Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2005, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 15.02.2005, Qupperneq 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Má bjóða þér í hópinn? – fyrir allt sem þú ert Þau fengu endurgreitt Fjölskyldan Í janúar endurgreiddum við skilvísum viðskiptavinum í fjölskylduþjónustu SPRON helming allra debetkortaárgjalda þeirra og hluta af greiddum vöxtum vegna skuldabréfa, íbúðalána, yfirdráttar eða víxla. Má bjóða þér í hópinn? Skráning í síma 550 1200, hjá þjónustuveri í síma 550 1400, á www.spron.is eða í næsta útibúi SPRON. H im in n o g h af / S ÍA 9 05 01 31 SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 NJÓTTU GÓ‹S GENGIS 170.000= Subaru Forester sjálfskiptur 29.850,-* 2.750.000 2.580.000 Ver› á›ur Ver› nú Subaru Legacy Wagon sjálfskiptur 200.000= 29.966,-* 2.790.000 2.590.000 Ver› á›ur Ver› nú 2.160.000 1.990.000 Ver› á›ur Ver› nú Subaru Impreza Sedan beinskiptur 23.021,-* 170.000= Subaru aldrifi› er sannkalla› listaverk – lárétt Boxer vél og fullkomin fjórhjóladrifstækni tryggja hámarks rásfestu og veggrip á öllum hjólum. Hér ræ›ur jafnvægi› ríkjum og tryggir afl og aksturseiginleika sem eiga sér fáar hli›stæ›ur í hva›a ver›flokki sem er. 12:00–16:00 Hagstætt gengi gjaldmi›la og gó›ar a›stæ›ur gera okkur kleift a› bjó›a Subaru á stórlækku›u ver›i. N‡ttu flér einstakt tækifæri á›ur en gengi› hækkar á n‡. Öflug 2,0 lítra vélin og fullkomi› fjórhjóladrif tryggja a› flú kemst örugglega á lei›arenda og ekki spillir ríkulegur sta›albúna›ur. Komdu og kynntu flér Subaru – og njóttu betra gengis! Upp og niður á Ítalíanó Ég verð að komast út úr húsi, sagðigóð vinkona um daginn. Heima eru allir með Gullfoss og Geysi – kall og krakkaormar. Gullfoss og Geysi? hváðum við hinar. Jebb, upp og niður, gubb, sírennsli og svitaköst. Við- staddar hrylltu sig. Ekki koma nær. Það síðasta sem maður vill heim til sín er fossinn og hveragusurnar. En Gullfoss og Geysir gera það víðreist. Lítil stubba leggst í magakveisu í týrólskum skíðabæ á Ítalíanó. Eftir nokkurra daga leiðindi er ákveðið að leita læknis hjá innfæddum. MÆÐGUR finna bakhús undir fjallshlíð. Bankið, til að tala við lækni, stendur párað með tússi á pappírssnepil á hurð. Kom inn, er kallað brostinni röddu. Inni sitja tveir ungir drengir. Annar hangir makindalega í sófa og gerir við lykkjufall í skíðapeysu. Hinn raðar pappírum fyrirmannlega á skrif- borði. Sá brosir breitt svo skín í spangir. Hann er vart meira en sext- án ára og hinn bara fjórtán, hugsar móðirin og litast um. Hvar er læknir- inn? spyr hún svo hikandi. Við erum læknar, segja strákarnir og flissa. KRÍLIÐ ER SKOÐAÐ á meðan móðirin er enn að skima og vonast til þess að einhver fullorðinn komi að málinu. Eldri drengurinn sest svo við að skrifa lyfseðla. Hann reytir þá í móðurina. Þessir er fyrir góðum bakteríum til að drepa vondar. Þessi er fyrir svörtu tei sem blandast app- elsínusafa, sykri og salti. Þessi er fyrir jurtatei og þessi til vonar og vara – alvöru meðal, segir hann og fiktar í unglingabólu á enninu. Aha, Ísland, segir hann svo glaður. Nonni og Manni? Já, kannastu við þá? spyr móðirin hissa. Allir þekkja Nonna og Manna og svo auðvitað Björk. Sá með peysuna lítur upp. Ég sá Björk á tónleikum í Verona, segir hann. Hún virtist frekar feimin á sviði. Svarta teið svínvirkar en mæðgurnar sleppa því að kaupa góð- ar bakteríur. Svo er heilsan höndluð og flogið upp og niður týrólskar brekkur. Það er skítt að skíða í skugga í skógi, skíni sólin, segja ítalskir og færa sig á milli fjallatinda eftir því hvar sól vermir vanga. Vandamál ítalskra er hvorki rok né rigning - miklu heldur endalaus blíða sem bræðir þrjóskustu skafla. Þá er ráð að búa til snjó, heimalagaðan snjó sem virkar svo vel – jafnt upp sem niður. BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.