Tíminn - 20.03.1974, Page 15

Tíminn - 20.03.1974, Page 15
Mt»vik«*ag«r M. marz Wf*. TIMINN 13 Sáttafundur í sjómannadeilu — eftir er að semja um gildistímann —hs—Rvík. — Boftaf) hefur verið til sáttafundar með undirmönnum á bátaflotanum og útgerðarmönnum, og hefst hann kl. 21 i kvöld. Samkomu- lag hefur tekizt um öll atriði nema gildistima samningsins. Siómenn vilja að gildistim- inn sé ei nema til áramóta 1975-1976, en útgerðarmenn leggja á það áherzlu, að ekki sé mismunandi samningstimi hjá yfirmönnum og undirmönnum, en yfirmenn hafa samið til 15. mai 1976. Loðnuveiðin nálgast 440 þúsund lestir hs-Rvik. — Loðnuafiinn i fyrra- dag varð samtals 10.500 lestir, en kl. 18 i gær var aflinn frá miðnætti orðinn 6.500 lestir. Heildaraflinn yfir vertiðina er þá orðinn um 432 þúsund lestir. Skipin hafa aðal- lega siglt með aflann til Vest- mannaeyja, en þar er enn nóg geymslurými, og Bolungavlkur, þar sem allt er að verða fullt. Börkur frá Neskaupstað tók niðri, þegar hann var að sigla inn til Bolungavikur i fyrradag. Var skipið með um 900 tonn, og ristir það þannig hlaðið um 21 fet. Kemst Börkur þannig ekki inn til Vestmannaeyja með fullfermi. Allar likur eru á þvi, að Guðmundur RE nái þvi nú, að verða hæstur á þessari loðnuvertið, þvi að Börkur er talinn mikið dældaður, og þarf að fara i slipp i Reykjavik. Aflanum var landað i Reykjavik, en honum siðan ekið til Þorlákshafnar og Hafnarfjarðar. Frá þvi siðdegis i fyrradag, til kl. 18 i gær höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla til loðnunefndar: Arsæll Sigurðsson 180,Bjarnarey 130, Alftafell 260, Fifill 340, Óskar Halldórsson 300, Hilmir 330, Helga II 330, Ólafur Sigurðsson 250, Viðir NK 250, Bergur 140, Rauðsey 310, Guðrún 170, Isleifur Leiðrétting I Erlendu yfirliti þriðjudaginn 19. marz féll niður hluti úr setn- ingu, i öðrum dálki greinarinn- ar, og breytist merking hennar mjög við það. Rétt er setningin þannig (feitletrað, það sem úr féll): Nixon bætti þvi svo við, að Evrópuþjóðirnar gætu ekki krafizt þess, að njóta góðs af samvinnu við Bandarikin um varnarmálin, ef þau vildu svo ekki hafa samvinnu við Banda- rikin um efnahagsmál og stjórnmál. IV 120, Járngerður 180, Skógey 210, Bjarni Ólafsson 270, Þórkatla II 90, Guðbjörg 150, Baldur 120, Hafrún 120, Grindvikingur 300, Hinrik 100, Grimseyingur 270, Venus 230, Þorsteinn 300, Skirnir 300, Óskar Magnússon 250, Helga Guðmundsdóttir 370, Arsæll 250, Gunnar Jónsson 120, Súlan 410, Isleifur IV 190, Björg 180, Sæberg 230, Reykjaborg 450, Vonin 70, Sæunn 120,Skinney 230, Gísli Arni 520, Sigurbjörg 230, Hamravik 80, Svanur 330, ísleifur 270, Asborg 100, Faxi 220, Harpa RE 350, Þórður Jónasson 340, Keflvikingur 240. 0 Stúdentar Beðið verður eftir kosningaúr- slitum með mikilli eftirvæntingu, þvi talið er að framboðslistar eigi álika miklu fylgi að fagna. I þessum kosningum geta þvi fá at- kvæði ráðið sigri, en i siðustu kosningum sigruðu Verðanda- menn, félag vinstri sinna, með 22 atkvæða mun. Kolmunni slægingavélum, sem myndi hreinsa himnuna innan úr fiskinum og hryggblóðið. Eins og við gerðum þetta, varð marningurinn nokkuð ljótur, dökkur og blóðlitaður, en reynt var að bæta útlitið með þvi að þvo hann með vatni, sem var blandað bleikiefnum þ.e. vetnisperoxiði, en það er t.d. notað til að lýsa hár á kvenfólki. Þetta efni fer úr við suðu, þannig að engin hætta stafar af þvi, enda er þetta þekkt efni til bleikingar á matvælum. Góður matur Siðan var marningurinn til reiddur og borðaður, bæði bleiktur og óbleiktur, en Tvær ungar stúlkur óska eftir að taka á leigu l-2ja herbergja ibúð i Hafnarfirði eða Garðahreppi. Vinna báðar úti. Reglusemi heitið. Upplýsingar i símum 50-929 og 50-647eftir kl. 7. Stórbændur - athugið! HÉR ER TILBOÐ ALDARINNAR Til sölu eru eftirtaldar vélar — notaðar — en vel með farnar: Deutz dráttarvél, smiðaár 1964, Erlands ámoksturstæki, smiðaár 1964, Stockey & Schmitz sláttuvél, smiðaár 1964, Farendiose sláttuþyrla, árgerð 1973, Fahr íjölfætla, 4ra stjörnu, árgerð 1972, Eriands vagn, 3ja tonna, árgerð 1964, Heuma múgavél, 6 hjóla, árgerð 1962, Nouma mykjudreyfari, árgerð 1964, Lister Ijósavél, 6 kw, og jappakerra. Einnig eru til sölu 2 kýr. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Einstaklega lágt verð. Upplýsingar um símstöðina, Kirkjubóli, Laugardal. kolmunninn er ágætur á bragðið. Hann er af þorskfiska en hefur að minu mati heldur mildara bragð en þorskur, er litið feitari og mýkri. Bleikti marningurinn var prýðilegur, t.d. i fiskibollum, en einnig frystum við hann og söguðum siðan i fiskstauta, sem voru ljómandi góðir, steiktir i raspi t.d. Við sendum sýnishorn til islenzku sölusamtakanna i Bandarikjunum, en höfum ekki fengið niðurstöður frá þeim ennþá. Þó að þessi fiskur sé ekki alveg eins fallegur útlits, eftir að búið er að merja hann, og þorskur og ýsa, þá held ég að ekki sé til eilifðar hægt að miða við þessar fisktegundir. Ef hægt er að fjarlægja hryggblóðið, ætti roðablærinn ekki að koma fram, og verður hann þá svipaður ufsamarningi. Frekari rannsóknir í sumar Svo fórust dr. Birni Dagbjarts- syni orð um þær tilraunir, sem gerðar voru i fyrra, en i mai og júni, n.k. verður liklega sendur maður frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins með Árna Friðrikssyni á veiðisvæðið milli Færeyja og írlands, en þangað fer Árni i kolmunnaleiðangur. Verður sennilega slægingavél um borð, tilraunir verða gerðar með frystingu og athugað geymsluþol kolmunnans, eftir að búið er að hausa hann og slægja. Björn sagði að lokum, að enn- fremur kæmi til greina að herða kolmunnann og salta eins og bútung eða sild, og fleiri verkunaraðferðir kæmu til greina. O Slitnar línur vélarnar i leiðslunum, án þess að hægt sé að koma i veg fyrir það. Vist er það rétt, að stundum verður tjón vegna óvarkárni, en hitt kemur ekki siður fyrir, að skemmdir eru unnar á leiðslum og linum veg-na þess að teikn- ingarnar eru jafnónákvæmar, og hér hefur verið skýrt frá. Vandræðin eru oft einna mest á stöðum eins og þeim, sem nú er unnið á i Borgartúninu, þvi að þarna var áður byggð, og nú eru öll kennileiti horfin, og erfitt að vita, hvar leiðslur hafa verið, Hafa þó flestir haldið, að búið væri að aftengja til dæmis sima- leiðslur þær, sem liggja þarna og yfir að horni Nóatúnsins, þvi þarna var um 60 linu streng að ræða, sem aðeins þjónar nú einu húsi. Sögðu verkstjórarnir, að búast hefði mátt við, að strengur til þess húss hefði fremur verið látinn liggja frá aðalbyggðinni i túnunum, heldur en yfir þetta auða og nú óbyggða svæði. Stöðugt hafa starfsmenn gatna- deildarinnar i Borgartúni verið að lenda á vatnsleiðslum og skolpleiðslum, sem enginn hefur búizt við, að þarna væru, en Höfðaborgin var reist á striðs- árunum, eins og kunnugt er, og þá hefur trúlega ekki allt verið fært inn á teikningar, sem sett hefur verið i jörðina. En þaö hefur þó ekki komið að sök, heldur hafa leiðslurnar verið tengdar aðai- leiðslum eftir þvi sem hægt hefur verið, en þarna eru nú engin hús, svo þetta hefur ekki komið að neinni sök. Fjármálaráðuneytið, 19. mars 1974. Auglýsing um notkun heimildar i 60. tl. 3. gr. laga nr. 6/1974 um tollskrá o.fl. Ráðuneytið tilkynnir hér með þeim aðilum, sem hlut eiga að máli, að það hefur ákveðið, skv. heimild i 60. tl. 3. gr. laga nr. 6/1974 um tollskrá o.fl., að af vélum og hráefnum til iðnaðar tollafgreiddum á timabilinu 1. janúar til 5. mars 1974 skuli endurgreiða eða fella niður gjaldamun, eins og hann reiknast vera af vörum þess- um, annars vegar skv. eldri tollskrárlögum nr. 1/1970 og hins vegar skv. nýsettum tollskrárlögum nr. 6/1974. Endurgreiðslubeiðnir skulu sendar ráðuneytinu I skrif- legu erindi og hafa borist eigi siðar en 15. april 1974. Aðeins verður um niðurfellingu eða endurgreiðslu gjaldamunar að ræða til fyrirtækja, sem leggja stund á framleiðslu iðnaðarvara. Endurgreiðslubeiðnir iðnfyrirtækis skulu studdar eftirfarandi gögnum: 1. Frumriti toiireiknings (ekki ljósrit) ásamt vöru- reikningi (faktúru). 2. Útreikningi aðflutningsgjalda á viðkomandi vörum, samkvæmt lögum um tollskrá o.fl. nr. 6/1974, er gerður sé á venjulegri aðflutningsskýrslu. Skal skýrslan fyllt út eins og fyrri skýrsla að öðru leyti en þvi, að reikna skal út gjöld með hinum breytta tolli. í erindinu skal tilgreina sérstaklega útreiknaðan gjaldamun skv. lögum nr. 6/1974 og lögum nr. 1/1970 um tollskrá o.fl. Jafnframt skal i erindinu vera yfirlýs- ing endurgreiðslubeiðanda um, að hann stundi iðn- rekstur og að viðkomandi vörur séu eingöngu ætlaðar til framleiðslu iðnaðarvara. Nú hefur innflytjandi iðnaðarhráefni eða iðnaðarvél i birgðum hinn 15. april 1974, sem tollafgreidd hafa verið á timabilinu 1. janúar til 5. mars 1974, og skal þá heim- ilt að endurgreiða gjaldamun af fyrrgreindum vörum, enda hafi sala þeirra innanlands til nota við fram- leiðslu iðnaðarvara átt sér stað fyrir 15. mai n.k. Iðn- fyrirtæki eða iðnrekandi, sem keypt hefur vöruna, skal þó sækja um endurgreiðsluna, sbr. framanritað. Endurgreiðslubeiðnir, sem berast ráðuneytinu eftir 1. júni 1974, verða ekki teknar til greina. Fjármálaráðherra skipar 3 menn, þar af einn eftir til- nefningu Félags isl. iðnrekenda til að fjalla um endur- greiðsluhæfi endurgreiðslubeiðna. Úrskurður þeirra er fullnaðarúrskurður i hverju þvi máli, sem f jallað verð- ur um skv. ákvæðum auglýsingar þessarar. 18 Traktorsgrafa JCB3 til leigu. Upplýsingar i sima 42690. Framkvæmdastjóri Staöa framkvæmdastjóra Hjáiparstofn- unar kirkjunnar er laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir, að ráðning taki gildi 1. mai n.k. eða siðar eftir nánara samkomu- lagi. Upplýsingar um starfsskilyrði og kjör veittar á Bfekupsstofu, Klapparstig 27, Reykjavik. Framkvæmdanefndin SANDVIK snjónag'lar ÁRMÚLA 7 SÍMAR 30501 OG 84844 REYKJAVlK, 0 Snjónegldir hjólbarðar veita öryggi í snjó og hólku. Lótið okkur athuga gömlu hjólbarðana yðar og negla þó upp. Gó$ þjónusta — Vanir menn Rúmgott athafnasvæði fyrir alla bíla.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.