Tíminn - 01.03.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.03.1975, Blaðsíða 9
8 TíMINN VANDINN LEYSIST MEÐ MENNTUN UNGRA LÆKNA Rætt við dr. Guðmund Björnsson yfirlækni um sjónvernd og augnlækningar — Það er að nokkru leyti rétt, sem haldið hefur verið fram, að það geti verið erfitt að komast til augnlæknis, — það er að segja á stundinni. En hitt skal undirstrikað, að öll slys eru tekin til með- ferðar, svo og bráðir sjúk- dómar í augum. Það eru augnlæknar á bakvakt á slysavarðstofunni, þannig að ef læknar á slysadeild Borgarspitalans ráða ekki við slys í sambandi við augun, geta þeir alltaf kallað til augnlækni, sem er á vakt. Við erum f jórir augnlæknar starfandi á augndeiIdinni á Landa- kotsspítala, og það er alltaf einhver þar á vakt líka. En hitt er annað mál, að einstaklingur, sem leitar til ákveðins augn- læknis, ef hann þarf t.d. að fá sér gleraugu, getur þurft að biða þó nokkurn tíma. Þannig komst Guðmundur Björnsson, dósent og yfirlæknir augn- deildarinnar á Landakoti, að orði, þegar Tíminn kom að máli við hann í vikunni og bað hann að fræða les- endur nokkuð um augn- þjónustu og sjónvernd, eins og hún er nú hér á landi. Tilefni þess var það, að lesendur höfðu komið að máli við blaðið og borið sig upp undan þvi, að erfitt væri að ná fundi augn- lækna. Tók Guðmundur er- indi okkar Timamanna af sérstakri lipurð og leysti greiðlega erindi okkar, svo sem viðtal þetta ber með sér. Við báðum Guðmund að skýra okkur frá, hvernig ástandið hér væri i samanburði við nágranna- löndin. — Hér á landi mun láta nærri, að starfandi sé einn augnlæknir á hverja 17 þúsund ibúa. Til saman- burðar skal þess getið, að annars staðar á Norðurlöndum eru mun fleiri ibúar um hvern augnlækni, t.d. um 50 þúsund i Sviþjóð og 48 þúsund i Noregi. Hér i Reykjavik eru tiu starfandi augnlæknar og tveir á Akureyri. Augnlæknar skiptast i tvo hópa, að þvi leyti, að sumir hafa bara einkatima, en aðrir hafa frjálsan tima, og má segja, að læknarnir hér I Reykja- vik skiptist til helminga i þessa hópa. Til þeirra, sem hafa frjálsa tima, getur fólk leitað hvenær, sem er, en til hinna, sem hafa einkatima, aðeins eftir pöntun, og i slikum tilfellum getur verið um nokkurra vikna, jafnvel mánaða bið að ræða, en það mál þekki ég ekki svo gjörla. Við báðum Guðmund að segja okkur frá þjónustunni við lands- byggðina, þar eð allir augnlækn- arnir eru starfandi á tveim stööum á landinu. — Augnlækningar eru eina sér- greinin, sem veitir þjónustu fyrir allt landið, að sumrinu til a.m.k. Farið er i augnlækningaferðalög til hvers einasta héraðs á landinu, nema þeirra, sem eru næst Reykjavik. Siðasta sumar fóru tveir augnlæknar um Vesturland, og einn þjónar Akranesi, — fer þangað aðra hvora viku. Einn þjónar Vestfjörðum, fer þangað tvisvar á ári, og svo hefur Úlfar Þórðarson verið til aðstoðar læknunum á Akureyri hvað varðar Norðurlandiö og fer nokkrar ferðir á ári. Á Austur- landi eru svo tveir, og einn i Vest- mannaeyjum og V.-Skaftafells- sýslu, þannig að úti á landsbyggð- inni eiga menn þess kost að fara til augnlæknis a.m.k. einu sinni á ári. Hér er rétt að taka fram, að meginástæða þess, að erfitt er að komast til augnlæknis, er senni- lega sú, að öll glerauganmátun er i höndum augnlækna, en viða erlendis er mikill hluti slikrar iðju I höndum ólæknisfróðra manna, svonefndra gleraugna- sérfræðinga, sem hafa leyfi til að máta og selja gleraugu. Við teljum varasamt að fara út á þá braut að leyfa slikt, þar sem þeir geta ekki greint sjúkdóma, þó að þeir geti mælt gleraugu rétt. Þetta er með sérstöku tilliti til glákublindunnar, sem verið hefur svo mikil hér á landi, og raunar ymissa annarra augn- sjúkdóma, sérstaklega þó sjón- deprumeðal barna. Við teljum að við eigum frekar að leggja áherzlu á að mennta unga lækna en hleypa gleraugnafræðingum i þetta starf. Áhugi á þessu sérnámi meðal lækna Við biðjum Guðmund Björnsson að segja okkur, hvernig háttað sé menntunar- máium augnlækna. Frú Marianne Blandon augnþjálfari að störfum. — Mig langar til að hafa nokkurn formála að þvi og segja forsögu málsins, sem er sú, að formleg augndeild var ekki stofnuð hér á Islandi fyrr en árið 1969. Það var hér á Landakoti, og hér er starfandi eina augndeildin á landinu, nema hvað augnlækn- arnir á Akureyri hafa aðstöðu á sjúkrahúsinu þar. En augndeild Landakotsspitala er eina augn- deildin sinnar tegundr og annast þjónustu á öllu landinu, nema á - Akureyrarsvæðinu. A augndeild- inni eru starfandi fjórir augnsér- fræðingar: yfirlæknir er dr. Guðmundur Björnsson, og auk hans eru á deildinni Hörður Þor- leifsson, Clfar Þórðarson og Óli Björn Hannesson. Svo gerist það haustið 1973, að kennslan i augnsjúkdómafræðum er flutt hingað á Landakot. Þá er sett á stofn göngudeild hér við augndeildina, og hefur þessi deild þvi starfað hér síðan haustið 1973 Við erum með tvo augnþjálfara núna, sem lærðir eru i Þýzka- landi, byrjuðum með eina stúlku, sænska, og nú hefur Islendingur bætzt við. Þá höfum við einnig hafið sérmenntun augnlækna. Núna eru tveir læknar i sérnámi hjá okkur, einn er við nám i Skot- landi, og annar er að fara til Kanada til að ljúka námi þar. Þannig að það má segja, að um millibilsástand sé að ræða hjá okkur. Það má einnig segja sem svo, að hér sé skortur á augn- læknum, og ekki er óliklegt, að um slikt verði að ræða næstu 3-5 árin, vegna þess að sérnám tekur langan tima. En það er ljóst, að á þessu verður ráðin bót, og auk þessara, sem áður hefur verið getið, vitum við af fleiri læknum, sem hafa áhuga á að taka augn- lækningar sem sérgrein. Göngudeild fyrir augnsjúka Göngudeildin er vafalaust þýðingarmikið spor i rétta átt, og við biðjum Guðmund Björnsson að segja okkur frá starfsemi hennar. — Það sem gerði okkur kleift að stofna göngudeildina, var rausnarleg gjöf frá Lionssamtök- unum, sem seldu af miklum dugnaði Rauðu fjöðrina vorið 1972. Það varð til þess, að samtökin gáfu 5 milljónir til sjón- verndarmála, og stór hluti þess rann til þess að efla augndeildina hér á Landakoti, bæði að tækja- kosti á skurðstofu, og svo var hægt að kaupa tæki hingað á göngudeildina, sérstaklega varðandi sjónvernd, sem við leggjum sérstaka áherzlu á. Einnig vil ég þakka heilbrigðis- yfirvöldum, sem sýndu mikinn skilning, er göngudeildin var sett á stofn. Sú starfsemi, sem hér fer aðallega fram, er að fylgjast með glákusjúklingum og að þjálfa augu rangeygðra barna, þannig að augun geti unnið saman. Glákustarfsemin fer aðallega fram á morgnana, og það er þó nokkurt starf, sem þegar hefur verið unnið á þvi sviði á þessu rúma ári, sem deildin hefur starfað. En okkur háir plássleysi og skortur á starfskrafti, þvi að það er ljóst, að göngudeildin hefur yfirdrifin verkefni, og framundan er ennþá meira starf. Laugardagur 1. marz 1975 Laugardagur 1. marz 1975 TÍMINN Dr. Guðmundur Björnsson við augnmælingatæki á göngudeildinni. — Timamyndir: Gunnar. En hér höfum við nú orðið full- kominn tækjakost, og við verðum að halda að okkur höndum, vegna þess hve liðfáir við erum. Göngu- deildin getur ekki enn tekið að sér almenna augnlæknisþjónustu. Við eigum I nógu miklum erfið- leikum með að komast yfir það, sem gera þarf hér, sem að sjálf- sögðu hvilir að mestu leyti á herðum læknanna, sem starfa hér á Landakoti. — Glákan er sá sjúkdómur, sem veldur mestri blindu hér á landi, og er jafnframt mjög erfiður viðureignar. Það er erfitt að fylgjast með sjúklingunum, vegna þess hve fáir augnlæknar eru starfandi utan Reykjavikur. Þá er lika erfitt að vinna gegn glákunni, þvi að þetta er lúmskur sjúkdómur, sem i flestum til- fellum finnst fyrir tilviljun, þegar sjúklingar fara til augnlækna til að fá sér gleraugu, og mun svo vera um 90% tilfella. Þetta er aðallega sjúkdómur hjá rosknu fólki, og við rannsóknir minar á glákublindu hef ég komizt að þeirri niðurstöðu, að hún sé ekki verulega algengari á Islandi en annars staðar. Hitt er áberandi, hvernig hún liggur i ættum hérna, og er illkynjuð i sumum ættunum. Það hversu margir verða blindir af völdum gláku, stafar af þvi, hversu erfitt er að fylgjast með sjúklingunum úti á landi, og hversu seint þeir hafa fundizt. En það þarf skipulega leit til þess að finna gláku á byrjunarstigi, svo að hún geti ekki skemmt meira, og bezta skipulega leitin er sú, þegar læknarnir mæla augn- þrýstinginn. Margir héraðs- læknar eru farnir að mæla augn- þrýsting, eftir að Lionsfélögin gáfu augnþrýstingsmæla I hvert hérað á landinu. Þeir veita mikla aðstoð við að leita að leyndri gláku meðal fólks. Meðferö rangeygðra barna Að lokum biðjum við Guðmund Björnsson að segja okkur frá hinum höfuðþættinum I sjón- verndarmálum, sem stundaður er á göngudeildinni, en það er meðferð rangeygðra barna. — Meðferð augnskekkju beinist að þvi i fyrsta lagi að ná eðlilegri sjónskerpu á bæði augun: i öðru lagi að gera augun réttstæð, og i þriðja lagi að fá augun til að vinna saman á réttan hátt. Rangeygð börn þarf að taka til meðferðar sem yngst, eða um leið og fyllreynt er, að augun vinna ekki saman, og æskilegt er, eða réttara sagt nauðsynlegt, að allri meðferð sé lokið, áður en barnið byrjar skólagöngu. Það má með sanni segja, að þeir, sem ekki fá bata með fullri læknismeðferð þegar á barns- aldri, læknist ekki að fullu úr þvi. Að visu er hægt að fá augun rétt- stæð með skurðaðgerð á hvaða aldri sem er, en það er ekki nema sýndarbati. Augun verða að visu réttstæð, en geta ekki unnið saman. Það er áriðandi, að menn geri sér ljóst, að ekki má draga meðferð á rangeygðum börnum á langinn, og lækningu þarf að hefja strax og einkennin koma i ljós. Samvinna hefur tekizt milli augndeildarinnar á Landakoti og Ungbarnaverndar Reykjavikur að leita að sjóngöllum og augn- skekkju meðal 4 ára barna. Fer fram augnskoðun á þeim, er þau koma siðast i sprautur á stöðina. Markmiðið er að vera búnir að lækna rangeygð börn, áður en skólaganga hefst. Göngudeild augndeildar Landakotsspitala er til húsa að Oldugötu 17 hér i borg. Þar hefur deildin, og augnlæknar starfandi við hana, fengið húsnæði á neðri hæð hússins, sem er i eigu Landa- kotsspitala. Eftir að hafa gengið þar um stutta dagstund, er okkur ljóst, að þar er unnið af alúð og samvizkusemi að þeim störfum, sem hvað mikilvægust mega teljast I hverju þjóðfélagi, a.m.k. að þvi leyti er lýtur að éinstak- lingnum, en það er sjónverndin, og aðhlynning þeirra, sem verða að þola skerta sjón af einhvers konar völdum. 1 viðtalinu við Guðmund Björnsson dósent kemur fram, svo að ekki verður um villzt, að I raun réttri eru þessi mál á góðum vegi og batnandi. Timabundnir erfið- leikar eru ekki til þess að láta sér vaxa I augum. Skilningur á eðli málsins er veigamikið atriði hjá þeim, sem finnst vera um vanda- mál að ræða varðandi augn- læknaþjónustu hér á landi. —BH Húsakynni göngudeildar augndeildarinnar að öldugötu 12. Lítill landnemi í stórum heimi Þóra Marta Stefánsdóttir: LÓA LITLA LANDNEMI 2. út- gáfa með myndum eftir höfundinn. Prentsm. Leiftur 1973. LÓA LITLA er aðeins 2ja ára gömul, þegar fyrst segir frá henni i þessari bók. Það er sumarkvöld, og hún á von á mömmu sinni heim af engjun- um. Hún fæst ekki til að koma inn, þótt systir hennar kalli á hana, þvi að hún veit að mamma kemur bráðum, eins og Hka kemur á daginn. Heimili hennar er fallegt og friðsælt, en foreldrar hennar eru leiguliðar og fremur fátæk, eins og flest is- lenzkt sveitafólk var á þeirri tið, en timi sögunnar eru ár Ame- rikuferðanna. En brátt syrtir að. Faðir Lóu fær ekki að búa lengur i Skógar- gerði, þvi að eigandi jarðarinn- ar þarf hana handa syni sinum, sem ,,er að hugsa um að fara að gifta sig og búa núna i vor, og annað jarðnæði liggur ekki á lausu.” Þetta eru hörð tiðindi fyrir foreldra Lóu, og loks taka þau það til ráðs að flytja búferl- um til Ameriku, ekki sizt þar sem Guðrún, móðir húsfreyju (og amma Lóu), hefur ákveðið aö flytjast vestur um haf með sonum sinum tveim. En fleira kemur til. Tvö elztu systkin Lóu deyja úr barnaveiki — og: „Nú er mælirinn fullur. Foreldrarnir þráðu það eitt að losna frá öllum þessum hörmungum.” Þessu næst er lýst búferla- flutningunum, fyrst ,,á hestum ofan á Seyðisfjörð”, siðan á skipi til Skotlands, og loks vestur um hafið til Ameriku. öll er sú lýsing með miklum senni- leikablæ, enda er svo margt og mikið vitað um vesturferðir ls- lendinga á siðustu áratugum nitjándu aldar og fyrstu árum hinnar tuttugustu, að vandalaust er að þræða þar slóð staðreyndanna. Hins vegar kynni sagan að vera nokkuð einfölduð hér, og ferðalagið látið ganga óþarflega slétt og fellt (það gekk á ýmsu i þessum ferðum i raunveruleikanum) en hins er lika að gæta, að höfund- urinn er að segja börnum sögur, en ekki að skrifa skáldverk handa fullorðnum. Þau settust að við lslendinga- fljót, ,,og þar hóf pabbi Lóu að smiða bjálkakofa....” „Hann nam land eftir settur reglum, fór að fella skógartrén, til þess aö byggja úr þeim húsið, og þegar þvi var lokið, fór hann að rifa upp stofnana, og ræturnar af trjánum, sem eftir voru niðri i jörðinni.” Þarna ólst svo Lóa upp með systkinum sinum, og segir nú frá uppvexti hennar. Fyrst er sagt frá fyrstu jólum landnemanna i hinum nýju heimkynnum, en siðan rekur hver atburðurinn annan, sumir smáir, aðrir stórir. Lóa villtist i skógi ásamt tveimur systrum sinum, en reynist sjálf ratvis- ust, þótt yngst sé. Einu sinni sem oftar er hún send bæjarleið, heyrir i úlfum i fjarska, dettur i hug að snúa um hæl heim, en minnist þá þess, að erindið var áriðandi, svo hún herðir upp hugann og kemst farsællega báðar leiðir, heiman og heim. Einu sinni komst hún þó i enn meiri námunda við dauðann, en það var þegar hún var send niður að fljóti eftir vatni, en gætti sin ekki, datt i vatnið, og sökk á bólakaf. Og árin liða. Margt drifur á dagana. Það er sagt frá sunnu- dagaskóla, berjaferð, eldiviðarsöfnun (sprekatinslu), veiði og bátsferð á Winni- pegvatni, — og fjölmargt annað ber á góma, sem alltof langt yrði upp að telja. Stundum sýnast frásagnarefnin i allra smæsta lagi, eins og þegar þau sátu úti á engjum, Lóa og pabbi hennar, og voru að drekka siðdegiskaffið. Þá skauzt mús upp i buxnaskálmina mannsins, svo hann þaut upp og greip um lær sér. — Dálitið gamansöm mynd, en heldur litið frásagnar- efni. Bókin endar á fermingu Lóu litlu, þegar bernskan er á enda, og æskan tekur við, — og er harla falleg lýsingin á henni, þar sem hún stendur úti ,,i hálf- rökkvi vorkvöldsins” og horfir upp yfir hinn stóra, ameriska skóg. „Var það þrá Islendings- ins eftir viðsýninu heima á Islandi...sem hún hafði heyrt sagt frá, en mundi þó ekki sjálf...” Hér hefur aðeins verið stiklað á nokkrum helztu efnisatriðum þessarar barnabókar, en fjölmörgu sleppt. En hvernig er svo bókin skrifuð? Hver er tækni höfundarins við að segja- sögu Lóu litlu frá þvi hún fæðist I sveit á Austurlandi og þangað til hún fermist vestur á Nýja-ls- landi? Það er hvorki lof né last frá minni hálfu, þótt sagt sé, að bókin hefur ekki stil ritaðs máls, heldur talaðs. Dæmi: „Nú ætla ég að segja ykkur, börnin góð, nokkur af ævintýrum þeim, er Lóa litla rataði i, ýmist ein eða i félagi með einhverjum af systkinum sinum.” (Bls. 36). Og: „Nú ætla ég að segja ykkur frá aðferðum, sem þau notuðu þar við heyskapinn og svo skuluð þið bera saman, hvort þær eru ekki ólikar þeim aðferðum, sem þið þekkið hér heima á íslandi.” (Bls. 58). Vist gerir maður alltaf ósjálf- rátt kröfu til þess, að bækur séu skrifaðar á ritmáli, alveg einsog við tökum okkur ógjarna i munn hreint bókmál i daglegu tali, en ef höfundur kýs að skrifa bók með frásagnarhætti talaðs máls, þá á honum svo sem að vera það heimilt. Hitt er annað mál, hvort verki hans er nokkur greiði gerður með þvi. Á bls. 49 drýgir höfundur þess arar bókar synd, sem erfitt er að fyrirgefa. Begga litla, systir Lóu, hefur beðið mömmu þeirra að segja þeim sögu, en þar sem móðirin heldur að hún sé búin með allar sögur, sem hún kann, tekur hún það ráð að kenna þeim Óhræsið hefir Jónas Hall- grimsson. Siðan hefur hún kvæðið, og er fyrsta visan tilfærð i bókinni, en þá tekst ekki betur til en svo, að þar er rangt farið með, og það ekki á einum stað, heldur tveim, i þessari einu visu, en auk þess er ranglega vitnað i kvæðið i þriðja sinn neðar á þessari sömu. siðu. Ég hélt nú satt að segja, að allt fullorðið fólk kynni Óhræsið eftir Jónas Hallgrimsson, og kynni það rétt, en hvað sem utanbókarlærdómi liður, ætti það ekki að vefjast fyrir þeim, sem eitthvert brageyra hafa, að briðia hending fyrstu visu kvæðisins er: ,,út um hamra hjalla....”, en ekki harmastalla, eins og þarna stendur (og er haft i einu orði). Og svo á að standa: „brýzt i bjargarleysi.....”, en ekki „berst”, eins og þarna er prentað, enda hefði það ekki verið likt Jónasi Hallgrimssyni að skrifa „berst” og „ber” hvað ofan i annað með aðeins 2ja orða millibili. Nokkru neðar á bls. 49 er talað um „gæðakonuna góðu”, sem „gripur fegin við, dýrið dauðamóða dregur háls úr lið.” (Leturbr. min). Þarna á að standa „dýri”, en ekki „dýrið”. — En það er nú að visu ekki neitt einsdæmi, að farið sé skakkt meö þetta orð, þvi að þessa ljónlinu Jónasar hafa furðumargir misskilið. Ég hef gerzt svo langorður (og kannski of þu’ngorður) um þetta atriði vegna þess, að það er blátt áfram ekki hægt að sætta sig við það, þegar farið er skakkt með kvæði sjálfs Jónas- ar Hallgrimssonar fyrir börn Oröréttar tilvitnanir krefjast alltaf mikillar vandvirkni og Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.