Fréttablaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 25
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er föstudagur 15. júlí, 196. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.41 13.34 23.24 AKUREYRI 2.55 12.18 23.38 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Fyrir Ingibjörgu Lárusdóttur jafnast eldamennska og bakstur á við jóga. Hún eldar daglega fyrir sex manna fjölskyldu og heldur reglulega fínar veislur. Humar, gæsa- og andalifrar- kæfa eru í uppáhaldi. Ingibjörg var ekki há í loftinu þegar hún var farin að safna uppskriftum. „Ég fór oft í ferðalög með pabba og dáðist þá að bónda- konunum sem buðu upp á svo fínt bakkelsi. Ég fékk hjá þeim uppskriftir að kleinum, pönnukökum og kanilsnúðum, sumt upp- skriftir sem ég nota ennþá,“ segir Ingi- björg, sem alltaf gerir stórinnkaup í Bónus en bætir svo við í gourmet-búðunum því sem hún notar sem punktinn yfir i-ið. „Krakkarnir mínir vilja helst þennan venju- lega mat en ég geri stundum eitthvað auka- lega fyrir mig og eiginmanninn.“ Ingibjörg var búsett í Grikklandi fyrir þrettán árum og kynntist þar nýjum siðum í matargerð. „Mér fannst úrvalið þar ævin- týri líkast og fór hamförum í að prófa nýja rétti. Þegar ég kom heim og ætlaði að elda smokkfisk þurfti ég að elta uppi karlana í beitningaskúrunum til að ná í hráefnið. Þetta hefur sem betur fer breyst.“ Ingibjörg er flugfreyja og notar tæki- færið þegar hún staldrar við í útlöndum til að fara á spennandi veitingastaði. „Þá er ég oft eins og brjálaður vísinda- maður að spá í samsetninguna á matnum. Í augnablikinu er ég mest heilluð af svoköll- uðu „fusion cuisine“ og svo finnst mér japönsk matargerð yndisleg, ekki síst vegna þess að hún er svo falleg. Helmingurinn af ánægjunni felst í að maturinn líti vel út og sé fallega framreiddur. Fusion-eldhúsið er sérlega skemmtilegt og gengur út á að bera fram hefðbundinn mat á nýstárlegan hátt og blanda saman hráefni frá ýmsum löndum.“ Ingibjörg er annáluð fyrir veislurnar sín- ar, sem stundum eru þematengdar. „Sömu- leiðis finnst mér gaman að bjóða upp á smá- rétti og nýjasta matreiðslubókin mín er einmitt eftir fangelsisdrottninguna Mörthu Stewart. Hvað sem segja um Mörthu þá kann hún að búa til smárétti,“ segir Ingi- björg og hlær. Ingibjörg vill hvetja lesendur til að fara í kósí lautarferð og gefur þeim uppskrift að því sem er skemmtilegt að taka með. Upp- skriftirnar eru á bls. 3. edda@frettabladid.is Japönsk matargerð er yndisleg tilbod@frettabladid.is Í Toppskónum við Suður- landsbraut er stórútsala þessa dagana. Þar má finna ódýra dömuskó, barnaskó og herra- skó af ýmsum stærðum og gerðum. Afslátturinn er mikill og eru all- ar útsöluvörurnar á að minnsta kosti 50 prósenta afslætti. Það ætti því að vera hægt að gera góð skókaup á alla fjöl- skylduna. Sumarútsalan í Garðheimum er hafin. Þar má finna ýmsar vörur á allt að 60 prósenta afslætti. Plöntur, ræktunarvörur, sláttu- vélar, garðhúsgögn og fleira. Stólar í versluninni Miru í Kópavogi eru á tilboði þessa dagana. Allir tréstólar eru á 40% afslætti og úrvalið er mikið. Hægt er að kaupa fal- lega borðstofustóla á góðu verði. Herragarðurinn er með 50 prósenta afslátt af öllum út- söluvörum. Þar má finna merkjavöru á góðu verði, til dæmis frá Boss, Gardeur, Sand og Bugatti. Doremí á Gler- ártorgi á Akur- eyri er með út- sölu um þessar mundir. Þar er hægt að fá barnaföt á litla stráka og stelp- ur á mjög góðu verði. Bernharð Lax- dal er með góða útsölu. Út- söluvörur eru á 30 til 70 pró- senta afslætti og eins eru ýmis sértilboð í gangi. Þá er einnig hægt er að fá tvo fyrir einn af völdum vörum. Ingibjörg Lárusdóttir nær sér í hugmyndir í útlöndum sem hún tekur með sér alla leið heim í eldhús í Fífumýrina. Aðaláherslan er þó alltaf á ferskt hráefni. LIGGUR Í LOFTINU í tilboðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Mamma segir að það kosti mann hroðalega mikið af eldhúsverkum að verða ástfanginn Garðálfar seldir með afslætti BLS. 5 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.