Fréttablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR FJALLAÐ UM EES-SAMNINGINN Stefán Geir Þórisson lögfræðingur fjallar um EES-samninginn og fjölmiðlafrumvarp- ið á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri sem haldið er í stofu L201, Sólborg við Norðurslóð. Fyrirlesturinn hefst klukkan hálf fimm í dag. DAGURINN Í DAG 15. febrúar 2005 – 44. tölublað – 5. árgangur STRÍÐINU ER LOKIÐ Eftir vel heppn- aðan fund Abbas, leiðtoga Palestínumanna, og Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ríkir bjartsýni um að friður sé í sjónmáli. Í viðtali um helgina sagði Abbas að stríðinu við Ísrael væri lokið. Sjá síðu 2 SVAF EKKI EFTIR RÁNIÐ Starfsfólk í verslunum þar sem ræningi lét til skarar skríða í fyrri viku segist vera að jafna sig. Starfsmaður í söluturni átti erfitt með svefn í kjölfar ráns. Eigandinn segir fólk almennt svartsýnt á þjóðfélagsástandið. Sjá síðu 6 FANGELSIÐ EKKI BOÐLEGT Fang- elsið á Akureyri er ekki mannsæmandi. Fangarnir hafa ekkert við að vera, aðstaða til útivistar er ófullnægjandi og loftræsting í klefum léleg. Taka þarf bygginguna í gegn frá grunni, segir fangelsisstjórinn. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 ● heilsa Þögnin um heimilis- ofbeldi rofin Brynhildur Barðadóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 ATVINNUMÁL Skattayfirvöld draga lappirnar í málum þeirra sem starfa ólöglega hérlendis, að sögn Sveins Hannessonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka iðnaðar- ins. „Mér finnst að skattayfirvöld eigi að elta þá sem eru með þessa menn í vinnu,“ segir Sveinn. „Það er verið að elta þessa erlendu starfsmenn til að kanna hvort þeir séu með atvinnuréttindi. Þær að- gerðir eru bara fyrirsláttur. Mér sýnist til dæmis ansi lítið gert í því að skoða hvort Íslendingar séu með iðnréttindi. Það er mjög mikilvægt að það sé tekið á þess- um málum og farið í aðgerðir til að draga úr þessari svörtu starfsemi sem er orðin mikil meinsemd hér. Það er alveg óþolandi fyrir alvöru fyrirtæki sem stunda heiðarleg viðskipti að keppa við fyrirtæki sem eru að svíkjast um, borga laun sem eru undir almennum töxtum og gefa ekkert upp til skatts.“ Indriði H. Þorláksson ríkis- skattstjóri segir meginregluna vera þá að ef ábendingar berist um ákveðin fyrirtæki séu þær skoðað- ar. Skattayfirvöld geti líka tekið það upp sjálf að skoða fyrirtæki. Aðspurður hvort skattayfirvöld muni gera það í þessu tilfelli segist hann ekki vilja tjá sig um það. Sveinn segir tiltölulega nýlega breytingu á skattareglum eina skýringuna á því hvers vegna það sé að færast í vöxt að fyrirtæki gefi ekki upp laun starfsmanna. „Virðisaukaskattur af vinnu á byggingarstað var áður endur- greiddur og það dró þessi viðskipti mikið til upp á yfirborðið. Síðan var endurgreiðsluhlutfallið lækk- að úr 100 prósentum í 60 prósent. Við vorum mjög uggandi yfir þeirri breytingu og töldum að það yrði til þess að auka svarta starf- semi í byggingariðnaði, sem mér sýnist að hafi orðið raunin.“ Indriði H. segir það álitamál hvort ástæða sé til að endurskoða þessar skattareglur. -th 18-40 ára Me›allestur dagblaða Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004 MorgunblaðiðFréttablaðið 62% 38% Quarashi: ▲ SÍÐA 30 Tekur upp nýtt myndband ● keppir við stúlknagengi SANDGERÐISHÖFN Bærinn fékk 145 tonn af byggðakvóta úthlutað. Sandgerði: Fá kvótann með kvöðum BYGGÐAKVÓTI Þeim sem fá byggða- kvóta úthlutað í Sandgerði verður gert að auka heildarkvóta bæjar- félagsins. Ekki hefur verið ákveðið hvort þeim verði gert að kaupa eða leigja hann. Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri segir menn sameinaða í að auka veg bæjarins. Styr standi hins vegar um hvaða leið verði farin til þess. Bæjarstjórnin hefur leyfi sjáv- arútvegsráðuneytisins til kvaðanna. Fundað verður um málið í kvöld. - gag Bandarískt líftæknifyrirtæki: Stofnar fyrir- tæki á Íslandi VIÐSKIPTI Bandaríska fyrirtækið Xytos, sem vinnur nú að skráningu á Nasdaq-markaðinn, vinnur að stofnun rannsókna- og þróunar- fyrirtækis hér á landi. Fulltrúar fyrirtækisins, sem sér- hæfir sig í geymslu og rannsóknum á stofnfrumum, hafa átt í viðræðum við banka, endurskoðendur og hér- lenda vísindamenn til að stofna hér fyrirtæki. Þeir segja að megin- ástæður þess að Ísland varð fyrir valinu séu sterkt háskólasamfélag, hagstæðir skattar og að líkur séu á að löggjöf kringum slíkar rannsókn- ir hér á landi verði skynsamleg. - hh/sjá síðu 18 Unnu þrekvirki: Björguðu lífi vinar LÍFSBJÖRG Tveir ungir drengir björguðu lífi vinar síns á laugardag- inn. Róbert Heiðar Halldórsson, sem er tíu ára gamall, varð skyndilega mjög veikur þegar hann var ásamt vinum sínum Alexander Theódórs- syni og Arnari Þór Stefánssyni í Kringlunni. Óhætt er að segja að Alexander og Arnar Þór hafi unnið lítið kraftaverk þegar þeir hjálpuðu vini sínum, sem átti orðið erfitt með andardrátt og var orðinn máttlaus, heim til sín. Síðar kom í ljós að gat hafði komið á lunga Róberts. Sigríður E. Gunnarsdóttir, móðir Róberts, segir engan vafa leika á því í hennar huga að Alexander og Arnar Þór hafi bjargað lífi Róberts. Líf hans hafi nánast verið að fjara út þegar hann kom heim. „Þeir eru ofurhetjur í mínum huga. Það var alveg frábært að sjá hvernig þeir brugðust við og komu vini sínum heim.“ - th/sjá síðu 4 Skattayfirvöld draga lappirnar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins vill að skattayfirvöld rannsaki fyrirtæki sem grunuð eru um að stunda svarta atvinnustarfsemi. Óþol- andi sé fyrir heiðarleg fyrirtæki að keppa við fyrirtæki sem svíkist um. SANNIR VINIR Í BÚSTAÐAHVERFINU Alexander Theódórsson og Arnar Þór Stefánsson unnu þrekvirki þegar þeir björguðu lífi Róberts Heiðars Halldórssonar, sem situr á milli þeirra. Hundurinn Trítill, sem situr í fanginu á Alexander, var með í för daginn örlagaríka. INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON Skattayfirvöld geta haft frumkvæði. SVEINN HANNESSON Mikilvægt að taka á svartri starfsemi. BYGGINGAFRAMKVÆMDIR Áætla má að meira en fimm prósent verkamanna í byggingariðnaði á suðvesturhorninu séu útlendingar sem njóta ekki fullra réttinda. Myndin tengist ekki fréttinni á beinan hátt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI VEÐRIÐ Í DAG VERSNANDI VEÐUR Í KVÖLD, SKAPLEGT Í FYRSTU Kólnar hratt síðdegis og í kvöld með hvassviðri eða stormi. Rigning en slydduél eða él í kvöld. Sjá síðu 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.