Fréttablaðið - 17.10.2005, Síða 71

Fréttablaðið - 17.10.2005, Síða 71
SPURNING VIKUNNAR á fasteignavef Visis 64% Minnka við mig Stækka við mig SPURNING SÍÐUSTU VIKU: Næst þegar ég skipti um húsnæði ætla ég að... 36% Verð á fasteignum mun á næstu mánuðum... ...hækka / ...lækka / ...standa í stað DRAUMAHÚSIÐ MITT PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON Vatnsrennibraut og einkadiskótekHús Menntaskól-ans við Sund við Gnoðarvog var upphaflega byggt fyrir Vogaskóla. Árið 1974 fékk hluti af starfsemi Menntaskólans við Tjörnina þar inni og tveimur árum síðar var hún flutt að öllu leyti úr Miðbæjarskólahús- inu inn í Voga. Vorið 1977 hlaut skólinn nafnið Menntaskólinn við Sund. Arkitekt að húsinu er Einar Sveinsson. Fyrsti áfangi þess var byggður 1957. Sá heitir Langholt. Þrísteinn var byggður 1961 og þriðji áfangi 1966. Þess má geta að öll herbergi skólans eru nefnd skemmtilegum nöfnum sem flest eru tekin úr nágrenninu. Tækjasalurinn heitir Brambolt, vinnuherbergi tækjavarðar Flækjan og aðalinngangurinn Andholt sem vísar til uppruna skólans við Tjörnina. Menntaskólinn við Sund er einn fimm framhaldsskóla í Reykjavík sem samþykkt hefur verið að byggja við. MENNTASKÓLINN VIÐ SUND ? Páll Óskar Hjálmtýsson á sér draumahús í huganum sem þarf ekkert endilega að verða að veru- leika en er mjög glæsilegt eins og hans er von og vísa. „Húsið mitt þarf náttúrlega að vera á stærð við sex- sjö Hilton-hótel,“ segir hann dreym- inn. „Þar flögra ég um og býð gest- um og gangandi í prívatbíóið mitt til að sýna þeim allar uppáhaldsmynd- irnar mínar við bestu fáanlega tækni. Svo eftir á förum við öll í vatnsrenni- braut niður í sundlaugina þar sem verður risastórt PÓ gullhúðað í botn- inn. Eftir að við erum búin að leika okkur í sundlauginni förum við á snyrtistofuna þar sem er boðið upp á manikjúr og pedikjúr og auðvitað komast allir í nudd. Svo förum við á mitt einkadiskótek og dönsum eins og vitleysingar. Í kjallaranum sem eitt sinn var fangaklefi er barnapössun. Þegar ég geng til hvílu fer af stað sjálfvirkur táblástur til að halda tán- um á mér hæfilega köldum.“ Palli sér fram á að búa þarna við allavega einn kött. „Það er kötturinn Gutti sem á sína einkasvítu og veiðilendur í garðinum.“ En honum liggur ekkert mikið á að koma sér upp þessu húsi. „Þetta draumahús má vera til í draumum mínum þangað til Guð leyfir annað og á meðan ég bíð er ég alveg ofsalega glaður og sáttur að búa í litlu sætu íbúðinni minni við sjóinn.“ SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 26/8- 1/9 195 2/9- 8/9 212 9/9- 16/9 204 17/9- 22/9 202 23/9- 29/9 199 30/9- 6/10 181 Örlítill samdráttur Aðeins dregur úr fjölda og veltu kaupsamninga. Lítillega dró úr fjölda og veltu þinglýstra kaupsamninga um fasteignir milli annars og þriðja ársfjórðungs þessa árs hjá emb- ættum sýslumanna á höfuðborg- arsvæðinu. Samdráttur í fjölda nemur 1,3% og veltu 2,1%. Á þriðja ársfjórðungi var þing- lýst 2.397 kaupsamningum og heildarupphæð veltu nam 56,3 milljörðum króna. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var 23,5 milljónir króna en var 23,7 millj- ónir á öðrum ársfjórðungi ársins. Þegar hins vegar þriðji árs- fjórðungur 2005 er borinn saman við þriðja ársfjórðung 2004 kem- ur fram aukning í fjölda kaup- samninga sem nemur 2,9% og aukning í veltu um 41,0%.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.