Tíminn - 07.09.1974, Síða 7
Laugardagur 7. september 1974.
TÍMINN
7
r
tJtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i
Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-—18306. Skrifstof-
ur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523.
Verð i lausasölu kr. 35.00.
Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
J
Alþýðubandalagið og
Samtökin snúast gegn
fyrri stefnu
Aukaþingið, sem lauk störfum sinum á föstu-
daginn, verður fyrir margra hluta sakir sérstætt i
sögunni. Það kom saman á Þingvöllum i tilefni af
ellefu alda afmæli íslandsbyggðar, og samþykkti
þar einróma merka áætlun um landgræðslu og
gróðurvernd. Það náði samkomulagi um myndun
starfhæfrar þingræðisstjórnar, þótt svo horfði um
skeið, að mynduð yrði embættismannastjórn, án
stuðnings i þinginu.
1 náinni framtið verður aukaþingsins þó ef til vill
helzt minnzt sökum þeirra hlutverkaskipta, sem
urðu á Alþingi og fólgin voru i þvi, að Alþýðu-
bandalagið og Samtök frjálslyndra og vinstri
manna snerust gegn málum, sem vinstri stjórnin
hafði flutt á siðasta þingi og Sjálfstæðisflokkurinn
þá verið á móti. Nú kom Framsóknarflokkurinn
þessum málum vinstri stjórnarinnar fram með
stuðningi Sjálfstæðisflokksins.
Vinstri stjórnin beitti sér fyrir þvi á vetrarþingi,
að söluskattur yrði hækkaður um tvö stig. Þetta
taldi stjórnin nauðsynlegt til þess að geta fengið
aukið fjármagn til dýrtiðarráðstafana og niður-
borgana, en þótt söluskattur sé ekki æskilegur,
leiðir hann til augljósrar jöfnunar á lifskjörum og
kjarabóta hinna lægstlaunuðu, ef hann er notaður
til niðurborgana. Þegar söluskattur er þannig
notaður, er hann raunverulega ekki álögur, sem
renna i rikissjóð, heldur millifærsla milli
þjóðfélagsþegna til leiðréttingar á lifskjörum.
Þá beitti vinstri stjórnin sér fyrir þvi á siðasta
þingi, að bensinskatturinn yrði hækkaður, svo að
meira fé yrði handbært til vegaviðhalds og vega-
lagningar. Þetta var i samræmi við umbótastefnu
hennar.
Loks beitti vinstri stjórnin sér fyrir þvi, að lagt
yrði nokkurt verðjöfnunargjald á raforku, svo að
ekki þyrfti að hækka raforkuverð hjá þeim, sem
búa við lakasta aðstöðu. Þetta var augljóst
jafnaðarmál. Magnús Kjartansson lagði það fram
sem iðnaðarráðherra i byrjun aukaþingsins i nafni
vinstri stjórnarinnar.
Aukaþingið afgreiddi öll þessi mál vinstri
stjórnarinnar, og tryggði þannig framgang mikil-
vægra þátta i stefnu hennar. En það furðulega
gerðist, að við afgreiðslu þeirra skárust bæði
Alþýðubandalagið og Samtökin úr leik. Þessir
aðilar greiddu nú atkvæði gegn málum, sem þeir
höfðu stutt á siðasta þingi. Jafnvel Magnús
Kjartansson greiddi nú atkvæði gegn frumvarpi,
sem hann hafði sjálfur flutt, og mun það einstætt i
þingsögunni! Það bjargaði hins vegar þessum
málum vinstri stjórnarinnar, að Sjálfstæðis-
flokknum hafði snúizt hugur og veitti nú þessum
málum brautargengi. Hann mun jafnframt hafa
gert sér ljóst, að betra hefði verið, að hann hefði
stutt þessi mál strax á siðasta þingi. Eini
flokkurinn, sem var sjálfum sér samkvæmur á báð
um þingunum, var Framsóknarflokkurinn.
Alþýðubandalagið og Samtökin héldu þvi fram,
meðan þau tóku þátt i vinstri stjórninni, að þau
vildu stuðla að aukinni samneyzlu og framförum.
Þess vegna studdu þau umrædd frumvörp á
siðasta þingi. Á aukaþinginu snerust þau hins
vegar til augljósrar ihaldsstefnu og greiddu at-
kvæði gegn þeim. Hver getur treyst slikum
tækifærissinnum? Þ.Þ.
Poul Svejstrup, Information:
Er Saigonstjórnin
að missa völdin?
Spilling og kreppa mestu óvinir hennar
HERNAÐARVÉL stjórnar-
innar i Suður-Vietnam hægir
jafnt og þétt á sér, og stöðvun
sýnist vofa yfir. Þetta stafar
ekki fyrst og fremst af atfylgi
andstæðinganna, heldur allt
eins ef ekki öllu fremur af
versnandi efnahagsástandi i
Suður-Vietnam. Þeir, sem
áður voru hvað bjartsýnastir á
viðgang og velgengni Saigon-
stjórnarinnar, eru nú teknir að
óttast, að ástand efnahags-
lifsins riði rikisstjórn Nguyen
Van Thieus að fullu og gjör-
breyti öllu i landinu.
Helzt er útlit fyrir að Suður-
Vietnamar geti ekki öllu leng-
ur haldið áfram styrjöldinni
með þeim hætti, sem Banda-
rikjamenn kenndu þeim á
sinni tið. Þá var öll áherzla
lögð á að varpa eins miklu af
sprengjum yfir and-
stæðingana og framast var
kostur og vera betur búinn en
þeir, bæði að hergögnum og
birgðum. Suður-Vietnamar
hafa yfirhöndina enn i þessu
efni, en yfirburðir þeirra
minnka með hverjum degin-
um, sem liður. Jafnframt
þessu eykst spillingin i hern-
um stöðugt og baráttukjarkur
hermannanna þverr. Þetta
eru raunar afar algengir fylgi-
kvillar jafn alvarlegrar efna-
hagskreppu og Suður-Viet-
namar eiga við að etja.
MINNKUN hernaðarað-
stoðar Bandarikjamanna
veldur Suður-Vietnömum
tilfinnanlegustu og bráðustu
erfiðleikunum. Samþykkt var
I fulltrúadeild Bandarikja-
þings fyrir skömmu að veita
ekki nema 700 milljónir
1 dollara til hernaðaraðstoðar i
Suður-Vietnam i þetta sinn.
Þessi aðstoð nam 1200 milljón-
um dollara i fyrra. Þegar höfð
er hliðsjón af verðhækkun
vopna og oliu er lækkunin i
raun miklu meiri en tölurnar
gefa til kynna.
Fljótt á litið sýnist mega
ætla, að aðstoðin sé nú
helmingi minni en árið áður.
Þetta veldur Suður-Vietnöm-
um beinum vandræðum.
Bandariskir herfræðingar i
Saigon hafa einmitt komizt að
þeirri niðurstöðu, að
hernaðaraðstoðin þyrfti að
nema 1600 milljónum dollara
ef hún ætti að nægja.
OFAN á þetta bætist, að
brotthvarf Bandarikjahers frá
Vietnam kostar Saigon-
stjórnina jafnvirði 300
milljóna dollara. Sýnist þvi
liggja i augum uppi, að
stöðvun hljóti að vofa yfir.
Efnahagsaðstoð Banda-
rikjanna hefir numið sömu
upphæð i dollurum nokkur
undangengin ár.
Verðhækkanir valda svo þvi,
að þessi aðstoð hefir farið si-
minnkandi i raun.
Brezka vikuritið The
Economist gerir til dæmis ráð
fyrir, að sá milljaður dollara,
sem Suður-Vietnamar hafa tii
ráðstöfunar fyrir innflutning á
þessu fjárhagsári, hrökkvi að-
eins fyrir þriðjungi þeirra
vara, sem unnt var að flytja
inn fyrir sömu upphæð árið
1971, Höfundur greinarinnar
bætir þvi við, að flestir vest-
rænir sérfræðingar geri ráð
fyrir, að ástandið eigi enn eftir
að versna að mun.
HERNAÐARSÉRFRÆÐING-
AR Bandarikjamanna i Suður-
Vietnam eru þeirrar
skoðunar, að öllu sé óhætt ef
bandariska þingið veiti 2,5
milljarða dollara i aðstoð á
næstu fimm árum. Höfundur
Minh hershöfðingi er enn nefndur sem liklegur forustu
maður nýrrar stjórnar i Saigon, ef Thieu félli.
greinarinnar i The Economist
heldur hins vegar fram, að
þetta hrökkvi aðeins til dag-
legra nauðþurfta og ekkert sé
afgangs til fjárfestingar, sem
gert geti Suður-Vietnömum
kleift að sjá sjálfum sér far-
borða á sumum sviðum að
minnsta kosti.
Birt hefir verið áætlun um,
að Suður-Vietnamar þurfi á
360 millj. dollara að halda
til fjárfestingar ár hvert næstu
tiu ár, ef þeir eigi að verða
sjálfbjarga. En erl. aðilar
eru siður en svo áfjáðir i fjár-
festingar i Suður-Vietnam,
jafn mikil óvissa og þar rikir á
flestum sviðum i nálægri
framtið.
Siversnandi efnahagsástand
hefir valdið hernum afar
miklum vandkvæðum. Oft
hefir komið fyrir, að hers-
höfðingjar hafa neitað vegna
skotfæraskorts að styðja við
bakið á hersveitum, sem sótt
hafa fram.
UNGIR hershöfðingjar i
Suður-Vietnam hafa samið
leyniskýrslu og þar er haldið
fram, að spillingin hafi aldrei
verið jafn mikil og nú. Mark
Frankland hefir sagt frá þess-
ari skýrslu i blaðinu Observer,
en viðar hefir verið vitnað til
hennar. Meðal annars segir i
skýrslunni frá þyrluflugmönn-
um, sem krefjast ákveðins
gjalds fyrir að sækja sára
menn og lik til vigstöðvanna.
Þeir krefjist jafnvirðis 1150
króna islenzkra fyrir að sækja
óbreyttan hermann, 2300 kr.
fyrir hina lægri herforingja og
3450 kr. fyrir hina æðri.
Ekki bætir úr skák að
Norður-Vietnamar hafa bætt
aðstöðu sina og fengið ný vopn
til umráða. Þeir hafa nú á að
skipa 27 loftvarnasveitum i
norðurhluta Suður-Vietnam,
og aðflutningur hermanna,
vopna og skotfæra aukast
sifellt að norðan. Allt virðist
einnig benda til þess, að
uppbyggingin I Norður-Viet-
nam gangi að óskum.
Vestrænir sendimenn i
Saigon horfa kviðhir á fram
vinduna, en fulltrúar Hanoi-
stjórnarinnar lita hana allt
öðrum augum. Þeir biða þess
spenntir, að éfnahagserfið-
leikarnir /setji Saigon-
stjórnimji'Stólinn fyrir dyrnar.
Thieu forseti