Fréttablaðið - 09.08.2005, Side 21

Fréttablaðið - 09.08.2005, Side 21
ÞRIÐJUDAGUR 9. ágúst 2005 Vísindamenn gætu hjálpað fólki að borða meira af heilsusamleg- um mat með því að setja lygar í hausinn á því. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn við háskólann í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem vísindamenn halda því fram að sá matur sem fólki líkar sé tengur við æskuminningar. Vísindamennirnir halda að þeir geti sett ósannar minningar í hausinn á fólki og tengt óhollan mat við vondar minningar. Í grein sem gefin var út í bandaríska blaðinu Proceedings of the National Academy of Sci- ences kemur fram að vísinda- menn við háskólann í Was- hington og Kwantlen-háskólann í British Columbia létu fólki finnast jarðarberjaís vondur með því að láta það halda að því hefði orðið óglatt af ísnum í æsku. Þeir sem tóku þátt í rann- sókninni voru beðnir um að fylla út spurningalista um reynslu þeirra af mat og hvað þeim líkaði við. 47 nemendum var sagt að þeim hefði orðið óglatt af jarðarberjaís í æsku og næstum tuttugu prósent sögðu eftir rannsóknina að þeim hefði orðið óglatt af ísnum og ætluðu að forðast að borða hann fram- vegis. Þetta gæti því orðið nýr megrunarkúr, hver veit? Pólarolía er hreineimuð náttúruolía sem er nú fá- anleg hér á landi. Olían er framleidd úr spiki af grænlenskum sel og hefur verið rannsökuð í þaula af norskum vís- indamönnum. Niður- stöður rannsóknarinnar benda til þess að olían gagnist sjúklingum með þarmavandamál og gigt og hafa þeir jafnvel upplifað meðferð- ina sem kraftaverk. Olían virkar á auma og stífa liði, er styrkjandi fyrir ónæmis- kerfið, hjálpar til við melt- inguna auk þess sem hún hefur örvandi áhrif á vöxt hárs og nagla. Pólarolían fæst í lyfja- og náttúrulækn- ingabúðum um allt land. Með lækkandi sól og haustið á næsta leiti er spurning hvort huga þurfi að breyttum næringarþörfum. Sumarið og haustið eru besti tíminn til að fá næringarríka og ferska fæðu og því tilvalið að grípa tækifærið. „Næringarþarfir eru ekki árs- tíðabundnar,“ segir Brynhildur Briem næringarfræðingur, sem starfar sem sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Aftur á móti er fæðan sem er á boðstólum misjöfn eftir árstíma og eru sum- arið og haustin albesti tíminn, þar sem fæðan er fersk,“ bætir Brynhildur við. Á þessum tíma er verið að taka upp nýtt og ferskt grænmeti og úrvalið því mikið og verðlag gott. „Þetta er næringarríkasta fæða sem völ er á og því tilvalið að nota tækifær- ið og borða sem mest af fersk- metinu sem er á boðstólum, og bráðum förum við að fá kjöt af nýslátruðu,“ segir Brynhildur. Hún bætir einnig við að fólk eigi að nota þennan tíma til að elda grænmetisrétti því ekki sé alltaf nauðsynlegt að borða kjöt og fisk. Brynhildur segir ekki vera sérstaka þörf á fæðubótarefnum fyrir fullfrískt fólk en á haustin sé ágætt að byrja að taka lýsi og halda því áfram yfir veturinn. „Með því að borða fjölbreytt fæði getur venjulegt fólk upp- fyllt næringarþarfir sínar en mælt er með að taka lýsi yfir vetrartímann til að fá D-vítamín. Yfir sumartímann erum við vel sett af D-vítamíni eftir að hafa verið úti í sólinni,“ segir Bryn- hildur. Á haustin taka margir sig til og fara að sinna líkamsrækt að nýju og ekki er óalgengt að fólk sinni henni eftir vinnu. „Það er vont að fara orkulaus í líkams- ræktina og því er ágætt að fá sér til dæmis einn banana í kaffitím- anum svo maður hafi smá orku,“ segir Brynhildur. „Gömlu góðu reglurnar gilda alltaf, borða fjöl- breytta fæðu og borða oft á dag og reglulega.“ kristineva@frettabladid.is Á þessum árstíma er mikil grænmetisupp- skera og mikið úrval í verslunum af fersku og næringarríku grænmeti. Nú þegar grænmetið er ferskt og dásam- legt er tilvalið að elda grænmetisrétti. Ósannar minningar gætu hjálpað fólki að forðast skyndibita og annan óhollan mat. Fæðan næringarrík á haustin FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Lygar og ósannindi nýr megrunarkúr? Vísindamenn telja að þeir geti sett ósannar minningar í haus- inn á fólki til þess að það hætti að borða óhollan mat. Olía af grænlenskum sel Pólarolía er nú fáanleg hér á landi en hún hefur gefið gigtar- og magasjúklingum góða raun.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.