Fréttablaðið - 05.04.2005, Side 16
„Ekki dettur mér í hug að stíga í
ofan í þann grugguga pytt, sem
eru málefni Samfylkingarinnar í
nútíð, né framtíð, en get þó ekki
annað en stungið niður penna til
andsvara við rakalausum þvætt-
ingi alþingismannsins sem birt-
ist í greininni.“ Þetta er tilvitnun
í grein eftir oddvita Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði, sem birt-
ist í Mogganum í síðustu viku.
Þetta er sko almennilegt! Ekkert
hálfkák, þeir sem ekki eru í sama
stjórnmálaflokki og maður sjálf-
ur eru í gruggugum (ég velti fyr-
ir mér hvort kannski hefði verið
áhrifameira að segja „fúlum“)
pytti og þeir sem eru annarrar
skoðunar en maður sjálfur fara
með rakalausan þvætting. Í
gamla daga þótti það góð aðferð í
stjórnmálaumfjöllun að birta
sem verstar myndir af andstæð-
ingum, flokksblöðin, sem þá réðu
lögum og lofum á fjölmiðlamark-
aði, stóðu sig þeim mun betur
sem stærra myndasafn af
greppitrýnum þau höfðu í fórum
sínum. Ég held að sú taktík hafi
ekki skilað miklum árangri og
eins held ég að þessi taktík í sam-
skiptum fólks hvort heldur er á
sviði stjórnmálanna eða bara í
daglegri umgengni sé ekki
heilladrjúg til framfara.
Samt er það svo að á stundum
mættu ráðamenn vera afdráttar-
lausari en þeir gjarnan eru. Þá er
ekki verið að kalla eftir stórum
orðum heldur skoðunum á ein-
stökum málum. Hvað finnst
Reykjavíkurþingmönnum um
flugvöllinn? Er fjármálaráðherr-
ann sammála þeim sem kalla sig
frjálshyggjumenn um að leik-
skólinn eigi ekki að verða gjald-
frjáls? Þannig háttar nefnilega
að ráðamenn, sem ráðstafa skatt-
peningum okkar, fara stundum
eins og kettir í kringum heitan
graut eða þegja þunnu hljóði.
Þetta á sértaklega við þegar
kemur að ráðstöfunum, sem aug-
ljóslega eru fámennum hópum –
nú eða byggðarlögum til mikils
framdráttar, en meiða svo sem
engan á annan hátt en þann að
peningarnir verða ekki notaðir í
annað á meðan. Héðinsfjarðar-
göngin eru dæmi um þetta. Á
Siglufirði halda menn veislu með
kórsöng og hvað þá heldur öðru
og samgönguráðherrann fær enn
einu sinni lófaklapp, svona líkt
og hann fékk á Reykjanesi þegar
hann færði þeim stækkun Kefla-
víkurvegarins og á Vestfjörðum
þegar hann færði þeim þveraða
firði – hvert ætli ferð hans sé
annars heitið næst?
Fyrir nokkrum mánuðum síð-
an hlustaði ég á hagfræðing
halda fyrirlestur um samgöngur,
þróun þeirra og áhrif þeirrar
þróunar á byggð í landinu. Á
Siglufirði varð blómleg byggð
vegna náttúrulegrar hafnar og
nálægðar við fiskimiðin. Höfnin
var líka miðstöð vöruflutninga,
svona „hub“ eins og nú til dags er
talað um í fluginu. Stór skip settu
vörur í land á Siglufirði og síðan
voru þær fluttar með minni skip-
um inn Eyjafjörðinn til Ólafs-
fjarðar, Dalvíkur og Akureyrar.
Svo fóru bæði síld og fiskur frá
Siglufirði og vegasamgöngur
bötnuðu þannig að ekki tók því
fyrir stóru vöruflutningaskipin
að sigla norður fyrir til Siglu-
fjarðar og þá dalaði byggðin.
– Gárungarnir segja að göng-
in verði fyrst og fremst til þess
að auðveldara verði að keyra
burt frá Siglufirði. Stundum hafa
þeir rétt fyrir sér.
Mér er væntanlega hollast að
vera ekki mikið að þvælast á
Siglufirði á næstunni, ef einhver
þar yfirleitt les þessar hugleið-
ingar. Meira að segja Pétur Blön-
dal treysti sér ekki til að segja að
framkvæmdin væri arfavitlaus,
heldur orðaði það svo að aðrar
væru betri. Ákvarðanir af þessu
tagi eru hins vegar afdrifaríkar.
Ef alltaf er verið að ráðast í óarð-
bæra fjárfestingu hvort heldur
er í samgöngumálum eða stór-
virkjunum til að þóknast og kæta
lítil byggðarlög þá er peningun-
um eytt í vitleysu eins og sagt er.
Afleiðingin er sú að við eigum
ekki peninga til að halda uppi al-
mennilegu velferðarkerfi, gamla
fólkið býr við ófullkomnar að-
stæður, sjúkrahús allra lands-
manna er rekið í ófullkomnu hús-
næði og þess vegna allt of dýrt
og menn velta því fyrir sér í al-
vöru hvort ekki sé rétt að unga
fólkið borgi fyrir að ganga í há-
skóla. Eitthvað sem þóttu nú
bara almenn mannréttindi hjá
minni kynslóð. ■
A ð undanförnu hefur Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð-herra kynnt íbúum á Norðurlandi niðurstöður könnunarvarðandi afstöðu fólks þar til álvera og virkjana. Lengi
hefur verið talað um að reisa álver í Eyjafirði og þar hafa verið
gerðar margskonar athuganir varðandi slíka stóriðju. Menn hafa
einblínt þar á ákveðna staði út með firði og gert áætlanir út frá
því. Ekkert varð hinsvegar úr framkvæmdum, því þáverandi
ráðamenn í iðnaðarráðuneyti höfðu meiri áhuga á að næsta álver
yrði reist í þeirra kjördæmi eða á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd.
Raunin varð hinsvegar sú að ekkert varð úr þeim fyrirætlunum,
og næsta álver reis á Grundartanga í Hvalfirði og þar er nú unn-
ið hörðum höndum að stækkun þess.
Á undanförnum misserum hafa svo Norðlendingar aftur sýnt
áhuga á álveri, og að þessu sinni kemur þessi áhugi úr mörgum
áttum og rætt er um marga staði , því menn sjá hvers konar kraft-
ur kemur í allt líf á þeim stöðum þar sem stóriðja rís. Nú er aðal-
lega rætt um fjóra staði fyrir álver á Norðurlandi. Þessir staðir
eru Húsavík, Eyjafjörður, Skagafjörður og sunnan Skagastrand-
ar. Iðnaðarráðherra hefur farið þá skynsamlegu leið að láta kanna
hug íbúa á Norðurlandi til álvers og virkjana og síðan hafa þess-
ar niðurstöður verið kynntar á hverjum stað. Þegar búið er að
kynna þessar niðurstöður á Húsavík, Akureyri og Sauðárkróki
kemur í ljós að langmestur áhugi er fyrir álveri meðal Þingey-
inga, og þarf það í sjálfu sér ekki að koma á óvart þegar tillit er
tekið til allra aðstæðna og þeirra frumhugmynda sem þar eru
uppi um álver. 66 prósent þeirra Þingeyinga sem spurðir voru
kváðust hlynntir álveri í nágrenni Húsavíkur, rúmlega 51 prósent
Eyfirðinga og Akureyringa sögðust hlynntir álveri í nágrenni Ak-
ureyrar og áhugi Skagfirðinga var áberandi minnstur, því þar
vildu aðeins 37 prósent aðspurðra álver í Skagafirði. Þegar Ey-
firðingar og Akureyringar voru svo spurðir um hvort þeir væru
hlynntir álveri á Norðurlandi utan Eyjafjarðar kom í ljós að um
tveir þriðju þeirra eru hlynntir því, meira en helmingur Þingey-
inga var hlynntur álveri annarsstaðar á Norðurlandi og svipaðar
undirtekir voru við sömu spurningu í Skagafirði.
Fram til þessa hafa verið uppi mjög mismunandi skoðanir um
hvar á Norðurlandi álver ætti að rísa, en nú virðast vera komnar
hreinni línur í það mál og bendir allt á fyrirhugaðan stað skammt
sunnan Húsavíkur. Húsavík og nágrenni hefur marga heppilega
kosti varðandi meðalstórt álver. Þar vegur þyngst að tiltölulega
stutt er í orkulindir á Þeistareykjasvæðinu sem virkjaðar yrðu og
því minni áhrif á umhverfið af miklum háspennulínum en víða
annarsstaðar. Eftir fundaferð Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar-
ráðherra ættu menn þvi að geta farið að huga fyrir alvöru að stað-
setningu nýs álvers, þar sem meginhluti orkunnar til álversins
yrði fenginn úr iðrum jarðar. ■
5. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Iðnaðarráðherra hefur farið þá skynsamlegu leið að láta
kanna hug íbúa á Norðurlandi til álvers og virkjana
Allt bendir til
álvers á Húsavík
FRÁ DEGI TIL DAGS
Fram til þessa hafa verið uppi mjög mismunandi
skoðanir um það, hvar á Norðurlandi álver ætti að
rísa, en nú virðast vera komnar hreinni línur í það mál og
bendir allt á fyrirhugaðan stað skammt sunnan Húsavíkur.
,,
Ráðstöfun opinbers fjár
Á sömu leið og Þorsteinn
Össur Skarphéðinsson hóf kosninga-
baráttu sína fyrir formannskjör
Samfylkingar og kynnti þar slag-
orð sitt: „Á réttri leið“. Lang-
minnuga Sjálfstæðismenn rekur
minni til þess að þetta slagorð
hafi verið notað áður. Þetta var
nefnilega yfirskrift landsfundar
Sjálfstæðisflokksins árið 1986.
Á forsíðu Stefnis, rits ungra
Sjálfstæðismanna, þetta sama ár er
mynd af Þorsteini Pálssyni, þáverandi
formanni Sjálfstæðisflokksins, þar sem
hann stendur í ræðustól undir slagorð-
inu skrifuðum stórum stöfum. Nú geta
gárungarnir velt því fyrir sér að Össur
sé á sömu leið og Þorsteinn. Hans ör-
lög urðu þau að vinsæll varaformaður
sem unnið hafði borgina úr höndum
andstæðinga sinna lagði hann að velli í
formannskjöri, Davíð Oddsson.
Nú reynir Össur að verjast at-
lögu annars vinsæls varafor-
manns sem vann borgina úr
höndum andstæðinga sinna,
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Nýyrðasmíð á þingi
Formenn stjórnmálaflokkanna
eru duglegir í nýyrðasmíð. Frægt er
orðið sem Davíð Oddsson utanríkisráð-
herra fann Samfylkingunni: afturhalds-
kommatittsflokkur. Fleiri formenn geta
þó fundið ný orð þegar þeim finnst
þau gömlu ekki duga til að túlka skoð-
un sína. Steingrímur J. Sigfússon lætur
sitt ekki eftir liggja enda þekktur fyrir
að hafa munninn fyrir neðan nefið.
Honum ofbauð hvernig standa á að
sölu Símans og var fljótur að greina
það lýðræði sem byði upp á slíkar að-
ferðir. Hrossakaupsforingjalýðræði heit-
ir fyrirbærið í huga formanns Vinstri-
hreyfingar – græns framboðs. Orða-
bókarskýringin væri eitthvað á þá leið
að formenn stjórnarflokk-
anna kæmust að sam-
komulagi um
hvað skyldi
gera og síðan
fylgdu þing-
menn og
ráðherrar
þeim í
blindni.
brynjolfur@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
Afleiðingin er sú að
við eigum ekki pen-
inga til að halda uppi al-
mennilegu velferðarkerfi,
gamla fólkið býr við ófull-
komnar aðstæður, sjúkra-
hús allra landsmanna er
rekið í ófullkomnu hús-
næði og þess vegna allt of
dýrt og menn velta því fyrir
sér í alvöru hvort ekki sé
rétt að unga fólkið borgi
fyrir að ganga í háskóla.
Í DAG
SKATTFÉ
VALGERÐUR
BJARNADÓTTIR,,