Tíminn - 03.07.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.07.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miðvikudagur 3. júll 1974. GÍJSTAF AGNARSSON Gústaf setti met... — ó þjóðhátíðar- móti Reykja- víkur í lyftingum Lyftingarkappinn Gústaf Agnarsson setti nýtt is- landsmet í þungavigt á hátíðarmóti Reykjavíkur. Hann snaraðí 155 kg og jafnhenti 180, eða samtais 335 kg. Kári Elíasson varð sigurvegari í mótinu, sem var með forgjafarfyrir- komulagi — hann lyfti samanlagt 172,5 kg og bætti þar með árangur sinn um 12,5 kg. sem er mjög góður árangur hjá þessum unga lyftingamanni. Úrslit i mótinu urðu þessi: Kári Eliasson........172,5 kg Gústaf Agnarsson.....335 kg ArniÞ.Helgason .......252,5 kg Óskar Sigurpálsson...315 kg pumn n fótboltaskór 10 gerðir Allar stærðir Verð fró kr. 1920,00 PÓSTSENDUM Sportvöruverzlun Ingólfs Oskarssonar KLAPPARSTÍG 44 SÍMI 1-17-83 • REYKJAVIK ÞAERnú spenningurinn að komast i hámark i HM- keppninni. í dag verður keppt i 4 siðustu leikjum undanúrslitanna, en aðeins tveir þessara leikja hafa áhrif á það, hvaða lið komast i úr- I/MM74 fréttir Spennan komin í hómark . . . . Superstjarnan Cruyff liggur í flensu .... slit, hinir leikirnir eru á milli liða, sem eru alveg vonlaus um áfram- haldnandi keppni. t A-riðli er annan leikurinn á milli Hollands og Brasiliu, og fer hann fram I Dortmund, en hinn leikurinn er á milli Argentfnu og A-Þýzkalands, og fer sá leikur fram i Gelsenkirchen. í B-riöli keppa Sviþjóð og Júgóslavia I Dusseldorf og Pólland mætir V- Þjóðverjum i Frankfurt. Hefjast þrlr fyrst töldu leikirnir kl. 6,30 en leikur Pólverja og V-Þjóðverja hefst kl. 3. t A -riðli eru það Holland og Brasilla, sem berjast um úrslita- sætið, og þurfa Hollendingarnir aðeins jafntefli til þess að ná þvl takmarki. t gær var óvlst hvort tveir af föstum leikmönnum þess- ara liða gætu keppt I lelknum I dag. Brasiliumaðurinn Mario Marinho brákaði rifbein og taliö llklegt að hann missti af leiknum út af þvl, en Brassarnir eiga áreiðanlega góðan mann I hans stað, en Hollendingar eiga örugg- lega engan til að taka við hlut- verki Cruyffs og skila þvl eins og hann einn getur, þvl að super- stjarnan Cruyff lá I gær I flensu og með háan hita og allsendis óvist, hvort hann myndi vera búinn að ná sér I tæka tið. Væri það grætilegt fyrir Hollendinga að falla á siðustu hindrun, þvi án ' Cruyffs er hollenzka liöiö ekki upp á marga fiska, þaðsýndi sig I upphitunarleikjum fyrir HM keppnina. í B-riðli eru það V-Þjóðverjar og Pólverjar sem berjast um úr- slitasætið. Bæði þessi lið hafa engan mann á sjúkralista, og má þvl búast við að þau verði skipuö sömu leikmönnum og I siðustu leikjum. — V-Þjóöverjar standa betur að vigi aö tvennu leyti, þeir spila á heimavelli og það veröa u.þ.b. 60.000 V-Þjóðverjar á Waldstadion til þess aö hvetja sina menn, og þeir þurfa aðeins að ná jafntefli I leiknum til þess að komast I úrsiitaleikinn. Pól- verjar hafa lika verið heppnir að sigra i báðum leikjum slnum I undanúrslitakeppninni á móti Svium og Júgóslövum, svo að hinir leikvönu V-Þjóðverjar ættu að vinna nokkuö öruggan sigur. Hinir leikirnir I dag hafa engin áhrif á gang mála i keppninniliði ★ hann er með hóan hita og óvíst er hvort hann geti leikið í dag ★ Deyna fyrirliði Póllands segir að leikurinn gegn V-Þjóðverjum geti farið ó alla vegu a aöeins um að forðast þann orðið hörku keppa aðeins um að forðast þann vafasama heiður að vera neðst i sinum riðlum. Leikur Argentlnu og A-Þjóðverja verður án efa jafn en leikur Svla og Júgóslava gæti orðið hörkuleikur, og ómögulegt er að spá um úrslit fyrirfram, þar sem þessi lið hafa sýnt mjög mis- jafna leiki I keppninni til þessa. Ó.O. JOHAN CRUYFF.-.leikur hann ekki með I dag? Holland og V-Þýzkaland í úrslit .... — H|ó veðmöngurum í Englandi Veðmangarar i Eng- landi gefa nú eftirfar- andi vinningslíkur á lið- in, sem eiga möguleika á heimsmeistaratitlin- um i knattspyrnu. Holland 1-1 V-Þýzkaland 7-4 Brasilia 6-1 Pólland 8-1 A þessu sést, að þeir búast fast- lega við úrslitaleik á milli Hol- lands og V-Þýzkalands. Araentinu- maður mark- hæsti mað- ur Evrópu — Hector Yazalde hlýtur ,,Gullskóinn" Argentínumaðurinn, Hector Yazalde, sem keppir nú með HM liði Argentínu í Þýzkalandi, er langmark- hæsti leikmaður liðs í Evrópu s.l. keppnistímabil. Hann leikur með portúgalska liðinu Sporting Lisabon og skoraði hvorki meira né minna en 46 mörk í 30 leikj- um, og vinnur hann því gullskó þann, sem franska knattspyrnublaðið France Football veitir árlega markhæsta leikmanni Evrópu. Er hann 10 mörkum á undan manni nr. 2 og sextán mörkun á undan þriðja manni. Annars eru efstu menn þessir: Yazalde (Sporting Lisabon, Portúgal)... 46 mörk Krankl (Rapid Vin, Austurriki)......... 36 mörk Bianchi (Reims, Frakklandi) .......... 30mörk Muller (Bayern Munchen, V-Þýzkalandi). 30 mörk Heynckes (Mönchengladbach, V-Þýzkal.). 30 mörk Berdoll (Angers, Frakklandi).......... 29 mörk Braun (Metz, Frakklandi) ............. 28mörk í Englandi og Skotlandi eru menn ekki jafnmikið á skotskónum og á meginlandi Evrópu, markhæsti maður á Skotlandi, Deans frá Celtic, rétt hefur það af að vera hálfdrættingur á við Yazalde. Annars eru efstu menn i Englandi og Skotlandi þessir: Deans (Celtic) .................... 24mörk Scott (Dundee).................. ... 22mörk Gray (DundeeUtd.) ................ 22mörk Worthington (Leicester) ........... 20mörk Channon (Southampton)............... 19 mörk Bowles (Q.P.R.;..................... 19mörk Ó.O.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.