Fréttablaðið - 05.04.2005, Side 31

Fréttablaðið - 05.04.2005, Side 31
ÞRIÐJUDAGUR 5. apríl 2005 ÍSAFJARÐAR 4.899 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 4.999kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 6. - 12. apríl EGILSSTAÐA 5.999 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og kr. GRÍMSEYJAR 6.399 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 7.399 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 79 04 0 4/ 20 05 Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.940 kr. aðra leiðina. flugfelag.is Slagurinn sem vekur upp 20 ára gamlar minningar Leikur Liverpool og Juventus í meistaradeildinni í kvöld vekur upp minning- ar um harmleikinn á Heysel-leikvanginum í Brüssel fyrir tuttugu árum. FÓTBOLTI Átta liða úrslit meistara- deildarinnar hefjast með tveimur leikjum í kvöld. Franska liðið Lyon, sem tók Werder Bremen í bakaríið í sextán liða úrslitum, tekur á móti PSV frá Hollandi og Juventus sækir Liverpool heim á Anfield. Viðureign Liverpool og Juvent- us vekur upp tuttugu ára gamlar minningar frá viðureign liðanna í úrslitum Evrópukeppni meistara- liða á Heysel-leikvanginum í Brüssel þar sem 39 manns létu líf- ið í óeirðum sem brutust út áður en flautað var til leiks. Leikurinn var spilaður og fór Juventus með sigur af hólmi, 1-0. Atburðurinn hafði þau áhrif að ensk lið voru bönnuð frá keppni í Evrópu næstu fimm árin á eftir. Mikið hefur verið fjallað um atburðina á Heysel-leikvanginum í undanfara leiksins í kvöld og hefur sú umræða nánast kaffært leikinn sjálfan og mikilvægi hans. Steven Gerrard, fyrirliði Liver- pool, segist varla geta beðið eftir því að flautað verði til leiks og hefur heitið því að Liverpool muni gera meira en að mæta til leiks. „Ég veit að við mætum til leiks gegn Juventus sem litla liðið. Ég hef hins vegar talað við David Beckham og Michael Owen um það hvernig Juventus spilaði gegn Real Madrid og þeir sögðu báðir að við hefðum ekkert að óttast. Það er hins vegar mikilvægt að ég spili eins og ég geti best. Ég lifi fyrir svona stórleiki og vill kom- ast sem lengst í keppninni. Við ætlum okkur að gera meira en mæta bara heldur gera allt sem við getum til að slá Juventus út,“ sagði Gerrard. Gus Hiddink, þjálfari PSV, sagðist gera sér grein fyrir því að það yrði erfitt að vinna Lyon í Frakklandi. „Lyon er með frábært lið en vonandi náum við að halda aftur af því og fara með gott veganesti í seinni leikinn.“ ■ STEVEN GERRARD Miklu máli skiptir að fyrirliði Liverpool og besti maður liðsins nái sér á strik í leiknum gegn Juventus í kvöld.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.