Fréttablaðið - 05.01.2005, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
MIÐVIKUDAGUR
SUÐRÆNT OG SEIÐANDI
Hispánica, menningarfélag spænskumæl-
andi á Íslandi og Listvinafélag Seltjarnar-
nesskirkju stendur fyrir gítartónleikum í suð-
rænum anda í Seltjarnarneskirkju klukkan
átta í kvöld. Arnaldur Arnarson gítarleikari
flytur tónlist frá Argentínu og Spáni.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
5. janúar 2005 – 3. tölublað – 5. árgangur
ÁGREININGUR UM NEFND Flokks-
foringjar og ráðherrar voru í gær skipaðir í
nefnd til að endurskoða stjórnarskrá. For-
maður Samfylkingarinnar undrast að ein-
ungis eigi að endurskoða hlutverk forseta
og Alþingis. Sjá síðu 2
BORGIN SKOÐI KAUPIN Hart var
tekist á í borgarstjórn Reykjavíkur um til-
lögu sjálfstæðismanna um úttekt á rekstri
fjarskiptafyrirtækja Orkuveitunnar. Þess í
stað var samþykkt tillaga um að láta gera
úttekt á fjárfestingum fyrirtækja í opinberri
eigu. Sjá síðu 6
VERKAMENN SNUÐAÐIR Laun er-
lendra starfsmanna portúgalskra starfs-
mannaleigufyrirtækja við Kárahnjúkavirkjun
eru að jafnaði 50 þúsund krónum undir
lágmarkskjörum samkvæmt Virkjunarsamn-
ingi. Sjá síðu 2
UNGMENNI DREPIN Ellefu ára dreng-
ur var meðal látinna ungmenna eftir
skotárás Ísraelshers úr skriðdreka í gær. Alls
létust sjö Palestínumenn í einni árás og einn
í annarri. Ísraelsher segist vera að stemma
stigu við eldflaugaárásum. Sjá síðu 6
Kvikmyndir 26
Tónlist 26
Leikhús 26
Myndlist 26
Íþróttir 22
Sjónvarp 28
BJARTVIÐRI AUSTAN TIL annars
víða él. Hiti við frostmark í dag en heldur
kaldara á morgun. Sjá síðu 4
Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
Morðið á Sri:
Þyngstu refs-
ingar krafist
ÁKÆRÐUR Hákon Eydal sem varð
Sri Rahmawati, barnsmóður
sinni og fyrrum sambýliskonu,
að bana hefur
verið ákærður
af ríkissaksókn-
ara. Í ákæru er
krafist þyngstu
refsingar sem
lög leyfa. Málið
verður þingfest
í Héraðsdómi
Reykjavíkur á
morgun.
Hákon banaði Sri á heimili
sínu sunnudagsmorguninn
fjórða júlí. Hann hefur verið í
gæsluvarðhaldi síðan þriðju-
daginn sjöunda júlí. Fyrstu
þrjár vikurnar þagði Hákon
þunnu hljóði í yfirheyrslum hjá
lögreglu. Síðan sagði Hákon lög-
reglu að hann hefði varpað líki
Sri í sjóinn við Presthúsatanga á
Kjalarnesi. Rannsókn lögreglu á
vettvangi studdi ekki frásögn
Hákonar og benti hann lögreglu
að lokum á hraunsprungu í Al-
menningi sunnan við Hafnar-
fjörð þar sem lík Sri fannst. ■
VESTFIRÐIR Um 600 metra breitt
snjóflóð féll í gærmorgun í Hnífs-
dal. Það hreif með sér gamlan bæ
á býlinu Hrauni og eyðilagði,
skemmdi að hluta nýlegt hús ábú-
andans og braut sér leið inn í sex
íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum
við götuna Árvelli í bænum. Hús-
in höfðu verið rýmd.
Þrjátíu björgunarsveitarmenn
unnu við mokstur snjós út úr hús-
unum eftir að snjóflóðaathugun-
armaður hafði gengið úr skugga
um öryggi svæðisins. Snjóflóðið
eyðilagði spennistöð Orkubús
Vestfjarða og var rafmagnslaust
fram eftir degi á svæðinu.
Þrjú hús í Hnífsdal og nítján í
Bolungarvík bættust við þau sem
höfðu áður verið rýmd. Alls hafa
rúmlega 140 manns yfirgefið
heimili sitt á svæðinu. Hættuá-
standi á Patreksfirði og Tálknar-
firði hefur verið aflýst.
Halldór Halldórsson, bæjar-
stjóri og formaður almannavarna-
nefndar, segir húsin staðsett vest-
an við aðalbyggð bæjarins, rétt
utan svæðis sem talið hafi verið
til hættusvæða í kjölfar snjóflóð-
anna 1995. Raðhúsin og blokkin
sem snjóflóðin hafi lent á séu í
eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar
ehf. Aðeins hafi átt að búa í þeim
út þetta ár.
Markús Magnússon íbúi Ár-
valla 6 hafði ásamt konu sinni og
barni verið tvo sólarhringa að
heiman. Hann leit á skemmdirnar
í gær. „Íbúðin okkar er ekki verst
farin. Snjór kom inn á neðri hæð-
ina og hálffyllti hjá okkur stofuna.
Lítið annað virðist skemmt hjá
okkur en rafmagnstæki og dót eru
rennandi blaut og örugglega
ónýt.“
Markús segir óljóst hvort þau
fái að snúa aftur heim: „Við heyrð-
um hjá björgunarsveit og lögreglu
að okkur yrði ekki leyft að búa í
húsunum.“
Páll Hólm, í stjórnstöð björg-
unarsveitarinnar Tindum í Hnífs-
dal, segir skemmdir á íbúðunum
mismiklar. Gler og svalahurðir
hafi látið undan flóðinu: „Við
erum þrjátíu að moka út. Svo
verður settur krossviður fyrir
glugga og hurðir. Við verðum
langt fram á nótt að því,“ sagði
Páll í gærkvöldi.
Almannavarnanefnd varar fólk
við ferðum utan snjóflóðagarða á
Flateyri. Mikill snjór hafi safnast
í Skollahvilft ofan Flateyrar.
Sjá einnig á síðu 4 - gag
Snjóflóð lenti á
húsum í Hnífsdal
Snjóflóð féll á býli við Hnífsdal, blokk og raðhús. Húsin höfðu verið
rýmd en eignatjón er mikið. Óljóst er hvort áfram verði búið í húsunum.
Um 140 manns hafa yfirgefið heimili sitt í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík.
● dansk-íslenski þátturinn slær í gegn
Þjóðverjar hrifnir af
Elvu Ósk
Örninn:
▲
SÍÐA 30
● heilsa
Tekur framhaldsskólann
á tveimur árum
Ragnhildur Sigurbjartsdóttir:
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
25-50 ára
Me›allestur dagblaða
Allt landið
Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04
71%
46%
MorgunblaðiðFréttablaðið
Indónesía:
Börnin seld
JAKARTA, AFP Barnahjálp Samein-
uðu þjóðanna sagði í gær mikla
hættu á að glæpamenn sem
smygla fólki ræni börnum í
Aceh, Indónesíu, sem nú eru
heimilislaus eða munaðarlaus
vegna flóðbylgjunnar. Talsmaður
Barnahjálparinnar, John Budd,
sagði að þegar væri eitt staðfest
dæmi þess að barni hefði verið
smyglað af svæðinu í mansal.
Jafnframt sagði hann að skrif-
stofa þeirra í Malasíu hefði
fengið auglýsingu um 300 mun-
aðarleysingja frá Aceh, á aldrin-
um 3 til 10 ára, sem hægt væri að
kaupa. Því hafa stjórnvöld í
Indónesíu sett ferðabann á öll
börn frá Aceh, sem ferðast án
foreldra sinna. ■
SJÁLFBOÐALIÐAR VIÐ HREINSISTÖRF Á SÚMÖTRU Sífellt finnast fleiri lík í Indónesíu, en hér má sjá sjálfboðaliða úr röðum heima-
manna í Banda Aceh, færa lík vafið í plast upp á vörubílspall í gær. Í Indónesíu einni var í gær staðfest að 94.000 hefðu látist. Óttast er
að sú tala eigi eftir að hækka til muna.
HÖRMUNGAR, AP/AFP Flugslys í
Indónesíu og rigningar í Sri Lanka
hafa hamlað alþjóðlegu hjálpar-
starfi á stöðum sem einna verst
urðu úti í flóðunum sem fylgdu í
kjölfar jarðskjálftans mikla á annan
í jólum. Sameinuðu þjóðirnar vara
við því að tölur um látna eigi eftir að
hækka um tugi þúsunda þegar frek-
ari upplýsingar berast frá svæðum
sem enn á eftir að kanna betur.
Opinberar tölur um fjölda látinna
nálgast nú 150 þúsund.
Jan Egeland, yfirmaður hjálp-
arstarfs á vegum Sameinuðu þjóð-
anna í Indónesíu, segir við því að
búast að yfir helmingur 50 þúsund
íbúa í bænum Meulaboh á
Súmötru hafi farist. „Við erum
loks fær um að koma umtals-
verðri hjálp til Aceh og beinum nú
sjónum að vesturströnd Norður-
Súmötru,“ sagði Egeland. „Mörg
þorpanna á svæðinu eru horfin
þannig að ekkert er eftir.“
Í gær stöðvaðist flug um Banda
Aceh flugvöllinn í Indónesíu í 15
klukkustundir vegna þess að þar
rákust saman Boing 737 flutninga-
vél með hjálpargögn og buffaló-
naut. Flugvöllurinn er miðstöð
hjálparstarfsins í Indónesíu og
setti slysið verulegt strik í reikn-
inginn í þann mund sem skriður
var að komast á hjálparstarfið.
Um borð voru læknar og sjálf-
boðaliðar auk hjálpargagna.
Hjálparstarf stöðvaðist þó ekki
alveg á meðan því áfram var hægt
að nota þyrlur til að dreifa hjálp-
argögnum.
Sjá síður 8 og 10
AP
M
YN
D
/E
U
G
EN
E
H
O
SH
IK
O
Mynd komin á hjálparstarf í Indónesíu:
Óttast að tala látinna hækki til muna DAGAR EFTIR AF
JANÚARTILBOÐI TOYOTA
27
Avensis
Tilboðsverð
2.390.000 kr.
FRÁBÆR TILBOÐ!
SÉRBLAÐ FYLGIR
HÁKON EYDAL