Tíminn - 07.09.1974, Page 9
TÍMINN
Laugardagur 7. september 1974.
Hverrtig minnisfruman fannst:
Frumstætt líf úr mýrarvilpu: Flatormur.
ÞESSI ORMUR
GAF FYRSTU
VÍSBENDINGUNA
Það var ómerkilegur flatorm-
ur, sem fyrst beindi huga visinda-
manns að þvi, hvað raunverulega
duldist i heila mannsins. Ungur
visindamaður, James McConnell,
var snemma vors árið 1962 að
grúska i mýrarvilpu skammt frá
Ann Arbor háskóla i Michigan-
fylki i Bandarikjunum. Þar
veiddi hann svonefnda flatorma
(Planarien), sem höfðu vakið
áhuga hans. Þeir höfðu þann
undraverða eiginleika, a* vera
nær ódrepandi. Það var hægt að
skera þá i sundur þvert og endi-
langt, en allir hlutanir lifðu
áfram. Auk þess þróaðist nýr
fullkominn einstklingur úr hverj-
um hluta.
Próf. McConnell fór að gera til-
raunir með þessa orma sina.
Hann kom þeim fyrir i vatnsköss-
um með rafleiðslu. Yfir kassana
setti hann ljósaperu. Þegar
kveikt var á henni,fengu ormarn-
ir á sig léttan straum. Þeir kippt-
ust við og rúlluðu sig saman. Þeir
voru fljótir að læra þessa lexiu.
En þó enginn straumur væri sett-
ur á, aðeins kveikt á perunni,
drógu þeir sig strax saman.
Próf. McConnell skar nú haus-
ana af þessum „lærðu” ormum,
og beið þar til nýr búkur var vax-
inn. Þá gerði hann tilraunir með
nývöxnu ormana. Arangurinn:
Hausarnir höfðu engu gleymt,
samstundis og ljósið kom, hring-
uðu ormarnir sig saman, þó eng-
inn straumur væri.
Það, sem visindamaðurinn tók
sér næst fyrir hendur, var eigin-
lega gagnstætt allri skynsemi.
Auðvitað, hugsaði hann með
sjálfum sér, geta þeir ormar, sem
vaxa úr bolhlutunum og fá nýjan
haus, ekki þekkt ljósmerkið og
áhrif þess. Hann setti þá þó i til-
raunakassana, „svona til gam-
ans.”
Hann ætlaði varla að trúa sin-
um eigin augum: Svo fjarstætt
sem það gat verið, þekktu nýju
hausarnir hættumerkið, þótt þeir
hefðu ekkert „lært” með tilraun-
um.
Hvernig i ósköpunum var
reynslan komin i hina nýju hausa?
Hún hlaut að vera á einíivern hátt
færanleg. Var hugsanlegt,að hún
gæti flutzt úr einum ormi yfir i
annan?
McConnell malaði nokkra
„reynda” orma i sundur og
fóðraði aðra „óreynda” með þvi.
Þeir óreyndu „gleyptu” skyn-
semina, gátu „étið” hana! Vis-
indamaðurinn hugleiddi: Ef orm-
ar gátu „étið” skynsemi, hvað
væri þá um manninn?
Þegar ungi visindamaðurinn
setti athuganir sinar og hug-
myndir fyrst fram opinberlega,
var óspart hlegið að honum.
Þekking með fæðu — það hljóm
aði svo fráleitt, að heiiasér-
fræðingar fordæmdu strax slika
vitleysu. 1 ameriska visindaritinu
„Science” hæddist dr. Robert E.
Garrigan að þessu, og sagði m.a. (
„Sóma sins vegna ættu visinda-
menn sem fyrst að bindast sam-
tökum til að stöðva slika tegund
rannsókna. Maður gæti imyndað
sér gluggaauglýsingar i veitinga-
stöðum framtiðárinnar þannig:
„Við framleiðum aðeins fyrir
gáfuhausa” eða „með okkar
framúrskarandi kalda borði bjóð-
um vér yður þrefalda doktors-
gráðu.”
Nú, áratylft siðar, eru háð-
fuglarnir þagnaðir. Með virðingu
fyrir hinum hædda flatorma-til-
raunamanni skrifaði ameriski
heilasérfræðingurinn próf.
William L. Byrne i New York:
„Margir okkar, þar á.m. ég.vor-
um vantrúaðir. En tilraunir okk-
ar til þess að fella McConnell,
hafa lagt okkur sjálfa að velli.”
Það sem úrslitum réði, voru til-
raunir próf. Richard Gay við
Western Michigan háskólann.
Hann setti rottu i braut, sem i
annan endann var upplýst, en lá i
myrkvað hólf i hinn. Eins og
vænta mátti.lagðist dýrið fyrir i
dimma hlutanum. En á sömu
stundu var honum lokað með fall-
hlera, siðan var dýrið kvalið með
rafstraum i nokkrar sekúndur.
Eftir fimm daga hafði rottan
lært óttann, ekkert gat hrætt
hana lengur til þess að fara inn i
dimma hólfið. Visindamaðurinn
drap þessa „lærðu” rottu, tók úr
henni heilann til vinnslu og
sprautaði blöndu i rottu, sem ekk-
ert hafði „lært”. Það sem enginn
trúði,að gæti átt sér stað, skeði:
Rottan.sem fram að þes§u hafði
hiklaust valið dimma hluta sins
tilraunabús, forðaðist nú algjör-
lega að fara þar inn. Titrandi af
„ótta” úr heila kynsystur sinnar
húktu hún framan við dimma
hólfið.
Arangurinn vakti furðu ann-
arra visindamanna. Þeir prófuðu
aðferðir Gays og útfærðu þær
einnig á margvislegan annan
hátt, með breytilegum verkefn-
um. En niðurstaðan varð alltaf sú
sama.
I Göttingen i Þýzkalandi gerðu
próf. Dogmak og dr. Zippel
ýmisskonar tilraunir með gull-
fiska. Það sýndi sig, að hægt var
að flytja „reynslu” frá einum
fiski yfir i annan. Hún var ekki
aðeins „ætileg” eins og hjá flat-
ormum próf. McConnell, það var
einnig hægt að fara framhjá
næringarkerfinu og sprauta henni
beint i blóðrásina. Arangurinn lét
ekki á sér-standa.
(Þýtt og mikið stytt úr
„STERN”
Halld. Jónsson
m
i
Gefur tilefni til að
athuga framkvæmd
fasteignasamninga
segir Baldur AAöller, rdðuneytisstjóri í dómsmdlaróðu-
neytinu, um viðtal Timans við Gísla Guðmundsson
rannsóknarlögreglumann
Gsal-Reykjavík - Viðtal i
Timanum 1. september s.l. við
Gisla Guðmundsson rann-
sóknarlögreglumann hefur
vakið mikla athygli. Lög-
mannafélag islands boðaði
eftir siðustu helgi til fundar til
að ræða nokkur atriði i þessu
viðtali, og stjórn félagsins
sendi siðan Timanum greinar-
gerð vegna viðtalsins. Þar
segir m.a. að kæra L.M.F.l. á
hendur ólöglegum fasteigna-
sölum hafi borið þann .
árangur, að rikissaksóknari
hafi falið dómsmálaráðu-
neytinu athugun málsins og
ráðuneytið siðan einstökum
lögreglustjórum. Segir i
greinargerð stjórnarinnar, að
athugunum sé viðast hvar
lokið.
Vegna þessa leituðum við til
Baldurs Möllers ráðuneytis-
stjóra.
Vildi Baldur i fyrsta lagi
taka það fram, að rikissak-
sóknari gæti ekki falið dóms-
málaráðuneytinu eitt eða
neitt, eins og sé i skyn gefið i
greinargerð stjórnar LMFÍ,
heldur væri hitt, að ráðuneytið
fæli saksóknara.
— Rikissaksóknari hefur
enga kæru á hendur ólögleg-
um fasteignasölum. Hann
sendi hingað til umsagnar mál
vegna skrifa Lögmanna-
félagsins, sem það sendi til
hans, — varðandi þá reglu,
hvort fyrirtæki mættu reka
fasteignasölu. Raunar hafði
þetta verið til umræðu á
undanförnum áratugum,
nema hvað saksóknari óskaði
umsagnar dómsmálaráðu-
neytisins, um þetta átriði.
Orðalag laga er raunverulega
ekki skýrt um þetta atriði, og
þvi kannski ekki óeðlilegt að
skilja það, eins og lögmanna-
félagið hafði tilhneigingu til,
að það yrði að vera einstak-
lingur, sem ræki það, en
mætti ekki vera fyrirtæki.
Sagði Baldur, að þessi
málaflokkur væri tiltölulega
nýlega kominn til dómsmála-
ráðuneytisins, en atvinnu-
málaráðuneytið hefði haft
hann með höndum til ársins
1970.
— Við lýstum okkar skoðun-
um við saksóknara. Akæru-
valdið höfðaði siðan mál gegn
einu fyrirtæki hér i borg.
Eignir s.f., og voru hlutaðeig-
andi aðilar sýknaðir.
Sagði Baldur, að i samræmi
við lögin hefði dómsmálaráðu-
neytið vakið athygli lögreglu-
stjóra á skyldum þeirra i sam-
bandi við eftirlit með
fasteignasölum.
— Ég var einmitt að tala við
dómsmálaráðherra fyrir
stuttu, og sagði honum frá þvi,
að ég hefði hugsað mér, að
ræða við þrjá reyndustu þing-
lýsingardómara hérlendis i
sambandi við það, sem talað
er um, að hafi ekki verið i raun
framkvæmt, eða um það sem
segir i 8. gr. laga, að hverju
sinni er fasteignasali gengur
frá kaupsamningi, afsali eða
skuldabréfi með veði i
fasteign, er honum skylt að
senda hlutaðeigandi héraðs-
dómara tilkynningar um lög-
gjörninga þessa. Skal i til-
kynningu taka fram nafn
kaupanda og seljanda og upp-
hæð kaupverðs eða skuldar, ef
um veðbréf er að ræða, svo og
útgáfudag bréfanna. Þetta
segja beir i Lögmannafélag-
inu, aó hafi aldrei i raun verið
framkvæmt,og þvi ætlum við
að kynna okkur það.
Sagði Baldur ennfremur, að
dómsmálaráðuneytið hefði
upp á eigin spýtur, og með
engum bendingum frá Lög-
mannafélaginu, kallað inn frá
þremur aðilum, i Reykjavik,
Kópavogi og Hafnarfirði,
skrár yfir þá, sem hefðu leyfi
til fasteignasölu, á gildistima
laganna. Það hefði verið gert
til að fá einu sinni yfirlit yfir
þá aðila, sem með slika sölu
fara.
— I framhaldi af innköllun
þessara upplýsinga var at-
hygli þessara þriggja aðila
vakin á, að fylgzt yrði með
þvi, að ekki stunduðu aðrir
þessa starfsemi en þeir sem
til þess hafa leyfi. Og enn-
fremur var vakin athygli á, að
firma hefði rétt til að reka
fasteignasölu, ef forstöðu-
maður þessarar starfsemi
fullnægði skilyrðum laganna.
Þetta er algjörlega i samræmi
við áðurnefndan dóm. 1 bréf-
inu til þessara þriggja aðila
segir, að sjálfsögðu sé gengið
út frá þvi, að sá maður vinni
að og fylgist með samninga-
gerðum og öðru, sem firmað
annast i þvi sambandi. Segir
einnig i bréfinu, að rétt sé að
afla skriflegrar staðfestingar
forstöðumanns um þetta efni
hverju sinni, þ.e. yfirlýsingar
hans um, að hann sjálfur vinni
að og annist samningagerðir.
— f tilefni af viðtali, sem
Timinn átti við Gisla Guð-
mundsson, rannsóknarlög-
reglumann, og siðar
greinargerð stjórnar LMFI,
ræddi ég um það við dóms-
málaráðherra, að i viðtali
Timans væri nokkurt tilefni til
að skoða framkvæmd slikra
samninga, og i þvi samhengi
lögin sjálf. Það er gert með
það i huga, hvort hægt sé að
beita varúðarreglum, sem
gæfu betri árangur, heldur en-
það nútiðarástand, sem rikir.
Ráðherra er þessu alveg sam-
mála, að þörf sé á þessum at-
hugunum, sagði Baldur Möller
að lokum.
Hi.i ■ M'S
FLUG
Ýmsir atburðir hafa orðið i
flugsögunni að undanförnu, og
hefurþeirra sannarlega ekki
verið minnzt sem skyldi.
Það er þá fyrst að nefna, að
fýrsta flug til fslands átti sér
stað 2. ágúst 1924, og var þvi 50
ára afmæli þess atburðar
þann dag.
55 ára afmæli flugs i landinu
var hins vegar 3. september
sl„ og var þess á sama hátt i
engu minnzt af opinberum að-
ilum.
Þá var fyrsta flugið frá
Hornafirði 50 ára 5. ágúst sl„
og er þar sömu sögu að segja.
Raunverulega var þetta af-
mæli mun merkara en svo, að
það kæmi okkur einum við, þvi
að fyrsta heimsflugið átti sér
stað um Island 1924. 2. águst
lenti Erik H. Nelson flugvél
nr. 4 á Hornafirði. Þar með
voru Amerikumennirnir
orðnir fyrstir manna til að
fara i loftinu milli íslands og
Evrópu.
Daginn eftir kom svo Lowell
H. Smith i vél nr. 2 til Horna-
fjarðar.
5. ágúst klukkan 09,15 lögðu
kapparnir af stað til Reykja-
vikur. Voru þeir á tveim
Douglas DWC vélum, og var
þetta ekki svo litill viðburður
hér á landi i þá daga.
Um þessa atburði, og svo
margt annað, sem áhrærir
flug og flugpóst, geta menn
lesið I bókum Arngríms
Sigurðssonar: Annálar
Islenzkra flugmála, én einmitt
rétt um þetta leyti kom út 3.
bindi þess verks, og er það
bók, sem frimerkjasafnarar
geta tæpast án verið, svo vel
er þar farið i öll þau atriði, er
varða flugpóstinn.
56 umslög voru stimpluð i
Reykjavik 2.8. 1974 af þessu
tilefni og send i flugpósti til
Hornafjarðar. Voru þau siðan
móttökustimpluð á Hornafirði
og send til baka þaðan með
flugvél 5. 8. 1974, svo að þarna
eru bæði afmælin varðveitt á
einu umslagi.
Þá var flugvöllur opnaður á
Selfossi 31. 8. 1974. Var af þvi
tilefni farið i mikið hópflug á
þennan nýja flugvöll, og
meðal annarra véla var þar
TF-EGG frá Flugstöðinni h.f.
Flugmenn vöru Kristján
Torfason og Asgeir Ásgeirsson
Tóku þeir með i þetta fyrsta
flug 100 umslög frá hvorum
endapunkti flugsins, stimpluð
I Reykjavik og á Selfossi.
Þessi umslög, sem hér hefur
verið sagt frá, geta lesendur
Timans pantað i „Pósthólfi
161, Kópavogi”. Fá menn um-
slögin send burðargjaldsfritt,
ef þeir senda greiðslu og pönt-
un Verð umslaganna er:
Hornafjarðarumslagið, eða
Heimsflugsafmælið, kr.
1000,00. Reykjavik- Selfoss kr.
500,00, og loks Selfoss -
Reykjavik kr. 500,00. En gæta
skyldu menn þess, hve upp-
lagið er litið. Umslögin úr Sel-
fossfluginu eru öll árituð af
flugmanninum, sem flaug
með þau.
Sigurður H. Þorsteinsson.
me