Fréttablaðið - 15.02.2005, Síða 26

Fréttablaðið - 15.02.2005, Síða 26
Bandarískir fjárfestar horfa til öflugs háskóla- samfélags, þekkingar í læknavísindum og hag- stæðs skattaumhverfis. Líftæknifyrirtæki hefur hafist handa við stofnun fyrirtækis á sviði stofn- frumurannsókna. Bandarískt líftæknifyrirtæki er að setja á stofn rannsóknar- og þróun- arfyrirtæki í stofnfrumurannsókn- um á Íslandi. Fyrirtækið hyggst fjárfesta hér á landi á næstu mán- uðum og ráða til sín nokkra starfs- menn. Fyrirtækið heitir Xytos og er verið að leggja lokahönd á hluta- fjárútboð félagsins í Bandaríkjun- um og skráningu á Nasdaq-markað- inn. Upprunalegt nafn fyrirtækis- ins er GlycoStem og verða höfuð- stöðvarnar í Bandaríkjunum, en forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til að meginhluti starfseminnar verði á Íslandi. Reiknað er með að fjárfestingin hér fari hægt af stað og fjárfest verði fyrir á bilinu 60 til 300 milljónir króna í fyrstu. Ráðgjafar fyrirtækisins hafa dvalið hér á landi að undanförnu og leitað framkvæmdastjóra og hafa átt í viðræðum við íslenska vísinda- menn, endurskoðunarfyrirtæki og banka til þess að undirbúa stofnun fyrirtækisins. Paul Sveinbjörn Johnson, sem er lögfræðingur í Chicago og er af íslenskum ættum, segir hugmynd- ina að stofnun fyrirtækis hér á landi hafa kviknað þegar hann sá viðtal við Kára Stefánsson í sjón- varpsþætti í Bandaríkjunum. Hann þekkti til Kára, en segir hann ekki tengjast stofnun fyrirtækisins að öðru leyti. Stofnfrumur eru ósérhæfðar frumur. Það þýðir að hlutverk þeirra er ekki ákveðið og hægt er að hafa áhrif á hvernig þær muni þróast. Vísindamenn vinna með tvenns konar stofnfrumur; annars vegar úr fósturvísum og hins vegar úr fullorðnum einstaklingum. Xytos einbeitir sér að stofnfrumum fullorðinna einstaklinga. Miklar umræður hafa verið um notkun fósturvísa í slíkum rannsóknum, en ekki er römm andstaða við notkun stofnfruma fullorðinna einstak- linga. „Ein ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu er samt að hér eru ekki sterkir þrýstihópar bókstafs- trúarmanna og því teljum við líkur á að regluumhverfi slíkra rann- sókna muni mótast af skynsamlegri umræðu.“ Hann segir að sterkt háskólasamfélag og þekking í heil- brigðisvísindum séu meðal þeirra þátta sem horft var til við ákvörðun um að stofna slíkt fyrirtæki hér á landi. „Hagstætt skattaumhverfi er einnig eitt af því sem við lítum til,“ bætir Phillip Freeman fjármála- sérfræðingur við, en hans hlutverk hefur verið að skipuleggja fjárhags- þátt fjárfestingarnar hér á landi. Tengiliður þeirra við íslenska rannsóknasamfélagið er dr. Finn- bogi Rútur Þormóðsson, fræðimað- ur í lífvísindum við Háskóla Ís- lands. Hann segir margvísleg not af stofnfrumurannsóknum og þekkir til þeirra rannsókna sem fyrirtækið byggir á. Hann segir mikla mögu- leika felast í notkun stofnfruma við lækningar, en vísindamenn greini á um hversu langur tími muni líða þar til hægt verði að nota þær í lækningaskyni. Framtíðarhugmyndir fyrirtæk- isins eru að hægt verði að nýta stofnfrumur til að endurvekja hár- vöxt, byggja upp tennur og bein og búa til nýtt skinn til meðhöndlunar brunasára. Hópur vísindamanna í Heidelberg í Þýskalandi hefur unn- ið að rannsóknum og telja forsvars- menn fyrirtækisins sig hafa nokk- urra ára forskot á keppinautanna á sviði geymslu stofnfruma, sem þeg- ar muni tryggja fyrirtækinu tekju- streymi. Vaxandi markaður er fyrir geymslu lífsýna einstaklinga til síðari nota. Lengra er í tekjur af öðrum þáttum starfseminnar, en bundnar eru miklar vonir við að stofnfrumur verði í framtíðinni notaðar til lækninga í auknum mæli. haflidi@frettabladid.is Ráðið í ræðu Halldórs Búist er við að ráðgjafi einkavæðing- arnefndar við sölu Símans, Morgan Stanley, gefi það út eftir um mánuð hvernig staðið verði að sölu Símans. Töluvert hefur verið reynt að ráða í yfirlýsingar Halldórs Ásgríms- sonar á Viðskiptaþingi í síð- ustu viku. Þar voru tekin af öll tvímæli um hvort til greina komi að aðskilja grunnnetið frá öðrum rekstri, en vitað er að sú hugmynd naut stuðn- ings meðal sumra þing- manna Framsóknarflokks- ins. Þá virtist sem Halldór gæfi í skyn að sala í Síman- um yrði með þeim hætti að mjög stór hluti fyrirtækisins yrði seldur í einu lagi. Þetta skiptir miklu um áhuga líklegra kjölfestufjárfesta. Meiður talinn líklegastur Fjárfestingarfélagið Meiður er um þessar mundir talið líklegasti kaupandinn á Símanum. Félagið, sem er í eigu Lýðs og Ágústs Guðmundssona í Bakkavör, býr yfir miklum fjárhagslegum styrk eftir að hafa ávaxtað pund sitt vel í Íslandsbanka. Meiður er talinn munu fara fyrir hópi fjárfesta sem í verði KB Banki, VÍS, danska símafélagið TDC og hugsanlega fleiri fyrirtæki sem tengjast svokölluðum „S-hóp“. Talið er víst að forsætisráðuneytið líti á slík kaup með velþóknun. Hópur Meiðs hefur því bæði fjárhagslegan styrk og pólitískt bakland. Morgan Stanley mun leggja mikla áherslu á að fá sem flesta til að bjóða í Símann. Staða Meiðs gæti hins vegar haft áhrif á þá fyrirætlun þar sem aðrir fjárfestar óttist að erfitt verði að veita Meiði samkeppni og leggi því minni áherslu á Símann en ella. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.849 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 247 Velta: 1.231 milljónir -0,50% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Tilboði Landsbankans í Teather & Greenwood hefur verið tekið. Formleg tilkynning um það barst kauphöllinni í Lundúnum í gær. Greiningardeild Landsbank- ans gaf í gær út nýtt verðmat fyrir Og fjarskipti. Samvkæmt því er verðmatsgengið 4,01 en loka- gengi í markaði í gær var 3,81. Hlutabréf lækkuðu í Bretlandi og Þýskalandi í gær. FTSE í Lund- únum lækkaði um 0,13 prósent en Dax í Þýskalandi lækkaði um 0,10 prósent. Ný könnun meðal hagfræðinga í Bandaríkjunum sýnir að þeir telja að hagvöxtur verði 3,6 pró- sent í ár. Fyrri spár voru ögn lægri. Þeir telja að verðbólga verði 2,3 prósent. 18 15. febrúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR vidskipti@frettabladid.is Actavis 42,10 – ... Atorka 6,30 -0,79% ... Bakkavör 26,90 -2,89% ... Burðarás 13,60 -1,09% ... Flugleiðir 13,75 - 3,17% ... Íslandsbanki 12,35 -0,40% ... KB banki 527,00 -0,19% ... Kög- un 47,00 -0,84% ... Landsbankinn 14,60 -0,34% ... Marel 54,60 -0,73% ... Medcare 6,27 – ... Og fjarskipti 3,81 -2,06% ... Samherji 11,20 +0,90% ... Straumur 10,15 -0,98% ... Össur 86,50 -% Líftæknisjóðurinn 10,29% Tryggingamiðstððin 2,33% HB Grandi 1,28% Flugleiðir -3,17% Bakkavör -2,89% Og fjarskipti -2,06% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Frjáls íbúðalán 4,15% verðtryggðir vextir Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Engin sk ilyrði um önn ur bankav iðskipti 100%veðsetningarhlutfall Lotus Professional Hagkvæm heildarlausn fyrir snyrtinguna Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Nýr o pnun artím i í ver slun RV: R V 20 28 Lotus WC Compact statíf Lotus sápuskammtari Tilbo ð febrú ar 20 05 20% afslát tur af öllum Lotus Profe ssiona l papp írs- og sá puskö mmtu rum f yrir snyrti ngun a. Lotus miðaþurrkuskápur Marathon 1.591.- 1.591.- 1.591.- Aukið hreinlæti – minni kostnaður Peningaskápurinn… GEYMSLA Á STOFNFRUMUM Fyrirtækið Xytos telur sig hafa margra ára forskot í geymslu á stofnfrumum úr fullburða einstaklingum og ætlar að stunda rannsóknir og þróun hér á landi. Frá vinstri Paul Sveinbjörn Johnson, lögmaður í Chicago, dr. Finnbogi Rútur Þormóðsson og Phillip W. Freeman fjármálasérfræðingur. Stofna líftæknifyrirtækiUppgjör frá Marel og Atorku í dag Búist er við að hagnað- ur Marels tvöfaldist frá árinu 2003. Tvö stór félög birta í dag upp- gjör fyrir árið 2004. Marel og Atorka eru bæði í Úrvalsvísitölu hlutabréfa. Af þremur greiningardeild- um bankanna gefur einungis Landsbankinn út afkomuspá fyrir Fjárfestingarfélagið At- orku. Landsbankinn spáir félag- inu 2,5 milljarða króna hagnaði á árinu 2004 en sá hagnaður er næstum einvörðungu kominn til á fyrstu þremur ársfjórðungun- um. Landsbankinn gerir ráð fyrir að hagnaður af rekstrinum á fjórða ársfjórðungi hafi ein- ungis verið 5 milljónir. Atorka er mikið breytt félag frá árinu 2003, þegar hagnaður- inn nam 404 milljónum króna, og hefur í millitíðinni meðal annars sameinast Afli. Um líklega afkomu Marels ríkir mikill samhljómur meðal greiningardeildanna. Aðeins munar 200 þúsund evrum á hæstu og lægstu spá. Árið 2003 var hagnaður Marels 3,7 millj- ónir evra en árið 2002 var hagn- aðurinn 50 þúsund evrur. - þk Spár um afkomu Marels árið 2004* KB banki 7,4 Íslandsbanki 7,5 Landsbankinn 7,6 Hagnaður 2003 3,7 * Í milljónum evra

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.