Tíminn - 06.01.1976, Side 14

Tíminn - 06.01.1976, Side 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 6. janúar 1976. Óvelkominn gestur Conway fór aldrei á fætur fyrr en um miðjan dag...fóru þau til Jake, áköf og eftirvæntingarf ull. Jake var ófríð- ur, hjólbeinóttur kúreki með hlýjan glampa í hvössum augunum, sem var andstæða skarpra andlitsdrátta hans. Kurteis og alvarlegur á svip hlustaði hann á ráðagerðir þeirra, og orðalaustgekk hann inn í stallinn og kom aftur með fallegan, rólegan hest. — Þessi heitir Jenný. Hún er ágæt handa ungfrúnni. En hvað með þig, ungi maður? Davíð hristi höfuðið. — Nei, mig vantar ekki hest næstu dagana. Ég fer með Jane niður á beitarakurinn við Skökkugjá, þá get ég kennt henni að fara á bak, stilla istöðin og svoleiðis. Þegar hún er orðin vön hnakknum, förum við lengra. — Allt í lagi, drengur minn, eins og þú vilt. Hann horfði á eftir þeim, þar sem þau gengu niður rykugan stíginn sem lá að baki húsinu, þangað til þau hurfu. Hann varð hugsandi á svip. Eitthvað við þessa stúlku minnti hann mjög á móður drengsins. Þetta var vel úthugsað hjá henni, að vekja áhuga drengsins á þenn- an hátt, það varð hann að viðurkenna. Hann brosti. En hún var alltof góð handa Dick hinum unga. Ef tir hádegið voru skólabækurnar sóttar inn í herbergi Dicks og þau sátu bogin yfir þeim langt fram á dag. David var harla ánægður með f ramfarir Jane á hestbaki og taldi að hún væri fædd knapi, en hún f yrir sitt leyti var ánægð með að komast að þvi að hann var iðinn og áhuga- samur nemandi. Þau gætu lesið mikið á einni viku, hugs- aði hún og brosti með sjálfri sér. David var orðinn svo niðursokkinn í bækurnar, að það var nær ómögulegt að fá hann til að leggja þær frá sér, og dag einn þegar Neil kom f yrr en venjulega heim, upp- götvaði hann, hvað þau voru að aðhafast. Hann var kominn gegnum forstofuna innan úr húsinu og stóð andartak og hallaði sér upp að dyrastaf num út að veröndinni, meðan hann virti fyrir sér dökkt höfuð Davids við hlið rauðbrúnna lokka Jane, sem gljáðu í sól- inni. Hún var í fölgrænum bómullarkjól, ermalausum og dálítið flegnum, svo háls hennar og hnakki komu vel í Ijós. Allt í einu hló hún að einhverju sem David sagði, leit upp og kom þá auga á Neil, sem kom gangandi eftir ver- öndinni í átt til þeirra. — Jæja...! Þannig eyðirðu þá tímanum, Jane. Það er líklega ekki sérlega skemmtilegt, þar sem þú átt að vera i sumarleyfi. — Þvert á móti, mér fellur þetta mjög vel. David er góður nemandi. Stóru, grænu augun horfðu á hann lítið eitt ögrandi, en hann sagði aðeins: — Haf ið þið nokkuð á móti því að ég setjist niður andartak? Hvers vegna ætti ég að haf a nokkuð á móti því? sagði Jane við sjálfa sig og var svolítið gröm? Var hann ekki vanur því að gera það sem honum sýndist hvort sem var? David brosti til bróður síns og augu hans Ijómuðu. — Janeer snillingur í landafræði, hún veit miklu meira en þú, Neil. — Hún nýtur þess að það er styttra síðan hún var í skóla en ég, sagði hann hægt. — Sjáðu hérna kortin, sem hún teiknaði af Evrópu, sagði David ákaf ur. — Sko, eru þau ekki góð? — Jú, þau eru það vafalaust...Neil tók blöðin og rann- sakaði þau gaumgæfilega. Jane notaði tækifærið til að virða fyrir sér vangasvip hans. Dökkt hárið var strokið aftur frá háu enninu og sterkleg hakan var örlítið framstæð, eins og ögrandi. Hún horfði á fíngerðar varirnar, sem aldrei brostu, eða ef þær gerðu það, hafði hún að minnsta kosti aldrei séð það. Beint nefið gerði það að verkum, að hann sýndist strangur á svipinn. Það fór hrollur um hana. — Er þér kalt? Hann leit upp og horfði á hana, þessum skýru, gráu augum. — Af hverju kallarðu hana aldrei Jane? spurði David alvarlegur. En hvað hann hef ur stranglegar augnabrúnir, hugsaði Jane og sá að hann lyfti annarri þeirra, eins og spyrj- andi.. — Þá segjum við Jane og Neil hér eftir. Hann settist og teygði frá sér langa fótleggina, svo betur færi um hann. — Hefurðu skipt um skoðun á mér? Mig minnir að þú haf ir kallað mig harðan og strangan, var það ekki? Gráu augun litu á hana, eins og hann skemmti sér. Jane leit fast á hann. — Ég hef ekki verið hérna nógu lengi til að segja um það. Dvaid tók að staf la saman bókunum og virtist ringlað- ur og í sömu andrá kom f rú Conway út á veröndina. Hún dró þykka bómullarhanska á vel snyrtar hendurnar. Hann vill kannski bara kynnast visindum okkar.... \ Já'.Hannmunl ^láta ykkur kenna sér og drepa ykkur svo! illi mMMÍ 1 1 ÞRIÐJUDAGUR 6. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigriður Schiöth les jólasöguna „Siðunaut” eftir séra Pétur Sigurgeirsson, Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Fiskispjall kl. 10.05: Asgeir Jakobsson flytur þáttinn. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Hljómplötusafnið kl. 11.00: Endurtekinn þáttur Gunn- ars Guðmundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Spjall frá Noregi.Ingólf- ur Margeirsson flytur. 15.00 Miðdegistónieikar: ís- lenzk tónlist. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Jólin kvödd. Barnatimi undir stjórn Gunnars Valdi- marssonar. Guðrún Birna Hannesdóttir les söguna „Jólaljósið” eftir Gunnar og Grimur M. Heigason les úr ýmsum þjóðsögum. 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Fagra veröld. Kvöld- stund með Tómasi Guð- mundssyni á 75 ára afmæli hans. Eirikur Hreinn Finn- bogason flytur erindi um skáldið og verk þess, lesið verður úr ljóðum Tómasar og sungin lög við ljóð hans. 20.20 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Stein- þórsdóttir kynnir. 21.00 Að skoða og skilgreina. Kristján Guðmundsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.40 Lúðrasveitin Svanur leikur. Sæbjörn Jónsson st jórnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „I verum”, sjálfævi- saga Theódórs Friðriksson- ar.Gils Guðmundsson byrj- ar lestur siðara bindis. 22.40 Jólin dönsuð út. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 6.janúar1976 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 „Nú er glatt....” LUðra- sveitin Svanur leikur undir stjórn Sæbjarnar Jónsson- ar. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.05 Benóni og Rósa. Fram- haldsleikrit i 6 þáttum, byggt á skáldsögum eftir Knut Hamsun. 3. þáttur. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. (Nordvision-Norska sjónvarpið). 22.00 Þjóðarskútan. Þáttur um störf alþingis. Umsjón- armenn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 22.40 Færeylngar og land þeirra I. Dönsk fræðslu- mynd um land og þjóð. M.a. er viðtal við William Heine- sen um skáldskap i eyjun- um, gamlan og nýjan. Lesin ljóð og kveðið. Þýðandi Jó- hannes Helgi. Þulur Krist- inn Reyr. Aður á dagskrá 10. desember sl. (Nordvisi- on-Danska sjónvarpið). 23.15 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.