Tíminn - 25.10.1974, Síða 20

Tíminn - 25.10.1974, Síða 20
Tíminner peningar AuglWtf iTimasmm fyrirgóöan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Nixon fór niðrandi orðum um Trudeau — Segulbandsupptökur af viðræðum Nixons við samstarfsmenn sína koma honum illa Reuter-Washington. Kviödómur i Watergate-málinu svonefnda hlýddi i gær á eina af segulbands- upptökum úr skrifstofu forsetans i Hvita húsinu. Á segulbandinu mátti heyra Richard Nixon, fyrr- um Bandarikjaforseta, fara niðr- andi orðum um Pierre Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Ummælin voru viðhöfð, meðan Nixon beið eftir simhringingu frá Trudeau. Fréttamenn, sem við- staddir voru réttarhöldin i Water- gate-málinu trúðu varla sinum eigin eyrum, er þeir heyrðu Nixon kalla kanadiska forsætisráð- herrann „bölvað rassgat”. Þessar fréttir benda til þess, að Nixon losni við aö þurfa að bera vitni i Watergate-málinu. Aður hafði John Sirica, dómari, gefið i skyn, að Nixon yrði stefnt fyrir rétt, en þetta kann að breyta ákvörðun dómarans. Reuter-Long Beach. Þær fréttir bárust i gær frá Kaliforniu, að Nixon hefði verið lagður öðru sinni á skömmum tima inn á sjúkrahús. Ef til vill verður hann að gangast undir uppskurö, þar eð lyfjainngjöf hefur til þessa reynzt árangurslaus, en forsetinn fyrrverandi þjáist af blóðtappa i fæti og aðkenningu af honum i öðru lunga. Richard Nixon, fyrrum Banda- rikjaforseti: Hrjáður á sál og iikama. Giscard d'Estaing, Frakklandsforseti: Leysum vandamól Palestínuaraba Reuter-Paris. Valrery tiiscaru d'Estaing, Frakklandsforseti, hélt fund með fréttamönnum I Elyseé-höll I gær. A fundinum lýsti d’Estaing yfir þvi, að boða ætti til ráðstefnu oliuframleiðslu- rikja, iönrikja og rikja, sem hvorki teldust iðnvædd né fram- leiðendur oliu. A ráðstefnunni ætti að ræða ieiðir til að leysa þau orkuvandamál, er blasi við heiminum I dag. aðeins fyrir óskrifendur Tímans Þeir sem gerast áskrifendur að Tímanum fram til 1. nóvember n.k. | fá Heimilis-Tímann frá upphafi sem kaupbæti Tíminn, Aðalstræti 6, símar 12323 og 26500. Forsetinn endurtók þá afstöðu sina, að hugmynd Bandarlkjanna að bandalagi oliuneyzlurikja væri Valery Giscard d’Estaing: Vill samvinnu við oiiuframleiðslu- riki. Reuter-Brussel Ráðgjafanefnd Efnahagsbandalags Evrópu gaf aðildarrikjum bandalagsins i gær formlega heimild til að undir- rita samning um dreifingu og sparnað á orku við Bandarikin og önnur helztu iðnrlki heims. Reuter-fréttastofan hafði þetta eftir áreiðanlegum heimildum. Heimild ráðgjafanefndarinnar ryður þvi úr vegi siðustu hindrun- inni: Atta af aðildarrikjum EBE geta þvi undirritað samninginn fyrir 29. október, en það tima- ógnun við heimsfriðinn — ekki væri rétt að stilla upp oliuneyzlu- rikjum annars vegar og oliufram- _leiðslurikjum hins vegar. 1 fram- haldi af þessu staðfesti d’Estaing, að Frakkar skrifuðu ekki undir samning þann um dreifingu og sparnað á orku, er um ræðir ann- ars staðar á siðunni. A sama fundi lýsti d’Estaing þeirri skoðun sinni, að friður kæmist aldrei á I Miðjarðarhafs- löndum, fyrr en fundin væri framtiöarlausn á vandamálum Palestinuaraba. Hann kvað hið raunverulega ástand i Palestínu enn hulið flest- um þjóðum heims. — Palestinu- arabar eru ekki dreifð hjörð flóttamanna, heldur ein þjóð, sagði forsetinn. — Frakkland greiddi atkvæði með þvi, að full- trúar Samtaka Palestinuaraba fengju að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Það, sem réði þeirri ákvörðun, var heil- brigð skynsemi: Ef ræða á Framhald á 17. síðu. mark var upphaflega sett til undirritunar. Frakkland er eina aðildarriki EBE, sem hefur endanlega neitað aö gera samninginn, en hann er runninn, undan rifjum Banda- rikjastjo'rnar og er fyrst og fremst hugsaður sem vörn oliu- neyzlurikjanna gegn frekari verðhækkun á oliu. Það var samstarfsnefnd full- trúa tólf rikja, er gerði uppkast að samningnum fyrir u.þ.b. mánuði. Síðan hafa sex önnur iðnriki sýnt Framhald á 17. siðu. SAMNINGUR 12-18 RÍKJA — um dreifingu ög sparnað á orku undirritaður á næstunni HEIMSHORNA Á MILLI Reuter-Sameinuðu þjóðunum. Sem kunnugt er hafa heyrzt háværar raddlr á alisherjar- þingi S.þ., er nú stendur yfir, að Suður-Afrlku verði vikið úr samtökunum, m.a. vegna að- skilnaðarstefnu Suður-Afrlku- stjórnar. Suður-Afrikustjórn sendi frá sér yfirlýsingu I gær, þar sem réttur rikisins til áframhald- andiþátttökuIS.þ.ervarinn. I yfirlýsingunni segir, að brott- rekstur Suður-Afrlku veröi til þess að torvelda alla þróun mála i Afriku. Roelof Botha, sendiherra Suður-Afriku hjá Sþ., ávarp- aði öryggisráðið I gær og skir- skotaði til einingu þjóðaheims. — Við eigum nú um tvennt að velja: Vinna saman eða halda áfram að deila, sagði suð- ur-afrlski sendiherrann I ávarpi sinu. Hann gaf skýringu á stefnu Suður-Afrikustjórnar I kyn- þáttamálum og kvað núver- andi skipan mála henta bezt, bæði hvitum mönnum og svörtum. — Eða af hverju sækir fjöldi svartra manna til Suður-Afriku hvaðanæva að I von um góða afkomu, spurði Botha. Fjöldi Afrikurikja hefur krafizt þess, að Suður-Afriku verði vikið úr S.þ. Ályktun þessa efnis hefur þó ekki enn verið lögð fram á allsherjar- þinginu, en drögum að slikri ályktun hefur verið dreift meðal fulltrúa á þinginu. Utanríkisráðherrar Araba á fundi í Rabat: Reyna að koma á samkomulagi, en án árangurs Jórdanir og Palestínuarabar sitja fast við sinn keip Reuter-Rabat. Utanrikisráðherr- ar Arabarlkjanna, er nú undirbúa fund æðstu manna Araba, voru önnum kafnir við að reyna að koma á samkomulagi milli Jór- daniu og Samtaka Palestlnu- araba um framtiðarstjórn vesturbakka Jórdanár. Fundur æðstu manna Araba á að hefjast á sunnudag. Ráð- herrarnir leggja þvi allt kapp á, að samkomulag náist fyrir helgi. Þeir héldu þriggja stunda fund I gærmorgun, þar sem þetta tor- leysta vandamál var rætt, en ekki virðist neinn árangur hafa náðst á fundinum. Stöðug fundahöld voru bak við tjöldin I allan gærdag. Utanrikis- ráðherrar Egyptalands og Sýr- lands héldu til dæmis fundi með deiluaðilum, en án sýnilegs árangurs. Fulltrúi Samtaka Palestinu- araba krafðist þess i gær, að viðurkenndur yrði réttur Yasser Arafat, leiðtoga PLO, til að stofna sjálfstætt riki á þvi landsvæði i Palestinu, er ísraelsmenn skil- uðu. Fulltrúi Jórdaniu andmælti þessu og sagði m.a., að Hussein konungur væri liklegur til að ná mun hagstæðari samningum við Israel en Arafat, sem Israels- menn neituðu með öllu að ræða við. Farouk Kaddoumi, fulltrúi PLO, sagði Jórdönum ekki treystandi fyrir yfirráðum á þvi landsvæði, er þeir hefðu tapað i sjö daga striðinu 1967. Abdel-Halim Khaddam, utan- rikisráðherra Sýrlands, varaði við tilraunum Bandarikjastjórn- ar til að leiða Araba afvega I væntanlegum friðarsamningum. Stjórnmálaskýrendur telja hina hörðu afstöðu Sýrlandsstjórnar i garð Bandarikjanna endurspegla vonbrigði hennar með fund þeirra Hafez Al-assad, Sýrlandsforseta, og Henry Kissingers, utanrikis- ráðherra Bandarikjanna, sem haldinn var 1 Damaskus i fyrri viku. Ljóster, að Egyptar styðja Sýr- lendinga, þótt afstaða þeirra sé ekki eins eindregin. Áreiðanlegar fréttir I gær hermdu, að Ismail Fahmi, utanrikisráðherra Egyptalands, og Khaddam hefðu lagt fram sameiginleg drög að stefnumörkun Araba I náinni framtið, bæði á sviði hermála og efnahagsmála. 0 Kaupfiélögin

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.