Fréttablaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 38
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Stipe Mesic Hólmavík. Hann verður útvarpsstjóri á nýrri talútvarpsstöð. 30 5. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Um 4,5 milljónir Þjóðverja horfðu á fyrsta þátt dönsk- íslensku spennuþáttaraðarinnar Örninn, eða Ørnen eins og hann heitir á frummálinu, á mánudag- inn var þegar hann var sýndur á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF. Það þýðir að um 18% Þjóðverja hafi horft á þáttinn. Elva Ósk Ólafsdóttir fer með eitt af aðal- hlutverkum þáttarins en Bene- dikt Erlingssyni bregður þar einnig fyrir. Að sögn Michale Bille Frand- sen, framleiðanda þáttarins hjá Danska ríkissjónvarpinu, fóru viðtökurnar í Þýskalandi fram úr björtustu vonum. „Þjóðverjarnir höfðu búist við 11 til 14% áhorfi sem er einni milljón minna en horfði á hann,“ sagði Michale Bille í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við erum að sjálfsögðu afar ánægðir með viðtökurnar og sömu sögu er að segja af Þjóð- verjunum. Þeir eru búnir að kaupa átta fyrstu þættina og vilja nú kaupa næstu átta.“ Þættirnir verða meðal annars sýndir hér á landi, í Noregi og Svíþjóð. Þá standa yfir viðræður við franska sjónvarpsstöð. Að sögn Michael Bille er búið að taka upp tólf þætti en seinni hlutinn af seríunni verður tekinn upp á þessu ári. „Við byrjum aft- ur að taka upp á mánudaginn og ætlum að klára tólf síðustu þætt- ina. Síðasti þátturinn verður tek- inn upp á Íslandi,“ segir Michael Bille sem vill þó ekki gefa upp hvar hann verður tekinn. Örninn fékk einnig góðar við- tökur í Danmörku en um 70% Dana sáu fyrsta þáttinn. „Þáttur- inn var á toppnum yfir áhorf fyrstu átta vikurnar,“ segir Michael Bille. Þættirnir fjalla um Hallgrím Örn Hallgrímsson, uppalinn Vestmannaeying, sem á danskan föður. Hallgrímur flutti ungur til Danmerkur og starfar sem rannsóknarlögreglumaður í Kaupmannahöfn. Danski leikarinn Jens Albinus fer með hlutverk Hallgríms en Elva Ósk með hlutverk systur hans. Leikstjóri er Jørgen Ramsko. Fyrsti þátturinn af Erninum verður sýndur í sjónvarpinu í lok febrúar. kristjan@frettabladid.is Jón Jósep Snæbjörnsson, söngv- ari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum, mun bregða sér í líki Imma ananas þegar söngleikur- inn Ávaxtakarfan verður frum- sýndur í Austurbæ í febrúar. Jónsi fer með hlutverk vonda karlsins Imma en auk hans mun Birgitta Haukdal leika Geddu gulrót og Selma Björnsdóttir fer með hlutverk Evu appelsínu, svo fáeinir séu nefndir. Sam- lestur á verkinu hófst í fyrradag en leikstjóri er Gunnar Ingi Gunnsteinsson. Ávaxtakarfan sló í gegn árið 1998 þegar verkið var sýnt í Íslensku óperunni en þar fór Andrea Gylfadóttir með stórt hlutverk sem og Selma Björns- dóttir. Búast má við að Ávaxtakarf- an muni í sumar keppa um hylli áhorfenda við Kalla á þakinu sem sýndur verður í Borgarleik- húsinu. Þar fer sjálfur Sveppi með aðalhlutverkið sem og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir en leikstjórn er í höndum Óskars Jónassonar. ■ Jónsi í hlutverki Imma ananas JÓNSI Verður klæddur gulum bananabúningi frá toppi til táar þegar Ávaxtakarfan verður frumsýnd í febrúar. ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR: GERIR ÞAÐ GOTT Í DANSK-ÍSLENSKUM SJÓNVARPSÞÆTTI MILLJÓNIR HORFÐU Á ÖRNINN Græðir peninga á út- sölum „Já, ég hugsa að ég kíki á útsölurnar. Ég er reyndar núna á Ísafirði en ég fer örugglega þegar ég kem heim og næ vörunum sem eru þá eftir. Mér finnst ég alltaf vera að græða peninga þegar ég versla á útsölum. Reyndar á ég oft frekar lítinn pen- ing eftir jólatörnina og á útsölunum enda er ég líka mjög oft í nýju vörunum. En ætli ég kíki ekki í upp- áhaldsbúðirnar mínar sem eru Centrum, Karen Millen og kannski ég kíki líka í Zöru.“ Yndislegt á Laugaveg- inum „Nei, ég er ekkert beinlínis búin að plana að fara á út- sölur. En það getur vel verið að ég geri það ef ég á leið framhjá og kíki inn. Mér finnst þær vera hið besta mál og ef ég sé fallega útsölu á Laugaveg- inum þá getur vel verið að ég líti á úrvalið. Það er svo yndislegt að fara í búðir og ég er alltaf á Laugavegin- um. Þar eru svo góðar búðir og yndislegt starfs- fólk. Ég myndi ekki fara í Kringluna eða Smáralind. Mér líður best á Laugaveginum.“ Engar útsöluáætlanir „Ég myndi ekki segja að ég planaði eitthvað sér- staklega að fara á útsölur. Ég geri engar útsöluáætl- anir. En ég er alltaf með augun opin og það verður að segjast eins og er að það er oft hægt að gera góð kaup á útsölum. Hægt að gera góða díla. Ég myndi þá helst versla mér einhver föt á útsölun- um. Kíkja í Sautján eða eitthvað. Mér finnst samt svolítið púkalegt hvað búðirnar setja útsölurnar á snemma.“ ■ ÆTLAR ÞÚ Á ÚTSÖLUR? 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ...fær hljómsveitin Quarashi sem hefur selt lög sín í amerískar bíó- myndir og sjónvarpsþætti og fengið dágóða upphæð fyrir. HRÓSIÐ JENS ALBINUS Danski leikarinn fer með hlutverk Hallgríms Hallgrímssonar í Erninum. Þátturinn verður sýndur í Sjónvarpinu í lok febrúar. ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR Hún fer með hlutverk systur Hallgríms. Lárétt: 2 mæra, 6 tveir eins, 8 lengdareining, 9 fugl, 11 í röð, 12 býður vafasama greiðslu, 14 býr til brauð, 16 endalok, 17 skel, 18 vökva, 20 á fæti, 21 grind. Lóðrétt: 1 hikst, 3 smáorð, 4 gerði fallega, 5 skammstöfun, 7 trúaður maður, 10 maka, 13 keyra, 15 útstáelsi, 16 læknismeðferð, 19 tónn. Lausn. Lárétt:2lofa,6tt,8fet,9ara,11gh,12mútar, 14bakar, 16ko,17aða,18úða,20il,21rist. Lóðrétt: 1stam,3of, 4fegraði, 5ath,7trúboði, 10ata,13aka,15rall,16kúr, 19as. Nú er tíminn þegar allar vörur lækka í verði og fólk flykkist í búðirnar AUÐUR EIR VILHJÁLMS- DÓTTIR PRESTUR BIRGIR NIELSEN PULSUSALI ÞÓRUNN ARNA KRIST- JÁNSDÓTTIR LEIKKONA » FA S T U R » PUNKTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.