Fréttablaðið - 05.04.2005, Page 26

Fréttablaðið - 05.04.2005, Page 26
Selja á allan eignarhlut ríkisins í Símanum til eins hóps fjárfesta. Þó má enginn eiga meira en 45 prósent í fyrirtækinu. Ekki er búið að ákveða hvaða vægi aðrir þættir en verð hafa þegar tilboð verða metin. Með sölunni nú lýkur ferli sem hófst 2001 og hefur verið í und- irbúningi frá 1999. VIÐSKIPTI „Ákvörðun hefur verið tekin um það að selja allan eignar- hlut ríkisins í einu lagi til hóps fjárfesta,“ segir Jón Sveinsson, formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu, um sölu Sím- ans sem á að vera lokið í júlí næst komandi. Hann segir helstu rökin fyrir því að selja Símann í heilu lagi vera fyrst og fremst þau, að þá fáist hærra verð fyrir hlut rík- isins. „Í öðru lagi er tryggt með kvöð og síðari samningum við væntan- legan kaupanda að fyrirtækið verði skráð á aðallista í Kauphöll fyrir árslok 2007. Og í þriðja og síðasta lagi er talin töluverð áhætta í því að skipta sölunni upp og draga seinni áfanga, því eng- inn getur sagt fyrir um það hvernig markaðsaðstæður í þessu sambandi muni þróast.“ Í gærmorgun hittist ráðherra- nefnd um einkavæðingu og sam- þykkti sölufyrirkomulag Símans. Í hádeginu kom ríkisstjórnin sam- an og fjallaði um málið og að því loknu var boðað til blaðamanna- fundar til að kynna næstu skref. Stuttu áður kynnti Halldór Ás- grímsson, forsætisráðherra, mál- ið á Alþingi. Jón vill ekki gefa upp neitt verð á fyrirtækinu. Nú sé hafið uppboðsferlið þar sem hæstbjóð- andi sé í góðri stöðu til að kaupa Símann að uppfylltum öðrum skil- yrðum. Hann segir markaðsað- stæður nú hagstæðar og áhugi sé á fyrirtækinu hjá innlendum og erlendum fjárfestum. Ekki á að skilja grunnetið frá við söluna. „Það eru engin dæmi um það að slíkt kerfi hafi verið skilið frá við sölu á öðrum síma- fyrirtækjum sem að minnsta kosti við þekkjum til,“ segir Jón. Samkeppni sé í rekstri grunnneta á EES svæðinu og lög hér á landi tryggi aðgang annarra markaðs- aðila að því. Jón segir aðspurður ekki búið að ákveða vægi þeirra þátta sem horft verður til við mat á tilboð- um. Verð er einn þáttur, fjárhags- legur styrkur, reynsla af rekstri fyrirtækja og framtíðarsýn eru meðal þeirra atriða sem munu skipta máli. Jón segir þetta skýr- ast síðar í ferlinu. Hvað varðar sölu á 30 prósenta hlut til almennings og annarra fjár- festa fyrir árslok 2007 segist Jón reikna með að almennar reglur um sölu hlutabréfa muni gilda. Fram- kvæmdin verði í höndum eigenda fyrirtækisins samkvæmt samningi við ríkið. Miðað verði líklega við það verð sé á Símanum á þeim tíma. bjorgvin@frettabladid.is Íslenskir víkingar keppa við glaumgosa Breska dagblaðið Independent fjallaði um væntan- lega yfirtöku á verslunarkeðjunni Somerfield um helgina. Baugur hefur sem kunnugt er haft auga- stað á verslunarkeðjunni og gerði tilboð í febrúar upp á milljarð punda – um 115 milljarða króna. En Baugs- menn eru ekki einir um hituna, því tveir aðrir íhuga tilboð – og í báð- um tilfellum er um bræður að ræða. Annars vegar Tchneguiz bræður, Robert og Vincent, sem eru þekktir fyrir áhuga sinn á sportbílum, snekkjum og fögrum fljóðum. Annar bróðirinn var um skeið í tygjum við Caprice, fyrir- sætu og söngkonu, en hinn komst í fréttirnar eftir að hafa grætt milljón pund á veðmálum í tengslum við Evrópukeppnina í fót- bota síðasta sumar. ...og huldumenn Hinir bræðurnir sem taldir eru keppa við Baug um Somerfield eru sagðir heldur lítillátari en Tchenguiz bræður. Þvert á móti eru Livingstone bræðurnir, Ian og Richard, annálaðir fyrir að forðast kastljós fjölmiðla. Þeir eru hins vegar taldir búa yfir gríðar- legum auði en hlutabréfaeign þeirra er metin á 1,7 milljarða punda – um 200 milljarða íslenskra króna. Linvingstone bræður hafa auðgast á fast- eignaviðskiptum og eru taldir hafa áhuga á Somerfield fyrst og fremst þar sem þeir sjái tækifæri til að koma fasteignum og lóðum fé- lagsins í betri not. Livingstone bræðurnir eru rétt rúmlega fertugir en hafa þó marga fjör- una sopið í viðskiptum en grunnurinn að við- skiptaveldi þeirra er fyrirtæki í fasteignamiðl- um sem þeir stofnuðu og seldu árið 1992. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.981 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 306 Velta: 1.037 milljónir +0,41% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... 18 5. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,60 -0,25% ... Atorka 6,00 - 1,64% ... Bakkavör 31,90 +0,63% ... Burðarás 14,30 -0,35% ... FL Group 13,70 -0,72% ... Flaga 5,26 -1,68% ... Íslandsbanki 12,60 – ... KB banki 547,00 +1,30% ... Kögun 60,00 -0,50% ... Landsbankinn 14,95 -0,33% ... Marel 57,50 +1,41% ... Og fjarskipti 4,18 -0,48% ... Samherji 12,05 - 1,63% ... Straumur 10,35 -0,48% ... Össur 84,00 Síminn seldur í heilu lagi SS 8,33% Fiskimarkaður Ísl. 1,82% Marel 1,41% Flaga -1,68% Atorka -1,64% Samherji -1,63% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Björgólfur Thor, Jón Ásgeir og Bakkabræður Fjórir Íslendingar eru á lista Sunday Times yfir ríkustu menn Bretlands og eiga þeir samtals 64 milljarða króna. Eignir Björgólfs Thors Björg- ólfssonar eru metnar á 400 millj- ónir punda eða 46 milljarða króna, eignir Lýðs og Ágústs Guðmunds- sonar eru metnar á 100 milljónir punda eða rúma 11 milljarða ís- lenskra króna. Eignir Jóns Ás- geirs Jóhannessonar eru metnar á 65 milljónir punda eða 7,4 millj- arða króna. Athygli vekur að Sunday Times metur eignir Björgólfs Thors mun lægra en Forbes en þar voru eignir hans metnar á 84 milljarða króna, mismunurinn er hátt í 40 milljarðar. Sunday Times metur eignir fólks eftir landar- eignum, fasteignum og verðmæt- um eignarhlutum í skráðum félög- um. Líklegt þykir að eignir þess- ara einstaklinga séu verðmætari en Sunday Times telur. Íslendingar eru ekki einu út- lendingarnir á listanum og sjö af 10 ríkustu Bretunum koma frá öðru landi en Bretlandi og eru Skandínavar og Rússar áberandi á listanum. - dh BJÖRGÓLFUR THOR Er meðal margra útlendinga á listanum yfir ríkasta fólk Bret- lands og er ríkastur Íslendinganna. Fjórir Íslendingar meðal ríkustu manna í Bretlandi Í dag er Síminn auglýstur til sölu í fjölmiðlum. Stefnt er að því að sölu- ferlinu verði lokið í júlí og Landssími Íslands þá að öllu leyti kominn úr höndum ríkisvaldsins. Þeir fjárfestar sem hafa áhuga verða að fara í gegnum eftirfarandi skref: 1 Þeir sem hafa áhuga á að kaupa Símann, einstaklingar eða stjórnend-ur félaga, gefa sig fram við einkavæðinganefnd. Gegn því að undirrita trúnaðaryfirlýsingu eru þeim afhend gögn sem geyma nokkuð ítarleg- ar upplýsingar úr rekstri fyrirtækisins. 2 Til og með 6. maí næst komandi geta fjárfestar sem enn hafa áhugaskilað inn óbindandi tilboði í Símann. Á það að gefa grófa mynd af þeim hugmyndum sem þeir hafa um kaupin og framtíð fyrirtækisins. Verða að minnsta kosti þrír óháðir aðilar að standa á bak við hvert til- boð. 3 Einkavæðinganefnd fer yfir tilboðin og flokkar þau. Þeir einstaklingarog hópar sem eru taldir uppfylla lágmarksskilyrði fá að gera bindandi tilboð í Símann. Fá þeir í hendur enn ítarlegri upplýsingar úr rekstri Símans til að geta unnið tilboðið. 4 Í júlí tekur ráðherranefnd um einkavæðingu ákvörðun um það, hverj-um Síminn verður seldur. Þá hefur einkavæðinganefnd flokkað tilboð- in eftir verðtilboði, fjárhagslegum styrk tilboðsgjafa, reynslu hans af rekstri fyrirtækja, framtíðarsýn og hvernig hann hyggst ná markmiðum ríkisins um einkavæðingu. 5 Fyrir árslok 2007 skal bjóða almenningi og öðrum fjárfestum aðkaupa ekki minna en 30% af eignarhlut Símans. Þá á að skrá fyrir- tækið á aðallista í Kauphöll Íslands. EINKAVÆÐINGANEFND KYNNIR SÖLU SÍMANS Enginn má eiga meira en 45 prósent í Símanum til ársloka 2007. Eftir það á fyrirtækið að vera komið á aðallista Kauphallar Íslands og öll skil- yrði um eignarhald falla niður. Þá skal vera búið að bjóða almenn- ingi og öðrum fjárfestum 30 prósent af heildarhlutafé til kaups. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Söluferli Símans Helstu skilyrði 1 Enginn einn einstakur aðili máeignast meira en 45% hlut. Það þýðir að þrír aðilar verða að vera á bak við hvert tilboð. 2 Ekki minna en 30% af heildar-hlutafé Símans verði boðin al- menningi og öðrum fjárfest- um til kaups fyrir árslok 2007. 3 Síminn verði skráður á aðal-lista Kauphallarinnar að upp- fylltum skilyrðum sem þar gilda fyrir sama tíma. 4 Kjölfestufjárfestir fari ekki meðbeina eða óbeina eignaraðilda í fyrirtækjum í samkeppni við Símann hér á landi. Úrvalsvísitalan hækkaði í gær og hefur aldrei verið hærri. FTSE vísitalan lækkaði um 0,35 prósent í gær. DAX vísitalan í Þýskalandi lækkaði um 0,73 pró- sent og í Japan lækkaði Nikkei um 0,48 prósent. Á næsta aðalfundi Líftækni- sjóðsins, sem haldinn verður í næstu viku, verður rætt hvort afskrá eigi félagið úr Kauphöll Ís- lands. Marel tilkynnti í gær að félagið hefði innleitt nýja alþjóðlega reikningsskilastaðla. Við þetta hækkar hagnaður félagsins árið 2004 úr 10,6 milljónum evra í 12,1 milljón. Sigurður Gísli Jónsson, 25 ára sjávarútvegsfræðingur, hefur verið ráðinn framleiðslustjóri hjá Vinnslustöðinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.