Tíminn - 20.03.1974, Qupperneq 14

Tíminn - 20.03.1974, Qupperneq 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 20. marz 1974. var sú, að sprungan, sem myndazt hafði, þegar akkerinu var stungið i isinn, stækkaði, unzt stórt brot klofnaði úr jakanum. Um leið tók báturinn á rás, að vísu í sömu átt og jakinn, en með miklu meiri hraða. Eiríkur gerði sér undir eins I jóst, hvað um var að vera. Hér mátti engan tima missa. Hann reif sig úr jakkanum og skónum og stakk sér í sjóinn. Svala vissi, að bátinn gat ekki hafa rekið langt og að ástæðan til þess, að hún sá hann ekki, væri sú, að land- gangan væri í vík inn í jakann, svo að útsýni var tak- markað. Hún beið án nokkurs ótta. Svala hafði aldrei á ævi sinni fundið til ótta. Dauðinn er hluti af Breiðafirði, alveg einsog nóttin, dögunin, sólarljósið og mávarnir. Dauðinn er í sjónum, í loftinu, í þokunni. Hún hafði att kappi við dauðann allt sitt líf, og hún óttaðist hann ekki f remur en hún óttaðist lífið. Hún beið, og meðan hún beið, heyrði hún söng ísjakans til hafsins og klukkuslátt öldunnar umhverfis jakann. Tvær mínútur liðu — þrjár — f jórar — fimm. Fimm minútur geta verið átakanlega langur tími undir vissum kringumstæðum. Svala hafði fundið fyrir nístandi áhyggjum, og allt í einu fannst henni eins og andi íssins gripi hendi sinni um hjarta hennar, og í fyrsta skipti á ævinni fann hún til ótta-— ekki vegna sjálfrar sín, heldur vegna förunautar síns. — Það hefur eitthvað komið fyrir hann! Hugsuninni laust skyndilega niðurí hana, og heimurinn varð dimmur umhverfis hana. Hafði sjórinn við isjakann gert út af við hann? Þannig spurði hún, en eina svarið, sem hún fékk, var rödd íssins, sem ekki var mannlegri en rödd fossbúans í ánni. Nokkrar mínútur liðu enn, og spurningin tók að veita sér svar. Það var enginn vafi á því, að eitthvað hafði komið fyrir hann. Ef hann hefði fundið bátinn, var vandalaust fyrir hann að komast um borð. Hún var rétt i þann veginn að stinga sér í sjóinn og synda í sömu átt og hann, þegar hún heyrði áratog, og á næsta andartaki kom stefnið á bátnum i Ijós. Eirikur var rennblautur, og svipur hans gaf til kynna, að hann hefði lent í miklum raunum. Hann lagði bátnum að, og Svala stökk um borð. En fætur hennar höfðu naumast snert bátinn, þegar hún laut áfram og kom við Eirík til þess að ganga úr skugga um, að þetta væri hann í raun og veru. Þessi snerting talaði máli sínu. Fólk, sem komizt hefði úr háska á þurru landi, hefði haft ótal margt að tala um, en þessi börn hafsins höfðu um næsta lítið að tala, þegar hættan var afstaðin. — Hann hafði rekið frá jakanum, og ég stirnaði allur í ískuldanum í sjónum. Ég hélt, að það væri úti um mig, en komst þó út úr sjónum næst jakanum, og hann var þá eins og sjóðheitur. Síðan komst ég upp i bátinn. Svala hafði kastað jakka hans og skóm niður í bátinn, áður en hún kom um borð, en hann f ór ekki í f ötin. — Nú skal ég róa til baka, því að þá hlýnar mér og fötin þorna um leið. Ég finn næstum fyrir ískuldanum ennþá. Báturinn var helzt til stór til að einn maður gæti róið honum, en það skipti Eirík engu máli, því að hann hafði jafnað sig að f ullu, þegar hann hafði róið hálfa sjómílu. , Þrek hans og hæf ileikinn til að beita því hafði fengið að njóta sín hvern einasta dag;f rá því hann var lítill. Það mátti segja, að hann væri ódrepandi. Það er aðeins í norðurhöfunum—og ef til vill í franska flotanum á Mið jarðarhafi — sem maður hittir fyrir slíka menn, sem geta róið í tíu klukkustundir, ef með þarf, og fá aðeins stutta hvíld viðog við, menn, sem geta afborið þjáningar næstum þvi án þess að vita af þeim. Þetta eru hinir raun- verulegu herrar heimsins, þvi að þeir eru herrar haf sins. Það var enginn niðri í f jöru til þess að taka á móti þeim, enda þótt margir bátar væru komnir að, þar á meðal bátur Jóns Súrssonar. Meðan Eiríkur festi bátinn, svipaðist hann um til þess að gá að, hvort Jónas væri í grenndinni. En hann var hvergi sjáanlegur, svo að Eiríkur fylgdi Svölu heim að dyrum hennar og hélt siðan heimleiðis. Jónas var hvorki úti í garði né á stakkstæðinu, svo að Eiríkur hélt inn í dagstof una. Þar var umhorfs eins og í flestum íslenzkum stofum, hvort heldur var í sjávar- plássum eða sveit. Úti í horni var rúm, þar sem Eiríkur svaf, auk þess var þarna kolakyntur of n, borð og nokkr- ir stólar. Á hillu var hlutur, sem enginn getur verið án, útskorin, íslenzk tréaskja, og uppi á vegg var myndin af Jóni Sigurðssyni, sem ekkert heimili er án. Föðurlandsvinurinn og stjórnmálamaðurinn Jón Sigurðsson er átrúnaðargoð þjóðarinnar, og það er naumast til það hús i landinu, þar sem mynd hans f innst ekki. Jónas átti þessa mynd. Svala hafði gefið honum hana, en hún var ákfaur ættjarðarvinur sjálf. Það var hennar framlag til skreytingar í húsinu. Jónas sat og sneri baki við Jóni Sigurðssyni. Hann hafði olnbogana á borðinu og reykti pípu sína. — Jæja, svo að þú ert kominn, sagði Eiríkur. Hvernig gekk? — Þorskurinn tekur ekki lengur, svaraði Jónas. — Hann byrjar aftur á morgun, svaraði Eiríkur og kveikti í pípu sinni. Jónas svaraði ekki. Hann virtist vera í versta skapi, en HVEll m. Hérna er sama efnaNj ^ friehileaa samsetning ' og á loftinu á jörb Ef unní, Dáná.; Lofi,semhæg! 1 er aft anda aft sér Ætar plöntur Siór kostlegt.Samt- K.og undrist,hvaða\ ávextir hafa dottið / ^Taktu hann, Djöfull A sömu stundu slitur Dreki ólarnar af sér með ofurmannlegum kröftum. j’Þú neitar að j-ivr*ganga i félagj okkur. ',Viltu heldur Dreki hvislar gráskepna læðist in i herbergið....og sýnir tennurnar...... ■ tlM I 1 Miðvikudagur 20. marz 7.00 Morgunútvarp Veður- 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 Með sínu lagi Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum 14.30 Siðdegissagan: „Föstu- hald rabbians” eftir Harry K a m e 1 m a n n S é r a Rögnvaldur Finnbogason les (8). 15.00 Miðdegistónleikar: 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15. Veðurfregnir. 16.25 Popphornið 17.10 Útvarpssaga barnanna: 17.30 Framburðarkennsla i spænsku 17.40 Tónleikar. 18.00 Til umhugsunar Þáttur um áfengismál i umsjá Sveins H. Skúlasonar. 18.15 Tónleikar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Orð af orði Hefur rikis- stjórnin þingstyrk til áframhaldandi setu? 20.00 Kvöldvakaa. Einsöngur Jón Sigurbjörnsson syngur islenzk lög: Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. b. Söguslóðir Sigvaldi Jóhannesson bóndi i Ennis- koti i Viðidal flytur erindi um landnám Ingimundar gamla: fyrri hluta. c. Liðins tima lýsigull 'Elin Guðjóns- dóttir flytur annan hluta hugleiðingar Bjartmars Guðmundssonar frá Sandi umþingeyskar stökur og höfúndá þeirra. d. Æ v i m i n n i n g a r E i r i k s G uðlaugssona r. Baldur Pálmason les fjórða hluta frásögu húnvetnsks erfiðis- manns. e. Um islenzka þjóðhætti. Arni Björnsson cand. mag. talar. f. Kór- söngur Karlakór Akureyrar syngur: Askell Jónsson stj. 21.30 Útvarpssagan: „Ditta mannsbarn” eftir Martin Anderson Nexö Einar Bragi skáld byrjar lestur sögunnar i þýðingu sinni. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (33). 22.25 Framhaldsleikritið: „lians hágöfgi” eftir Sigurð Róbertsson Fyrsti þáttur endurfluttur. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. 23.15 Nútimatónlist Halldór Haraldsson kynnir. 23.55 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Ilíi I ÍBjj Miðvíkudagur 20. mars 1074 18.00 Skippi Ástralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.25 Svona eru börnin — i Tyrklandi Norskur fræöslumynda- flokkur um börn i ýmsum heimshlutum. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 18.45 Gitarskólinn Gitarkennsla fyrir byrjend- ur. 7. þáttur. Kennari Eyþór Þorláksson. 19.20 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Konan min i næsta liúsi Breskur gamanmynda- flokkur. iljuskaparafmælið Þýðandi Jón Thor Haralds- son 20.55 Krunkaö á skjáinn Þáttur með bliinduðu efni. Umsjónarmaöur Magnús Bjarnfreðsson. 21.30 „M.vllah” Bandarisk ádeilumynd byggð á heimildum meö léttu ivafi. 23.10 Ilagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.