Fréttablaðið - 01.09.2005, Page 31

Fréttablaðið - 01.09.2005, Page 31
3FIMMTUDAGUR 1. september 2005 Kínverskur varningur streymir til Evrópu í meira magni en nokkru sinni fyrr. Það á við um vefnaðarvöru, fatnað, skó og fleira. Sam- keppnin við ódýrt vinnuafl í Asíu er ekki auðveld í heimi þrjátíu og fimm vinnustunda, verkalýðsfélaga og verkfalla. Milljónir peysa og bola eru í höfnum í Evrópu vegna þess að innflutningskvótar Evr- ópusambandsins hafa verið notaðir upp í topp. Fataiðnaðurinn ber sig illa hér í Frakklandi, sérstaklega í lægri verðflokkum en í lúxus- iðnaðinum eiga kínversku framleiðendurnir litla möguleika enn sem komið er, eitthvað verður að réttlæta verðið. Skógerð er nánast að deyja út í Frakklandi, landi tískunnar. Fyr- ir tíu árum voru framleiddar hér í landi 155 milljónir skópara á ári en á síðasta ári var þessi tala komin niður í 55 milljónir. Í síðustu viku lögðu tveir þekktir skóframleiðendur í lúxusgeiranum upp laupana og lokuðu verksmiðjum sínum, Charles Jourdan og Stép- hane Kélian. Búðirnar eru þó enn opnar. Þar með missa um 500 manns vinnuna. Að auki eru þessar verksmiðjur, líkt og frystihús í sjávarþorpum á Íslandi, eina vinnan í boði fyrir heimafólk og ekkert nema atvinnuleysi sem bíður. Smám saman hafa búðir með kín- verska skó komið í staðinn fyrir þær sem áður seldu franska skó. Fyrir utan alla skóframleiðslu sem kemur frá Ítalíu. Eins franskt og tískuhús Yves Saint Laurent getur verið, þá eru allir skór þar fram- leiddir á Ítalíu. Þetta á reyndar við um fleiri frönsk tískuhús. En meira að segja á Ítalíu, í landi leðurvöru og skóframleiðslu, bera menn sig illa vegna kínversku samkeppninnar og segja skófram- leiðslu á undanhaldi. Því er ekki ólíklegt að sama þróun eigi sér stað þar og í Frakklandi. Einn af örfáum sem er eftir, ef ekki sá eini sem enn framleiðir lúxusskó hér í landi, er Robert Clergerie. Þessi hönnuður segir sjálf- ur að það sé vegna þess að hann er enn til staðar í fyrirtækinu og fylgist með öllu, frá hönnun til framleiðslu að sölu. Þau tvö fyrirtæki sem hættu í vikunni sem leið höfðu einmitt verið seld og sett í hend- urnar á öðrum sem ekki þekktu haus né sporð á skógerð. Þau höfðu verið gleypt í sameiningarferli stórfyrirtækja þar sem fjárfesting á að skila arði til eigenda. Hjá Clergerie er hver einasti skór handunn- inn frá upphafi til enda eftir aldagömlum hefðum. Þar er sömuleið- is lykillinn að tilvist hans sem og í stöðugri endurskoðun og nútíma- legri hönnun. Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Hver einasti skór handunninn Stjörnurnar í Hollywood keppast nú við að hanna föt undir sínu nafni og nýjustu fregnir herma að Justin Timberlake sé að fara af stað með eigin fatalínu í sam- starfi við besta vin sinn Trace Ayala. Að sögn Justins verður fatalínan hönnuð með uppruna þeirra Trace í huga. Sveitastíllinn verður áberandi en töffaraskap- urinn og götustíllinn mun einnig svífa yfir vötnum. Fatalínan verður seld undir merkinu William Rast. Nafnið er sett saman úr fornafni afa hans Justins og eftirnafni afa Trace. Aðspurður um nafnavalið sagði Justin að þeir félagar hefðu bara valið persónur sem hefðu haft mest áhrif á þá og það væru afar þeirra beggja. Skartgripir betri fjárfesting en föt JADE JAGGER TEKUR ADIDAS-SKÓ FRAM YFIR HÁTÍSKUFATNAÐ TÍSKU- HÚSANNA. Tískudrósin og skartgripahönnuðurinn Jade Jagger hefur viðurkennt að hún sé ekki mikill aðdáandi hátískufatnaðar á borð við þann sem stóru tískuhúsin láta frá sér. „Ég held ég gæti ekki keypt mér kjól fyrir tugi þús- unda. Held það sé ekki góð fjárfest- ing, ólíkt skartgripum,“ sagði Jade í samtali við Vogue á dög- unum. Hún er þekkt fyrir frjálslegan fatastíl og hugsar meira um hvað henni þykir fallegt og þægilegt fremur en að elta tískuna. Máli sínu til stuðnings benti hún á Adi- das-skóna sína sem hún segist ganga í öllum stundum. Jade Jagger telur hátísku- fatnað ekki góða fjárfest- ingu. Justin Timberlake er mikill töffari. Nú hann- ar hann föt undir nafninu William Rast. Justin Timberlake me› fatalínu Justin Timberlake er að fara af stað með eigin fatalínu ásamt vini sínum Trace Ayala.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.