Fréttablaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 4
4 5. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
Sunnanverðir Vestfirðir:
Fáir út fyrir hússins dyr
SNJÓFLÓÐAHÆTTA „Það lægði aðeins
í gærkvöldi en svo kom aftur smá
hvellur í morgun og það er rétt
hægt að komast um göturnar, en
ekki mikið meira en það,“ segir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson,
lögregluþjónn á Patreksfirði, um
veðurfarið. „Við höfum þó ekki
þurft að aðstoða fólk við að kom-
ast á milli staða, það hefur allt
sloppið,“ bætir hann við.
Rýma þurfti íbúðarhús á Pat-
reksfirði og Tálknafirði og lítil
snjóflóð hafa fallið bæði á Pat-
reksfirði og Bíldudal. Hættuá-
standi var aflýst á Tálknafirði
klukkan þrjú í gær og um klukkan
hálf sex á Patreksfirði. Viðbúnað-
arstig var áfram á svæðinu og
fylgst er grannt með snjóalögum.
Pósthúsið á Patreksfirði var
lokað á mánudag vegna ófærðar
en opnað aftur í gær. Þá var mat-
vöruverslun bæjarins, Kjöt og
Fiskur, lokuð eftir hádegi á mánu-
dag en opin í gær. Á norðanverð-
um Vestfjörðum hefur borið á
vöruskorti en Einar Ásgeir Ás-
geirsson, eigandi Kjöts og fisks,
segir ekki illa komið fyrir sér. „Ég
er í góðum málum og á von á
sendingu með flutningabíl í
kvöld.“ Hann segir þó að lítið sé
að gera á meðan veðrið er svona
slæmt og fáir á ferli.
- bs
Mjólkur- og brauðlaust
í Bolungarvík
92 íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Bolungarvík en alls voru 26 hús
rýmd í bænum. Mjólk og brauð kláraðist í verslunum á mánudag. Ófært
hefur verið til Bolungarvíkur frá því á sunnudagskvöld.
SNJÓFLÓÐAHÆTTA Rýma þurfti nítján
hús í Bolungarvík í gær en fyrir
var búið að rýma sjö hús í bænum
og hafa alls 92 þurft að yfirgefa
heimili sitt. Flestir leituðu á náðir
vina og ættingja.
Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri í
Bolungarvík, segir að athugað
verði í dag hvort fólk fái að fara
heim til sín. Eins verður athugað
hvort Óshlíðin verði rudd í dag en
hún hefur verði lokuð vegna óveð-
ursins og snjóflóðahættu. Olgeir
Hávarðarson, meðeigandi verslun-
ar Bjarna Eiríkssonar, segir bæði
mjólk og brauð uppurið í bænum,
hann fékk síðast mjólk í verslun-
ina á fimmtudaginn fyrir tæpri
viku síðan. Fyrst eftir að mjólkin
kláraðist á mánudag keypti fólk
kaffirjóma, kókómjólk og G-mjólk
en í gær kláruðust þær birgðir
líka. Olgeir segir lítið eftir nema
safa og gos sem ætti þó að duga í
nokkra daga.
Ari Hólmsteinsson, íbúi við
Traðarland 18 í Bolungarvík,
þurfti að fara að heiman með fjöl-
skyldu sína vegna snjóflóðahættu
á sunnudag. „Auðvitað fer maður
um leið og það er einhver hætta,
það er mín skoðun. Þó veit ég að
einhverjir nágranna minna eru
ekki sammála,“ segir Ari en hann
er svo heppinn að systir hans býr í
Bolungarvík. Hún er með aukaher-
bergi sem Ari, eiginkona hans og
níu ára sonur þeirra hafa til af-
nota. Ari hefur ekki komist á
vinnustað sinn frá áramótum en
hann vinnur hjá Símanum á Ísa-
firði. „Ég þarf bara netsamband til
að geta unnið og er búinn að koma
mér upp vinnuaðstöðu á stofuborð-
inu hjá systur minni,“ segir Ari.
Þegar hann fór að heiman ásamt
fjölskyldu sinni tóku þau með sér
svolítið af fötum og annað dót sem
þau þurfa til daglegra nota. Hann
segir veraldlegu munina ekki
skipta máli, þá sé hægt að finna
aftur eða bæta.
hrs@frettabladid.is
Vestfirðir:
Mörg hús
tóm í nótt
RÝMINGAR 138 manns höfðu ekki
fengið að fara til síns heima í gær
vegna snjóflóðahættu á Vestfjörð-
um. 92 á Bolungarvík en þar þurftu
þeir fyrstu að yfirgefa heimili sitt á
sunnudag. Í umdæmi lögreglunnar
á Ísafirði höfðu alls 46 þurft að
rýma hús sín, flestir í Hnífsdal eða
35 manns.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar á Ísafirði þótti ekki hægt
að treysta veðurspánni fullkomlega
og því hafi fólkið ekki fengið að fara
til síns heima. Strax nú í morg-
unsárið verður athugað hvort óhætt
verði að aflétta hættuástandinu. - hrs
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
Arnar Andrésson bílstjóri:
Hálfan
sólarhring til
Akureyrar
ÓFÆRÐ „Þetta var ekkert, ég hef
komist upp í það að vera 55 tíma
í bílnum á leiðinni norður,“ segir
Arnar Andrésson flutningabíl-
stjóri, um hrakfarir sínar í
óveðrinu í gær. Arnar flytur
Fréttablaðið og DV norður í land.
Arnar lagði af stað frá
Reykjavík norður til Akureyrar
þrátt fyrir ófærðina klukkan tvö
í fyrrinótt og náði á leiðarenda
um hálfum sólarhring seinna.
„Þetta gekk bara ljómandi vel.
Ég fór náttúrlega hægt yfir og
stoppaði dálitla stund á Öxna-
dalsheiði. Það voru flutninga-
bílar þar þvers og kruss sem
voru fastir þar síðan snemma
um morguninn.“ Arnar komst
loksins á áfangastað klukkan
þrjú í gær. ■
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
113,59 +0,51%
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
SALA
GENGI GJALDMIÐLA 04.01.2005
GENGIÐ
SNJÓFLÓÐ HAFA FALLIÐ VÍÐA
Veðurstofu Íslands hefur borist yfir 40 tilkynningar um snjóflóð síðan á nýársdag, flest
hver á Vestfjörðum en líka á Norðurlandi. Vitað er að snjóflóð hafa fallið á Patreksfirði,
Bíldudal, Bolungarvík, Súgandafjörð, Skutulsfjörð, Ísafjörð, Hnífsdal. Káradal og í Ólafsfirði.
Þar að auki hafa íbúðarhús verið rýmd vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði, Tálknafirði, í
Dýrafirði og Önundarfirði, Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafirði.
Súðavík:
Matur flutt-
ur sjóleiðina
ÓVEÐUR Björgunarskipið Gunnar
Friðriksson fór í gær með mjólk og
brauð sjóleiðina til Súðavíkur. Sex
strandaglópar sem höfðu verið þar
veðurtepptir frá því á sunnudag
fengu far til Ísafjarðar.
Pálmi Stefánsson, hjá Lands-
björgu, segir þá einnig hafa farið
fyrir Símann í átt að Arnarnesi til
að sjá hvort hægt væri að koma við-
gerðarmönnum að endurvarpa þar.
„Það var ekki hægt að komast að
landi vegna brims. Viðgerðir verða
að bíða betri tíma.“ Hann taldi
símasambandslaust við Súðavík og
Ísafjarðardjúp og bara langbylgju-
sendingar Útvarps á Ísafirði. - hrs
M
YN
D
/A
R
I H
Ó
LM
ST
EI
N
SS
O
N
Vestfirðir:
Mokstur
víða hafinn
ÓFÆRÐ Mokstur hófst í gær á
sunnanverðum Vestfjörðum að
sögn Hjörleifs Ólafssonar hjá
Vegagerðinni.
Í gær var um tíma aðeins
fært til Ísafjarðar á norðanverð-
um Vestfjörðum og var byrjað
að moka inn að Hnífsdal.
Hjörleifur segir leiðina norð-
ur hafa verið ófæra bæði í gær
og í fyrradag. Víða var ófært á
Norðurlandi í gær og þurfti
sumstaðar að bíða fram eftir
degi með mokstur vegna veðurs.
Flutningabíll frá Flytjanda
sat fastur við Gljúfurárgil sunn-
an við Blönduós í gærmorgun og
myndaðist þar töluverð umferð-
arteppa af þeim sökum.
- hrs
FRÁ PATREKSFIRÐI
Flestir halda sig heima fyrir á Patreksfirði
enda er fannfergið mikið eins og þessi
mynd ber með sér.
TÍ
Ð
IS
-
P
AT
R
EK
SF
JO
R
D
U
R.
IS62,26 62,56
117,96 118,54
83,31 83,77
11,20 11,27
10,11 10,17
9,22 9,27
0,60 0,60
95,60 96,16
ÞRÍR BÍLAR SKEMMDIR Þrír bílar
skemmdust en engin slys urðu á
fólki í umferðaróhappi á Holta-
vörðuheiði um klukkan sjö í gær-
kvöldi. Bíl var ekið á annan bíl sem
var að draga upp þann þriðja sem
hafði hafnað utan vegar á heiðinni.
Endaði fyrsti bíllinn einnig á þeim
sem verið var að draga.
10. bekkur grunnskóla:
Prófum
frestað
MENNTAMÁL Menntamálaráðuneytið
hefur ákveðið að breyta dagsetning-
um samræmdra lokaprófa í 10.
bekk grunnskóla í vor vegna
þeirrar röskunar sem orðið hefur á
skólahaldi vegna kennaraverkfalls-
ins. Prófgreinar og prófdagar í 10.
bekk grunnskóla vorið 2005 verða
sem hér segir:
Íslenska, mánudagur 9. maí kl.
9.00-12.00. Enska, þriðjudagur 10.
maí kl. 9.00-12.00. Stærðfræði,
fimmtudagur 12. maí kl. 9.00-12.00.
Danska, föstudagur 13. maí kl. 9.00-
12.00. Samfélagsfræði, þriðjudagur
17. maí kl. 9.00-12.00. Náttúrufræði,
miðvikudagur 18. maí kl. 9.00-12.00.
- ás