Fréttablaðið - 09.08.2005, Side 38

Fréttablaðið - 09.08.2005, Side 38
9. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR > Við finnum til með ... ... Framaranum Kristjáni Haukssyni sem fékk afar slæmt högg í andlitið er hann fékk fót Grétars Sigfinns Sigurðssonar í höfuðið af fullum krafti. Kristján var greinilega nefbrotinn eftir viðskiptin en kláraði engu síður hálfleikinn. Það er reyndar stórfurðulegt að honum hafi verið leyft að leika áfram en honum var blessunarlega skipt út af í hálfleik. Efast um heilindi Fram Valsmenn voru æfareiðir yfir því að Bo Henriksen hafi fengið að spila með Fram gegn Val í gær en leikmaðurinn skipti yfir í Fram úr Val fyrr í sumar. Heiðursmanna- samkomulag mun hafa ríkt um að hann spilaði ekki gegn Völsurum og segja Valsmenn samkomulagið hafa verið brotið. Bo skoraði bæði mörk Fram í leiknum gegn Val í gær. sport@frettabladid.is 22 > Við erum hræddir um ... .... að nú sé nánast formsatriði eitt fyrir FH að tryggja sér Íslandsmeistara- titilinn annað árið í röð. Valur, sem tapaði, 2–1, fyrir Fram í gær, var eina liðið sem átti möguleika á að halda í við Hafnfirð- inga en nú virðist bilið orðið einfaldlega of stórt. Svo vir›ist sem hi› árlega gó›æristímabil Framara sé hafi› en fleir unnu gó›an 2–1 sigur á Val í gær. Fyrir viki› er sú litla spenna sem ríkti á toppi deildarinnar or›in a› engu en botnbaráttan er a› sama skapi í algleymingi. Bo gerði vonir Vals að engu FÓTBOLTI Bo Henriksen var maður kvöldsins í gær, en hann skoraði bæði mörk Fram í 2-1 sigri liðsins á Val, en Bo fór til Fram frá Val fyrir skömmu. Leikurinn fór fjörlega af stað og náði Fram að komast yfir strax á áttundu mínútu með marki frá Bo Henriksen, en hann kom til Fram frá Val þar sem hann fékk fá tækifæri með liðinu. Valsmenn náðu á koma sér inn í leikinn með góðri baráttu og uppskáru um- deilda vítaspyrnu á sautjánda mín- útu, og úr henni skoraði Garðar Gunnlaugsson, en Ólafur Ragnars- son dómari leiksins taldi varnar- mann Fram hafa handleikið knött- inn innan teigs. Bæði lið héldu áfram að sækja eftir þetta og voru Valsmenn nálægt því að bæta við marki í tvígang það sem eftir lifði hálfleiksins en Framarar náðu ekki að skapa sér opið marktæki- færi þrátt fyrir að leika oft á tíðum ágætis sóknarleik. Framarar gerðu tvær breyting- ar á liði sínu í hálfleik. Inn á komu Ómar Hákonarson og Johann Kar- lefjard, og út af fóru Kristján Hauksson, sem meiddist, og Daði Guðmundsson. Þessar breytingar skiluðu sér í meiri sóknarþunga, þar sem Ómar og Andri Fannar voru sérstaklega áberandi á upp- hafsmínútum hálfleiksins. Sterk vörn Valsmanna gaf þó fá færi á sér, þótt Bo Henriksen hafi í eitt skipti komist nálægt því að skora sitt annað mark í leiknum en Steinþóri Gíslasyni, hægri bak- verði Valsmanna, tókst að bjarga því á síðustu stundu. Kristinn Lár- usson og Sigurður Þorsteinsson komu svo inn á hjá Valsmönnum, fyrir Guðmund Benediktsson og Sigþór Júlíusson, og í kjölfarið náði Valur betri tökum á miðjunni. Á 75. mínútu leiksins tókst Bo Henriksen að skora annað mark Fram eftir fallegan undirbúning Andra Fannars Ottósonar, sem var í ákjósanlegri stöðu sjálfur en valdi betri kostinn, að renna bolt- anum til Bo sem var í dauðafæri sem hann nýtti. Vel gert hjá Andra og Bo. Valsmenn sóttu síðan tölu- vert næstu mínútur á eftir mark- inu, en náðu ekki að brjóta sterka vörn Fram á bak aftur. Framarar léku skynsamlega það sem eftir lifði leiks og náðu að halda boltanum ágætlega innan liðsins meðan leikmenn Vals pressuðu stíft. Valsmenn voru hins vegar ólíkir sjálfum sér í seinni hálfleik og sýndu ekki þá baráttu og samstöðu sem einkennt hefur leik liðsins í sumar. Miðjan var ekki hjá Valsmönnum í dag, og var greinilegt að liðið saknaði sárlega fyrirliðans Sigurbjörns Hreiðars- sonar. Leikur Fram hefur farið batn- andi í síðustu leikjum. Sagan virð- ist ætla að endurtaka sig eina ferð- ina enn. Fram hefur náð að rétta úr kútnum í ágústmánuði síðustu sex ár og miðað við leik liðsins í gær- kvöldi verður það raunin að þessu sinni líka. Bo gerði titilvonir Vals að engu. - mh Stuðningsmenn Manchester United anda léttar: FÓTBOLTI Rio Ferdinand, varnar- maðurinn sterki hjá Manchester United, batt í gær enda á margra vikna óvissu um framtíð sína hjá félaginu er hann undirritaði framlengingu á samningi sínum sem nú gildir út leiktíðina 2009. Forsaga málsins er sú að í vor mun Ferdinand hafa hafnað samningstilboði United sem hefði tryggt honum laun upp á hundrað þúsund pund á viku. Stuðningsmönnum félagsins gramdist það mjög að hann skyldi ekki skrifa undir, sérstak- lega eftir að félagið sýndu hon- um mikla tryggð er hann tók út átta mánaða langt keppnisbann sem hann fékk fyrir að mæta ekki í lyfjapróf. „Ég hef alltaf sagt að ég vilji vera um kyrrt á Old Trafford og nú er þessu máli lokið,“ sagði Ferdinand í viðtali við heimasíðu félagsins í gær. „Ég hlakka til þess að hefja keppni á nýrri leik- tíð og núna get ég loksins ein- beitt mér að því að spila fyrir Manchester United.“ Knatt- spyrnustjóri liðsins Sir Alex Ferguson sagði að sér væri mjög létt að þetta mál hafi loksins ver- ið til lykta leitt. - esá Rio skrifa›i loksins undir n‡jan samning Ólafur Ingi Skúlason lék sinn fyrsta leik með nýju félagi á laugardaginn er hans lið, Brentford, bar sigurorð af Scunt- horpe í fyrstu umferð ensku 2. deildar- innar. Þetta var fyrsti deildarleikur Ólafs Inga í Englandi þrátt fyrir að hafa starfað þar sem knatt- spyrnumaður síðan 2001. Hann fékk fá tækifæri með sínu gamla liði Arsenal og lék reyndar einn leik með liðinu – í deildarbikarkeppninni. „Þetta voru fín úrslit, þótt svo að gæðin hafi kannski setið á hakanum,“ sagði Ólafur Ingi, sem lék allan leikinn fyrir Brent- ford. „Mikilvægast var að ná þremur stigum og byrja leiktíðina með því að vinna.“ Mótherjar liðsins, Scunthorpe, eru nýliðar í deildinni en þeir höfðu fyr- ir leikinn ekki tapað fimmtán deildar- leikjum í röð. Heimavöllur Brentford heitir Griffin Park og er í Lundún- um, innan um ekki minni risa en Chelsea, Arsenal og Tottenham. „Stemningin á vellinum var góð þó svo að ekki nema 6000 áhorfendur hafi verið á honum sem þykir frekar lítið. Scunthorpe þykja kannski ekki skemmtilegir andstæðingar og því vonar maður að sóknin á leikin eigi eftir að vera meiri,“ sagði Ólafur Ingi sem lék á miðjunni í 4-4-2 leikkerfi. Hann er fjórði Íslendingurinn sem leikur með félaginu á innan við áratug og því eru stuðningsmenn félagsins Íslending- um vel kunnugir. „Ég fékk ágæt við- brögð og gaman að heyra að stuðn- ingsmenn sungu lög um Óla sem þeir eiga sjálfsagt enn síðan að Ólafur Gott- skálksson varði markið hjá þeim. Þeim finnst örugglega fínt að geta notað þau lög aftur.“ Ólafur segir að stefna félagsins sé að gera betur en á síðustu leiktíð en þá lenti liðið í fjórða sæti. „Menn væru ósáttir við að vera fyrir utan sex efstu sætin. Þessi deild er svo jöfn og mörg lið sem geta vel barist á toppnum. Það verður örugglega spenna í deildinni fram á síðustu umferð.“ ÓLAFUR INGI SKÚLASON: FYRSTI DEILDARLEIKURINN EFTIR FJÖGUR ÁR Í ENGLANDI Stu›ningsmenn grófu upp gömul lög um Óla 2–1 Laugardalsv., áhorf: 1002 Ólafur Ragnarsson (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 7–11 (3–5) Varin skot Gunnar 4 – Kjartan 1 Horn 4–5 Aukaspyrnur fengnar 11–5 Rangstöður 4–1 1–0 Bo Henriksen (8.) 1–1 Garðar Gunnlaugsson, víti (17.) 2–1 Bo Henriksen (75.) Fram Valur – vegalengdir við allra hæfi H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 3 4 2 6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.