Fréttablaðið - 18.04.2005, Síða 70

Fréttablaðið - 18.04.2005, Síða 70
26 18. apríl 2005 MÁNUDAGUR Hinn sigursæli þjálfari Vals, Willum Þór Þórs- son, segir mikinn metn- að ríkja á Hlíðarenda og þar á bæ hugsi menn stórt þessa dagana. Þjálfarinn hefur mikla trú á því liði sem hann hefur í höndunum. FÓTBOLTI Frammistaða karlaliðs Vals í vetur hefur vakið verð- skuldaða athygli enda hefur liðið unnið öll þau þrjú mót sem það hefur tekið þátt í. Valur hefur ekki unnið marga titla í karlabolt- anum síðustu ár og því vekur ár- angur liðsins mikla athygli og menn eru þegar farnir að spá því góðu gengi í Landsbankadeildinni í sumar. Það eru kannski ekki óraun- hæfar spár því félagið hefur sank- að að sér sterkum leikmönnum í vetur og við stjórnvölinn er nú einhver sigursælasti þjálfari landsins, Willum Þór Þórsson, sem vann tvo Íslandsmeistaratitla með KR. Hann fékk ekki að halda starfi sínu áfram í Vesturbænum og erkifjendurnir hinum megin við lækinn voru fljótir til og tryggðu sér þjónustu þessa kraftmikla þjálfara sem iðulega lætur mikið til sín taka á hliðarlínunni. Mikill hugur í Valsmönnum „Við erum ekki búnir að setja okkur markmið fyrir sumarið en það er mikill hugur í Valsmönnum og leikmenn eru mjög hungraðir í að standa sig í deild þeirra bestu,“ sagði Willum Þór en stjórn Vals gaf það út fljótlega eftir að úr- valsdeildarsætið var tryggt að fé- lagið ætlaði sér ekki að vera í botnbaráttu næsta sumar. Stefnan væri að koma Val aftur í hóp þeirra bestu og það strax. Sá metnaður hefur endurspeglast í kaupum á sterkum leikmönnum og síðan í þjálfaranum sigursæla. Eðlilegt að vilja ná árangri „Það er eðlilegt markmið að vilja ná árangri. Svo er spurning hvernig gengur að ná þeim ár- angri,“ sagði Willum en er hann búinn að spá í það hvað sé eðlilegt að fara fram á mikið af þessu liði næsta sumar? „Ég hef eitthvað leitt hugann að því en við höldum okkur við tímatengd markmið og erum ekkert að fara fram úr sjálf- um okkur í því,“ sagði Willum eins og góður pólitíkus. Willum hefur ekki farið leynt með það í gegnum tíðina að hann er ákaflega metnaðarfullur þjálf- ari og í ljósi þess hlýtur hann að setja stefnuna hátt á sínum nýja vinnustað. „Ég get fullyrt að við erum ekki að fara í næsta leik til að tapa honum,“ sagði Willum en hefur hann trú á því að þetta Valslið geti farið alla leið í sumar? „Já, við trúum því. Það eru líka 10% líkur á því þegar mótið er flautað á. Metnaðurinn, hungrið og mannskapurinn er til staðar. Ég ætla samt ekki að lýsa því yfir að við verðum Íslandsmeistarar. Það hef ég aldrei gert og slíkar yfir- lýsingar skila engu.“ Sérstaklega góður andi Þrátt fyrir gott gengi í vetur segist Willum ekki hafa fundið fyrir því að menn á Hlíðarenda séu farnir að byggja skýjaborgir. Þótt mikið sé af nýjum mönnum í hópnum hefur Willum gengið vel að púsla liðinu saman. „Þetta hefur allt gengið mjög vel og þessi hópur er alltaf að hristast betur og betur saman. Það er sérstaklega góður andi í þessum hópi. Það var fyrir í liðinu ákveðinn kjarni og svo er búið að blanda við þann kjarna reynslu- miklum og félagslega sterkum einstaklingum. Þetta eru metnað- arfullir einstaklingar sem hafa sett sér háleit markmið og við erum að hrista saman mjög þéttan hóp,“ sagði Willum. Ekki erfitt að fara í Val Það vekur alltaf athygli þegar leikmenn og þjálfarar fara á milli Vals og KR. Þegar tilkynnt var um ráðningu Willums hjá Val skiptust stuðningsmenn félagsins í tvennt – þeir sem fögnuðu komu hans til félagsins og þeir sem vildu ekki sjá „einhvern KR-ing“ stýra lið- inu. Það liggur því beinast við að spyrja hver sé helsti munurinn á að starfa fyrir þessi tvö félög. „Það er ekkert svo ólíkt enda eru bæði félög með mjög sterka og ríka hefð. Þau eru einnig bæði byggð upp af fólki sem hefur mik- inn metnað,“ sagði Willum en hvernig var það fyrir harðan upp- alinn KR-ing að ganga til liðs við Val? „Það var ekki erfitt. Mér fannst þetta vera spennandi tæki- færi og þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar kallið kom. Ég er Valsari í dag en ég er líka KR- ingur. Maður afneitar ekki upp- runanum og það mun ég aldrei gera,“ sagði Willum Þór, sem bíð- ur spenntur eftir því að leiða sína menn til leiks gegn KR í Frosta- skjólinu í sumar. henry@frettabladid.is Trúum því að við getum orðið meistarar LÍÐUR VEL Í VAL Willum Þór Þórsson segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um þegar Valur falaðist eftir starfs- kröftum hans. Willum hefur mikla trú á hópnum sem hann hefur undir höndum hjá Val og trúir því að Valur geti farið alla leið í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Juventus og AC Milan höfðu sæta-skipti á toppi ítölsku A-deildarinn- ar í knattspyrnu í gær þegar síðar- nefnda liðið tapaði óvænt fyrir Siena, 2-1, á meðan Juventus valtaði yfir Lecce, 5-2. Sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic var óstöðvandi fyrir Juventus í leiknum og skoraði þrennu. AC Milan er nú þremur stigum á eftir Juventus þeg- ar sjö umferðir eru eftir af leiktíð- inni. Frjálsíþróttakonan Silja Úlfars-dóttir hafnaði í þriðja sæti í 200 metra hlaupi á móti í Suður-Kar- olínu um helgina. Silja hljóp á 24,27 sekúndum og kom í mark tæpum tveimur sekúndum á eftir bandarísku landsliðskonunni LaTasha Colander sem varð í fyrsta sæti á 22,52 sek- úndum. Silja lenti hins vegar í fyrsta sæti ásamt boð- hlaupssveit skóla síns í 400 metra boðhlaupinu. Petr Cech, markvörður Chelsea,greindi frá því um helgina að litlu hefði munað að hann gengi til liðs við Arsenal fyrir fjórum árum síðan. Þá var hann til mála hjá Sparta Prag en það var eingöngu vegna þess að Cech fékk ekki at- vinnnuleyfi sem að kaupin gengu ekki í gegn. „Ég var ekki nema 19 ára og var ekki í landsliðinu. Ég hefði þurft að vera búinn að leika 75% landsleika síðustu tveggja ára til að fá leyfið. Þetta var mikið áfall fyrir mig á þessum tíma,“ sagði Cechsem þess í stað fór til Rennes í Frakklandi. „Eftir á að hyggja þá held ég að ég hafi ekki verið tilbú- inn fyrir Arsenal. En ég sé ekki eftir neinu. Ef ég hefði farið til Arsenal væri ég ekki hjá Chelsea í dag. Nú spila ég í frábæru liði og spila að- eins stóra leiki. Ég get ekki beðið um meira,“ segir Cech. ÚR SPORTINU

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.