Fréttablaðið - 01.09.2005, Síða 79

Fréttablaðið - 01.09.2005, Síða 79
54 1. september 2005 FIMMTUDAGUR Fatahönnuðurinn MarínManda Magnúsdóttir eignaðist stúlkubarn 25. ágúst síðastliðinn með kærasta sínum, Danny Tanggaard Nielsen. Stúlkan kom í heiminn á Hvidovre Hospital í Kaupmanna- höfn en fjölskyldan er búsett þar. Á heima- síðu litlu stúlkunnar á www.barnaland.is kemur fram að fæð- ingin hafi tekið á móðurina enda hafi hún verið í tuttugu tíma að reyna að fæða frum- burðinn. Það kom þó ekki að sök og heilsast öllum vel. Mörgum þótti lítið fara fyrir jafn-ræði R-lista flokkanna meðal kjósenda sem spurðir voru í könnun Fréttablaðsins á mánudag. Fylgi flokkannna reyndist mismikið svo ekki sé meira sagt. Samfylkingin hefði fengið fimm fulltrúa í borgar- stjórn, Vinstri grænir einn og Fram- sóknarflokkurinn engann. Það rifjaðist upp fyrir gárungunumað jafnræðishugsjón Vinstri grænna í samningaþref- inu á dögunum virt- ist vera fólgin í því að í níu efstu sætum R-listans ættu að vera þrír frá hverjum flokki. Og svo sprunguviðræðurnar, nokkru áður en kjós- endur tilkynntu að hlutföllin ættu að vera fimm, einn og núll! LÁRÉTT 2 spyrja, 6 kind, 8 bein, 9 tæki, 11 klukkan, 12 byggingareining prótína, 14 sníkjudýr, 16 pípa, 17 hækkar, 18 lág- vær niður, 20 ónefndur, 21 nabbi. LÓÐRÉTT 1 rífa upp með rótum, 3 núm- er, 4 ávanabindandi efni, 5 kraftur, 7 lof- aður, 10 æviferill, 13 nálægt, 15 bjáni, 16 espa, 19 tveir eins. LAUSN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Stór Humar Medium Humar Sigin grásleppa 35 íslenskar hljómsveitir og tón- listarmenn hafa bæst við dagskrá Iceland Airwaves-tónlistarhátíð- arinnar sem fer fram 19. til 23. október. Á meðal þeirra sem hafa bæst við eru: Ghostigital, Singarpore Sling, Stórsveit Nix Noltes, Worm is Green, The Viking Giant Show, Lára, Lights on the Highway og Jakbínarína, sem vann Músíktil- raunir fyrr á árinu. Núverandi dagskrá hátíðarinnar sam- anstendur nú af sjötíu listamönn- um og hljómsveitum, þar af sextíu innlendum og tíu erlendum. Á næstu vikum bætist enn í hóp þeirra sem þar munu koma fram. Þrettán af 35 listamönnum og hljómsveitum sem hafa bæst við hafa ekki komið fram á hátíðinni áður. Má þar nefna Stórsveit Nix Noltes, sem spilar þjóðlagaskotna Balkan-tónlist, sólóverkefni Heið- ars úr Botnleðju, The Giant Vik- ing Show, sem slegið hefur í gegn með laginu „Party at the White House,“ og sólóverkefni Jöru, eða Jarþrúðar Karlsdóttur sem hefur sungið með sveitum á borð við Bang Gang og Singapore Sling. Einnig spilar á hátíðinni Jeff Who? sem hitar upp fyrir Franz Ferdinad á tónleikum þeirra í Kaplakrika annað kvöld. ■ 35 hljómsveitir bætast vi› JAKOBÍNARÍNA Hljómsveitin Jakobínarína, sem vann Músíktilraunir í ár, spilar á Iceland Airwaves í október. „Þetta byrjaði á því að kunningi minn gaf mér tvo miða á frumsýn- ingu þegar Þjóðleikhúsið var stofnað,“ segir Guðrún Árnadóttir sem er 89 ára gömul og hefur ekki misst úr frumsýningu síðan Þjóð- leikhúsið var vígt árið 1950. „Hann sagði mér að láta mig aldrei vanta á frumsýningar,“ seg- ir Guðrún sem hefur staðið við loforðið. „Sem lítilli stelpu fannst mér strax gaman að fara í leikhús. Ég bjó á Stokkseyri og missti aldrei af sýningum leikfélagsins þar. Á Stokkseyri var alltaf verið að biðja mig um að leika í sýningum en ég hafði engan áhuga á því,“ segir Guðrún sem valdi að verða hjúkrunarfræðingur og sinnti starfi sínu af ástríðu. Á seinni árum hefur Guðrún einnig lagt stund á bútasaum og hefur skapað ófá listaverkin í formi veggteppa og rúmáklæða. En hvað skildi það vera sem heillar Guðrúnu við að fara á leik- húsfrumsýningar. „Það er stemn- ingin,“ segir Guðrún en tekur það þó fram að hún heillast ekki af glamúrnum sem fylgir frumsýn- ingunum. „Ég fer ekki til að sjá forsetann heldur finnst mér skipta máli að sjá leiksýningar þegar enginn annar er búinn að sjá þær. Þá getur maður treyst því að enginn sé búinn að vera að blaðra um verkin,“ en Guðrún er ekki alltaf sammála almannarómi eða leikhúsgagnrýnendum fjöl- miðla. „Fyrir um sjö, átta árum las ég til dæmis gagnrýni eftir konu í Morgunblaðinu og ég var ekki sammála einu orði sem hún skrifaði. Það var eins og við hefð- um ekki séð sömu sýninguna.“ Starfsmenn Þjóðleikhússins hafa í gegnum tíðina kannast við Guð- rúnu og treysta á leikdóma henn- ar. „Einu sinni sagði vinkona mín að einn starfsmaður Þjóðleikhúss- ins spyrði hana alltaf sömu spurn- ingar að lokinni frumsýningu: „Hvað sagði Guðrún?“ Ef ég var ánægð með leikritið fullyrti hann að verkið yrði vel sótt.“ Meðal þeirra leikara sem eru í uppáhaldi hjá Guðrúnu er Stefán Jónsson. „Ég sá hann meðal ann- ars í Veislunni og mér finnst hann óaðfinnanlegur í öllu sem hann gerir bæði sem leikari og leik- stjóri,“ en Stefán leikstýrir jóla- leikriti Þjóðleikhússins. „Ég var að enda við að kaupa leikhúsmiða fyrir allt árið og er spennt fyrir vetrinum því mér finnst Tinna vera rétta manneskjan í leikhús- stjórastarfið. Ég er ekki búin að skoða alla verkefnaskrána en ég hlakka mest til að sjá fyrstu frum- sýninguna,“ segir Guðrún sem ætlar greinilega ekki að láta sig vanta í leikhúsið 14. október þeg- ar verkið Halldór í Hollywood eft- ir Ólaf Hauk Símonarson verður frumsýnt. thorakaritas@frettabladid.is GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR: DYGGUR ÞJÓÐLEIKHÚSGESTUR Í 55 ÁR Mætir alltaf á frumsýningu FRÉTTIR AF FÓLKI TÓNLISTIN Hef alltaf verið hálf föst í fortíðinni og öllu frá sjöunda áratugn- um: Velvet Underground, Stooges og Standells, Lee Hazlewood og Nancy Sinatra. Allt sem Jóhann Jóhannsson Apparat-maður gerir er líka snilld. Hlusta núna á Clinic, Hudson Wayne, Beck, Death in Vegas, Singapore Sling og tangóplötuna Gotan Project. BÓKIN Byrjaði loksins á Never Let Me Go eftir Kazuo Ishiguro og er hálfnuð, sem þýðir að restin verður lesin í kvöld, enda ofurheillandi bók. Svo er ég að lesa Kalla og sælgætisgerðina eftir Roald Dahl með smáfólkinu. BÍÓMYNDIN Leigði Hotel Rwanda um síðustu helgi og grét úr mér augun. Skammast mín gífurlega fyrir að vita of lítið um þjóðarmorðin í Rwanda og af- skipti Vesturlanda af ástandinu. Allir eiga að sjá þessa mynd. BORGIN Er heilluð af San Francisco. Borgin er svo lifandi, þar mætast margir menningarheimar, viss artí- stemning liggur í loftinu og hippafíl- ingur í gangi. Æðislegt fólk, matur, búðir og þessar snarbiluðu og bröttu götur. Náttúran í kring er stórfengleg, engin mengun; bara ferskur vindur frá hafinu. En ég bý í Reykjavík, þannig að hún hlýtur að vera uppáhaldsborgin. BÚÐIN Hér heima: Trilogia, Kron, Rokk og Rósir og Nonnabúð. Erlendis: Agn- és B, Paul and Joe, Harvey Nichols og Myla. Er húkkt á Fylgifiskum og Osta- búðinni á Skólavörðustíg. VERKEFNIÐ Þessa dagana tekur tíma- ritið Sirkus RVK mestan tíma og hugs- un. Afar skemmtileg, krefjandi og lif- andi vinna að móta nýtt tímarit. Vinn með góðu fólki sem hefur metnað til þess að gera vandaða og spennandi hluti. Höfum fengið virkilega góð við- brögð sem hvetja mann áfram á enn betri braut. ..fær leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fyrir að ráðast inn á nýjan vettvang og ætla að senda frá sér skáldsögu fyrir jól- in. HRÓSIÐ Apparat, Ishiguro, Ostabú›in og San Francisco AÐ MÍNU SKAPI ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON, RITSTJÓRI SIRKUS RVK. GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR Er oft ósammála leikhúsgagnrýnendum og kýs að sjá leiksýn- ingar áður en fólk fer að blaðra um verkin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ K LÁRÉTT:2inna,6ær, 8rif, 9tól,11kl, 12amínó,14afæta,16æð,17rís,18 suð,20nn,21arða. LÓÐRÉTT:1ræta,3nr, 4nikótín,5afl,7 rómaður, 10líf, 13nær, 15asni,16æsa, 19ðð. » FA S T U R » PUNKTUR » FA S T U R » PUNKTUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.