Fréttablaðið - 09.08.2005, Page 24

Fréttablaðið - 09.08.2005, Page 24
Brúðarskór Oftar en ekki er brúðurin í nýjum skóm á brúðkaupsdaginn, en það er ráð að velja þægilega skó og jafnvel ganga þá aðeins til áður en kemur að stóra deginum til að koma í veg fyrir hælsæri og auma fætur.[ ] Síðustu dagar Jónas Már Gunnarsson og Ragnheiður Helgadóttir giftu sig með pompi og pragt í sumar. Þau buðu til kántrí- veislu uppi í sveit og gestir mættu til kirkju í kúrekastíg- vélum með kúrekahatta. Jónas og Ragga hafa verið saman í þrjú ár. „Við hittumst í biðröð fyrir utan skemmtistað,“ segir Ragga og Jónas segist hlæjandi hafa spurt Röggu í röðinni hvort hún væri hrifin af dýrum. „Kannski frekar aum „pick up“- lína, en svínvirkaði,“ segir hann. „Já,“ segir Ragga, „það var nú vegna þess að ég svaraði með töfraorðinu hestum, en við erum bæði forfallin í hestamennsku.“ Nokkrum dögum eftir að Jónas og Ragga hittust í röðinni var Jónas á leið í hestaferð og Ragga ætlaði í tveggja vikna ferð til Hollands. „Þetta fór nú þannig að ég breytti miðanum og fór í staðinn með Jónasi í hestaferðina,“ segir Ragga. „Eftir það varð ekki aftur snúið.“ Geisladiskur fylgdi boðskortunum Bónorðið kom svo einu og hálfu ári seinna. „Við vorum í útreiðartúr á vetrarsólstöðum, bara tvö, þegar Jónas stoppaði og bað mín. Þetta var ægilega rómantískt og fallegt,“ segir Ragga, sem að sjálfsögðu sagði já og þau settu upp hringana. „Þegar við fórum að huga að brúðkaupi fannst okkur tilvalið að það yrði í kringum sumarstólstöð- ur og 24. júní varð fyrir valinu. Við höfðum svo verið í afmæli nokkru áður þar sem var kántríþema og af því við vorum ákveðin í að gifta okkur í Stórólfshvolskirkju og halda veisluna í gömlu útihúsi á bænum Götu við Hvolsvöll fannst okkur það þema alveg tilvalið.“ Jónas og Ragga gáfu í skyn í jólakortunum að brúðkaup yrði haldið um sumarið en sendu svo boðskort átta vikum fyrir brúð- kaupið. „Við létum fylgja geisla- disk með kántrílögum svo fólk gæti hitað upp,“ segir Jónas. Brúðhjónin stóðu í stórræðum í margar vikur fyrir brúðkaupið að moka út úr gamla útihúsinu. „Það var bæði gamalt hey og alls konar drasl, en sumt af því var vel nýtilegt og not- að sem skraut í veislunni.“ Ekki þurrt auga í kirkjunni Við athöfnina voru brúðhjónin í hefðbundnum fötum, Jónas í ís- lenska búningnum og Ragga í lát- lausum kjól, en gestirnir, sem flest- ir gistu í tjöldum og fellihýsum, komu í kántríklæðum til kirkjunnar. „Athöfnin var ofsalega falleg og einlæg. Auður Eir gaf okkur saman og lítil níu ára frænka okkar söng við athöfnina. Hún er svo mikil til- finningavera að hún fór að gráta meðan hún söng og þegar ég reyndi að koma henni til hjálpar fór ég að gráta líka,“ segir Ragga. „Ég var líka klökkur alla athöfn- ina,“ segir Jónas, „alveg frá því ég sá Röggu ganga inn í kirkjuna.“ Veislan stóð fram á rauða nótt og fólk dansaði og söng af hjartans lyst. Þegar leið á kvöldið létu brúð- hjónin sig hverfa á svítuna á Hótel Rangá, en fóru ekki í brúðkaups- ferð. „Við erum hins vegar á leið til Danmerkur núna með alla fjöl- skylduna, sem er eins konar brúð- kaupsferð,“ segja þau og horfa hvort á annað með blik í auga. Giftingahringurinn er fastur liður í brúðkaupum hér á landi. Upphaf hans má þó rekja langt aftur í ald- ir og eru fyrstu merki um hann að finna hjá Egyptum til forna. Hringlaga form táknaði eilífðina hjá Egyptum og sáu þeir gatið í miðjunni á honum sem hlið inn í nýjan heim. Egyptar báru hring- inn á baugfingri vinstri handar eins og margir gera enn í dag, vegna þess að þeir trúðu því að svokölluð ástaræð lægi beint frá fingrinum í hjartað. Þegar Alex- ander mikli náði undir sig Eg- yptalandi kringum þrjú hundruð árum fyrir krist breiddist þessi siður út til Rómverja. Fyrstu hringarnir voru úr bambus og hampi en þegar málm- vinnsla komst á fullt voru málmar notaðir í hringina, aðallega kopar. Þegar giftingahringarnir gengu til Rómverja völdu þeir heldur að nota járn í sína hringa. Járnið fyr- ir þeim táknaði styrk ástarinnar sem maðurinn bar fyrir konu sinni. Silfurhringar náðu síðan töluverðri útbreiðslu í Evrópu á miðöldum en gullhringarnir fóru ekki að verða algengir fyrr en á átjándu öld. Hefð frá Egyptalandi Giftingahringar hafa verið ómissandi í þúsundir ára. Hvað segja blómin? Blóm segja oft meira en mörg orð. Blóm hafa nefnilega skýra tákn- ræna merkingu auk þess að vera falleg og ilmandi. Táknmál blómanna nær aftur um aldir og er talið eiga uppruna sinn í Egypta- landi. Hýasintur. Tákna festu og tryggð. Bláar fela í sér ákveðni; ég helga þér líf mitt. Hvítar tákna virðingu: ég met þig mikils. Rauðar rósir. Tákna einfaldlega ást. Hvítar rósir. Tákna afneitun: ég elska þig ekki. Gular rósir. Einnig afneitun: ég elska aðra manneskju. Orkideur. Tákna munað: ég mun auðga líf þitt. Nellikur. Tákna hrifningu. Túlípanar. Henta vel til að játa ein- hverjum ást sína. Íris. Táknar tilfinningahita; hjarta mitt brennur af ást. Hringir eru víða dregnir á fingur í brúðkaupum. Varahlutir ÓHÖPPIN GETA LÍKA HENT Á BRÚÐKAUPSDAGINN. Á brúð- kaups- daginn má ekkert fara úr- skeiðis. Þá er eins gott að vera viðbúinn því að allt mögulegt (og ómögulegt) geti gerst. Með því að vera mjög for- sjál getur þú safnað saman nokkrum hlutum sem gætu reynst vel og sett þá í litla tösku. Taskan gæti til dæmis inni- haldið eft- irtalda hluti: • Tyggjó eða myntur gegn and- fýlu • Auka varalit og farða • Lítið sauma- sett • Vasaklút • Hóstasaft • Plástur • Bursta og greiðu • Hárúða og hárgel • Litlar hár- spennur • Öryggisnæl- ur • Verkjalyf • Bletta- eyði • Sokkabuxur til vara Lítil frænka söng í kirkjunni en beygði af og þurfti aðstoð til að syngja lagið upp á nýtt. „Kúrekakórinn“ söng við gríðarlega góðar undirtektir. Velheppnað kúrekabrúðkaup í gamalli hlöðu Jónas Már Gunnarsson byggingarverkfræðingur og Ragnheiður Helgadóttir jafnréttisráðgjafi ásamt börnum sínum Dýrmundi Helga, sex ára, Hauki Ingva, tíu ára, og Melkorku, fjórtán ára. Brúðhjónin mæta til veislu og brúðurin komin með kúrekahatt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.