Tíminn - 01.03.1975, Blaðsíða 16
BAUER HAUGSUGAN
er einnig
traust
eldvarnatæki
Guöbjörn
Guöjónsson
Mvndin er tekin úr skuttogaranum Suöurnes KE, sem Timamenn heimsóttu i gærdag, en fjær sjást togararnir Hvalbakur og Engey, en
sá fyrrnefndi hefur legiö um fimm vikur viö bryggju í Reykjavík vegna biiana og að sögn skipverja á hann eftir aö liggja a.m.k. tvær vikur til
viöbótar viö bryggju. Timamynd: Gunnar
NORSKU SKUTTOGAR-
ARNIR REYNAST BEZT
— segja skipverjar á Suðurnesi KE
Flestir
vilja að-
eins eiga
eitt barn
eða tvö
— barnmörgum
f jölskyldum
fækkar stöðugt
SJ-Reykjavik. Fjölskyldum i
Reykjavik með eitt eða tvö
börn fjölgar stöðugt.
Fjölskyldum með þrjú börn
fækkaöi á árabilinu 1!>B7-1!)72
og fjölskyldum ineð fjögur
börn hefur farið fækkandi
um langt árabil. Ariö 1972
v o r u b a r n f 1 e s t u
fjölskyldurnar i Rcykjavik
meö átta börn — þrjár
fjölskyldur. Atta fjölskyld-
um tilheyrðu hins vcgar sjö
börn hverri og 47 fjölskyld-
um sex börn. Barnafjölda á
fjölskyldu aö meöaltali hefur
einnig fariö fækkandi um
langt skeiö.
Þetta kemur fram i töflu,
sem birt er i Félagsmálum,
timariti Tryggingastofnunar
rikisins, l.tbl. 10. árg., sem
blaðinu hefur nylega borizt.
Skýrslahefur verið gerð yfir
skiptingu fjölskyldna i
Reykjavik eftir barnafjölda
um langt árabil. Taflan nær
til áranna 1962, ’67 og ’72.
Akureyri er einnig tekin
með árið 1972. Það ar var
ein fjölskylda á Akureyri
meö niu börn og sex með sjö
börn.
Akureyringar eru heldur
barnfleiri að meðaltali en
Reykvikingar. Þar voru 1972
2010 fjölskyldur með samtals
4404 börn, en i Reykjavik
13180 fjölskyldur með 25.166
börn samtals.
1 Reykjavik eru flestar
fjölskyldur i þeim hóp sem
eiga eitt barn, öll arin. A
Akureyri voru hins vegar
árið 1972, 692 tveggja barna
fjölskyldur, en 669 fjölskyld-
ur með eitt barn.
DANSAÐ
Á SUND-
UNUM
BLÁU
SJ-Reykjavik. 1 kvöld kl. 10 fer
Akraborgin frá Reykjavik I
skemmtisiglingu hér inn á
sundin. — Ætlunin er að sýna
þeim, sem áhuga hafa, hvernig
Reykjavik litur út úr þeirri átt, og
jafnframt verður dansaö allan
timann — strax og látið hefur
verið úr höfn viö undirleik Skaga-
triósins — svo forust Þóröi
Iljálmssyni framkvæmdastjóra
orö um nefnda skemmtisiglingu.
— Ef þessi ferð gefst vel, leigjum
við skipið undir árshátiðir og
raunar erum við byrjaðir á þvi.
Junior Chamber hafði árshátið
um borð fyrir jól og fleiri hafa
pantað. Svo sem kunnugt er var
einnig brúðkaupsveizla i Akra-
borginni i sumar, og hafa þessar
samkomur tekizt með ágætum,
sagði Þórður Hjálmsson.
Akraborgin fer frá Akranesi
kl. 8.30 i kvöld og kemur til
Reykjavikur kl. 9.30og liggur þar
til 10. Þátttaka i skemmtisigling-
unnikostar 1500kr.fyrir þá,sem
koma frá Akranesi, en 1000 kr.
fyrir Reykvikinga.
Gsal-Reykjavik — Mikið hefur
verið rætt urn hinar gifurlegu og
um leið kostnaðarsömu viðgeröir
á islenzkum skuttogurum. Hafa
'l'ímamenn in.a. farið um borð i
tvo togara, sem langdvölum hafa
þurft aö liggja við bryggjur vegna
bilana, og rætt við skipverja.
Hafa greinar um það birzt hér i
Timanum. i gær brugðum við
okkur i eina slika ferð, og gengum
um borð i keflvizka skuttogarann
Suðurnes KE. Þar var annað
hljóð i strokknum, heldur en hjá
skipverjum togaranna tveggja,
sem við höfum áður rætt við.
Sögðu Suðurnesjamenn, aö togar-
inn væri mjög góður og hefði i alla
staöi reynzt vel.
Suðurnes KE er norskur skut-
togari fimm ára að aldri og
keyptur notaður. Hann er 300 t og
fimmtán skipverjar starfa um
borð.
— Ég held að það megi örugg-
lega fullyrða, að norsku skut-
togararnir, sem eru eitthvað um
tiu talsins hér á landi, hafi reynzt
langsamlega bezt af þessum
skuttogurum, sagði 1. vélstjóri og
aðrir skipverjar tóku undir þau
orð.
Sagði vélstjórinn að þetta væri
þvi furðulegra, þar sem
togararnir væru vel flestir kovnn-
ir nokkuð til ára sinna, en
japönsku, pólsku og spönsku
togararnir, sem allir væru keypt-
ir nýir, væru stöðugt að bila.
Að sögn skipverja eru þrir
norskir togarar i Keflavik og
hefðu þeir allir reynzt ágætlega.
Kváðu þeir togarann hafa veitt
vel, en upp á siðkastið hefðu þeir
haldið sig á miðunum Ut af Vest-
fjörðum og veitt þar vel.
— Siðasti tUrinn var hreint af-
bragð, sagði einn hásetinn og hló,
— þá veiddum við tæp tvö tonn!
Þar með var þó sagan ekki öll
sögð, þvi að strax á fyrsta veiði-
degi kom fram bilun i spili togar-
ans og þvi var haldið til Reykja-
vikur.
— Við komum i gærkvöldi, og
þetta er aðeins smávægileg bilun.
Aðeins nokkurra daga stopp,
sögðu þeir.
Hásetarnir létu þó i ljós hrifn-
ingu sina yfir þvi að geta eytt
helginni i landi.
Við spurðum 1. vélstjóra hvort
komið hefði til tals að breyta vél-
um norsku togaranna þannig að
þeir brenndu svartoliu i stað gas-
oliu. Sagði hann svo ekki vera, og
kvaðst dálitið vantrúaður á að
það væri hægt i norsku skut-
togurunum.
— Vandamálið er i sambandi
við snUningshraða vélanna, og
þaö hefur ekki reynt á það, hvort
mögulegt sé að breyta þessum
vélum þannig að þær brenni
svartoliu. Mér finnst hins vegar
sjálfsagt að það verði gaumgæfi-
lega kannað, sagði hann.
Það kom fram hjá nokkrum
skipverjum, að erfiðlega gengi að
fá kaupið greitt hjá Utgerðar-
fyrirtækinu. Aðrir vildu hins veg-
ar sem minnst Ur þvi gera, og
kváðu rekstur togara mjög
kostnaðarsaman i dag, þvi allt
hækkaði upp Ur öllu valdi.
Við spurðum þá að lokum,
hvort ekki væri erfitt að fá mann-
skap til starfa á togurunum.
— Nei, það er alveg hægt að
velja Ur mannskap, — en hins
vegar vantar okkur kokk eins og
er.
TÓLFHUNDRUÐ
MANNS TIL KANADA
— undirbúningur í fullum gangi fyrir landndmsafmælið
géb Reykjavik — Séra BragiFrið-
riksson, hjá Þjóðræknifélaginu,
sagði i viðtaii við blaðið að undir-
búningur undir ferðir tslendinga
vestur um haf til Kanada á af-
mælishátið Vestur-islendinga,
sem haldin er i tilefni landnáms
tslendinga i Vesturheimi, i
sumar, sé i fullum gangi og er nú
vitaö, aö um tólf hundruö manna
hópur fer héðan til hátiðarhald-
anna vcstra.
Margir eru enn á biðlista, og þó
að falli Ur þátttakendur þá munu
á annað hundrað manns vera á
biðlistanum, og stöðugt bætist
við. Þátttaka frá Akureyri er
einnig mjög góð, en þaðan fara á
þriðja hundrað manns. Mjög vel
gengur að innheimta fyrirfram-
greiðslur frá þátttakendum, að
sögn sr. Braga.
Sr. Bragi sagði, að áhugi á þátt-
töku i ferðum þessum væri geysi-
lega mikill og miklu meiri heldur
en nokkur hefði átt von á i upp-
hafi. Þjóðræknifélagið hefur efnt
til funda með nokkrum af þeim
hópum sem fara vestur, i undir-
bUnings- og kynningarskyni. Er
þar Utskýrð ferðaáætlun og lögð
drög að Utsýnisferðum. Þetta hef-
ur mælzt vel fyrir hjá þátttakend-
um, sagði Bragi. Þá mun Þjóð-
ræknifélagið efna til almenns
fundar fljótlega, með skemmti-
og fræðsludagskrá. 1 ráði er að
kynna þar einhverja þætti i land-
námssögu Vestur-lslendinga.
Vestanhafs er undirbUningur
einnig i fullum gangi fyrir
hátiðarhöldin sagði séra Bragi
Friðriksson. 1 Winnipeg verður
t.d. sérstök vörusýning á islenzk-
um vörum hjá stórverzluninni
Eatons.
Þá er i undirbUningi að ráðgera
söfnun meðal þátttakenda til
stuðnings vestur-islenzka blaðinu
Lögberg — Heimskringla og
verður sU söfnun i formi fjár-
gjafa, eða að fólk gerist áskrif-
endur að blaðinu. Þetta á að vera
þjóðræknisleg gjöf á þessu
hátiðarári sagði sr. Bragi Frið
riksson að lokum.
Mikil
loðna
BH-Reykjavik. — Það cr alltaf
loðna, sögðu þeir hjá Loðnu-
löndunarnefnd okkur, er við
höföum samband við þá i gær.
Þaö vantar bara pláss fyrir
alla þessa loðnu. Eitthvaö
losnari i Vestmannaeyjum i
dag, og þeir fóru margir
þangaö, svo að þaö má búast
viö, að þar sé allt fullt núna.
Uin sjö-Ieytið i kvöld voru
bátarnir búnir að tilkynna
eitthvað um 12 þúsund mál frá
miönxtti kvöldið áöur.