Tíminn - 09.07.1974, Side 16

Tíminn - 09.07.1974, Side 16
... Þriðjudagur 9. júll 1974 ____________1______ __________ rGÍÐÍ fyrirgóöan mai ^ KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS Drottningin sló Cruyff til ra — gífurlegur fögnuður í Hollandi NTB—Amsterdam. — Júliana Hollandsdrottning sló i gær fyrirliða hollenzka landsliðs- ins i knattspyrnu, Johan Cruyff til riddara, svo og þjálfara liðsins, sem eru tveir. Hollenzka liðinu var gifur- lega fagnað við heimkomuna, svo engu var likara en það hefði sigrað i HM. Meira en tiu þúsund manns voru saman komnir á flugvellinum, þegar liðið kom heim og var tonna- tali af blómum kastað yfir leikmennina. Johan Cruyff sagöi á flugvellinum, að þeir heföu i mesta lagi búizt við nokkrum ættingjum, þvi annað sæti væri ekkert, það væri aðeins sigurinn, sem eitt- hvað væri varið i. Leikmönn- um og konum þeirra var ekið i opnum bifreiðum um götur Amsterdam og þegar þau birt- ust á svölum hótelsins, voru þau aftur hyllt af þúsundum manna. Kosningarnar í Japan: Flokkur Tanakas tapar verulega en úrslit liggja ekki fyrir NTB—Tókió — Kosningar fóru fram i Japan á sunnudaginn og var kosið um 130 þingsæti i neðri deild. Mikil þátttaka var i kosningunum þrátt fyrir fellibyl- inn „Gildu” sem krafðist meira en 80 mannslifa i suðurhluta iandsins og 38 er saknað. Úrslit kosninganna verða ekki Frakkar sprengja enn í Kyrrahafi NTB—Canberra — Stjórnir Astraliu og Nýja Sjálands segja að vist megi telja, að Frakkar hafi sprengt kjarnorkusprengju á tilraunasvæði sinu á Mururoa- eyjum nú um helgina. Franska stjórnin vill ekkert um málið segja og er ekki búizt við að hún geri það fyrr en tiiraununum er lokið siðar I sumar. Þessi sprenging er önnur I rööinni i tilraununum i ár, sú fyrri var sprengd 17. júni og hefur geislavirkt úrfall frá henni mælzt um allt svæðið og einnig á Nýja- Sjálandi Norman Kirk, forsætisráðherra Nýja Sjálands, sagðist ekki ætla að blása málið upp, þvi aðeins væri um smávægilegt úrfall að ræöa, en það sannaði þó, að sprengingarnar ykju geislavirkni á svæðinu. Hann sagði, að stjórn sin myndi samt sem áður standa fast á þvi að kjarnorkutilraunir væru varasamar, hvar sem þær færu fram og að nauðsynlegt væri aö hætta þeim. Sem kunnugt er hafa Astralia og Nýja Sjáland höfðað mál gegn Frakklandi fyrir alþjóðadóm- stólnum I Haag, en Frakkar virða ekki lögsögu dómsins og hafa ekki sent fulltrúa til Haag, þegar f jallað hefur verið um það. Valery Giscard d’ Estaing for- seti Frakklands, hefur áður upp- lýst, að eftir þennan lið tilraun- anna muni Frakkar liklega gera nýjar tilraunir neðanjarðar, en þaö kom þó ekki i veg fyrir að Japan, Nýja Sjáland og Astralia mótmæltu kröftuglega. Alþjóða- dómstóllinn i Haag hóf i gær að fjalla um málið að nýju, en fulltrúi Frakka var þar ekki við- staddur fremur en endranær. endanlega kunn fyrr en eftir nokkra daga, þar sem kjósa verður aftur i nokkrum kjördeild- um vegna tjóns af fellibylnum. Af tölum sem kunnar voru i gær- kvöldi erljóst, að flokkur Tanaka forsætisráðherra, frjálslyndir demókratar, hefur tapað fylgi. Trúlega er það verðbólgan og miklar hækkanir á nauðsynjavör- um, sem þar ráða mestu um. Eftir þvi sem tölur streymdu inn i gær, varð ljóst að frjáls- lyndir demókratar hafa tapað verulega. 1 gærkvöldi hafði flokk- urinn unnið 58 sæti, sósialista- flokkurinn 28, Komito-flokkurinn 14, Kommúnistar 9, jafnaðar- menn 4 og óháðir 7. Framkvæmdastjóri frjálslynda demókrataflokksins, Hashimoto, sagði i gær, að trúlega væru margar ástæður fyrir fylgistap- inu, en sú mikilvægasta væri að likindum óánægja með stefnu stjórnarinnar I verðlagsmálum. — Við verðum að taka þessa gagnrýni til greina og reyna að styrkja flokk okkar á nýjan leik, sagði Hashimoto. Kosningaþátttakan var um Framhald á bls. 17 Ráða Bretar við verðbólguna? NTB—London — Brezku verka- mannaflokksstjórninni virðist verða nokkuð ágengt I baráttunni við verðbólguna og gert er ráð fyrir að matvörur lækki I verði á Bretlandi á næstunni t yfirliti, sem iðnaðarráðu- neytið lagði fram I gær, kom fram, að verðhækkun á hráefni og orku hafði snúizt við síðasta mánuð, I fyrsta sinn I tvö ár. Lækkunin var að visu aðeins eitt prósent, en litið er á það sem loforð um meira. 1 ræðu I þinginu, lofaði verð- lagsmálaráðherrann, Shirley Williams, að gripið verði til nýrra ráða til að lækka verð á mat- vörum. Hún visaði á bug árásum ihaldsþingmanna, sem halda þvi fram að stjórnin veifi hlægilega dýrum töfrastaf. Hún sagði, að verðhækkanir hefðu minnkað að mun siðan verkamannaflokks- stjórnin tók við völdum. Hafréttarráðstefnan í Caracas: Hans G. Andersen leggur fram átta höfuðatriði í hagstæðri lausn NTB—Caracas. — tslenzka sendinefndin hefur fyrst og fremst áhuga á þvi, að Cara- cas-ráðstefnan komist aö ein- hverri viðunanlegri lausn, sem byggð sé á hlutunum eins og þeir eru raunverulega I samfélagi þjóðanna. Eitthvað á þessa leið fórust Hans G. Andersen, leiðtoga islenzku nefndarinnar orð á ráðstefn- unni I gær. Ekki var að heyra á framlagi islendinga, að 200 milna úrfærsla islenzku land- helginnar stæði fyrir dyrum. Hans G. Andersen lagði rika áherzlu á, að strandriki heföu fullan umráðarétt yfir bæði auðlindum á hafsbotni og lif- andi auðlindum innan auð- lindalögsögu sinnar. — Allsherjarlausn, sem ekki byggist á þvi, er algjörlega óraunhæf, sagöi hann og benti á, að tslendingar hafa barizt fyrir fiskveiöilögsögu I aldar- fjórðung. Hann kvaðst gleðj- ast yfir þvi, að riki, sem áður hefðu verið mótfallin 200 milna lögsögu, væru nú farin að horfast i augu við stað- reyndir og orðin hlynnt. 200 milum. — Þessi riki eiga all- an heiður skilið og sllk réttsýni styrkir hið góða andrúmsloft á ráðstefnunni, sagði Hans enn- fremur. Þá lýsti hann átta höfuðat- riðum I allsherjarlausn, sem hagstæðust yrðu fyrir tsland og að hans áliti einnig fyrir flestar aðrar þátttökuþjóðir ráðstefnunnar: 1) Tólf sjómilna siglingaleiö með frjálsri umferð við strendurnar og raunhæfa lausn fyrir eyjaklasariki. 2) Auðlindalögsögu, 200.mil- ur, sem veitir strandrikjum fullan rétt yfir fiski, en sem hægt er að veita öðrum aðgang að með samningi, ef viðkomandi nýtir ekki auö- lindir sinar að fullu. Hans lagöi I þessu sambandi áherzlu á þörf þróunarland- anna fyrir fiskveiðitækni. 3) Verndun fiskstofna, þar sem strandriki beri aðal ábyrgðina, en komið verði á að auki svæðisbundnum lág- marksstöðlum fyrir hverja fisktegund. 4) Auðlindir utan auðlindalögsögu verði nýttar þannig, að riki deili með sér tekjum af þeim. 5) Nýting alþjóðlegra hafs- botssvæða verði I samræmi við yfirlýsingu allsherjarþings Sþ siðan i desember 1970. 6) Mengunarvandamálið verður að leysa I samræmi við þau drög, sem lögð voru á Stokkhólmsráöstefnunni 1972, auk þess sem alþjóðlegir staölar verði samþykktir. Finna verður hóflegt jafnvægi milli reglna einstakra rikja og alþjóðlegra reglna 1 þessu efni. 7) Aðgangur til visindalegra rannsókna skal vera frjáls, en tryggja verður strandrikjum þátttöku I hinum ýmsu við- fangsefnum og aðgang að auð- lindum. 8) Tryggja verður hagsmuni rikja, sem ekki liggja að sjó. — Þá sagði Hans G. Ander- sen: Ef ráðstefnan gæti nú snúið sér að þvi að vinna aö gerð allsherjar lausnar, er góð von um að komizt verði að ein- hverri jákvæðri niðurstöðu þegar á þessari ráðstefnu. Enn handtökur r pl / / / I tpiopiu — Eftirlýstlr gefa sig fram NTB—Addis Abeba — Herinn i Eþiópiu birti i gær lista yfir 27 eftirlýsta menn, meðal þeirra lögreglustjóra landsins, ráðgjafa keisarans, einn fyrrverandi ráð- herra og marga fyrrverandi og núverandi aðstoðarráðherra. Skömmu siðar tilkynnti herinn, að 10 manns af listanum hefðu gefið sig fram strax eftir birting- una, en lögreglustjórinn var ekki meðal þeirra. 1 tilkynningu var þess farið á leit við fólk, að gefa upplýsingar um þá eftirlýstu, en vöruðu við að beita valdi til að yfirbuga þá. Herinn, sem tók völd i landinu fyrir 11 dögum, hefur þegar hand- tekið 18 manns til viðbótar 25 fyrrverandi ráðherrum og öðrum embættismönnum, sem hand- teknir voru i april. Alls voru um 70 manns I varðhaldi eða eftir- lýstir. Talið er vist að keisarinn hafi samþykkt þennan siðasta lista, þar sem tilkynnt var fyrir fimm dögum, að hann hefði samþykkt þær handtökur, sem herinn hafði -á prjónunum. Aukaþing átti að koma saman i gær til að ræða ýmsar breytingar, en þvi var frestað til dagsins i dag, til að þingmenn fengju tima til að sækja laun sin. VOLVO ending Samkvæmt opinberum rannsóknum "Svensk Bilprovn- ing" er ending Volvo lengri en annara bifreiöa, sem seldar eru í Svíþjóö. Meöal aldur Volvo er nú

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.