Tíminn - 06.01.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.01.1976, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 6. janúar 1976. TÍMINN 3 Geta ekki leitað vegna vonzkuveðurs BH-Reykjavik. — 1 gærkvöldi, þegar Timinn ræddi við Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðing, um borð i Arna Friðrikssyni, kvað Hjálmar skipið enn ekki vera komið á loðnumið, og allt væri enn i óvissu með loðnuleit að þessu sinni. Hefði skipið legið inni á Reyðarfirði þar til i gær, en það lagði af stað frá Reykjavik sl. föstudag. — Við erum núna 40 milur i austur frá Gerpi, sagði Hjálmar Vilhjálmsson, og það er vonzku- veðurog spáð versnándi. Ef veðr- ið verður svona til lengdar, förum við aftur til lands, annars höldum við sjó og sjáum til. Raunar erum við ekki einskipa hérna. Pétur Jónsson er hérna rétt fyrir norðan okkur á leið á loðnumið. Ætli hann verði ekki fyrstur, ef það verður eitthvað að hafa i þessari lotunni. Fundur baknefndar og samninganefndar A.S.Í. hófst i Tjarnarbúð kl. 14 j gær og stóð fram á kvöld. Þar var samþykkt að skora á félög og fé- lagasamtök innan ASÍ að afla sér verkfallsheimildar hið allra fyrsta. Einnig var á fundinum fjallað um hinar ýmsu sérkröfur félaganna. f dag verður samningafundur hjá sáttasemjara, hinn fyrsti á þessu ári. Timamynd Gunnar Ólafur Jóhannesson: Flutningaskipin koma varla að haldi við að hvekkja togarana Skjálfti við Kleifarvatn Oó-Reykjavik. Jarðskjálftar urðu á Reykjanesi i gærdag, og fannst harðasti kippurinn greinilega i Reykjavik. Upptökin voru rétt vestan við Kleifarvatn, og mældist sá harðasti 3,7 á Richterskvarða. Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur sagði i gær, að nokkru áður hefði mælzt minni kippur og nokkrir á eftir. Mesti kippurinn varð kl. 15.44. Bruni að Stað í Súgandafirði MÓ-Reykjavik. Klukkan að ganga sex i gærmorgun kviknaði I íbúðarhúsinu að Stað i Súgandafirði og brann það til kaldra kola. Brunalið frá Suðureyri kom á vett- vang, en fékk ekki við neitt ráðið. Húsið var járnklætt timburhús frá þvi um alda- mót. Á Stað býr Þórður Agúst Ólafsson og missti hann auk hússins allt innbú sitt i brunanum. Auk hans voru tveir sy nir hans i húsinu og vinnumaður, en engan þeirra sakaði. FYRIR nokkru var staddur hér á landi i boði Borgarspitalans pró- fessor Olaf Alfthan frá Helsinki. Hann er vel þekktur á Norður- löndunum i sérgrein sinni, sem er þvagfærasjúkdómar. Kom hann hingað til lands að framkvæma aðgerðir við þvagleka og jafn- framt til fyrirlestrarhalds i sér- grein sinni. Prófessor Alfthan framkvæmdi tvær skurðaðgerðir á sjúklingum i Borgarspitalan- um. Þessar aðgerðir tókust báðar með miklum ágætum. Notaði hann nýja aðferð við þessar að- gerðir, aðferð sem upprunalega er fr5 Bandarikjunum, og hófust þessar aðgerðir þar fyrir 4 árum. Er prófessor Alfthan einn fyrsti læknirinn á Norðurlöndum, sem MÓ-Reykjavik — Á laugardags- kvöldið kom varðskipið Ægir hóp togara fyrir austan land, með ljós eins og kaupskip, að hóp togara fyrir austan land. Tókst þvi þá að skera á togvira tveggja brezkra togara. Jökulfellið var þar einnig á ferð á sama tima. Þá kom Fjallfoss á slóðir togaranna og urðu þeir mjög hræddir og kölluðu á verndarskip og hifðu upp vörpur sinar. Hafa þvi ýmsir fengið þá hugmynd að rétt væri að nota kaupskipaflotann til að trufla veiðar Bretanna. Þvi sneri Timinn sér til forstjóra skipadeildar SIS og forstjóra Eimskipafélagsins og spurði hvort hugsanlegt væri að nota vöruflutningaskipin til að trufla veiðar Bretanna á leið sinni um miðin. Hjörtur Hjartar hjá skipadeild SIS sagði, að það hefði ekki komið til tals, enda sigldu vöruflutn- ingáskipin yfirleitt grynnra en togararnir héldu sig. Sér væri ekki kunnugt um að nein tilmæli hefðu komið frá stjórnvöldum um þessa aðgerð framkvæmir. Mikils er vænzt af þessari að- 'ferð, sem kennd var læknum Borgarspitalans, og leysir hún á auðveldan og hagkvæman hátt vanda þeirra, er við áðurnefndan sjúkdóm eiga að stríða. Er það von allra, er við þessi mál fást, að framhald verði á þessum að- gerðum.Nauðsynlegtæki til þess- ara aðgerða er hinsvegar mjög dýr, en vonir standa til að þau lækki þegar frá liður. Auk áður- nefndra aðgerða flutti próf. Alft- han fyrirlestur i Domus Medica. Fyrirlesturinn fjallaði um krabbamein i nýrum. Var hann fjölsóttur, og var gerður góður rómur að erindinu. að beina skipunum á miðin, enda væri með öllu óljóst, hvort slikt kæmi að nokkru gagni. Óttar Möller hjá Eimskipafé- laginu sagði, að ekki hefði nein beiðni þar að lútandi komið frá stjórnvöldum, Ef slik beiðni berst mun stjórn Eimskipafélagsins taka afátöðu til hennar. Stjórn- endur Eimskipafélagsins munu ekki ótilkvaddir gefa skipstjórum sinum fyrirskipanir um einhverj- ar sérstakar siglingaleiðir, enda gæti orkað tvimælis, að einstök fyrirtæki hæfu aðgerðir i jafn viðkvæmri deilu. Slikt gæti haft öfug áhrif. Aðalatriðið væri, að öllum aðgerðum væri stjórnað af stjórn- völdum sem bezta yfirsýn hefðu yfir gang mála. Aðgerðir ein- stakra fyrirtækja gætu kallað á gagnaðgerðir og haft slæm áhrif, Kvaðst Óttar hafa verið á ferð i Bretlandi nýlega, og væri hann þess fullviss, að þar væri al- menningsálitið mjög hagstætt okkir nú. Þá hafði Tíminn samband viö Ólaf Jóhannesson dómsmálaráð- herra og spurði, hvort það hefði verið rætt hjá stjórnvöldum að nota vöruflutningaskipin til að trufla veiðar brezkra togara. Sagði dómsmálaráðherra, að slikt hefði ekki verið rætt ennþá. Vöruflutningaskipin sigldu yfir- Oó-Reykjavík. Sjópróf vegna árekstrar freigátunnar Andro- medu og varðskipsins Týs hinn 28. des. sl. fóru fram i borgardómi Reykjavikur s.l. laugardag. Brezka sendiherranum i Reykjavik var tilkynnt um sjó- prófið og honum boðið að senda fulltrúa, þar sem Andromeda er eign brezka rikisins. I svarinu, sem barst, var bent á að ekki væri siður brezku stjórnarinnar að senda fulltrúa til erlendra dóm- stóla, þóttbrezk herskip kynnu að eiga hlut að máli. Meðal gagna, sem lögð voru fram við sjóprófið, var afrit af segulbandsupptöku, sem tekin var i loftskeytastöð varðskipsins Týs 28. des. Samtalið var á milli fréttamanns um borð i Lloyds- man og Toms Thundercliff tog- araskipstjóra, sem er milligöngu- maður milli togaranna og brezka flotans á islandsmiðum. Hann er um borð i herskipinu Andromedu. Meðal þeirra setninga, sem þeim fóru á milli var eftirfar- andi: Fréttamaður: Hvenær varð áreksturinn?” leitt fjarri miðum togaranna, og væri þvi ekki hægt að gera ráð fyrir að þau kæmu að miklu haldi til að hræða togarana. Áður en farið yrði að beina slikum tilmæl- um til vöruflutningaskipanna, yrði margt að athuga, þvi ekki væri vist, að gott væri að blanda þeim i þessa deilu. Thundercliff: ...og við sigld- um á byssubátinn. Við lúbörðum hann tvisvar (VVe gave him að bash twice), en i þriðja sinn gerðum við það ekki, og hann stöðvaði skipið.” Þetta samtal fór fram, áður en Bretar voru búnir að semja skipulegar fréttir af atburðinum. Þarna kemur greinilega fram. hver það var, sem sigldi á hvern. Annars kom litið nýtt fram i sjó- prófinu, nema helzt það, að Bret- ar lögðu á sinum tima mikla áherzlu á að Týr hefði bakkað, en i réttarhaldinu kom skýrt fram, að svo var ekki. Þór Steingrims- son, yfirvélstjóri Týs, var i vélar- rúmi, og þar gefa mælar og önnur atriði greinilega til kynna, ef skipið bakkar. Aftur á móti hægði Týr mikið ferðina og stöðvaðist. og herskipið sigldi á mikilli ferð framhjá. Við slikar aðstæður sem þarna voru, reyna varðskips- menn fyrst og fremst að komast undan höggum herskipanna, en sækja ekki undir þau, eins og Bretar hafa haldið fram i þessu tilviki. Sjóprófum er lokið. Harðir skjálftar nyrðra Oó-Reykjavfk. Kl. 12.41 i gærdag varð harður jarðskjálftakippur við Kröflu. Mældist hann 4,5 stig. Upptök hans voru um einn km frá Kröfluvirkjun, á um tveggja km dýpi. Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur sagði, að þessi kippur sýndi greinilega, að jarð- skjálftavirknin væri að færast sunnar aftur, og yrðu menn að hafa augun opin fyrir þvi, að þarna gæti byrjað að gjósa aftur, en ekki væri þó hægt að spá um það með vissu, eins og nú horfði. Landhelgisgæzluflugvélin Sýr flaug yfir Kröflusvæðið siðdegis i gær, og þá tilkynnti Sigurjón Hannesson skipherra, að minni gufu legði upp af gosstöðvunum Finnskur prófessor í boði Borgarspítalans en siðast, þegar flogið var þar yfir. t Kelduhverfi voru stööugar drunur i allan gærdag og nokkrar jarðhræringar. Aðfaranótt sunnudags varð mikill skjálfti fyrir norðan og mældist stærsti kippurinn þá 4,8 stig. Hann átti upptök sin á Álfs- heiði. Talsverður gauragangur varð i stöðvarhúsinu við Kröflu er kipp- urinn reið þar yfir i gærdag, en ekki er kunnugt um að skemmdir hafi orðið á byggingunni. GuSmundur Kjærnested skipherra á Tý fyrir sjódómi s.I. laugardag. Timamynd Róbert. Sjópróf vegna ósiglingarinnar: Herskipið sigldi tvisvar á Tý

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.