Tíminn - 03.07.1974, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 3. júll 1974.
TÍMINN
15
Æpti xG og stökk í sjóinn
Nýja Akraborgin fór fyrstu ferð sfna á laugardaginn. Farþegar, sem margir voru á leið upp á Akranes
til þess að horfa á leik Skagamanna og KE (sem lyktaði 1-1), voru hinir ánægðustu með farkostinn.
Ferðin gekk greiðlega aðundanskildu þvi að einn farþeganna, sem var nokkuð við skál, kastaði sér fy^rir
borð rétt undan Akranesi. Maður þessi hafði verið hávaðasamur alla leiðina og talað mikið um stjorn-
mál og fótbolta. Þegar Akraborgin var komin upp undir Akranes, klifraði sá drukkni skyndilega upp á
borðstokkinn, æpti kjósum G-listann og kastaði sér I sjóinn, áður en til hans náðist. Skipinu var þegar
snúið við og gúmbátur settur i sjóinn, þvi að fljótt dró af manninum, þannig að hann náði ekki taki á
bjarghring, sem til hans var varpað. Hann var meðvitundarlaus, þegar hann . náðist um borð, en rank-
aði við sér eftir að gripið hafði verið til hjartanudds og blástursaðferðarinnar. Þegar I land kom var
hann fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi en ekki mun honum hafa orðið meint af volkinu. Hins vegar missti
hann af leiknum, sem ratinar seinkaði um hálftlma, þvi að dómarar voru um borð I Akraborginni.
Myndin hér að ofan var tekin, þegar verið var að bjarga ofurhuganum upp I björgunabátinn,
en báturinn var áður á gömlu Akraborginni. Ekki hafði verið gengið frá honum, heldur lá hann iaus á
þilfarinu. Mun það hafa flýtt þvi mjög, að maðurinn náðist, en ekki iiðu nema sjö mlnútur frá þvl hann
stökk, þar til hann var aftur kominn um borð. — Tímamynd: Jim
Auglýsið í Tímanum
Tilboð í Suðurlandaveg
i gær voru opnuð tilboð I 14 klló-
metra langan kafla Suðurlands-
vegar austan Selfoss. Samkvaémt
áætlun, sem Almenna verkfræði-
stofan gerði fyrir Vegagerð rikis-
ins var talið, að kostnaður við
vegagerðina yrði rösklega 156.9
millj.
Útboðið var miðað við að verk-
inu yrði lokið i september 1975.
Tilboð bárust frá fjórum aðiljum,
Leiðrétting
Prentvillupúkinn lék okkur
grátt i blaðinu i gær, þar sem
hann olli algerri merkinga-
breytingu i niðurlagi greinar-
innar um útvarpsviðtöl flokks-
foringjanna. ólafur Jóhannesson
sagði þar, að ekki ætti að veia svo
erfitt að glima við vandamálin i
dag, vegna almennrar hagsældar
landsmanna. „Magnús Torfi
Ólafsson tók I sama streng, og
áleit að vandinn væri svo geig-
vænlegur, að nauðsyn bæri til
myndunar þjóðstjórnar” sagði
svo i greininni. Þarna var að
sjálfsögðu átti við það að MTO
teldi vandann ekkiþað geigvæn-
legan, aö nauðsyn væri á myndun
þjóðstjórnar, en það kom m.a. til
tals á umræddum fréttamanna-
fundi, vegna þess, hve flokksfor-
mennirnir voru allir sammála um
það, að fyrst og fremst bæri að
leysa efnahagsvandann, eftir að
þing kæmi saman.
Aðalbraut h/f, að upphæð 173.6
millj., ístak h.f. og Sveinbirni
Runólfssyni s.f. 169.97 millj., Mið-
felli h.f., Veli h.f. og Vörðufelli
h.f. 198 millj. og loks tilboð frá
Ýtutækni 175.4 millj.
Fimm hátíðir
um helgína
Þegar hafa verið haldnar átta
þjóðhátiðir i landinu á þessu
sumri. Auk þess var 11 alda af-
mælisins minnzt á ýmsum stöð-
um hinn 17. júni sl. og má þar
m.a. nefna Borgarnes og Vopna-
fjörð. öll þessi hátiðahöld hafa
farið fram með miklum ágætum
eins og fréttir hafa borið með sér.
Um næstu helgi verður efnt til
þjóðhátiða á fimm stöðum á land-
inu. Þjóðhátið Borgfirðinga verð-
ur að Reykholti 6. júli Húnvetn-
ingar efna til þjóðhátiðar i
Kirkjuhvammi við Hvamms-
tanga 6.-7. júli. Norður-Þing-
eyingar halda þjóðhátið i Ásbyrgi
hinn 7. júli og Austfirðingar efna
til sameiginlegrar þjóðhátiðar að
Eiðum 6.-7. júli. Þá halda Suður-
nesjamenn þjóðhátið sina að
Svartsengi um næstu helgi.
Þjóðhátið á Akranesi stendur
yfirdagana 4.-11. júli en Akurnes-
ingar eru auk þess þátttakendur i
Reykholtshátiðinni.
Vörubifreið til sölu
HANOMAG HENSCHEL F 221, — Burðar-
magn 12-13 tonn. Keyptur nýr 1971, ekinn
120 þúsund km, vél 270 hestöfl, 12 gira
kassi, mismunsdrifsíásar, sturtur St.
Poul. Bifreiðin er i mjög góðu standi.
Upplýsingar i sima 3-46-04.
Frsfnsó
ÞEIR, sem fengið hafa heim-
senda miða, eru vinsamlega
beðnir að gera skil á skrifstofu
happdrættisins að Rauðarárstíg
18, sími 2-82-69, sem er opin f rá 9-
19 i dag — eða á afgreiðslu Tím-
ans, Aðalstræti 7, frá kl. 9-17.
EINNIG taka trúnaðarmenn
happdrættisins úti á landi á móti
uppgjöri og greiða má inn á póst-
gíró-númer happdrættisins, NR.
34444, í pósthúsum og peninga-
stofnunum um allt land.
ins ito
1
Vinningar:
1. Hraðbátur með 40 ha. utanborðsvél . . .
2. Húsvagn Sprite Alpine......................
3. Vatnabátur, Rana 14 fet með mótor . . .
4. Utanlandsferð..............................
5. Kvikmyndavél ..............................
6. Tjald og viðleguútbúnaður frá Sportval . .
7. -15. Myndavélar, Yashica kr. 15 þús. hver v.
16.-25. Veiðivörur frá Sportval kr. 10 þús. hver v.
26.-50. Sportvörur frá Sportval kr. 5 þús. hver v.
280.000,00
270.000,00
120.000,00
50.000,00
40.000,00
25.000,00
135.000,00
100.000,00
125.000,00
Verðmæti vinninga alls kr. 1.145.000,00