Fréttablaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 23
Á sama tíma og básúnað er út um heim að Ísland sé sérstaklega sjálfbært og umhverfisvænt land stundum við stórbrotin náttúru- spjöll og bjóðum helstu umhverfis- sóða heims velkomna hingað með verksmiðjur og stríðstól. Stærst í sniðum er eyðilegging hafsbotns- ins með botnvörpum verksmiðju- skipa og svo auðvitað stóriðjuæðið og Kárahnjúkastórslysið. Nú bæt- ist við stríðsmyndartaka og er þá röðin komin að náttúruperlum á Suðurnesjum. Í stað uppistöðulóna og stíflumannvirkja koma sprengi- gígar og manngerðar risa-sandöld- ur. Umhverfisyfirvöld í Hafnar- firði mölduðu í móinn vegna eyði- leggingar í Krýsuvík en ekkert heyðrist frá yfirvöldum í Reykja- nesbæ annað en ánægjumal þegar loka á Stóru-Sandvík fyrir almenn- ingi og leggja hana í rúst. Allt mun þetta vera gert með velsignelsi Umhverfisstofnunar og jafnvel Landgræðslunnar. Nokkur hluti Suðurnesja er þegar skemmdur vegna starfsemi Bandaríkjahers. T.d. verður svæði við Snorrastaða- tjarnir, helstu náttúruperlu okkar Vogabúa, hættulegt gangandi fólki um ókomin ár vegna fjölda ósprunginna sprengja sem þar leynast í jörð og illgerlegt er að hreinsa svo öruggt sé. Umdeilt er hvort landsvæði í Reykjanesbæ sem herinn er að skila sé byggilegt sökum mengunar. Þó er allt þetta smátt í sniðum miðað við náttúru- skemmdir vegna hernaðar um alla Jörð og þann mannlega harmleik sem morðingjar heimsins valda hvern dag. Við megum þakka fyrir að hér hefur ekki verið háð mann- skæð orusta síðan á Sturlungaöld, en við misstum reyndar marga vaska sjómenn í heimsstyrjöldun- um. Harðstjórar um heim allan þurfa að fegra ímynd hernaðar og breiða yfir óhugnaðinn. Þar gegna vinsælar stríðsmyndir miklu hlut- verki. Nú er kúrekahetjan Clint Eastwood að koma til okkar fagra lands til að upphefja viðbjóðslega slátrun þúsunda manna sem átti sér stað á Kyrrahafseyjunni Iwo Jima við lok síðari heimsstyrjald- ar. Nái sú mynd vinsældum dugar hún e.t.v. til að slá á vaxandi mót- mæli gegn hernaði Bandaríkjanna í Írak og draga ógnaröldina þar á langinn. Það þarf engum að koma á óvart að Halldór og Davíð og helstu liðsmenn þeirra vilji leggja þar sitt af mörkum. En hvað um okkur hin? Eigum við að láta sem ekkert sé? Ég þekki Stóru-Sandvík vel. Þar háir melgresi harða glímu við óblíð náttúruöfl og hefur haft betur til þessa. Þar sameinast svartur sandur, blágrátt úthafið með hvítfreyðandi öldum, grænir melgresishólar og fuglager við grunnt vatnið fjær sjónum. Þessi staður blasir nú við ferðamönnum sem stoppa þar skammt frá til að skoða „brúna milli heimsálfa“. Í Sandvík höfum við fjölskyldan átt ánægjustundir í landslagi sem er sérstakt á heimsvísu. Því ríkir sorg á mínu heimili þessa dagana. Þótt mikil hreyfing sé á sandinum í Stóru-Sandvík er eins víst að það taki náttúruna áratugi að græða sárin sem þar verða unnin. ■ Herna›urinn gegn landinu brei›ist út 23FÖSTUDAGUR 15. júlí 2005 Vi› eigum í strí›i Við eigum í stríði. Stríði við hryðjuverkamenn. Vígvöllurinn er alls staðar. Allur heimurinn liggur undir. Heimsmyndin er breytt eftir 11. september og við verðum að vera tilbúin til þess að verja hin vestrænu lífsgildi og færa fórnir bæði með því að senda hermenn til fjarlægra heimshluta og vera ávallt viðbúin árásum illra afla. Það má heldur ekki gleyma því að þegar átt er í höggi við hryðjuverkamenn má búast við einhverjum mannfórnum í þágu málstaðarins. Að sjálfsögðu er það hræðilegra en allt sem hræðilegt er þegar vestrænn borgari lætur lífið í hryðjuverkastríðinu, en ég er viss um að öllum líður betur með að í kjölfarið verður ráðist á land (sökudólgurinn fundinn) sem þefskyn ráðamanna segir til um að umlukið sé fnyk ódæðisverka. Verða þá án minnsta vafa eintóm- ir illvirkjar teknir af lífi eða gerð- ir óstarfhæfir...já, eða komandi ill- virkjar fæddir og ófæddir. Það er enda svo að lífsgildi oss eru inn- blásin af guðs heilaga anda og er það vor siðferðislega skylda að út- deila þeim til annarra fátæklegri í anda heimshluta. Við verðum með öðrum orðum að frelsa heiminn og getum ekki hætt fyrr en hann liggur allur að fótum okkar gildis- mats og frjálsra lífshátta. Þegar ég tala um okkur á ég auðvitað við okkar ágætu leiðtoga, George W. Bush, Tony Blair, Halldór Ás- grímsson og Davíð Oddsson (við erum eitt), sem bera hitann og þungann af þeim aðgerðum sem eiga sér stað í heimóttarlegri hlut- um heimsins. Við getum að sjálf- sögðu ekkert annað gert en ástundað fylgispekt þess sem veit að einvörðungu er unnið með hagsmuni alls heimsins að leiðar- ljósi. Raunar er vart nauðsynlegt að velta þessum málum of mikið fyrir sér. Til þess höfum við einmitt áðurnefnda leiðtoga; til þess að taka á þessum málum fyr- ir okkur. Við vitum. Nú er bara mál að láta alla aðra vita svo hryðjuverkin hætti. Líf þeirra er hvort eð er, eins og sakir standa, ekkert annað en tölur á blaði á meðan okkar er harmleikur... Þessi viðhorf myndi ég hafa ef ég væri fífl! ■ ÞORVALDUR ÖRN ÁRNASON LÍFFRÆÐINGUR UMRÆÐAN NÁTTÚRUVERND SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Við tökum frá tímaritið þitt! Við látum þig vita Yfir 300 titlar á lægra verði ÓDÝRARI TÍMARIT NÝ SENDING AF TÍMARITUM Gerðuverðsamanburð Verð 495,- Algengt verð 995,- Verð 295,- Algengt verð 358,- Verð 795,-Algengt verð 1.120,- Ve ð 145,- Verð 995,- Algengt verð 1.515,- Verð 625,- Verð 965,- Algengt verð 1.570,- Track timer fylgir Verð 375,- Algengt verð 800, - Myndavél fylgir Verð 595,-Algengt verð 714,- TAKIÐ TÍM ARIT Í SUMAR FRÍIÐ! Afgreiðslutím ar versla na! Office 1 Smára lind Virka daga frá 11-19, laugardaga 11 -18, sunnudaga 13 -18 Office 1 Skeifu nni 17 Virka daga frá 10-18, laugardaga frá 11-16, sunnudaga 13 -17 Office 1 Akure yri Office 1 Egilss töðum Virka daga frá 10-18, laugardaga frá 11-16 ÓLAFUR GUÐSTEINN KRISTJÁNSSON BÓKMENNTAFRÆÐINGUR, UMRÆÐAN STRÍÐ OG HRYÐJU- VERK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.