir þekktustu sagnaritarar
og blaðamenn Bretlands. eins
og A.J.P. Taylor og Ian
Aitken.
Þ.Þ.
—TK