Tíminn - 25.01.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.01.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 25. janúar 1975 TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Heigason. Augiýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i AOalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasöiu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. J Viðskipfahallinn 1 ræðu, sem Ólafur Jóhannesson dóms- og við- skiptamálaráðherra flutti á fundi Framsóknar- félags Reykjavikur i fyrrakvöld, upplýsti hann m.a.,að hallinn á viðskiptunum við útlönd hefði orðið 15.3 milljarðar króna, eða sem sváraði 11.5% af þjóðarframleiðslunni. Til samanburðar má geta þess, að á árinu 1973 varð viðskiptahallinn 2.6 mill- jarðar króna eða 2.8% af þjóðarframleiðslunni. Mestur hefur hallinn orðið á siðustu mánuðum ársins 1974, en i ágúst siðastliðinn, þegar núver- andi rikisstjórn var mynduð, var áætlað að hann yrði 9.2 milljarðar á árinu. Ein helzta ástæðan til þess, að viðskiptahallinn hefur orðið svona gifur- legur, eru versnandi viðskiptakjör, en þau urðu 11% lakari á árinu 1974 en 1973. Það hefur að sjálfsögðu leitt af hinum mikla viðskiptahalla, að gjaldeyris- staðan hefur stórversnað, og var gjaldeyrissjóður- inn i árslok 1974 ekki nema fimmtungur þess, sem hann var i byrjun ársins. í árslokin var hann ekki nema tveir milljarðar, eða sem svarar hálfs- mánaðar innflutningi, miðað við sama innflutning og varð fyrstu 4 mánuði ársins 1974. í ræðunni upplýsti Ólafur Jóhannesson enn fremur, að verðlag á vöru og þjónustu hefði orðið til jafnaðar 42-43% hærra á árinu 1974 en árið áður, en kauptaxtahækkanir launþega hefðu að meðal- tali numið um 48%. í framhaldi af þessu sýndi Ólafur Jóhannesson fram á, að ástandið væri nú þannig, að engar for- sendur væru nú fyrir almennri kauphækkun, en á hinn bóginn mætti færa ýmislegt til betri vegar með öðru móti. Hann færði rök að þvi, að ástandið væri nú annað og betra, ef Alþingi hefði fallizt á efnahagsfrumvarp vinstri stjórnarinnar á siðastl. vori. Þær ráðstafanir, sem núv. rikisstjórn hefur gripið til, hafa haldið atvinnuvegunum gangandi, en þær eru ekki fullnægjandi, og nú þarf þvi að gera frekari ráðstafanir. Á næstunni þarf að at- huga, hvers eðlis þær ættu að vera, en skiljanlega er erfitt að taka ákvörðun um slikt á meðan allt er á huldu um fiskverð, kjarasamninga o.fl. Til dæmis um ráðstafanir nefndi Ólafur Jó- hannesson samræmdar aðhaldsaðgerðir i peninga- og lánamálum. Enn fremur þyrfti að draga úr einkaneyzlu, og einnig hefði komið til athugunar, hvort ekki væri ráð, að koma á skyldusparnaði. Þá kæmi og til mála að leggja sérstök innflutnings- gjöld á ákveðnar vörutegundir og skattleggja far- miða, svo að nokkuð sé nefnt. Ráðherra gat þess og, að ef til vill yrði ekki hjá þvi komizt að draga úr framkvæmdum. Varast verður i þessu sambandi, sagði hann, að gripa til fátkenndra aðgerða. Það verður að gæta hófsemdar og fara vissan meðal- veg og hafa á þvi góðar gætur að þau ráð, sem beitt verður leiði ekki af sér, að menn leysi einn vanda, en auki á annan. Horfur á þessu ári eru miður góðar, sagði Ólaf- ur Jóhannesson, en við skulum þó ekki gleyma ljósu dráttunum með öllu. Þar ber hæst, að at- vinnuleysi er nær ekkert i landinu. 1 annan stað erum við á ýmsan hátt vel undir það búnir að tak- ast á við örðugleika. Þvi veldur atvinnuuppbygg- ing sú, sem átt hefur sér stað á undanförnum ár- um. íslendingar hafa lika sýnt og sannað, að þeir eru vinnusamt fólk. Það mark, sem fyrst og fremst ber að keppa að og miða við, er að tryggja að atvinnuvegirnir verði áfram i fullum gangi og atvinna verði næg. Oftsinnis hafa Islendingar átt við meiri örðugleika að etja en nú og sigrazt á þeim. Þ.Þ. Joseph C. Harsch, The Christian Science AAonitor: Hví var Lippmann andvígur Trúman? Afstaða, sem olii vinum hans vonbrigðum Walter Lippmann Eins og áöur hefur veriö greint frá, lézt i vetur einn þekktasti og viöurkenndasti blaöamaöur, sem Banda- rfkin hafa átt, Walter Lipp- mann, 85 ára aö aldri. Hann skrifaöi i marga áratugi greinar, sem birtust i biöö- um víöa um heim, og fjöli- uöu þær oftast um alþjóöleg stjórnmái. Um skeiö birtust greinar hans i Timanum. Mörgum kann aö þykja undarlegt, aö Lippmann hallaöist yfirleitt meira aö republikönum en demókröt- um I utanrlkismálum og var ástæöan sú, aö hann taldi þá varfærnari og ekki eins íhlutunarsama um mál ann- arra þjóöa. Af þessum ástæöum studdi hann Nixon f forsetakosningunum 1968. Lippmann áleit, aö Nixon væri manna liklegastur til aö geta breytt utanrikis- stefnu Bandarikjanna i þá átt, aö sambúöin viö Sovét- ríkin og Kina batnaöi, og þetta geröi Nixon lika. Af svipuöum ástæöum beitti Lippmann sér gegn Truman I forsetakosningunum 1948, þvi aö hann óttaöist ekki aö- eins afleiöingar þess, aö sami flokkurinn færi lengi meö völd, heldur taldi hann einnig hættu fólgna I Tru- m ans-kenningunni svo- nefndu, þ.e. aö Bandarikin beittu sér hvarvetna og und- ir öllum kringumstæöum gegn valdatöku kommúnista. Vietnam- styrjöldin sannaöi, aö Lipp- mann haföi haft rétt fyrir sér. í eftirfarandi grein ræöir einn þekktasti blaöa- maöur Bandaríkjanna, Joseph C. Harsch, um þessa afstööu Lippmanns: FRJÁLSLYNDIR vinir og aðdáendur Walters Lipp- rnanns náöu sér aldrei til fulls eftir undrun þá og vonbrigöi, sem stjórnmálaafstaða hans í forsetakosningunum i Banda- rikjunum árið 1948 olli þeim. Þá kom Harry Truman nálega öllum Bandarikjamönnum á óvart — nema sjálfum sér — meö þvi að sigra Thomas E. Dewey I forsetakosningunum. Walter Lippmann studdi Dewey i kosningabaráttunni og hafði miklar áhyggjur og þungar af langvinnum af- leiðingum ósigurs hans. Þess- ar áhyggjur sóttu á Lippmann fyrst og fremst vegna um- hyggju hans fyrir tveggja- flokka-kerfinu. Demokrata- ílokkurinn hafði haft stjórnar- forustu á hendi i 16 ár. Nú hafði Republikanaflokkurinn boðið fram virðingarverðan og hæfan mann, Dewey fylkis- stjóra. NÚ kemur forseti úr Repu- blikanaflokknum fyrir brjóst- mynd af Harry Truman i for- setaskrifstofunni. Jafnframt má heita i tizku að lita á Tru- man sem sanna imynd þess manns, sem Bandarlkjamenn vilja hafa á forsetastóli. Þegar þannig stendur á sýnist dálitið út i hött að halda fram, að Lippmann hafi tekið hárrétta afstöðu, þegar hann snerist á sveif með Dewey 1948. Truman var ákaflega aðlaö- andi maður og forsetaferill hans var giftudrjúgur. En hinu verður heldur ekki neit- að, að fjögurra ára seta hans I forsetastóli lék Republikana- flokkinn afar illa. Alistair Buchan varð til þess fyrstur manna að draga þá ályktun af þessu timabili i sögu Banda- rikjanna, að valdaleysi geti spillt engu minna en völdin. ÓSIGUR Deweys árið 1948 olli eins konar örvæntingu meðal leiðtoga Republikana- flokksins. Þeim þótti sem þeir hefðu verið sviknir og stjórn- málaspilunum hefði verið rað- að þeim i óhag. Orvæntingin og gremjan kom leiðtoga þeirra.Robert Taft öldunga- deildarþingmanni, til að aö- hafast það, sem óhugsanlegt hefði verið við aðrar aöstæöur. Hann hvatti Joe McCarthy til „galdraofsóknanna”. „McCarthyisminn” olli eitr- un i bandarisku stjórnmálalifi iheilan mannsaldur. Hann var eins konar umturnun i stjórn- málalegu siðferði. Repu- blikanarnir, sem Dewey hefði kvatt til starfa i Washington, ef hann hefði orðiö forseti, voru heiðarlegir menn og traustir siðferðilega. Ef þeir hefðu setið að völdum hefði McCarthyisminn aldrei haft nein vaxtarskilyrði. Þeir, sem töldu Joe McCarthy biturt stjórnmálavopn, urðu sjálfir fyrirsaurgun af þeim sökum. Flokkurinn losnaði ekki sjálf- ur við þessa saurgun að fullu fyrri en i hreinsunareldi Votu- gáttarhneykslisins. SIGUR Harrys Trumans ár- ið 1948 varð Bandarikjamönn- um ærið dýrkeyptur, þegar allt kemur til alls. Walter Lippmann má heita eini maðurinn, sem gerði sér þá þegar grein fyrir, hve geig- vænlega illar afleiðingarnar gætu oröið. Sigur Deweys heföi vissulega forðaö þjóðinni frá niöurlægingu Mc- Carthyismans. Hann kynni að hafa forðað Bandarikjamönn- um frá þátttöku i styrjöldun- um bæði i Kóreu og Vietnam, og ef til vill einnig komið i veg fyrir Votugáttarhneykslið. Framvindan að undanförnu hefir staðfest, hve glögga og rétta grein Lippmann gerði sér fyrir ööru og jafnvel enn mikilvægara atriði. Hann mátti heita eini málsmetandi maðurinn, sem hóf upp raust sina til andmæla, þegar Tru- mans-kenningin var fyrst sett fram. Hann andmælti ekki frumtilganginum i bráð, eða þvi að forða Grikklandi og Tyrklandi frá þvl að falla i hendur kommúnista. En Lippmann andmælti þvi, að þessi tilgangur væri helgaður i boöuninni eins og um heimskrossferð væri að ræöa. Hann sá fyrir sér hætt- una á þvi, að þessi boðun ginnti Bandarikjamenn til alvarlegra skuldbindinga hvarvetna um heim. Hann varaði við þvi, að slikar skuld- bindingar um allan heim kynnu að ofbjóða efnahagsllfi Bandarikjamanna og spilla stórlega siðferðilegri dóm- greind þeirra. TRUMAN-KENNINGIN leiddi Bandarikjamenn frá Grikklandi og Tyrklandi til Kóreu. Svo komu afskiptin i Libanon og Dóminikanska lýöveldinu og loks styrjöldin I Vietnam. Og Vietnam - ■ styrjöldin ofbauð loks efna- hagslifi Bandarikjanna. Þegar Truman-kenningin var fyrst boðuð sá Walter Lippmann þar fyrsta visinn að tröllauknum skuldbindingum, sem spilltu á endanum likam- legri velliðan og ofbyðu siö- ferðisþreki Bandarikja- manna. Þarna var hann glögg- skyggnari og vitrari en venju- legt er um dauðlega menn. Landar hans væru nú betur staddir en raun ber vitni, ef þeir hefðu gefiö orðum hans verðugan gaum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.