Fréttablaðið - 15.02.2005, Page 18

Fréttablaðið - 15.02.2005, Page 18
Út að hlaupa Nú þegar tekið er að birta er tilvalið að draga fram hlaupaskóna og fara út að hlaupa. Hádegishléið í vinnunni getur nýst vel til að hlaupa og á mörgum vinnustöðum er sturta svo hægt sé að skola af sér svitann á eftir.[ ] Byggir upp liðbrjósk. Glúkósamín 500gm og Kondróitín 400 mg fæst í apótekum og stórmörkuðum. LIÐA PLÚS - gott fyrir liðina - Laugavegi 2 - 101 Reykjavík - Sími 552 1103 - www.jurtaapotek.is Opið: Virka daga 10-18 Laugardaga 11-14 21 febrúar "Smyrsla- og olíugerð". 24 febrúar "Allt fyrir andlitið krem, maskar og fleira". 28 febrúar "Spavörur- baðsalt, skrúbb, olíur og vafningar". Farið vel í hvað þetta gerir fyrir húð, líkama og sál. Viltu læra að búa til 100% hreinar náttúrulegar snyrtivörur? Færð sýnishorn með heim. Hvert námskeið kostar 4900 kr. Skráning í síma 552 1103 Kolbrún grasalæknir kennir eftirtalin námskeið. Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Arka • sími 899-2363 Smoothies drykkirnir eru: 100% ÁVEXTIR 1 flaska = tveir ávextir Engin aukaefni Enginn viðbættur sykur Máltíð í flösku! Úði eykur kynhvöt TILRAUNIR MEÐ TESTÓSTERÓNÚÐA ÞYKJA LOFA GÓÐU Í ÁSTRALÍU. Tilraunir með nýjan úða sem á að auka kynlífsnautn kvenna ganga vel í Ástralíu. Að sögn ástralskra vísinda- manna er lítill áhugi kvenna á kynlífi oft af líffræðilegum toga en afleiðing- arnar geta síðan verið miklar áhyggj- ur af ástandinu og jafnvel þunglyndi. Úðinn inniheldur meðal annars karl- hormónið testósterón. Hann er settur á húðina og á að virka innan sólar- hrings. Úðinn er talinn munu gagnast mörgum konum en neikvæð áhrif úðans eru þau að hárvöxtur kann að aukast með notkun hans. Hjálparsími Rauða krossins leggur í þessari viku sérstaka áherslu á að aðstoða þá sem búa við heimilisofbeldi. Þolendur þess eru hvattir til að hringja í 1717. „Heimilisofbeldi er eitt af best geymdu leyndarmálum íslensks samfélags og það getur átt sér stað á ólíklegustu heimilum. Tilgangur þessarar þemaviku Hjálparsíma Rauða krossins er að rjúfa þá þögn sem þolendur slíks ofbeldis búa við og aðstoða þá við að komast út úr þeim vítahring sem þeir eru í,“ segir Brynhildur Barðadóttir, verk- efnastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Bryndís segir þolendur heimilis- ofbeldis oft það bælda og niður- brotna að þeir eigi erfitt með að gefa sig fram. „Einkenni þeirra sem beita ofbeldi er að útiloka fórnar- lambið frá eðlilegri umgengni við vini og fjölskyldu, þannig að það hefur engan að leita til,“ segir hún. Hjálparsíminn 1717 vill þarna grípa inn í og hvetja fólk til að segja frá reynslu sinni, fá andlegan stuðning og vonandi varanleg úrræði. Svarendur hjálparsímans hafa í nokkrum mæli orðið varir við heimilisofbeldi til þessa en Bryndís telur tilfellin ekki vera það mörg að þau séu í réttu hlutfalli við vanda- málið í þjóðfélaginu. „Við teljum að mun fleiri þyrftu að leita sér aðstoðar því þó svo að fjöldi kvenna komi í Kvenna- athvarfið er það bara toppurinn á ísjakanum,“ segir Brynhildur og tekur fram að sjálfboðaliðarnir sem svari í símann 1717 hjá Rauða krossinum hafi fengið ákveðna þjálfun til að koma til hjálpar í svona tilfellum og benda fólki á leiðir út úr vandanum. Hún vill líka geta þess að Hjálparsími Rauða krossins er opinn allan sólarhring- inn og að hringingar í hann eru gjaldfrjálsar og ekki skráðar á símareikning. gun@frettabladid.is Til atlögu við ofbeldi á heimilum Brynhildur Barðadóttir, verkefnastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Heimilisofbeldi er böl sem snertir alla fjölskylduna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.