Tíminn - 07.09.1974, Qupperneq 2
2
TÍMINN
Laugardagur 7. september 1974.
Laugardagur 7. september 1974
Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.)
Það litur út fyrir, að þér sé það hollast að gera
eitthvað það i dag, sem þig hefur lengi langað til
að gera, en ekki haft tækifæri til að gera áður.
Þú skalt ekki láta úrtölur annarra hafa áhrif á
þig. Þú skalt reyna að komast að sannleikanum i
máli, þar sem reynt hefur verið að leyna þig
ýmsu.
Fiskarnir (19. febr.—20. marz.)
Það er eins og starfsfélagar þinir séu ekki bein-
linis i vinnuskapi um þessar mundir, og senni-
lega nenna þeir ekki að rétta þér hjálparhönd i
máli, sem skiptir þig máli. Þú skalt samt gera
þitt bezta og ekki láta hugfallast.
Hrúturinn (21. marz—19. apríl)
Það er framkoma þin, sem skiptir máli i dag, og
engu er likara en að allt gangi þér i haginn i
samskiptum við aðra. Þú ert á mikilli uppleiö,
og nú er um að gera að halda rétt á spöðunum,
og það jafnt i smáu sem stóru.
Nautið (20. april—20. mai)
Það litur út fyrir, að fjármálin verði i finu lagi
hjá þér i dag. Viðskipti og sparnaður eru mjög á
dagskrá, og allt þér til hagsbóta. Það er margt,
sem þú getur gert, og þú skalt ekki hika við að
leita aðstoöar annarra.
Tviburarnir (21. maí—20. júni)
Þú skalt alveg eins búast við þvi, að i dag verði
loksins litið réttum augum á störf þin og áhuga.
Það er ekki vist, að þú hafir fjárhagslegan
hagnað af þessu, en alla vega kemur þetta þér til
góða, jafnvel þó að siðar verði.
Krabbinn (21. júni—22. júli)
Þú ættir að hafa sæmilega góðan tima til að
sinna rólegum hugleiðingum og menningar-
málum i dag. Þaö er ekki nóg að hafa einlægan
vilja til aö leysa vandamál — það þarf að láta
framkvæmdir fylgja, og maður verður að gera
það sjálfur.
Ljónið (23. júlí—23. ágúst)
Þú ættir að hafa samband við vini þina og reyna
að komast til botns I vandamáli, sem snertir
sameiginlega hagsmuni ykkar. Það eru ýmis
málefni, sem krefjast úrlausnar, og það er harla
liklegt, að þau séu viðtækari en virtist fyrst.
Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.)
Það er engu likara en einhver deilumál skjóti
upp kollinum innan ættarinnar, en þú gerðir
mjög skynsamlegt i þvi að láta sem þú sæir þetta
hvorki né heyrðir. Og umfram allt: forðaztu að
hella oliu á eldinn, þrátt fyrir allt!
Vogin (23. sept.—22. okt.)
Það litur út fyrir einhverja árekstra á heimilinu.
Þú ættir að ræða vandamálin i ró og næði, svo að
úr rætist. Þú færð að likindum gott tækifæri til
að sýna hæfileika þina i sambandi við starf þitt
og afköst á vinnustað.
Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.)
Þú skyldir varast það i dag að fela tilfinningar
þinar. Ef þér tekst vel upp, ættirðu meira að
segja að geta skapað einstaklega ástrikt
andrúmsloft á heimilinu, jafnvel framar eigin
vonum. Þú ættir að skipuleggja einhverja
tilbreytingu.
Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.)
Þér virðist allt miklu ljósara i dag, og þess
vegna áttu auðvelt með að átta þig á þvi, hvar þú
hefur gert skyssurnar, og hvað þú hefðir átt að
gera til þess að betur heföi tekizt til i ákveðnu
máli. Þú skalt strax hefjast handa.
Steingeitin (22. des.—19. jan.)
Þú skalt hafa taumhald á skapi þinu i dag og
hafa það hugfast, að sá vægir, sem vitið hefur
meira. Þú skalt alls ekki láta eftir ævintýraþrá
þinni þaö, sem hún blæs þér i brjóst i dag. Þaö
kemur dagur eftir þennan dag.
Augtýsúf
i Tímanum
I®! Hn hmSh.Ih Sffllji ifflBl Hb m!
&m
Torfæruakstur
Siðast liðinn sunnudag var sýnd i
sjónvarpinu mynd frá svo köll-
uðum torfæruakstri, sem björg-
unarsveitin Stakkur i Keflavik
haföi gengizt fyrir. Var jafnframt
sagt frá þvi, að 15 jeppar hefðu
tekið þátt i þessum leik og dregið
til sin marga áhorfendur.
Það er alveg með ólikindum, að
slysavarnadeild skuli vera frum-
kvöðull að slikri dómadags
heimsku, sem þessi „keppni” er,
og sem vissulega gæti valdið slysi
á ökumönnum og meiri eða minni
eyðileggingu á hinum dýru farar-
tækjum, er sjálfsagt hafa kostað
allt að einni milljón króna þau
dýrustu. Er ekki laust við að
menn gruni, að þeir sem ekki
bera meiri virðingu fyrir verð-
mætum,og þessumágætu farar-
tækjum sinum, séu eitthvað
skrýtnir i kollinum, og sennilegt,
að greindarvisitalan reyndist
ekki sérlega há, ef mæld væri, svo
heimskulegt er þetta athæfi.
Og ekki bætir það úr skák,
hvernig farið er með landið, svo
sem glögglega mátti sjá á mynd-
inni. Það var raunar tekið fram,
að þetta land yrði lagað aftur. En
sjálfsagt telja slikir kappar sig
þurfa að „æfa” fyrir þessa
„leiki”, eins og önnur keppnis-
mót, og fæst þá kannski skýring á
þvi, hvers vegna okkar fagra land
LOFTLEWM
BILALEIGA
CAR RENTAL
n 21190 21188
LOFTLEIÐIR
rOPIÐ’
Virka
Lauga
Virka daga 6-10 e.h.
Laugardaga 10-4 e.h.
I
.^.BILLINN BÍLASAIA
V-I HVERnSGÖTU 14.411
Ford Bronco
Land-Rover -
- VW-sendibílar.
VW-fólksbllar
BÍLALEIGAN
EKILL
BRAUTARHOLTI 4, SÍMAR: 28340-37199
(c*
BÍLALEIGAN
51EYSIR
CAR RENTAL
24460
í HVERJUM BÍL
PIOIMŒGIR
ÚTVARP OG STEREO
KASSETTUTÆKI
er útleikið, bæði i byggð og
óbyggðum, svo sem raun ber
vitni, einmitt eftir tillitslausan
akstur jeppa og annarra kraft
mikilla bifreiða.
Máltækið segir: Til þess eru
vítin að varast þau. Ef sjónvarpið
hefði notað þessar heimskulegu
aöfarir til þess að sýna, hvernig
alls ekki ætti að nota vélknúin
farartæki, myndi réttlætanlegt að
koma þeim fyrir almennings
sjónir, en eins og að þessu var
staöið, má búast við að þroska-
litlir ökumenn viðsvegar um
land, hagnýti sér slika sýni-
kennslu, með þeim afleiðingum,
sem óhjákvæmilegar eru, bæði
fyrir ökutækin og landið. Vonandi
sjá slysavarnadeildir um land allt
sóma sinn i þvi að efla umferðar
menningu en ekki að stuðla að þvi
gagnstæða, svo sem hér var gert.
G.B.
NÝKOMIÐ FRÁ TEAGLE:
Súgþurrkunarblásarar
Aburðardreifarar
3ja og 4ra tonna — einnig
hentugir sem flutningavagnar
Steypuhrærivélar
fyrir dráttarvélar
Ennfremur eigum við
EL-mótora
sem breyta 12 voltum í 220 volt
LANDBÚNAÐARÞJÓNUSTAN
Skúlagötu 63 — Sími 2-76-76
Útboð
Stjón verkamannabústaða i Reykjavik
óskar eftir tilboðum i raflögn i 308 ibúðir i
Seljahverfi i Reykjavik.
Útboðsgögn verða afhent i Lágmúla 9 (5.
hæð) gegn 10 þúsund króna skilatrygg-
ingu.
Tilboð verða opnuð föstudag 27. septem-
ber 1974.
ATVINNA
Viljum ráða nú þegar karlmenn
°g k venfólk til starfa í verksmiðju
okkar
VAKTAVINNA
DAGVINNA
Upplýsingar hjá verkstjóra
— ekki í sima
STAKKHOLTI 4 Reykjavík