Fréttablaðið - 05.04.2005, Síða 14
14 5. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Fékk ekki að fara í fangelsi
Guðmundur R. Guðmunds-
son átti 60 ára flekklausan
bílstjóraferil að baki þegar
hann fékk umferðarsekt
árið 2002. Hann telur mála-
tilbúnaðinn vafasaman og
svíður að hafa verið svipt-
ur réttinum til að sitja af
sér sektina í fangelsi.
Guðmundur R. Guðmundsson,
hálfníræður fyrrverandi
slökkviliðsstjóri, segir farir sín-
ar ekki sléttar og hefur um ára-
bil barist við ríkisbáknið til að fá
greitt úr sínum málum. Hann átti
að baki rúmlega 60 ára farsælan
og flekklausan bílstjóraferil þar
til í apríl árið 2002 þegar hann
var sektaður fyrir að aka yfir á
rauðu ljósi á gatnamótum Hring-
brautar og Snorrabrautar.
Guðmundur er ekki alls kostar
sáttur. „Það voru einhverjar fram-
kvæmdir í gangi þarna og búið að
koma fyrir háum ljósum sem
skyggðu fyrir umferðarljósin.
Þegar ég kom að gatnamótunum
kom grænt ljós sem stóð í varla
meira en sekúndu og í sama mund
kom rautt ljós og skær bjarmi
sem reyndist vera frá ljósmynda-
vél.“ Guðmundur vill meina að
frágangur við gatnamótin hafi
verið til þess fallinn að ökumenn
sæju ekki umferðarljósin og sendi
ríkislögreglustjóra skriflegar at-
hugasemdir. „Allt kom fyrir ekki.
Þeir heimtuðu meira að segja að
ég færi að ganga með gleraugu.
Ég fór til augnlæknis og hann
sendi mig til baka með kvittun
upp á það að það amaði ekkert að
sjóninni minni.“
Guðmund svíður þó sárast að
hann var sviptur réttinum til að
sitja skuldina af sér í fangelsi.
„Þetta var fimmtán þúsund
króna sekt, en ég hafði ekki
áhuga á að láta þá peninga renna
til lögreglunnar og fór fram á að
fá að sitja af mér skuldina. Þá
fékk ég þau svör að það væri
búið að kanna skattgreiðslur
mínar og þeir vissu að ég væri
alveg borgunarmaður fyrir
sektinni. Greiddi ég ekki myndu
þeir taka bílinn minn eignar-
námi.“ Guðmundur sá sér því
þann kostinn illskástan að
greiða sektina. Hann hefur þó
ekki lagt árar í bát til að fá mál
sín leiðrétt en kemur víðast
hvar að lokuðum dyrum í stjórn-
sýslunni. „Peningarnir skipta
ekki máli í sjálfu sér, þetta er
prinsippmál og ég vil frekar
vita af þessum fimmtán þúsund
krónum hjá líknarsamtökum en
hjá lögreglunni, fyrst þeir beita
svona meðulum.“
bergsteinn@frettabladid.is
FREDDY LIFIR Halda mætti að Freddy
Mercury væri genginn aftur en svo er ekki,
heldur er þetta eldheitur japanskur aðdá-
andi söngvarans sáluga sem klæðist gervi
hans.
FÓSTUREYÐINGAR 1995 TIL 2003*
Ár Heildarfjöldi
1995 807
1996 854
1997 921
1998 914
1999 935
2000 987
2001 967
2002 900
2003 951
*Heimild: Landlæknisembættið.
SVONA ERUM VIÐ
„Nú berast þau tíðindi frá Bandaríkjunum að kirkjuleiðtogar
hafi komist að þeirri niðurstöðu að loftslagsbreytingar af
mannavöldum valdi svo mikilli eyðileggingu á sköpunarverki
guðs að bregðast verði við. Þarna tala aðilar sem mikil áhrif
hafa innan Repúblikanaflokksins,“ sagði Tryggvi Felixson,
framkvæmdastjóri Landverndar, vongóður um að í Banda-
ríkjunum færu ráðamenn að vakna til vitundar um gildi
landverndar. „Það má vænta þess að þetta gæti haft
áhrif á stefnu þessarar ríkisstjórnar sem verið hefur ákaf-
lega léttlynd í umhverfismálum, aukið olíuvinnslu og
hyglt tengdum hagsmunum, en dregið úr
verndun andrúmsloftsins og dregið sig úr
mikilvægu alþjóðlegu samstarfi á borð
við Kyoto-bókunina. Vonandi boðar
þetta eitthvað betra, enda kristinna
manna að bregðast við og benda á
ef verið er að spilla sköpunarverk-
inu. Þetta er þörf umræða sem
virðist vera vaxandi hjá kristn-
um áhrifamönnum í Banda-
ríkjunum.“
Annað sagði Tryggvi, þegar hann var inntur tíðinda, það helsta
fréttnæma af erlendum vettvangi vera stóra skýrslu á vegum
Sameinuðu þjóðanna um vistkerfi heimsins sem kynnt var í
síðustu viku og dregur upp dökka mynd af ástandi mála.
„Hún segir leynt og ljóst að ekki verði haldið áfram á
sömu braut. Við þiggjum mikla þjónustu af vistkerfum
jarðarinnar og höfum gengið það rösklega í að spilla
þessum undirstöðuforsendum lífs okkar á jörðinni að
ljóst má vera að illa fari ef ekkert er að gert.“
Hér heima sagði Tryggvi svo síðustu tíðindi slæm því
umhverfisráðherra staðfesti úrskurð Skipulagsstofn-
unar um heimildir nýrrar rafskautaverksmiðju, en
Landvernd hafði kært úrskurð stofnunarinnar.
„Niðurstaðan er að stofna má til starfsemi sem
losar hættuleg efni út í andrúmsloftið án
þess að til séu lögformleg mörk hér.“
Kirkjunnar menn að taka við sér
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? TRYGGVI FELIXSON
„Mér finnst þessi vinnubrögð blaða-
mannsins ekki verjandi,“ segir Margrét
Gauja Magnúsdóttir kennari um tilraun
Reynis Traustasonar blaðamanns til að
flytja kókaín til landsins. Reynir segir
þetta tengt vinnu sinni að bók og
mynd um líf dópsmyglara. Reynir
komst í gegnum tollinn á Leifsstöð
með tæpt gramm af kókaíni en gaf sig
fram við tollverði og afhenti þeim efn-
ið. „Mér finnst að það eigi að dæma
hann fyrir fíkniefnainnflutning eins og
alla aðra sem reyna þetta,“ segir Mar-
grét Gauja. „Tilgangurinn helgar ekki
meðalið þegar maður er vísvitandi far-
inn að brjóta lög. Mér finnst ekki skipta
miklu máli þótt hann hafi gefið sig
fram við tollverði. Það á ekki að láta
menn komast upp með það að brjóta
lögin á þennan hátt.“ Reynir segir að
hann hafi verið að reyna að upplifa
sömu tilfinningu og maðurinn sem
hann er að skrifa um. Margréti finnst
það ekki sannfærandi málsvörn. „Ég
hef litla trú á því að „stjörnublaðamað-
ur“ sem hefur það gott á Íslandi geti
sett sig í sömu spor og dæmigert
burðardýr; það liggur miklu meira að
baki en þetta.“ Margrét finnst líka að
siðanefnd Blaðamanna Íslands eigi að
fjalla um málið og ávíta Reyni fyrir
uppátækið.
Á skilið að vera dæmdur
MARGRÉT GAUJA MAGNÚSDÓTTIR
FÍKNIEFNAINNFLUTNINGUR REYNIS TRAUSTASONAR
SJÓNARHÓLL
„Það eru engin tengsl þarna á
milli, þetta er hrein tilviljun og ég
er ekki einu sinni kaþólskur,“ seg-
ir Jóhannes Páll Magnússon lyfja-
fræðingur þegar hann er spurður
hvort hann sé skírður í höfuðið á
páfanum sáluga. Jóhannes fædd-
ist í september árið 1978 um svip-
að leyti og Jóhannes Páll I var
vígður páfi. Hann dó aðeins mán-
uði síðar en þá tók við af honum
Jóhannes Páll II sem andaðist á
laugardagskvöld. Jóhannes lyfja-
fræðingur segir að nafni sinn í
Róm hafi ekki haft mikil áhrif á
líf sitt.“ Ég hef stundum verið
uppnefndur páfinn í einhverju
gríni, en þetta hefur annars ekki
truflað mig mikið í gegnum tíð-
ina“, segir hann og hlær.
Jóhannes þykir ekki líklegur
eftirmaður nafna síns þar sem
hann er skírður inn í lútherska
kirkju og ekki sérlega trúrækinn
að eigin sögn. „Ég hugsa að ég sé
meiri raunvísindamaður.“
Jóhannes Páll páfi á 16 nafna á
Íslandi, sá elsti er fæddur árið
1924 en sá yngsti árið 2004.
- bs
TRYGGVI FELIXSON
Framkvæmdastjóri Landverndar.
Jóhannes Páll:
Ekki sérlega trúrækinn
GUÐMUNDUR VIÐ GATNAMÓTIN Guðmundur segir að frágangur við gatnamótin hafi verið með því móti að illgerlegt hafi verið að
sjá á ljósin.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M