Tíminn - 07.09.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.09.1974, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 7. september 1974. r Frank Usher: (*y A TÆPU VAÐI V___________________________________________J Annar borgaraklæddi lögreglumaðurinn sagði nokkur orð við ensku flugfreyjuna og fékk henni einhverja pappira. Þau voru leidd til sætis lengst f rammi. Annar borgara- klæddi lögreglumaðurinn tók sér stöðu á gangveginum og snéri í þau baki, þannig að enginn farþeganna gat komizt að þeim og aukheldur ekki einu sinni séð þau. Af Ivélarnar fóru í gang, þau spenntu öryggisbeltin og óeinkennisklæddu lögregluþjónarnir hurf u aftur i vélina. Amanda var hljóðlát, starði aðeins tómumaugum útí loftið. Óskar laut að henni með aðra hönd hennar í báðum sín- um. — Hvernig líður þér? — Mér er svolítið óglatt. — Ég skyldi hafa gert hvað sem vera skyldi til þess að hindra það að þeir gerðu þér þetta, sagði hann. — Þeir sögðu að ef ég játaði á mig morðið á Nickolai, mundu þeir hætta við að senda þig til Kaltenburg. Ég varð þess vegna að játa á mig morðið, þótt það væri ósatt, því allt vildi ég gera til þess að bjarga þér. En þeir<eituðu að hlusta á mig. Hún hristi höfuðið. Vanguard-flugvélin var nú hætt að titra og sveif nú mjúkt yfir Munchen. Þau virtu fyrir sér hið mikla Ijóshaf borgarinnar út um gluggann á meðan flugvélin hækkaði stöðugt flugið. Nú kom flugfreyjan til þeirra með ósviknu flug- f reyjubrosi. — Hvenær erum við í Kaltenburg? spurði Óskar. — Hve langur tími er eftir? Flugfreyjan horfði á þau undrandi. — Við erum ekki að fara til Kaltenburg, svaraði hún. — Við erum á leið til Lundúna og verðum þar eftir tvær klukkustundir. Þau störðu á hana og trúðu nú ekki lengur sínum eigin eyrum. — Ég er með vegagréfin ykkar og alla aðra pappíra sem með þarf, sagði hún. — En ég skil ekki.. Óskar stamaði. — Ég hélt. Nú varð bros hennar persónulegra og hlýrra. — Ég held að ég skilji hvernig ykkur er innanbrjósts. Ég er alveg viss um að þið viljið heldur fara til Lundúna. Andlit Óskars bókstaf lega sprakk í breiðu brosi. Hann hefði getað hoppað hátt í loft upp. — Hvað haldið þér? En við höfum enga farseðla, við vorum alveg óundirbúin. Flugfreyjan beygði sig og horfði framan í Amöndu. — Ungfrú Curzon, er allt í lagi með yður. Amanda hafði falið andlitið í höndum sér, Herðarnar gengu í bylgjum. Hún gat ekki að því gert. Hugarléttirinn var svo áhrifamikill. Óskar tók utan um hana og hún faldi andlitið við öxl hans. — Má bjóða ykkur koníak? spurði flugfreyjan. — Við þökkum f yrir, sagði Óskar. — Og gosdrykk með. Nú líður henni betur svo ekkert liggur á. Amanda jafnaði sig furðu fljótt. — Mér þykir þetta leiðinlegt, Óskar, en ég gat ekki gert að því. Þetta var eins og að vakna af hræðilegum draumi. Ég missti alveg máttinn og gráturinn var eina lausnin. — Þetta er allt í lagi, sagði hann og þrýsti henni að sér. Hún settist upp og fór að snyrta sig. — Ég skil bara ekki hvernig þetta er alltsaman, sagði hann. Hvers vegna senda þeir okkur til Lundúna í stað Kaltenburg. — Það skiptir víst ekki máli, fyrst við erum sloppin úr mestu vandræðunum. — Gaman hefði ég að vita hvað þeir vilja okkur í Lundúnum, sagði hann. — Þeir hafa ekkert á okkur þar, svo ég fæ ekki skilið hvað það getur verið. — Einhver hlýtur að hafa gengið fram fyrir skjöldu okkar vegna, sagði Óskar. — Samkvæmt því sem Braun sagði vorum við búin að vera, hvernig svosem málokin yrðu. Hann taldi okkur ekki eiga nokkra útgönguleið. — Eitt er þó alveg víst — þeir hafa ekki gert þetta til þess að fá okkur stjörnuhlutverkin á Palladium. Þeqar flugfreyjan kom með koníakið var Amanda alveg búin að ná sér. — Ég bið flugfreyjuna afsökunar, en ég fékk víst aðkenningu af taugaáfalli. — Ekkert að afsaka, ég skil yrður ungf ru Curzon. Get ég nokkuð fyrir ykkur gert? — Nei, þökkum. Nú líður okkur vel því við fljúgum í rétta átt. — Eitt er enn, sagði flugfreyjan með sinni siðfáguðu rödd, — ég var beðin að mælast til þess að þið töluðuð sem minnst við hina farþegana. — Hvers vegna það? spurði Óskar. — Því get ég ekki svarað, en mér skildist að þið munduð skilja ástæðuna sjálf. — Verið bara rólegar, sagði Amanda. — Ég held að enginn sé hér um borð sem við höf um sérstaka löngun til þess að tala við. Flugfreyjan fór sína leið. — Hvað er það sem við erum að halda uppá, Óskar? 111 iilll LAUGARDAGUR 7. september 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Tónleikar: a. Don-kó- sakkakórinn syngur rúss- nesk lög. b. Rússnésk bala- lajkahljómsveit leikur. 14.00 Vikan sem var Páll Heiðar Jónsson sér um þátt með ýmsu efni 15.00 Miðdegistónleikar Útvarpshljómsveitin i Berlin leikur Introduction og Allegro eftir Maurice Ravel, Nikanor Zabaleta leikur á hörpu, Ferenc Fri- csay stjórnar. I Musici leika Oktett i Es-dúr op. 20 eftir Felix Mendelssohn-Barth- oldy. 15.45 A ferðinni ökumaður: Árni Þór Eymundsson. (16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir). 16.30 Horft um öxl og fram á við Gisli Helgason fjallar um útvarpsdagskrá siðustu viku og hinnar næstu. 17.30 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Kólumbiukvöld a. Þórir Ólafsson hagfræðingur talar um land og þjóð. b. Flutt þjóðleg tónlist og lesin smá- saga. 20.50 Sönglög eftir TURE Rangström Elisabeth Söderström, Erik Saeden, Aase Nordmo Lövberg, Joel Berglund og Kerstin Meyer syngja. 21.10 Kirkjugarðsævintýr smásaga eftir Guy de Maupassant Aðalgeir Kristjánsson Islenskaði. Guðrún Guðlaugsdóttir les. 21.30 Tveir konsertar fyrir mandólin og strengjahljóð- færi Alessandro Pitelli og I Solisti Veneti leika Claudion Scimone stj. a. Konsert fyr- ir mandólin og strengjasveit eftir Domenico Caudiso. b. Konsert I G-dúr fyrir mandólin, tvær fiðlur og kontrabassa eftir Giuseppi Giuliano. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög 23.55 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 7. september,1974 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Duke Ellington. Sjón- varpsupptaka frá jasstón- leikum i Bandarikjunum. Auk Ellingtons kemur fram á þessum hljómleikum fjöldi af frægu listafólki, þar á meðal Sammy Davis. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.35 Borgir. Kanadiskur fræðslumyndaflokkur um borgir og borgarlif, byggður á bókum eftir Lewis Mum- ford. 6. þáttur. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 22.00 Rógburður. (The Childr- en’s Hour). Bandarisk bió- mynd frá árinu 1961. Leik- stjóri William Wyler. Aðal- hlutverk Audrey Hepburn, Shirley McLaine og James Garner. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. Myndin greinir frá tveimur ungum kennslukonum, sem koma á fót einkaskóla og reka hann af miklum dugnaði. Þær njóta i fyrstu mikilla vin- sælda hjá foreldrum jafnt sem nemendum, en fyrr en varir skellur ógæfan yfir. Ein af námsmeyjunum breiðir út sögu, þar sem gef- ið er i skyn, að samband þeirra kennslukvennanna sé ekki að öllu leyti heilbrigt. 23.45 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.