Fréttablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 8
1Hvaða Íslendingur vann bresku kvik-myndaverðlaunin fyrir klippingu?
2Hvað er Svanur Halldórsson búinnað vera leigubílstjóri lengi?
3Hvað lið vann bikarkeppni karla íkörfuknattleik?
SVÖRIN ERU Á BLS. 30
VEISTU SVARIÐ?
8 15. febrúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
HIV-veiran:
Nýtt illvígt afbrigði komið fram
SJÚKDÓMAR Læknar í New York
hafa fundið nýtt afbrigði af HIV-
veirunni sem engin lyf vinna á.
Þeir sem fá veiruna virðast
veikjast mun fyrr af alnæmi en
hinir sem smitast af hefðbundn-
um stofni. Ástæða er til að hafa
áhyggjur af þessum tíðindum,
segir Haraldur Briem sóttvarna-
læknir.
HIV-afbrigðið fannst í banda-
rískum karlmanni í síðustu viku
og segja læknar sem rannsakað
hafa manninn að það sé nánast
ónæmt fyrir hefðbundnum al-
næmislyfjum. Það sem veldur
læknunum sérstökum áhyggjum
er hversu skammur tími leið frá
því að maðurinn smitaðist af
veirunni þar til ein-
kenni alnæmis tóku
að koma fram. Yfir-
leitt tekur þetta ferli
um áratug en hjá
manninum komu ein-
kennin fram strax
eftir nokkra
mánuði.
H a r a l d u r
Briem sótt-
varnalækn-
ir segir að
þótt ekki
megi álykta
um of af
einu tilfelli
sýni þetta að
fólk verði að
gæta vel að sér hér eftir sem
hingað til. Yfirleitt stökkbreyt-
ast veirur í fólki sem er þegar á
lyfjum en Haraldur segir eftir-
tektarvert að maðurinn sem um
ræðir hafi ekki verið í meðferð.
Það bendir til að hann hafi
fengið nýja afbrigðið ann-
ars staðar frá.
- shg
Bílsprengja í Beirút:
Rafik Hariri
ráðinn af dögum
BEIRÚT, AP Rafik Hariri, fyrrverandi
forsætisráðherra Líbanons, beið
bana í öflugri sprengjuárás í
Beirút í gær. Níu manns dóu í
sprengingunni í gær auk Hariris og
hundrað særð-
ust. Enginn hef-
ur lýst árásinni
á hendur sér en
talið er að hún
tengist and-
stöðu Hariris
við afskipti Sýr-
lendinga af
málefnum Líb-
anons.
B í l a l e s t
Hariris var á
ferð um Beirút í
gærmorgun þegar sprengingin
varð. Í það minnsta níu manns lét-
ust og hundrað særðust, þar á
meðal fyrrverandi efnahagsráð-
herra landsins.
Hariri gegndi forsætisráðherra-
embættinu drjúgan hluta tíunda
áratugarins og átti mikinn þátt í að
endurreisa landið eftir borgara-
styrjöld sem stóð í tæp tuttugu ár.
Síðastliðið haust sagði hann af sér
embætti vegna deilna um afskipti
Sýrlendinga af stjórn Líbanons en
friðurinn í landinu er í raun í skjóli
sýrlenskrar hersetu. Mikil spenna
er í landinu af þessum sökum og
óttast stjórnmálaskýrendur að
morðið á Hariri leiði af sér frekari
ólgu og átök. ■
FANGELSISMÁL Sigurður Eiríksson,
fangelsisstjóri í fangelsinu á Akur-
eyri, tekur undir með Valtý Stefáns-
syni fangelsismálastjóra að umrætt
fangelsi sé ekki mannsæmandi.
Fangarnir hafi ekkert við að vera,
útivistarstaða sé ófullnægjandi,
loftræsting í klefum léleg og áfram
megi telja.
„Ég held að þetta hafi oft verið í
umræðunni í gegnum árin,“ sagði
Sigurður. „En það er ekkert annað
að gera ef taka á á þessu í alvöru en
að taka það alveg frá grunni eða þá
að loka því.“
Eins og kom fram í máli Valtýs í
Fréttablaðinu um helgina hefur ver-
ið lokið við drög að stækkun fang-
elsisins og nemur kostnaðaráætlun
150 milljónum króna. Þar af er
breyting á húsnæði lögreglu upp á
um 50 milljónir. Fangelsið verður
stækkað um tvo klefa þannig að þar
verði tíu klefar en megináhersla
lögð á að gera það rekstrarhæft
sem fangelsi, að sögn Valtýs, þar
sem föngum verði sköpuð aðstaða
til vinnu og útbúin aðstaða til heim-
sókna, sem engin er í dag.
„Fangelsið er hvorki fugl né
fiskur,“ sagði Valtýr um ástand þess
nú. „Að mínu mati á að loka því ef
það verður ekki gert mannsæm-
andi.“
Sigurður sagði að atvinnumálin í
fangelsinu og heimsóknaraðstaðan
hefðu verið helstu vandamálin.
Fangar hefðu ekki mikið við að
vera, nema það sem hver og einn
fyndi sér sjálfur að gera innan fang-
elsisveggjanna. Spurður um að-
stæður til útivistar sagði hann að
þær væru ekki góðar.
„Það má segja að þeir hafi ekki
komist út úr húsinu. Þetta er garður
sem er girtur, þannig að þeir sjá
ekki neitt nema upp í heiðan himin-
inn. Síðan má segja að loftræsting í
klefunum sé léleg.“
Fangelsið hefur hýst karlmenn á
undanförnum árum, að sögn Sigurð-
ar. Áður var þar rekið kvennafang-
elsi í einhvern tíma, en það er löngu
aflagt.
„Þetta er yfirleitt fullt hérna, því
miður,“ sagði Sigurður. „Það er tal-
að um átta klefa en það eru ekki
nema sjö sem eru notaðir. Það geng-
ur ekki að hafa átta manns, það er
of mikið.“
jss@frettabladid.is
– kraftur til flín!
– hefur þú séð DV í dag?
„VIÐ
STÖNDUM
MEÐ OKKAR
MANNI“
Fyrirliði íslenska
landsliðsins tekinn fyrir
meintan ölvunarakstur
RAFIK HARIRI
Myndin var tekin í
gærmorgun í þann
mund sem Hariri
settist upp í bíl sinn.
Nokkrum mínútum
síðar var hann allur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
FANGELSIÐ
Fangelsið þarf nánast að byggja frá grunni,
eigi það að vera mannsæmandi, segir
fangelsisstjórinn. Maðurinn á myndinni er
Egill Hermannsson fangavörður.
HARALDUR BRIEM
„Ég er á launum við
að hafa áhyggjur,“
segir hann aðspurður
um hvort ástæða sé til
að óttast nýja afbrigðið.
Bandarísk kennslukona:
Giftist nem-
anda sínum
SEATTLE, AP Bandarísk kennslukona
sem á sínum tíma var dæmd í fang-
elsi fyrir að nauðga nemanda sínum
hyggst nú giftast honum, tæpu ári
eftir að afplánuninni lauk.
Mary Letourneau var 34 ára
gömul fjögurra barna móðir þegar
hún hóf ástarsamband við nemanda
sinn, Vili Fualaau, árið 1996 en hann
var þá tólf ára gamall. Hún var
fljótlega handtekin fyrir athæfið og
hlaut vægan dóm enda ófrísk. Ári
síðar var hún aftur handtekin fyrir
sömu sakir og fékk þá sjö og hálfs
árs dóm, þá aftur ófrísk. Nú er þau
skötuhjúin loks sameinuð á ný með
börnunum sínum tveimur. ■
Fangelsið ekki boðlegt
Fangelsið á Akureyri er ekki mannsæmandi. Fangarnir hafa ekkert við að
vera, aðstaða til útivistar er ófullnægjandi og loftræsting í klefum léleg. Taka
þarf bygginguna í gegn frá grunni, segir fangelsisstjórinn.
HERBERGI
Í svona vistarverum dvelja fangarnir. Þeir hafa enga vinnuaðstöðu og verða því að hafa
ofan af fyrir sér sjálfir.