Fréttablaðið - 05.04.2005, Page 10
ÚRELTAR KÖNNUR
Mikill áhugi er fyrir brúðkaupi Karls Breta-
prins og Camillu Parker Bowles. Fjöldi fyr-
irtækja hafði látið framleiða könnur, platta
og fleiri vörur til að selja sem minjagripi
um brúðkaupsdaginn 8. apríl 2005. Nú er
útlit fyrir að búa verði til minjagripina upp
á nýtt, því brúðkaupinu var í gær frestað
um einn dag vegna útfarar Jóhannesar
Páls II páfa sama dag og brúðkaupið átti
upphaflega að fara fram.
10 5. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Ríkislögreglustjóri:
Vísar gagnrýni lögreglumanna á bug
LÖGREGLUMÁL Ríkislögreglustjóri
segir verklagsreglur lögreglu
við eftirför og stöðvun ökutækja
skýrar og tekur ekki undir
gagnrýni Landssambands lög-
reglumanna þess efnis að óvissa
ríki um hvað lögreglumönnum
sé heimilt eða óheimilt þegar
stöðva þarf ökutæki.
Í kjölfar dóms yfir lögreglu-
manni sem stöðvaði ökumann
bifhjóls, sem grunaður var um
lögbrot, með því að leggja bíl
þvert á akstursstefnu bifhjóla-
mannsins hefur Landssamband
lögreglumanna gagnrýnt að
reglur séu óskýrar en undir það
er ekki tekið af hálfu Ríkislög-
reglustjóra. Segir í fréttatil-
kynningu að ætíð sé erfitt að
vega og meta aðstæður hverju
sinni en reglan sé að fórna ekki
meiri hagsmunum fyrir minni
og að ákveðnar reglur hafi gilt
varðandi slík mál um árabil.
- aöe
Haider klýfur Frelsisflokkinn:
Ríkisstjórnin í uppnámi
AUSTURRÍKI Austurríski hægrimað-
urinn Jörg Haider og fylgismenn
hans hafa ákveðið að kljúfa sig frá
Frelsisflokknum, sem Haider
leiddi fyrir nokkrum árum til þess
árangurs að vera næststærsti
flokkur landsins.
Systir Haiders, Ursula
Haubner, tilkynnti um ákvörðun-
ina á blaðamannafundi í Vínar-
borg í gær. Hún tilkynnti þar jafn-
framt um afsögn sína sem for-
maður flokksins. Hún er jafn-
framt félagsmálaráðherra í aust-
urrísku ríkisstjórninni.
Haider og fylgismenn hyggjast
stofna nýjan flokk undir nafninu
Bandalag um framtíð Austurríkis.
Haider mun fara fyrir nýja
flokknum, en formennsku í Frels-
isflokknum lét hann af hendi þeg-
ar flokkurinn myndaði ríkisstjórn
með hinum íhaldssama Þjóðar-
flokki árið 2000. Flokkurinn er
enn í stjórn, og því setur þessi
ákvörðun Haiders ríkisstjórnar-
samstarfið í uppnám.
Wolfgang Schüssel kanslari
tjáði blaðamönnum að hann úti-
lokaði ekkert hvað varðar spurn-
inguna um hvort boðað yrði til
nýrra kosninga, eftir því sem
greint er frá á fréttavef austur-
ríska blaðsins Die Presse. ■
Ósanngjörn krafa
um undanþágur
Tyrkneski lagaprófessorinn Haluk Günugur segir ESB setja fram
ósanngjarnar kröfur um að í aðildarsamningum við Tyrki verði kveðið á
um varanlegar undanþágur frá vissum samstarfsþáttum.
EVRÓPUMÁL Evrópusambandið áskil-
ur sér rétt til þess að í væntanlegum
aðildarsamningum við Tyrki verði
kveðið á um varanlegar undanþág-
ur, þar á meðal varðandi frjálsa för
launafólks yfir innri landamæri.
Þessa kröfu segir tyrkneski lög-
fræðiprófessorinn Haluk Günugur
vera ósanngjarna; hún standist ekki
reglur Evrópuréttar eins og þær
hafi verið útlagðar hingað til.
Dr. Günugur hélt erindi í Háskól-
anum í Reykjavík í gær, í boði Evr-
ópuréttarstofnunar skólans, Evr-
ópusamtakanna og Euro-Info-skrif-
stofunnar á Íslandi. Hann er for-
maður tyrknesku Evrópusamtak-
anna, forstöðumaður alþjóðadeildar
háskólans í Izmir og í hópi ráðgjafa
tyrknesku ríkisstjórnarinnar í hin-
um væntanlegu aðildarviðræðum
við ESB, en þær eiga að hefjast
þann 3. október á þessu ári. Ekki er
þó reiknað með að aðildarsamning-
ur verði fullgerður fyrr en eftir að
minnsta kosti áratug eða svo.
Í erindi sínu rakti dr. Günugur
ferlið frá því Tyrkir sóttu formlega
um aðild árið 1987 þar til leiðtogar
ESB tóku í vetur ákvörðun um að
hefja ætti aðildarviðræður. Hann
benti á að í skilyrðum sem ESB-leið-
togarnir hefðu ákveðið að gilda
skyldu um aðildarviðræðurnar
væri að finna ákvæði þar sem ESB
áskildi sér rétt til að undanskilja
vissa samstarfsþætti eða beita lang-
tíma aðlögunarákvæðum. ESB færi
sem sagt fram á varanlegar undan-
þágur eða langtíma aðlögunarfresti,
svo sem varðandi frjálsa för launa-
fólks eða landbúnaðar- og byggða-
þróunarmál. Þessa kröfu segir
Günugur ósanngjarna; hún standist
ekki gildandi Evrópurétt eins og
hann hafi fram til þessa verið fram-
kvæmdur og túlkaður.
Frá íslenskum sjónarhóli er at-
hyglisvert að Evrópusambandið
skuli áskilja sér rétt til að láta vissa
samstarfsþætti ekki ná að fullu til
aðildarsamnings við Tyrki, með til-
liti til þess hve mikið hefur verið
gert úr því atriði í sambandi við
hugsanlega aðild Ísland að sam-
bandinu að það væri vonlaust fyrir
Íslendinga að fara fram á að fá ein-
hvers konar undanþágu frá sameig-
inlegu sjávarútvegsstefnunni.
Í erindi sínu rakti dr. Günugur
rökin fyrir því að Tyrkland fengi að-
ild að ESB. „Vilji Evrópusambandið
hafa raunverulegt vægi í heimsmál-
unum getur það ekki án Tyrklands
verið,“ sagði hann meðal annars.
Innganga Tyrklands í sambandið
væri tækifæri fyrir það til að sýna
og sanna að það væri ekki „lokaður
kristinn klúbbur“.
audunn@frettabladid.is
– hefur þú séð DV í dag?
Bílskýli sagt
ógna öryggi
og ró gesta
forsetans
Forseti Íslands í
nágrannastríði
við forstjóra Kók
REGLUR SKÝRAR
Ríkislögreglustjóri segir reglur um
eftirför og stöðvun lögreglu skýrar og
vísar gagnrýni lögreglumanna á bug.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
■ SVEITARSTJÓRNARMÁL
AUKA NIÐURGREIÐSLU Ásdís Halla
Bragadóttir bæjarstjóri Garðabæj-
ar segir að stefnt að því að auka
niðurgreiðslur til dagforeldra fyrir
næstu sveitarstjórnarkosningar
sem verða á næsta ári. „Er það eitt
að næstu skrefum sem við ætlum
að klára,“ segir Ásdís. Með því
verði dagforeldrar raunhæfur kost-
ur fyrir fjölskyldufólk.
FJÁRÞÖRF Á BÁÐA BÓGA Bæjarráð
Selfoss hefur hafnað beiðni stærsta
leikskóla sveitarfélagsins um 60
þúsund króna aukafjárveitingu svo
að hægt sé að gefa út námskrá. Ás-
mundur S. Pálsson, fulltrúi bæjar-
ráðs, segir vonir standa til þess að
skólinn finni féð innan eigin fjár-
hagsáætlunar og segir ástæðu
höfnunarinnar að víðar sé þörf en í
leikskólanum.
HAIDER OG HAUBNER
Systkinin Jörg Haider og Ursula Haubner
tilkynna um flokkaskiptin á blaðamanna-
fundi í Vínarborg í gær.
DR. HALUK GÜNUGUR
„Vilji Evrópusambandið hafa raunverulegt vægi í heimsmálunum getur það ekki án Tyrk-
lands verið,“ segir formaður tyrknesku Evrópusamtakanna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N