Fréttablaðið - 15.02.2005, Side 16

Fréttablaðið - 15.02.2005, Side 16
Þegar fólk flyst til útlanda og þarf að sinna formsatriðunum sem því fylgja að koma sér fyrir á nýjum stað þá ber það „kerfið“ í útlandinu gjarnan saman við hvernig hlutirnir eru heima. Ef útlandið er Belgía þá eru rekin upp ramakvein um skriffinnsku, seinagang og stirðbusahátt, það er nú eitthvað annað heima, segja menn og andvarpa. Svo flytur maður á Íslandi, ekki einu sinni á milli sveitarfélaga heldur á milli póstnúmera í Reykjavík og kemst að því að það veldur alls konar óþægindum og er jafnvel meira vesen en að flytja á milli póstnúmera í höfuðborg skriffinnanna, Brussel. Þú borgar fasteignagjöld frá þeim degi sem þú tekur við nýju húsnæði, en íbúakort færð þú ekki fyrr en tveimur dögum eftir að þú tilkynnir vistaskipti. Íbúa- kort fá þeir sem búa í íbúðum sem ekki fylgja þau tvö bíla- stæði sem mér skilst að eigi að fylgja hverri íbúð og mega þá leggja bíl á ákveðnum gjald- skyldum bílastæðum fyrir 3.000 kr gjald á ári. Þegar sækja á íbúakortið þá er það auðvitað ekki tilbúið og fyrst er því hald- ið fram að þú hafir gert eitthvað vitlaust en svo kemur í ljós að svo var reyndar ekki heldur hafði erindinu einfaldlega ekki verið sinnt, gjöra svo vel að koma á morgun. Þá leggst maður náttúrlega í flensu, fær tvær sektir á bílinn og loks þegar manni tekst að ná í hið eftirsótta kort þarf maður að borga sekt- ina, samtals 1.900 kr., jafnvel þó augljóst sé að hún varð til eftir að rétturinn til íbúakortsins góða var kominn á. Allt þrennt í fullu gildi: skriffinnska, seina- gangur og stirðbusaháttur. Þetta er samt hjóm eitt hjá því að trúa á frjálsa samkeppni og hafa þess vegna flutt öll fjar- skiptin til OgVodafone. Það fyrirtæki þarf að leita til Símans til að flytja símanúmerið og þar með heimasímann og ADSL-ið. Það er út af grunnnetinu. Við- skiptavinum OgVodafone er sagt að það geti liðið fimm til sjö virkir dagar þangað til síminn fari að virka á nýja staðnum. Viðskiptavinir Símans fá aðgerð- ina hins vegar gerða á einum til þremur dögum. Já, sagði ágæt vinkona mín, maður getur nátt- úrlega ekki verið að færa við- skiptin og fá verri þjónustu. Fullkomlega eðlileg viðbrögð og einmitt þau sem þóknast Síman- um. Þjóðin á Símann. Hann er rek- inn sem einkafyrirtæki og er í harðri samkeppni við hitt síma- fyrirtækið, hann hefur einok- unaraðstöðu yfir grunnnetinu og notar það blygðunarlaust sér til framdráttar og neytendum í landinu til óþæginda. Til eru sér- stök fræði um hvernig megi fá fyrirtæki sem njóta náttúrulegr- ar einokunar af þessu tagi til að hegða sér öðruvísi. Sumir segja að ekkert geti komið í veg fyrir slíka hegðan og því geti jafnvel borgað sig að leggja í tvöfalda fjárfestingu á grunnkerfum til að samkeppni verði á markaðn- um. Ekki veit ég um það, en hitt er ég sannfærð um, að eitthvað þarf að gera til að fyrirtækjum og viðskiptavinum þeirra sé ekki mismunað eins og raun ber vitni. Síminn er til sölu. Davíð vill byggja spítala fyrir andvirðið og ég held ég hafi séð í tímamóta- viðtali við forsætisráðherrann í Mogga að einnig eigi að gera mislæg gatnamót og margt margt fleira fyrir peningana. Ég er að vísu þeirrar skoðunar að heilbrigðismál séu mikilvægari málaflokkur en svo að selja þurfi fjölskyldusilfrið til að tryggja stærsta sjúkrahúsinu það hús- næði sem leyfir hagkvæmastan rekstur þess. En ef stjórnarherr- arnir eru á þeirri skoðun, þá það, og hvað gera á við peningana er auðvitað aukaatriði þegar rætt er um sölu Símans. Auðvitað verður grunnetið selt með, segir forsætisráðherr- ann, það hækkar verðið. Hafa menn ekki velt því fyrir sér að kannski skiptir verðið ekki mestu máli, heldur hvaða um- hverfi fjarskiptafyrirtækjum og viðskiptavinum þeirra er búið í framtíðinni? Ríkisfyrirtæki í einkarekstrarleik vílar ekki fyrir sér að misnota aðstöðu sína, varla er við því að búast að alvöru einkafyrirtæki hagi sér öðruvísi. Þess vegna er full ástæða til að íhuga hvort ekki sé betra að fá lægra verð fyrir Sím- ann og sjá um leið til þess að samkeppnisstaða fyrirtækjanna verði jöfn. Þau geta þá keppt bæði í verði og þjónustu og við- skiptavinirnir, neytendur, munu hagnast. Það þarf ekki annað en að líta til flugsins til að sjá hvernig samkeppnin gagnast neytendum. ■ Menntamálaráðherra hefur boðað að á vorþinginu verði lagtfram frumvarp um Ríkisútvarpið. Allt frá því að núverandimenntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, tók við embætti hefur verið beðið eftir því að hún legði fram frumvarp um Ríkisútvarpið eins og hún boðaði áður en hún settist í stól ráð- herra. Margir fyrirrennara hennar í embætti hafa ætlað að breyta lög- um um stofnunina, en fram til þessa hafa engar meiriháttar breyt- ingar verið gerðar á lagaumhverfi hennar frá því að ný útvarpslög voru samþykkt árið 1985. Ráðherra sagði í viðtölum við fjölmiðla um helgina að afnota- gjöld Ríkisútvarpsins yrðu lögð af, en svaraði því hins vegar ekki hvað kæmi í stað þeirra. Í Fréttablaðinu í gær sagði ráðherra að með afnámi afnotagjaldanna væri verið að bregðast við gagnrýni ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, sem hefði verið með mál Ríkis- útvarpsins til athugunar frá því í maí í fyrra. Stofnunin er að kanna hvort Ríkisútvarpið geti bæði innheimt afnotagjöld og verið á aug- lýsingamarkaði eins og nú er. Það er löngu orðið tímabært að samþykkt verði ný lög um Ríkis- útvarpið. Þar þarf að kveða á um rekstrarform þess, tekjuöflun og stjórnskipulag innan stofnunarinnar. Nýjustu fréttir herma að ráð- herra hafi fallið frá hugmyndum um að gera Ríkisútvarpið að hluta- félagi, eins og fyrirrennari hennar til margra ára hallaðist að. Lík- legt er því að Ríkisútvarpið verði áfram ríkisstofnun í B-hluta fjár- laga. Varðandi tekjuöflun virðist það eitt ljóst að afnotagjöldin verði lögð af, en hvað á þá að koma í staðinn? Afnotagjöld tíðkast í nær öllum löndum Vestur-Evrópu og þar virðist ekki vera jafn mikil um- ræða og hér um að leggja þau af. Gjöldin eru gjarnan innheimt með einhverjum öðrum opinberum gjöldum, og þannig væri líklega hægt að draga úr innheimtukostnaði. Tekjur Ríkisútvarpsins nema um þremur milljörðum króna á ári, og þar af hafa auglýsingatekjur numið um einum þriðja á undanförnum árum. Í nokkrum öðrum Evrópulöndum eru innheimt afnotagjöld jafnframt því sem viðkom- andi stöðvar eru á auglýsingamarkaði, þannig að þetta er ekkert einsdæmi. Annars staðar á Norðurlöndum er aðaltekjulind ríkis- rekinna útvarps- og sjónvarpsstöðva hins vegar í formi afnota- gjalda. Í Noregi var norska útvarpinu fyrir nokkrum árum breytt i hlutafélag, en áfram eru innheimt afnotagjöld. Ef Eftirlitsstofnun EFTA kemst að því að innheimta afnotagjalda hér brjóti í bága við reglur á Evrópska efnahagsvæðinu liggur bein- ast við að álykta að framlög á fjárlögum geri það líka ef stofnunin verður áfram á auglýsingamarkaði. Er fjárveitingavaldið þá reiðu- búið að leggja Ríkisútvarpinu til um þrjá milljarða króna á ári, ef engar auglýsingatekjur verða, og hvert á að sækja þá fjármuni? Menntamálaráðherra og hennar fólk hafa sjálfsagt velt þessu fyrir sér, en ættu að huga betur að þessum málum áður en stofnunin verð- ur sett á fjárlög á 75 ára afmælisári hennar. ■ 15. febrúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur tekjuöflun RÚV og hlutverk til athugunar. Ríkisútvarpið og afnotagjöld FRÁ DEGI TIL DAGS Afnotagjöld tíðkast í nær öllum löndum Vestur- Evrópu og þar virðist ekki vera jafn mikil umræða og hér um að leggja þau af. ,, Amstur við flutninga Starfsheiti á lausu Starfsheitið meinatæknir hefur frá því á sjöunda áratugnum verið notað um þá sem vinna tæknileg rannsóknastörf á læknisfræðilegri rannsóknastofu. Námið hefur farið fram í Tækniskólanum – nú Tækniháskólanum. Stéttarfélagið er Meinatæknafélag Íslands. Nú hefur Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra boðað lagafrumvarp um að þetta starfsheiti verði aflagt og framvegis heiti stéttin líf- eindafræðingar. Það þykir ná betur utan um raunveru- leg verkefni meinafræð- inga. Jafn- framt er gert ráð fyrir auknu sjálfstæði stéttarinnar, sem nú starfar samkvæmt lögum á ábyrgð annarra sér- fræðinga. Gangi áform ráðherrans eftir hlýtur starfsheitið meinatæknir að vera á lausu. Áhugavert er að velta fyrir sér hverjir gætu helst notfært sér það. Má kannski hugsa sér að þeir sem vilja ráðast gegn ýmsum þjóðfélagsmeinum, svo sem stjórnmálamenn, gætu tekið það upp á arma sína? Eða að það komi í staðinn fyrir það dapra heiti „álitsgjafi“? Tillögur eru vel þegnar. Ekki hjá Baugi Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sunnudaginn var vitnað í ummæli sem Bill Grimsey, forstjóri bresku verslunar- keðjunnar Big Food Group (sem Baugur hefur nú eignast), lét falla í viðtali við Agnesi Bragadóttur blaðamann. Þótti rit- stjóra blaðsins hvalreki að þessum um- mælum þar sem Grimsey virtist telja eðli- legt að bresk stjórnvöld hefðu afskipti af samkeppni á breskum matvörumarkaði til þess að einn stór aðili gæti ekki farið sínu fram. Ritstjórinn benti á að Baugur gæti ekki haft eina stefnu í Bretlandi og aðra hér heima þar sem forráðamenn fyrirtæk- isins hefðu verið með efasemdir um gagnsemi þess og réttmæti að stjórnvöld skiptu sér af samkeppni á markaðnum. En nú berast þær fréttir frá Bretlandi að Bill Grimsey sé ekki „einn af æðstu starfs- mönnum Baugs Group í Bretlandi“ eins og það var orðað í Morgunblaðinu. Hann lét af störfum hjá Big Food Group um helgina og kemur ekki til neinna starfa hjá Baugi. Vangaveltur um ólíkar stefnur Baugs, innanlands og utan, virðast því ótímabærar. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS Í DAG STOFNANIR OG ÞJÓNUSTA VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Auðvitað verður grunnetið selt með, segir forsætisráðherrann, það hækkar verðið. Hafa menn ekki velt því fyrir sér að kannski skiptir verðið ekki mestu máli, heldur hvaða umhverfi fjarskiptafyrirtækj- um og viðskiptavinum þeirra er búið í framtíðinni? ,,

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.