Tíminn - 09.07.1974, Qupperneq 2

Tíminn - 09.07.1974, Qupperneq 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 9. júli 1974 Þriðjudagur 9. júli 1974 Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.) Þú skalt hafa það hugfast, að það verður á sjálf- um þér, sem það bitnar harðast, ef þú ferö ekki að meö sérstakri varfærni í dag. Það er eins og einhverjar blikur dragi á loft í starfinu. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Það er hætt viö þvl, að aöstæðurnar breytist naumast ekki að neinu ráði úr þessu, svo að þú skalt ekki draga það lengur aö taka ákvörðun sem þú ert búinn aö trassa alltof lengi. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Þú skalt varast það aö ofreyna þig I dag. Þetta er enginn átakadagur, og þú skalt nota hann til þess að hvfla þig, einkum, ef þú finnur fyrir ein- hverjum slappleika, þvl aö það getur haft af- leiðingar. Nautið: (20. april-20. mai) Eitthvaö jákvætt gerist I dag. Aö líkindum er það nú samt undir sjálfum þér komið, hvort það hefur áhrif á framtlöina en alla vega veröur það þér til einhvers góðs, Kvöldið verður ánægju- legt. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Þú skalt búa þig undir þaö að fá fréttir með kvöldinu. Það má vel vera, aö þær veröi ánægju- legar, og til þess eru raunar mestar llkur. Þaö lítur ekki út fyrir, að þetta verði neinn sérstakur annadagur. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Það er ekki gott að segja, hvaö þessi dagur ber I skauti sér, en þú skalt búa þig undir sitt af hverju. Þaö lltur sannarlega út fyrir, að hitt og þetta gerist, en dagurinn sem heild er haria óráðinn. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Það lltur út fyrir.aö það rætist nú úr óánægjunni, sem bryddaö hefur á, en það er hætt við þvl, að þettavaldi þér einhverjum vonbrigðum, þótt svo að þú hafir ekki mátt búast við meiru. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Það er hætt viö þvl, að þú þurfir á, allri þinni þolinmæði aö halda I dag I sambandi við fjöl- skyldumálefni, en hitt skaltu gera þér ljóst, að þú mátt treysta á fyllsta samvinnuvilja, og stuðning ættingja. Vogin: (23. sept-22. oktj Þú skalt hafa augun opin gagnvart þvl, sem er aö gerast I kringum þig I dag. Það gerist eitt- hvað þaö á vinnustaö, sem veldur þér nokkrum áhyggjum, en tefldu samt ekki á tvær hættur I neinu máli. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Þú ættir aðtaka.daginn rólega til að byrja með. Þaölitur út fyrir, að ýmsar blikur veröi á lofti I dag, og þú skalt fara að öllu með gát, svo aö þú getirhert þig, þvl aö dagurinn getur orðiö þreyt- andi. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Það getur vel verið, að fjárhagsaðstaöa þln batni i dag, og utanaðkomandi öfl kynnu aö vera þar aö verki til bóta. Þetta kemur sér vel fyrir þig, þvi aö það er eitthvað að fjármálunum, sem þú ert ekki einfær um. Steingeitin: (22. des.-19. janj. Þú mátt alls ekki með nokkru móti láta glepjast I dag. Þaö lltur út fyrir að veriö sé að reyna að fá þig til aö skipta um skoðuná einhverju máli, en hvað sem tautar og raular, skaltu ekki láta þig. 1 14444 V 25555 \mim BORGARTÚN Ljóðabókin sem gleymdist í jólabókaflóðinu 1951 leyndist litil ljóabók „Blágrýti” eftir Sig- urð Gislason. Bókin fór framhjá eldfráum augum menningarvita vorra og gagnrýnenda og ekki var hénnar getið I fjölmiðlum svo ég heyrði. Veturinn 1952 var ég að glugga I blöð frænda vorra I Vesturheimi, þar rakst ég á rit- dómumþessa lóðabók, og var það uppprentun á nokkrum ljóðum og ljóðaköflum úr henni. Ég er ljóða- unnandi og fannst dálitið skritið að fá fyrstu fregnir af nýrri ljóða- bók útgefinni I Reykjavik, vestan um haf. Hvar voru nú okkar and- legu áttavitar. Af ritdóminum virtist mér að bókin væri girnileg til lesturs og fór I bókaverzlanir til að spyrja um hana, sama svar- iö alls staðar. Ekki til. Mér tókst ekki að ná I bókina. Nokkrum sinnum á næstu 20árum heyrði ég lesiö úr henni I útvarp og ekki minnkaði áhugi minn við það, að hafa bókina milli handa og ganga úr skugga um, að höfundurinn væri enn fjölbreyttari i efnisvali slnu og túlkun en þau ljóð.sem ég hafði heyrt, gáfu tilefni til að ætla. 1 vetur var ég að skoða I bókaskáp kunningja mins sem er bókamaður, og rakst á ljóðabók- ina hans Sigurðar Glslasonar „Blágrýti”. Ég fór að blaða I bók- inni, á næsta blaði við titilblaðið hafði skáldið látið prenta þessar setningar: „Bók þessi er gefin út I 150 tölu- settum og árituöum eintökum og verður ekki endurprentuð að mér lifandi’.’ Mér fannst þessi athugasemd skáldsins, fela I sér að ekki myndi hann hafa þótt líklegur til kllku- mennsku og bókaútgefendur kennske tregir að hætta fé sinu til útgáfu bókarinnar og höfundur- inn orðið að gefa hana út sjálfur. Við lestur ljóðanna kom mér margt I hug, skáldið var sjálf- stætt i hugsun, virtist keppa að þvl að segja sem mest I sem fæst- um oröum og einföldustum, mörg ljóðanna eru bundin vissum hug hrifum liðandi stundar. Svo virð- ist sem skáldið sé ékki bundið neinum sérstökum stll eða isma, hann er ýmist hlýr og ljúfur og þá all rómantlzkur, eða kuldalega raunhæfur og einrænn. Þar sem þetta sérkennilega skáld nær ekki nema til örfárra mannæsem eiga ljóðabók hans, þykir mér hlýða að birta ljóöelskum mönnum nokkur ljóða hans I heilu lagi. Ég er ekki ritdómari og þvl slður menn- ingarviti, svo um ritdóm af minni hendi er ekki að ræða. Hér eru fyrst nokkur ljóð þjóðlegrar teg- undar: Skuggareið. Yfir vötn og velli villtir blakkar geysa, myrka makka reisa. — Mórar hjarnið þeysa. Dynur I felli — Dynur I Draugafelli. Heyrið skeifnaskelli. Skelfur foldarbarmur. — Undir ymur harmur, Ygglist næturhvarmur. Brestur I svelli — brestur I bleiku svelli. / Yfir vötn og velli vofuskarar þeysa, óðir áfram geysa — óm úr fjöllum leysa. Dynur i felli — Dynur I Draugafelli. Dagsetur. Grlmudökkvar gráir stökkva, geisla slökkva hátt og lágt. Ljóssins nökkva I næturrökkva nornir sökkva I vesturátt. Hverfa skallar hvltra mjalla klæddir mjallarskrúða fljótt, Skuggtjöld falla. Hliðarhjalla hjúpar alla þögul nótt. Eggjan. Hart lát mæta hörðu. Höggva skaft af spjóti. Leggja ljósum eggjum lagi fénda móti. Bjóða öllu birginn. Brosa að éljum nauða. Falla heldur en flýja. Forðast mannorðs — dauða. Karlmannlega mælt og klökkvalaust og grunur minn er sá að höfundur ljóðsins hafi stundum þurft að verjast féndum að ýmsu tagi. Skáldið mun vera Húnvetningur og heiðrar hérað sitt með þessu gullfallega ljóði, sem mun vera eitt fegursta hér- aðsljóðjSem vér eigum. Húnaþing. Húnaþing I faðmi fjalla, fagra byggðin min. Ennþá glitar sólasindur silungsvötnin þin. Út við flóann kaldir klettar kljúfa brim og Is. Inn til heiða isabjartur Eirlksjökull ris. Húnvetninga gæfuglóðir geymir sagan enn. Fyrrum byggðu djúpa dali djarfir, stoltir menn. — Menn sem vildu heldur hniga helsærðir á fold, en að kaupa fjör sitt fyrir frelsi og ættarmold. Húnvetningsins innsta eðli er, að vera frjáls, þolir ekki agans helsi um sinn beina háls, Þegar kúgun lagði i læðing landið allt um kring — hnefaréttar reglur einar réðu um Húnaþing. Ennþá logar yfir byggðum eldur sólarbáls. Ennþá hylla Húnvetningar hreystiverkin frjáls. Ennþá fóstra djúpir dalir djarfan Húnvetning — orðahvatan, hnefaharðan, hraustan Islending. Vakir yfir háum heiðum himinkyrðin djúp. Aftansmistur sveipar sveitir, slnum létta hjúp. Ljóma slær á bændabýlin. Blessuð sólin skln. — Húnaþing I faðmi fjalla fagra byggðin min. Illa er Húnvetningum aftur far- ið ef þeir kunna ekki að meta slikt ljóð og launa að verðugu. Fjöldi ástarljóöa eru I bokinni og virðist ástin allhugstæð skáldinu sem yrkisefni. I ljóðinu Frjáls, sem virðist ort I æsku- þrungnum uppreisnarhug er þetta erindi: I heitum ástmeyjarörmum yrki mln beztu ljóð. Við eldskirnir atlotanna fer andinn I hold og blóð. Ég lifi án þess að óttast annað en sjálfan mig -Heimskan má kollinn hrista og hræsnin má krossa sig. Þegar þess er gætt, að ljóðið er að minnsta kosti 25 ára gamalt má segja að skáldið tali enga tæpitungu eftir þeirra tima mæli- kvarða. En skáldið fer viðkvæm- um höndum um ástir ungs fólks og örlagastundir. Skilnaður . Viö héldumst döpur I hendur og hugðumst að segja margt. — önotuð augnablik liðu og óvissan bæöi snart. Ég þagöi. — Hún þagði líka — og þögnin varð kuldaleg. Höndina dró hún hægt að sér — og hendinni sleppti ég. Hún kastaði á mig kveðju og kápunni vafði að sér. — Ég vissi það ekki — veit það nú aö Valfriöur unni mér. Hún var i blárri kápu. Hún sat við borðið á móti mér, I mjúku kápunni sinni — og húmað var orðið inni. Þá tóku logar að leika sér er leyndust I sálu minni. Og stofan i ljóma skærum skein svo skuggarnir urðu minni. — Það var eins og blossi brynni. Hún sat við borðið blið og hrein I bláu kápunni sinni. Hún fór — og i augum blossa brá sem blikaði af stjörnuljósum I hyldjúpum himinósum. — En hjá mér varð eftir indæl þrá og ilmur af horfnum rósum. Nú sit ég við borðið eftirá með óskir I sálu minni, er húmað er orðið inni. — Ó, væri hún komin björt á brá I bláu kápunni sinni. Kossinn Þá var angan af ungu vori og hvltar perlur I hverju spori. 1 daggarslóðinni draumur skein. Við vorum saman, við vorum ein. Þú brostir til min með blik I augum og kveiktir eld I öllum taugum. Þú lyftir bikar með lifsins veig, sem eillfð gefur I einum teig. Ég kyssti munn þinn og kossinn lifir. Og sæla er bæði undir og yfir. Ég gleymi aldrei þeim unaðsleik er sálir brunnu á sama kveik. Ég veit það ei, hvort mig var að dreyma. En hamingjunni er ei hægt að gleyma Þú lagðir geisla á lifs mins veg. Hvort sef ég vina eða vaki ég. Hún. Hún seiðir mig ennþá sem áður, meö augun sin .tindrandi blá. Hún var afl mitt eldur og sindur. — Hún var ósk min, draumur og þrá. Ég dái hana ennþá I draumi. Ég dýrð hennar allsnakta sé. Hvert orð hennar atlot og tillit er ennþá mitt sólgullna vé. Þó fenni i förumannsslóðir og fjalltindar hverfi I hrið, þá lýsir mér ljós okkar kynna — það lýsir um eilifa tíð. Jónsmessukvöld. Þegar vorgolan stofnana strýkur og I störinni hjúfrar um kvöld. Þegar geislarnir glófagrir leika yfir glitofin skýjanna tjöld. Þegar bjart er um bláfjallatinda. Þegar blikar á skipanna tröf. — Þá kvikna I augunum eldar. Þá, fær æskan sinn vordraum að gjöf. Þegar fjalldrapinn allaufga angar. Þegar andvarinn hvlslar að þér. Þegar tibrá i fjarskanum titrar. Þegar talar hver alda við sker. Syngur ómur I alfögrum heimi og hann ómar um framtlðarstig. Þessi ómur á eilifa töfra. — Þaö er ástin sem kallar á þig. Háttatími. Nótt er yfir norðurslóðum Nótt er hlý af þrá. Kát I huga kona og maður kyrrðar njóta þá. Meö augu brún og blá þau bjarmalöndin sjá. Gleðifundir góðrar nætur gliti á llfið slá. Enn skal kysst og enn skal notist. Allt er mitt og þitt. Allt er þegar sálin brosir ungt og fagurlitt. Við gefum Guði sitt — en gamla manninum hitt. Aldrei kólna okkar fundir ævintýrið mitt. En ástin hefir fleiri hliöar en rómantlska og eitt sérkennileg- asta ástarkvæði skáldsins er kvæðið Nóg og mun það einstætt I Islenzkum skáldskap og þó viðar væri leitað. Þú misstir ástmey eftir náin kynni. Ogeinn þú gengur þagnarinnar skóg. Svo birtistungmey útúrhúmsins rökkri sem á af brosi og hlýjum orðum nóg. Hún breiðir faðm mót sorgarinnar syni og seiðir inn I laufgan vonaskóg, — meö unga þrá I öllu slnu fasi og augun segja — komdu ég á nóg. En gakktu ekki aftur út til fundar I ástarinnar rökkurþunga skóg. — Að eyðileggja einnar kónugæfu ætti að vera hverjum manni nóg. Þetta er hófstillt tregablandið ljóð, sem ef til vill fáir kunna að meta. Þá er rétt að birla nokkur ættjarðarljóð úr bókinni. Frhl5 síðu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.