Tíminn - 09.07.1974, Side 3

Tíminn - 09.07.1974, Side 3
Þriðjudagur 9. júli 1974 TÍMINN 3 jonn cotler, aöstoOarforstjóri Carson’s (til vmstri) og aðstoðarfólk hans á fundi með fréttamönnum i gærdag. Timamynd: Hóbert. íslenzka ullin kynnt í Bandaríkjunum GB—Reykjavik — Hér á landi eru nú staddir fimm erlendir full- trúar á vegum Gtflutningsmið- stöðvar Iðnaðarins, og islenzkra útflutningsfyrirtækja i ullariðn- aði. Þetta fólk er frá Fyrirtækinu Carson’ s Pirie og Scott, sem rekur stórverzlun i Chicago og starfrækir ásamt aðalverzlun- inni, 23 útibú i helztu borgum Illinoisfylkis. Hjá Carson er fyrir- huguð opnun tveggja nýrra úti- búa á þessu ári og eins útibús á árinu 1975. Hjá fyrirtækinu starfa um ellefu þúsund manns. Carsons ’s, Pirie og Scott, sem var stofnað árið 1854 af þremur Skotum, hefur kynnt vörur frá Norðurlöndum með sölu- og aug- lýsingaherferðum ár hvert frá árinu 1960. Arangurinn hefur verið stóraukin sala á vörum frá Norðurlöndum og sérstök Norðurlandadeild hefur verið opnuð. Auk verzlunarreksturs rekur fyrirtækið svokallaða póst verzlun Góður markaður er i Illionisfylki, þar sem stór hluti ibúanna er af norrænu bergi brotinn, en það munu vera um 8-9 milljónir manna, sem búa i fylk- inu. Aöstoðarforstjóri Carson’ s, John Cotter, er nú staddur hér ásamt aðstoðarfólki sinu, til að ganga frá söluherferð fyrir islenzkar vörur, bæði i verzlunum sinum og fyrir póstverzlunina. Aætlun þessi er þriþætt: Fyrsta skrefið er að koma upp Islands- deiidum i allt að sex stærstu verzlunarhúsum Carson’ s Hug- myndin, er að þar verði eingóngu seldar islenzkar vörur, megin- hlutinn ullarvörur, og ennfremur gjafavörur og fleira. Ráðgert, er, að tslandsdeildin verði útbúin og skreytt, þannig, að hún hafi á sér islenzkan blæ. 1 öðru lagi verður gefin út myndskreyttur pöntunar- listi um islenzkar vörur. Ætlunin er að hafa listann um 12 siður, með litmyndum af Islenzkum vörum og senda hann til fastra viðskiptavina fyrirtækisins, en þeir eru um fjögur hundruð þúsund. Þriðja verkefnið er að útbúa myndefni fyrir jólapóst- lista Carson’ s Á siðasta ári var ein siða i listanum ætluð Islenzkum ullarvörum og heppnaðist mjög vel. Nú eru þeim ætlaðar 2-3 siður i jólalistanum. Norræn töl- fræðihandbók 1973 KOMIN er út Norræn tölfræði- handbók 1973 (Yearbook of Nor- dic Statistics), sem gefin er út af Norðurlandaráði og Norrænu töl- fræðistofnuninni I Kaupmanna- höfn, er sér um samningu rits þessa. Er þetta 12. árgangur þess. Norræna tölfræðistofnunin er á vegum hagstofa Norðurianða. Til þessara verkefna á að verja um þrjátiu þúsund dollurum eða um það bil þrem milljónum isl. króna. Má fullyrða, að hér sé hafin umfangsmesta söluherferð fyrir islenzkar vörur, sem eríendir aðilar hafa skipulag í Bandarikjunum. Aðaláherzlan er lögð á sölu ullarvara, en Carson’ s hefur selt islenzkar ullarvörur frá 1970. I vikunni eru svo væntanlegir ljósmyndarar hingað til lands, og er ætluninn, að þeir taki myndir fyrir pöntunarlistana, og fyrirsætur- nar verði islenzkar. Loftleiðir hf. og viðskiptafulltrúi Islands i New York og ræðismaðurinn i Chicago, Paul Johnson, hafa veitt fyrirgreiðslu og aðstoð við undir- búning kynnisferðar þessarar frá Carson’ s. Rit þetta er einkum ætlað til kynningar Norðurlanda á alþjóðavettivangi, og er það þvi á ensku, en með sænskum skýring- um. Upplýsingasvið ritsins er mjög vitt. Það er 275 blaðsiður og I þvl eru 202 töflur, auk linurita og korta. I hverri töflu eru sambæri- legar tölur fyrir Norðurlönd um það efni, sem hún fjallar um, og að sjálfsögðu eru þar með tölur fyrrir ísland, sem Hagstofan hefur látið i té, þó ekki I öllum töf lum. Veiði að glæðast Grimsá Veiðihornið hringdi i Þórunni ráðskonu við Grimsá i gær, og tjáði hún okkur að heldur væri veiöin að glæðast, en hún hefurverið fremur dræm. Nú eru komnir 270 laxar á land, og er þetta yfirleitt vænn fiskur, þyngdin þetta um fimm til tiu pund að meðal- lagi. Þórunn sagði að það væri ágætis veiðiveður, sólarlaust og svolitil rigning. Hún sagði okkur sögu af heldur óheppnum veiðimanni. Hann var að veiða i gærmorgun, og missti hvorki meira né minna en þrjá laxa. Og auðvitað voru þeir allir mjög stórir. Hann hafði átt við einn laxinn I um fjörutiu minútur, en missti hann rétt i þeim svifum þegar hann ætlaði að landa honum. Hitará Hallbjörn Sigurðsson, bóndi i Krossholti, sagði að heldur væri veiðin lakari en siðast- liðið ár. Það erGrettistak hf. i Reykjavik, sem hefur ána á leigu eins og undanfarin ár. Sjö stengur eru leyfðar i ánni, en veiðin hófst 12 júni. Ekki gat Hallbjörn gefið okkur upp neinar tölur um hve mörgum löxum hefði verið landað, en enginn simi er i veiðihúsinu viö Hitará. Vonandi fáum við þó fljótlega nánari fréttir sem við getum sagt frá Silungsveiði i Huna- vatni. Guömundur Jónasson, Asi Vatnsdal, fræddi Veiðihornið um að Silungsveiði I Húna- vatni hefði verið með af- brigðum góð I vor og sumar. Eftir 10. júni, er netaveiði bönnuð i vatninu, en nú er veitt á átta stangir. Arnaldur Þór sagði okkur, að algengt hefði verið áður en laxatiminn byrjaði, að fjörutiu til fimmtiu silungar hefðu veiðzt á stöng, á einum degi. Vatnsdalsá. Arnaldur Þór hafði samband við Veiðihornið I gær, og sagði hann að 87 laxar væru nú komnir á larid. Yfirleitt væru þeir mjög stórir, og að við- burður væri ef það veiddist lax undir 10 pundum. Veiðin hefður verið heldur dræm, en nóg af laxi virðist samt vera i ánni, en eins og kunnugt er er þar aðeins veitt a flugu og eru fjórar stangir leyfðar. Þetta er þó nokkuð minni veiði heldur en á sama tima I fyrra. Þó veiddust á tveim dögum nýlega, 31, lax. Arnaldur sagði okkur frá þvi, að lax hefði veiðzt um þrjátiu kilo- metra með ánni, og hefði hann verið grálúsungur. Með öðrum orðum, laxinn hefur farið 30 km i einni striklotu. 1 gær byrjuðu útlendingar veiði i ánni. Aðeins tímasóun? Forseti tslands ákvað að fela Geir Hall- grimssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, könnun á myndun rikisstjórnar. Ekki skal sú ákvörðun gagnrýnd, en ljóst er þó, að stjórnar- myndun undir forystu Geirs Hallgrimssonar verður mjög erfið. Á það ber að llta, að tveir stærstu stjórnarfiokkarnir héldu algerlega velli i kosningunum, og annar þeirra bætti við sig þingsæti. Fylgisaukning Sjálfstæðisfiokks- ins var þvi ekki á kostnað Framsóknarflokks- ins eða Alþýðubandalagsins. Það mun ráðast á næstu dögum eða vikum, hvort formanni Sjálfstæðisflokksins tekst stjórnarmyndun, en það er hald margra, að litil von sé um það, aö Geir Hallgrimssyni takist stjórnarmyndun. Má raunár lesa það út úr leiðara Mbl. á sunnudaginn. Hitt er ljóst, að stjórnarmyndun má ekki dragast lengi. Sú rikisstjórn, sem við tckur, þarf að snúa sér tafarlaust að lausn efnahagsvandans á grundvelli tillagna Ólafs Jóhannessonar, forsætisráðherra. „Heimatilbúinn vandi" Mbl. Þvi var óspart haldið fram I Mbi. fyrir kosningarnar, að vandinn, sem við er að fást I efnahagsmálum væri heimatilbúinn cg sök rikis- stjórnarinnar. Núna, þegar mesti kosningamóðurinn er runninn af Mbl. og rit- stjórar blaðsins eru að komast aftur i snertingu við jörðina, bregö- ur svo við, að birtur er kafli úr ræðu Sveins Benediktssonar, for- manns Félags isl. fiskimjölsframleiðenda, þar sem hann gerir grein fyrir þeirri miklu verðlækkun, sem átt hefur sér stað á fiskmjöli. Segir Sveinn, að nú standi sakir þannig, að verðið á fiskmjöli sé fall- ið um helming og kaupendur virðist hafa dregið sig í hlé i von um enn frekari lækkun. Enn fremur segir Sveinn Benediktsson, að margirverksmiðjueigendur.sem Htið eða ekk- ert höfðu selt fyrirfrain, hafa talið sig biða svo mikiö tjón, ef þeir seldu á þvi lækkaða verði, sem völ var á, aö þeir fengju ekki undir þvi risið og yrðu þeir að biða átekta og sjá, hvort ekki rættist úr verðinu. Ennþá væru þvi óseld um 20 þúsund tonn af loðnumjöli af þeim 67 þúsund tonnum, sem framleidd voru á vertið- inni. Það segir sig sjálft, að þegar slikt verðhrun á sér stað á þessum þýðingarmiklu útflutnings- afurðum okkar, hefur það gifurleg áhrif á af- komu þjóðarbúsins. Sem betur fer bendir ýmislegt til þess, að verö- fall á fiskmjöli sé að stöðvast, þó að enn sé fullsnemmt aö spá nokkru um framvindu þeirra mála. En þetta færir okkur heim sann- inn um það, sem raunar var vitað, hversu varnarlausir við íslend- ingar erum gagnvart markaðssveiflum erlendis. Sá vandi er ekki heimatilbúinn. — a.þ. Tregt hjá Siglu- fjarðartogurunum - hs-Rvik. — Afli hefur verið held- ur tregur hjá hinum tveimur skuttogurum útgerðarfyrirtækis- ins Þormóðs ramma h.f. á Siglu- firði undanfarið, en vonir standa til að úr fari að rætast. Stálvik kom fyrir skömmu úr sinni 3. veiðiferð, eftir að gert var við vélar skipsins i Noregi, með 130 tonn, og hinn nýi skuttogari fyrirtækisins, Sigluvik, sem kom nýr til landsins i april s.l., er væntanlegur um eða upp úr miðri viku með talsvert á annað hundr- að tonn Sigluvik er smiðaður á Spáni, einn af 6 togurum sem allir voru eins, eða um 400 lestir. Togarinn er nú i sinni fimmtu veiðiferð. 3.395 hrein- dýr á landinu — heimilt að veiða 850 dýr Fyrir skömmu fór fram talning hreindýra og reyndust þau vera 3.395, þar af 624 kálfar. Hins veg- ar gera tainingarmennirnir ráð fyrir, að þrátt fyri góð leitarskil- yrði megi ætla að dýrin séu allt að 10% fleiri eða rúmlega 3.700. Talningin fór fram samkvæmt loftmyndum er teknar voru úr flugvél og önnuðust þeir Ingvi Þorsteinsson og Agúst Guð- mundsson talninguna. Menntamálaráðuneytið hefur gefið út reglur um hreindýraveið- ar á Austurlandi árið 1974 þar sem heimilað er að veiða allt að 850 hreindýr á timabilinu 1. ág. til 15. september. Fleiri sveitarfé- lög fá nú hlutdeild i veiðinni en áður eða samtals 27, en ekki nema 17 I fyrra. Sameiginleg vatnsveita S.J.-Vorsabæ. — Föstudaginn 28. júni s.l. héldu Gaulverjabæjar- hreppur og Villingaholtshreppur sameiginlegan fund með hrepps- búum, þar sem til umræðu var sameignlegt vatnsveitumál hreppanna. Um 70 búendur eru i hreppun- um báðum. en samkvæmt könn- .vun sem gerð var fyrir ekki alls löngu, reyndust vatnsból á 10-20 bæjuvn verulega menguð. Er þvi ekki vanþörf á þessari vatns- veitu, sem mjög lauslega áætlað kostar um 30 milljónir. Á fundinum urðu nokkrar umræður, en i lokin var samþykkt einróma, að fela hreppsnefndum að sjá um að vatnsveitan verði að veruleika.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.