Tíminn - 01.03.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.03.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 1. marz 1975 þegar svo bar undir. Einar kom ekki heim. Hann skrifaði sjaldan, en sendi Norðkvist með stuttu millibili peninga, sem hann átti að leggja í reikning hans í sparisjóðnum. Gústaf gekk í vímu allan veturinn. Hann fór á veiðar, blístraði og söng, spilaði á fiðlu og dansaði. Hann fór á hverja dansskemmtun, sem hann hafði spurnir af, jafn- vel þótt þær væru einhvers staðar lengst úti í skerja- garðinum. Því fór f jarri, að hann teldi það á sig að fara langar leiðir á spyrnisleða. Það sópaði að honum, þegar hann spyrnti mannbroddunum í isinn og rétti úr löngum, vöðvastæltum fótunum, svo að sleðinn þaut áfram. Og það var eins og sleðinn flygi ennþá léttilegar, ef Saga litla sat á honum. Hún var ekki nema hæfileg festa til þess að gera sleðann stöðugri og beinskreiðari. Nú var það orðið á allra vitorði, að vingott var með þeim Sögu og Gústaf á Klif inu. Því var ekki lengur unnt að leyna. Til þess hló hann of hátt og hvellt í návist henn- ar og hún of skært og glettnislega. Það var sönn unun að sjá þau dansa saman. Þegar dansinum var lokið, spennti Gústaf sterka armana um grannt, ávalt mitti hennar og lyfti henni frá gólfinu og sveiflaði henni í kringum sig, svo að gólff jalirnar nötr- uðu og hlátrar hennar bergmáluðu í danssalnum. Væru hringdansar dansaðir, var þó f jörið enn meira. Gústaf söng hærra en nokkúr annar inni í hringnum, og þegar hann rétti Sögu höndina og bauð henni í dansinn, töluðu augun skýru máli um það, hver var draumgyðja hans. Svo kom röðin að Gústaf að fara i hringinn, og stúlkurnar áttu að vera inni i honum og bjóða í dansinn. Þá bauð Saga alltaf einhverjum öðrum upp, því að hún haf ði gaman af að erta hann. En glampandi augu hennar hvíldu sífellt á honum. Katrínu langaði til þess að bjóða Sögu heim einhvern sunnudag. En hún þorði það ekki. Verið gat að f ín búðar- stúlka kærði sig ekkert um það að koma í heimsókn í óásjálegasta kotið uppi á ásnum. Raunar stóð æsku- heimili hennar í Stórbæ á grýttu holti og var ekki neinum mun reisulegra en venjuleg þurrabúð. En faðir hennar hafði efnazt, svo að þau voru orðin bjargálna. Og auk þess voru vinsældir Sögu svo miklar, að hún var boðin oa velkomin á hvaða heimili sem var. Hún gekk jafnan til vinnu sinnar að morgni frá Stórbæ til Vesturbæjar og heim aftur að kvöldi. Það var löng leið, en Gústaf fylgdi henni ætíð á kvöldin, þegar rokkið var orðið og óhugnan- legt að fara framhjá kirkjugarðinum. Áður en varði var veturinn dansaður til enda og burt- f ararstundin rann upp. Katrín varð aftur ein í kotinu. En Saga haf ði nóg að gera í búðinni, þvi að kaupfélagið var sífellt að færast í aukana, þrátt fyrir mikla andúð Norð- kvists. Viðskiptavinirnir fengu sjálfir mikinn hluta af verzlunararðinum við lok hvers ár, ef þeir voru í kaup- félaginu, auk þess sem þeir fengu ókeypis fjölbreytt vikublað og höfðu það á tilfinningunni, að þeir voru að skipta við sitt fyrirtæki. Enginn var lengur með nefið niðri í því, hve mörg pund af sykri þeir keyptu í hverjum mánuði né hve mikið kaffi þeir notuðu. Norðkvist var vanur að halda langar ræður um skaðsemi tóbaksins og segja f rá því, hvernig hann hefði vanið sig af því að nota þetta dýra og háskalega nautnalyf. En kaupfélagsstjór- inn gaf karlmönnunum sígarettur og kvenfólkinu kara- mellur. Þetta var nýi tíminn, eins og Janni Eiríksson sagði, er þessi mál bar á góma. Um sláttinn og uppskerutímann hafði Saga minna að gera, og þá sat hún oft tímunum saman við hannyrðir. Stundum rakti hún sundur sauma sína og sýndi Katrínu laufaborða á sængurver, ísaumað hægindi, dúka og áklæði í ruggustól. Hún var kannski dálítið rjóðari en venjulega, er hún breiddi þetta á búðarborðið fyrir framan Katrínu. Það voru draumar og framtíðarvonir í hverju nálspori. Á hverju hausti var öllum kaupfélagsmönnum stefnf saman til ársfundar. Fólk drakk kaffi og skemmti sér sem bezt það kunni. Þeir voru margir í sókninni, sem voru í kaupfélaginu til þess eins að geta tekið þátt í árs- fundinum, því að kaffisopanum ættu menn ekki að slá hendinni á móti. Þetta haust hóf Einar að nýju nám í sjómannaskólan- um í AAaríuhöfn. Gústaf kom heim og tók upp fyrri hætti sína og fyigdi sfúlkunni sinni til Stórbæjar eftir búðar- tíma á hverju kvöldi. Eldri sonurinn kom heim í jólaleyf i sínu. Hann sat all- ar stundir yfir námsbókunum og var ennþá ómann- blendnari, þungbúnari og tötralegri en nokkru sinni áð- ur. Gústaf var á hinn bóginn alla daga út og suður að skemmta sér með öðru ungu fólki. Aldrei hafði það kom- iðeins skýrt í Ijós, hvegerólíkir bræðurnir voru. Þegar jólaskemmtununum linnti, virtist sem Gústaf færi að hugsa dálítið um hinar alvarlegri hliðar lífsins. Einn daginn klappaði hann hreykinn á brjóstvasann, er hann kom heim. .Með virspotta, tekst honum á skammri stund að laga vélina. Auðvitað gat ég það Vicki! Ætlarðu að koma með mér til baka eða ekki? lillliiiSl!!! Laugardagur 1. mars 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Iþróttir.Umsjón: Jón Ásgeirsson. 14.15 Að hlusta á tónlist, XVIII. Atli Heimir Sveins- son sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundanæ Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. Fréttir. 16.15. Veðurfregnir. íslenzkt mál. Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. flytur þáttinn. 16.40 Tiu á toppnum. Örn Petersen sér um 'dægur- lagaþátt. 17.30 Sögulestur fyrir börn. 18.00 Söngvar í léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Fjölskyldan og trúar- lífið. Þáttur tekin saman af fimm guðfræðinemum, Hjálmari Jónssym, Hjalta Hugasyni, Vigfúsi Ingva Ingvarssyni, Pálma Matthiassyni og Halldóri Reynissyni. 20.00 Hijómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fónitin. 20.45 „Þegar ég bjó I leikhúsi vindanna”, smásaga eftir Ólaf Hauk Slmonarson. Erlingur Gislason leikari les. 21.15 Kvöldtónleikar. a. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (30) 22.25 Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. BiBMBiHI Laugardagur 1. mars 1975 16.30 tþróttir. Knattspyrnu- kennsla. 16.40 Enska knattspyrnan. 17.30 Aðrar iþróttir. Umsjón- armaður Ómar Ragnars- son. 18.30 Lina Langsokkur.Sænsk framhaldsmynd, byggð á barnasögu eftir Astrid Lind- gren. 9. þáttur. Þýðandi Kristin Mantyla. Áður á dagskrá haustið 1972. 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.30 Elsku pabbi. Breskur gamanmyndaflokkur. Eng- inn er ómissandi. Dóra Haf- steinsdóttir þýðir. 20.55 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund, gerð á Akureyri. Um- sjónarmaður Aðalsteinn Ingólfsson. 21.40 Hinn brákaði reyr. (The Raging Moon) Bresk bió- mynd, byggð á samnefndri skáldsögu eftir Peter Mar- shall. Leikstjóri Bryan For- bes. Aðalhlutverk Malcolm McDowell, Nanette New- man, Georgia Brown og Bernard Lee. Bruce er ung- ur og lifsglaður maður, sem verður fyrir þvi óláni að lamast. Hann er talinn ó- læknandi, og er honum þvi komið fyrir á hæli fyrir fólk, sem svipað er ástatt fyrir. Hann litur i fyrstu með kviða og vonleysi til fram- tiðarinnar, en á hælinu kynnist hann stúlku, sem á við sama vandamál að striða. Mynd þessi var sýnd i Háskólabiói fyrir nokkrum árum, og er þýðingin gerð á vegum kvikmyndahússins. 23.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.