Fréttablaðið - 09.08.2005, Page 23

Fréttablaðið - 09.08.2005, Page 23
7ÞRIÐJUDAGUR 9. ágúst 2005 SÖLVI GEFUR GÓÐ RÁÐ Heilsuróbótar? Þurfum við „róbóta“ til að gera allt fyrir okkur? Ég horfði með öðru auganu á þátt sem var í sjónvarpinu um daginn. Þar var bóndi að lýsa skoðunum sín- um á því að nær allt er orðið sjálf- virkt í fjósum í dag þar sem róbótar sjá meira að segja um að mjólka beljurnar. Hann sagði eitthvað á þessa leið: „Áður en langt um líður verðum við komnir með róbóta til að „þjónusta“ (hann notaði annað orðalag sem ég treysti mér ekki til að nota í þessum pistli) konurnar okkar“. Vonandi kemur aldrei til þess! Eftir situr að við megum ekki alveg týna okkur í tæknivæðingunni. Það er jú ýmislegt sem þarf að gera, og verður í raun að gerast „hand- virkt“, ekki satt? Eitt af því er að rækta líkama okkar. Reykingar + „ræktin“ eru HOLLARI en hreyfingarleysi! Samkvæmt WHO er hollara að reykja og stunda líkamsrækt en þjást af hreyfingarleysi! Sýnt hefur verið fram á að fylgikvillar hreyfingarleysis geti verið: Máttleysi, þreyta, lystar- leysi, hár blóðþrýstingur, hjartasjúk- dómar, sykursýki, offita, harðlífi, beinþynning, þunglyndi, kvíði og svona mætti lengi telja. Jafnvel þó að við þekkjum ekki lækningu við mörgum þessara sjúkdóma þekkjum við örugga lækningu við hreyfingar- leysi. Líkamsrækt – hluti af heil- brigðiskerfinu! Mörgum dylst enn sú staðreynd að líkamsræktarstöðvar eru styrk stoð þess forvarnarstarfs á heilbrigðissviði sem í boði er fyrir almenning. Eftir því sem tækjabúnaður verður háþró- aðri, nokkurs konar hálfgerðir heilsuróbótar, er alltaf auðveldara og auðveldara að koma sér í form. „Tímakreppan“ Við stöndum frammi fyrir því að gangverk þjóðfélagsins verður sífellt flóknara og hraði þess er sívaxandi. Þetta birtist meðal annars í stöðug- um tímaskorti. Auðvelt að snúa stöðunni við Við gerum flest of fátt til að vega upp á móti „aukaverkunum“ tíma- kreppunnar sem felur óumdeilan- lega í sér aukið hreyfingarleysi og aukna neyslu á óhollri fæðu. Varð- andi þjálfun líkamans hafa úrræðin aldrei verið fleiri í mannkynssögunni. Eins er mjög auðvelt fyrir okkur að bæta samsetningu fæðu okkar og bæta fyrir innihald, eða öllu heldur innihaldsleysi, mikið unninnar fæðu. Hægt er að gjörbreyta innihaldi fæð- unnar til hins betra með því að auðga mataræðið með grófu korn- meti, grænmeti og ávöxtum. Á þessu er mikil þörf eins og heilsu- og holdafar okkar og barnanna sýnir glögglega. Gangi þér vel! Þetta og önnur hollráð er að finna á vefsvæði Heilsuráðgjafar www.heilsuradgjof.is Sölvi Fannar Viðarsson Er framkvæmdastjóri Heilsuráðgjafar. Hann hefur starfað við einkaþjálfun og heilsuráðgjöf um árabil. Snuppy er fyrsti klónhundurinn. Snuppy get- ur hjálpað til Hundurinn Snuppy var klónaður í síðustu viku. Fréttir af hundinum Snuppy, sem var klónaður í Suður-Kóreu í vik- unni, fara eins og eldur í sinu um vísindasamfélagið. Áður hafði tek- ist að klóna kindur, mýs, kýr, geitur, svín, kanínur, ketti, hesta og rottur, en hundurinn var talinn erfitt við- fangsefni og þurfti að sigrast á nokkrum vandamálum sem margir halda að séu svipuð þeim sem gætu komið upp við klónun á fólki. Vísindamönnum hefur þó ekki borið saman um hvort þekkingin sem fékkst með klóninu á Snuppy geti nýst vísindaheiminum. Margir hafa beinlínis haldið því fram að þótt klónið sé undur sé þekkingin ekki nýtanleg nema að takmörkuðu leyti við vísindarannsóknir. Þrátt fyrir þær fullyrðingar telja aðrir að afrekið geti haft já- kvæð áhrif fyrir vísindaheiminn. Til dæmis voru ýmis tæki og tól notuð við klónið sem gætu nýst við aðrar erfðafræðilegar rannsóknir þótt þær séu ekki beinlínis klón. Þar að auki hljóti kortlagning gena- mengis hunda að hafa jákvæð áhrif á framtíðarmöguleika lækninga á hundum. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.