Tíminn - 25.01.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.01.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 25. janúar 1975 TÍMINN 13 Hvað gera Vals- menn? — Þeir mæta Haukum í Firðinum á morgun Valsmenn, sem hafa verið i miklum ham i 1. deildar- keppninni i handknattleik, fá erfiöa keppinauta á morgun i iþróttahúsinu i HafnarfirÐi Þá mæta þeir Haukum, og má búast viO tvisýnum og spenn- andi leik. Bæöi liBin eru meö i baráttunni um íslands- meistartitilinn, og það liö, sem ber sigur úr býtum á morgun, hlýtur tvö dýrmæt stig. Fram- liöiö veröur einnig i sviðsljósinu í Firöinum, þegar þaö mætir Gróttu. Björgvin Björgvinsson leikur þá aö öll- um likindum sinn siöasta leik meö Fram-liðinu á keppnis- timabilinu. Ekki er þó loku fyrirþaö skotiö, aö Framarar, sem eru meö i baráttunni um islandsmeistaratitilinn, sæki Björgvin til Egilsstaða til aö leika meö Fram-liöinu út mótiö. -SOS. • Þór kemur suður Akureyrarliöiö Þór kemur suöur nú um helgina og leikur tvo leiki i 2. deildar keppninni. Liðið mætir Keflvikingum i iþróttahúsinu i Njarðvíkum kl. 8. I dag. Á morgun leikur liöiö mjög þýðingarmikinn leik i Laugardalshöllinni. Þór mæt- ir þá Þrótti kl. 13.30. Þá fara fram tveir leikir i 1. deild kvenna. Valur og KR mætast i Laugardalshöllinni á morgun kl. 14.45, og um kvöld- iðleika Vikingurog Breiðablik i Höllinni kl. 19.15. Hinn þýðingarmikli leikur milli Aftureldingar og Leiknis i 3. deild verður leikinn á morgun i Laugardaldshöllinni kl. 17.25. • Unglinga- þjálfarar! — Fræðslufundur um knattspyrnu- þjálfun Knattspyrnusamband íslands efnir til fundar með unglinga- þjálfurum að Hótel Esju kl. 2 I dag. Þetta verður fyrsti fræðslufundurinn fyrir ung- lingaþjálfara á vegum KSÍ, sem Karl Guðmundsson stjórnar. Fyrirhugað er, að fleiri fundir verði á næstunni, og verður framhaldsfyrir- komulag á þeim. Aliir ung- lingaþjálfarar, sem hafa áhuga á fræðslu, eru hvattir til að mæta og vera með frá upp- hafi. F.A. GUP Enska bikarkeppnin: fí Róðurinn verður unaur rr — segir Ray Clemence, markvörður bikarmeistara Liverpool, sem mætir Ipswich í dag — Róöurinn veröur þungur fyrir okkur á Portman Road, sagöi hinn snjalli markvöröur Liver- pool, Ray Clemence, þegar hann var spuröur um möguleika Liver- pool gegn Ipswich. — Ipswich-liðið er skipað frábær- um leikmönnum, og þegar þeim tekst upp, þá er erfitt að stöðva þá. Við gerum okkur ánægða með jafntefli gegn Ipswich, þvi að þá tryggjum við okkur heimaleik. Við erum ákveðnir i að gera okk- ar bezta, þvi að takmark okkar er Wembley. Bt'bby Robson, fram- kvæmdastjóri Ipswich, var viss um að leikurinn á Portman Road yrði góður. — Við munum gera okkar bezta og fara inn á völlinn með þvi hugarfari, að Liverpool- liðið sé ekki ósigrandi. Róðurinn verður þungur hjá bikarmeisturum Liverpool i dag, þvi að þá hefst barátta þeirra til að halda bikarnum fyrir alvöru. Leikurinn á Portman Road verður i sviðsljósinu, en þar verða einnig leikir utandeilda- liðanna Wimbledon, sem heimsækir Leeds á Elland Road, Leatherhead, sem leikur gegn Leicester á Filbert Street, og Stafford-liösins sem hefur mesta möguleika, af utandeildarliðun- um á að komast i 16-liða úrslitin. Liðið mætir 3. deildar liðinu Petersborough á Victoria Ground. Þá fara fram þrir stórleikir i dag, Chelsea leikur gegn Birm- ingham á Stampford Bridge i Lundúnum, Arsenal heimsækir Coventry og Middlesborough fær Sunderland i heimsókn. Sunder- land-liðið er til alls liklegt, þvi að liðið er i stöðugri framför undir stjórn framkvæmdastjorans Bob Stok-e. Stoke gerði góð kaup fyrir keppnistimabilið, þegar hann keypti markakónginn Brian „Pop” Robsonfyrir 145 þús. pund frá West Ham og Bobby Moncur, fyrir liða Newcastle, fyrir 50 þús. pund. Þessir snjöllu leikmenn hafa hleypt nýju blóði i Sunder- land-liðið. Moncur hefur bundið vörn liðsins saman, og „Pop” Robson hefur gert framlinuna RAY CLEMENCE....Iandsliðs- markvörður Englands. beittari — hann hefur skorað 14 mörk á keppnistimabilinu. Bobby Moncur var fyrirliði Newcastle- liðsins, sem lék til úrslita gegn Liverpool i bikarkeppninni á siðasta keppnistimabili. Hann sagði nú i vikunni: — Ég hef ekk- ert á móti þvi að leika aftur á Wembley og það hafa hinir leik- menn Sunderland ekki heldur. Möguleikarnir eru fyrir hendi og það yrði stórkostleg upplifun aö komast þangaö. BOBBY MONCUR. ,,Top ten '-baráttan í Skotland Útlitið er ekki gott hjá AAorton — Leikur Guðgeir Leifsson með liðinu í hinni hörðu baráttu um sæti á „Top ten '-listanum? „POP" ROBSON. Lecds er efst á blaöi veðmangara i Englandi yfir þau lið, sem sigurstranglegust eru i bikarkeppninni. Siðan koma Evcrton, West Ham, Derby, Liverpool, Ipswich og Middles- borough. Endaspretturinn f skozku 1. deildar keppninni er nú hafinn af fullum krafti. Baráttan um Skot- la nds m eis tara titilinn milli Glasgow Rangers og Celtic hefur falliö í skuggann fyrir hinni miklu baráttu um sæti á „Top ten”- listanum. Skotar hafa ákveöiö aö breyta fyrirkomulaginu á deildarkeppninni hjá sér, þannig að aöeins 10 liö leiki framvegis I 1. deild i staöinn fyrir 18, eins og veriö hefur. 10 efstu liöin, eöa „Top ten”-listinn, eins og nýja fyrirkomulagiö er kallað á Bret- landseyjum, halda sætum sinum i 1. deild aö loknu keppnistima- bilinu, en neöstu liðin falla niöur. Baráttan um sæti á „Top ten’- listanum er nú gifurleg. Fróðir menn telja nær öruggt að Rangers, Celtic, Hibernian, Dundee Ut., Aberdeen, Hearts og Dundee, verði meðal liðanna 10. Keppni hinna liðanna verður þvi um þau þrjú sæti, sem eftir eru. Liklegustu liðin til að tryggja sér þau eru: Ayr United, Motherwell og Dunfermline. Þessi lið eru engan veginn örugg, þvi að neðstu liöin eru með svipaða stigatölu og þau. Það er þvi augljóst, aö baráttan um sæti á „Top ten”- listanum verður geysilega hörö. MORTON-liöið, sem bauð Guðgeiri Leifssyni að koma og gerast leikmaöur þess, er nú i 14. sæti i Skotlandi, fjórum stigum á eftir liðinu, sem skipar 7. sætiö á „Top-ten”-listanum. Ef Guðgeir tekur boði félagsins, þá verður hann i sviðsljósinu i hinni gifur- legu baráttu i Skotlandi — baráttu, sem á eftir að vekja geysilega athygli. Það veröur barist upp á lif eða dauða i deildinni, þvi að sæti á „Top-ten”- listanum er eftirsótt. Staöan er nú þessi I 1. deildar keppn-inni I Skotlandi: Rangers...... 21 17 2 2 62:19 36 Celtic........22 17 2 3 61:21 36 Hibernian .... 22 12 6 6 41:21 31 Aberdeen..... 21 10 5 6 40:25 25 Dundee Utd ... 21 9 6 6 48:28 24 Hearts........22 7 9 6 33:38 23 Dundee........21 8 5 8 22:25 21 Ayr......... 21 8 4 9 29:44 20 Dunferml..... 20 6 7 7 32:33 19 Motherw...... 21 8 2 11 29:37 18 Airdrie.......20 7 4 9 23:32 18 Partick...... 22 7 4 11 34:47 18 St. Johnstone.. 21 5 7 9 25:32 17 Morton........22 5 7 10 24:42 17 Kilmarn...... 20 4 8 8 30:47 16 Clyde....... 22 4 8 10 29:41 16 Dumbart.......20 4 5 11 24:35 13 Arbroath..... 21 4 4 13 20:39 12 Þau 10 lið sem skipa efstu sætin, leika næsta keppnistimabil i 1. deild. En liðin 8, sm falla i vor, leika i 2. deild ásamt þeim 6 liöum, sem skipta efstu sætin i 2. deild. önnur liö i Skotlandi munu leika i hinni nýstofnuðu 3. deild, en i 2. og 3. deild verða 14 lið.-SOS. Liðin sem leika saman i 4. umferð bikarkeppninnar, eru þessi: Aston Villa-Sheff. Utd. Bury-Mansfield Carlisle-W.B.A. Chelsea-Birmingham Coventry-Arsenal Fulham-Nott. Foresí Ipswich-Liverpool Leatherhead-Leicester Leeds-Wimbledon Wallsall-Newcastle Derby-Bristol Rovers Plymouth-Everton Q.P.R.-Notts. County Stafford-Petersborough West Swindon Middlesb.-Sunderland Þess má að lokum geta, að leikur Leatherhead og Leicester fer fram á heimavelli Leicester, en leikur Stafford Rangers og Petersborough fer fram i Stoke á Victoria Ground. -SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.