Fréttablaðið - 01.09.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 01.09.2005, Síða 12
12 1. september 2005 FIMMTUDAGUR Kajakmenn ósáttir við að fá ekki að æfa í Ölfusá: Vi› megum hvergi vera FRÍSTUNDIR Þótt lögreglusamþykkt Árborgar banni umferð farar- tækja um Ölfusá notar Kayakklúbburinn hana gjarnan fyrir æfingasvæði. Nokkrir ungir félagsmenn frá Hveragerði voru sektaðir fyrir nokkru og hefur klúbburinn nú beðið lögfræðing að kanna lögmæti samþykktarinn- ar. „Við teljum að þessi lögreglu- samþykkt stangist á við Vatnalög- in,“ segir Þorsteinn Guðmunds- son, formaður klúbbsins. Félagið hefur áhuga á að sett verði upp æfingasvæði í Ölfusá. „Við meg- um eiginlega hvergi vera.“ Að sögn Þorsteins eru 50 til 80 manns í félaginu sem leggja stund á straumróður í ám. Það er eink- um hópur ungmenna í Hvera- gerði, á aldrinum 14 til 20 ára sem notar Ölfusána. „En við höfum skotist í hana með þeim.“ Hann segir Ölfusá ekki hættulega fyrir kajakræðara. Hjá lögreglunni á Selfossi fengust þær upplýsingar að leyfi lögreglustjóra þurfi til þess að fara um ána. - grs Engar reglur um gæslu barna í verslunarhúsum Engar regluger›ir vir›ast vera til um einkarekna barnagæslu, nema hjá dagmæ›rum sem eru undir nokku› ströngu eftirliti, í sumarbú›um barna og um barnagæslu í tengslum vi› skipulag›ar hátí›ir. Engar opinberar reglur gilda um barnagæslu á líkamsræktarstö›vum e›a í verslunum. BARNAGÆSLA „Ég hef fengið mikið af hringingum frá foreldrum sem eru að spyrjast fyrir um þetta,“ segir Herdís L. Storgaard, verk- efnastjóri barnaslysavarna hjá Lýðheilsustöð. „Ég veit að Heil- brigðiseftirlitið hefur verið að skoða þetta líka.“ Herdís segist hafa farið á fund Árna Magnús- sonar félagsmálaráðherra í fyrra og tekið málið upp. „Hann lofaði að reglugerð yrði samin, en ég hef ekkert heyrt frá honum síðan.“ Herdís telur þó ekki endilega að eitthvað sé að, en bendir á at- riði eins og tilkynningar á slysum og hvort þau séu skráð og hvort gera eigi kröfur um það að starfs- menn skili inn sakavottorði. Hún tekur líka fram að sum fyrirtæki sem annast barnagæslu hafa að eigin frumkvæði sett sér strangar öryggiskröfur. Hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar fengust þær upplýsingar að það kannaði hús- næði þar sem barnagæsla fer fram. Engin sérstök ákvæði giltu þó nema almenn húsnæðisákvæði um hreinlæti, loftræstingu og þess háttar, en einnig væri gerð krafa um að ekkert væri þar sem hættulegt gæti talist fyrir börn. Eftirlitið hafi ekki þrýst á stjórn- völd um að setja reglugerðir. „Þetta hefur nokkrum sinnum komið til tals innan ráðuneytis- ins,“ segir Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra. „Ég hef ákveð- ið að láta fara fram úttekt á því hvar þetta er og meta í framhaldi af því þörfina á setja sérstakar reglur.“ Árni telur þetta þó ekki vera stórmál. „En þetta er mál sem er ástæða til að fara yfir.“ Hann á frekar von á því að úttektin leiði til þess að einhverjar reglur verði settar. grs@frettabladid.is Bresk hjúkrunarkona: Myrti flrjá sjúklinga BRETLANDI Bresk hjúkrunarkona sem ákærð var fyrir að hafa ráðið að minnsta kosti þremur sjúkling- um sínum bana fannst látin á heimili sínu í vikunni. Anne Grigg-Booth, frá Vestur- Jórvíkurskíri, átti að mæta fyrir rétt í vetur vegna morða á þremur rosknum konum, morðtilraunar á miðaldra karli og fyrir að hafa byrlað tólf sjúklingum til viðbótar eitur. Grigg-Booth neitaði hins vegar ávallt sök og er dauði henn- ar ekki talinn hafa stafað af óeðli- legum orsökum. Lögregla segir mögulegt að mun fleiri hafi látist af völdum konunnar. ■ FÁNASTÖNG Á BÍLDUDAL Virðuleg fána- stöng á Bíldudal verður eitt af viðfangsefn- um væntanlegs flaggara í Vesturbyggð. Bæjarstjórn Vesturbyggðar: Augl‡sir eftir flaggara ATVINNA Bæjarstjórn Vestur- byggðar auglýsir á vefsíðu sinni eftir áhugasömum manni til að sjá um að draga fána að húni á fána- stöngum á Bíldudal og Patreks- firði þegar tilefni er til flöggunar. Hingað til hafa bæjarstarfs- menn séð um að draga fána að húni og taka þá niður aftur en því getur fylgt nokkur kvöð þar sem oft þarf að vakna eldsnemma á frí- og hátíðardögum að sögn Elín- borgar Benediktsdóttur bæjar- stafsmanns sem hafði þetta verk með höndum í sumar. Að sögn Guðmundar Guðlaugs- sonar bæjarstjóra Vesturbyggðar hafa nokkrir haft samband vegna starfans en frestur til að sækja um rennur út á morgun. - jse KAJAK RÓIÐ Í ÖLFUSÁ Guðmundur Vigfússon úr Kayakklúbbnum sést hér róa kajak sínum í Ölfusá. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V Ö LU N D U R VANTAR REGLUR UM BARNAGÆSLU Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að láta fara fram úttekt á þörfinni fyrir reglugerð um barnagæslu sem rekin er af einkaaðilum. Myndin er úr safni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.