Tíminn - 06.01.1976, Blaðsíða 11
10
TÍMINN
Þriðjudagur 6. janúar 1976.
Þriðjudagur 6. janúar 1976.
TÍMINN
11
Augnabliks innsýn í eilífðina
Tveir vinir tóku sig til og lögðu
upp i eitt mesta ævintýri okkar
tima. Tveir Suður-Týrólar, Rein-
hold Messner og Peter Habeler
réðust einir sins liðs til uppgöngu
á átta þúsund metra háan fjalls-
tind.
Messner átti hugmyndina að
þessari fifldirfsku. Hann hafði þá
skömmu áður orðið frá að hverfa,
þegar stör leiðangur, sem hann
var i, varð að gefast upp við
göngu á tindinn Makalu, sem er
8481 metri á hæð. Makalu hefði
orðið þriðji tindurinn yfir 8000
metrum á afrekaskrá Messner og
honum sveið ósigurinn, ekki hvað
sizt vegna þess, að enginn fjall-
göngumaður hafði klifið þrjá átta
þúsund metra háa tinda.
Hugmyndin sem Messner fékk
var að fá annan mann til liðs við
sig til að klifa The Hidden Peak i
Karakorum-Himalaja, en hann er
8068 metra hár og þar af eru 2000
metrar snarbrattur isveggur. Og
þetta skyldu þeir gera einir —
bara þeir tveir!
Til atlögu við slikan tind höföu
aðeins lagt tiu til tólf manna
leiðangrar, sem höfðu sér til að-
stoðar ótal burðarmenn til að rog-
ast með farangur i tonnatali.
Japanirnir, sem klifu Mount
Everest 1972, höfðu 10.000 burðar-
menn i sinni þjónustu. Tveggja
manna atlaga að slikum tindi var
álitin öruggt sjálfsmorð.
Messner vissi strax, hvern
hann vildi fá fyrir félaga. Sá bjó i
Mayrhofen i Zillertal, hét Peter
Habeler, var 33ja ára og starfaði
semyfirmaður við þjálfunarskóla
austurriskra fjallaleiðsögu-
manna. Þeir Habeler höfðu áður
stundað fjallgöngur saman og
Messner vissi, að Habeler var
djarfur og öruggur fjallgöngu-
maður.
Messner hringdi til Mayrhofen,
en þá var Habeler sagður i fjall-
göngu og óvíst hvenær hann kæmi
aftur. Messner bölvaði. Honum
þótti súrt i broti að verða að gefa
hugmyndina upp á bátinn svo
fljótt, en þegar minnst varði
hringdi Habeler. Ferð hans hafði
orðið mun styttri en ráð var fyrir
gert, og þegar Messner hafði sagt
honum frá hugmynd sinni, svar-
aði Habeler stutt og laggott: —
Ég er tilbúinn til að fara með þér.
Timinn var naumur og undir-
búningurinn stóð aðeins i tiu
daga. Þá voru þeir komnir með
útbúnaðinn. Tvö smátjöld. Hart
brauð, pylsa, ostur, súputening-
ar. Tvær myndavélar og litil
kvikmyndavél.
Fyrsta júli hóf Reinhold Messn-
er dagbók sina:
— A morgun á hann að byrja.
Minnsti leiðangur, sem nokkru
sinni hefur lagt af stað til að klifa
átta þúsund metra hátt fjall.
Stundum finnst mér þessi áætlun
vera allt að þvi geðveikisleg.
Nú hófst flug frá Munchen yfir
Frankfurt og Kairo til
jiakistönsku hafnarborgarinnar
Karatschi. Næturflug upp til
Rawalpindi, gömlu virkisborgar-
innar i norðurhluta landsins.
Þar tóku við timafrek forms-
atriði eins og þau tiðkast i Austur-
löndum. Þúsund dollara til ferða-
málaráðuneytisins fyrir leyfið
fyrir leiðangrinum. Hundrað doll-
ara tryggingargjald fyrir burðar-
mennina upp að fjallinu og fyrir
kaptein Kalid, innfædda leið-
sögumanninn. Kalid mun túlka
fyrir þá og gæta þess stranglega,
að þeir haldi sig við ákveðna leið.
Loks þann 12. júli er flogið
áfram til Skardu, þaðan sem þeir
leggja á tindinn. Skardu er ryki
þakið fjallaþorp. Nú er þvi bætt
við, sem með þarf af útbúnaði.
Eldunartæki, bensin, matar-
áhöld, mjöl, þurrkaðar rúsinur.
13. júli er farið af stað frá
Skardu til Hidden Peak i
Karakorum-Himalaja. Með tólf
burðarmenn og 200 kg. farangur.
Þeir berjastáfram yfir 52 kiló-
metra langan Baltorojökulinn,
yfir urðir og svell, Yfir æðandi
fljót og undir gjábakka, sem
grjótið hrynur úr.
15. júli: Litla lestin okkar teygir
sig meðfram hinu ólgandi Braldo-
fljóti. Fram að hádegi gengur allt
vel, þrátt fyrir bleytu og rigningu.
Allt i einu, —ég er i miðri röðinni,
koma burðarmenn á móti mér.
Þeir hlaupa óttaslegnir til baka.
Þegar ég kem að staðnum, sem
þeir sneru við á, stend ég lika
agndofa. Leirfljót, sem ber með
sér steina á stærð við mannshöfuð
þýtur þarna áfram. Eftir nokkra
umhugsun ákveðum við að
strengja yfir það kaðal.
Viö berjumst áfram ýmist und-
ir brennandi sól, gegnum haglél,
hrið og þykka þoku.
20. júli: Þetta er stórkostlegt
kvöld. Viö hvilum okkur i Liligo,
við ýaðar hins risastóra jökuls og
2000 metra háir granitveggir
Trango hnjúkanna eru ljósrauðir.
Ég er ánægður með burðarmenn-
ina. Ég lét þá hafa hinn daglega
vindlingaskammt sinn núna.
24. júli erum við komnir i 5150
metra hæð. Við ákveðum að hafa
bækistöðina hér.
24. júli: Burðarmennirnir áttu
eftir niu klukkustundir og þeir eru
dauðþreyttir, en þeir eru komnir.
Við borgum þeim, eins og um var
samið og látum þá fara aftur
niður.
25. júli: Við komum okkur fyrir
i bækistöðinni, og hvilum okkur
eftir gönguna hingað, en hún var
súerfiðasta sinnar tegundar,sem
ég hef upplifað i þeim 15 leiðöngr-
um, sem ég hef tekið þátt i áður.
25. júli: Veðrið er orðiö gott, og
ég get loks áttað mig á staðhátt-
um. Beint fyrir ofan okkur gnæfir
Hidden Peak 3000 metra upp i
loftið, óhugnanlega brattur.
Tindurinn virðist ósigrandi. Við
æjum við rönd skriðjökulsins
umkringdir is og möl, á heims-
enda, að þvi okkur finnst.
Nasstadaga notum viö til könn-
0' .
'&&■***
Leiöin til uppgöngu á Hidden Peak.
-m mm
a jm
unar. Leiðsögumaðurinn heldur
kyrru fyrir i bækistöðinni. Við
klifum upp i 6800 metra hæð, til
þess að venjast þunna loftinu og
til þess að finna staðinn, þar sem
við ætlum að ráðast á norður-
vegginn.
Siðan tók við þreytandi biðtimi.
Dögum sáman urðum við að biða
eftir heppilegu veðri til þess að
sigrast á tindinum.
8. ágúst: Loksins er veðrið
aftur orðið gott. Við leggjum af
staðf áhlaupiðá tindinn. Klukkan
5 um morguninn förum við á
fætur og klifum upp i um það bil
6000 metra hæð, þar sem við bú-
um okkur fyrsta næturstaðinn. A
morgun á að halda áfram, ef veð-
ur leyfir. Við útbúum fyrst bak-
pokana og förum svo snemma að
sofa. Við megum að sjálfsögðu
ekki flýta okkur um of, en heldur
ekki sofa af okkur áhlaupið á
tindinn.
Veðrið er gott, meira að segja
mjög gott. Við byrjum að elda
áður en bjart er orðið. Te og
mjólk með hafragrjónum. Klukk-
an sex skriðum við svo út úr tjald-
inu og höldum með þunga bak-
pokana að rótum norðurveggjar-
irís. Leynd ósk okkar er að klifa
þennan vegg — frá 6000 upp i 8068
metra á tveimur dögum. Fifldjörf
aætlun!
Klukkan sjö byrjum við að klifa
spegilgljáandi isvegginn. Hann er
mjög brattur (55 til 60 gráður) og
virðist vera óendanlega hár. En
við klifrum fet fyrir fet. Bergið er
laust i sér, og mun erfiðara en
norðurveggur Matterhom og is-
inn er harður. Við erum nú í 6700
metra hæð, sólin steikir vegginn
og hæðin og þunna loftið fer að
segja til sin. Oftar og oftar stönz-
um við, styðjum okkur við hak-
ann og blásum mæðinni. Ef veðr-
ið versnaði skyndilega væri um
ekkert annað að ræða en að snúa
við og reyna að komast i tæka tið
niður.
Isveggurinn mjókkar, verður
að rennu, verður enn brattari og
virðist slúta yfir okkur. Björg og
is skiptast á. Þetta er mjög erfitt
ogviðerum fengnir, þegar við um
hádegið náum öxl eða hjalla i 7000
metra hæð. Enn einn brattur
hjallinn, — og þá stöndum við i
7100 metra hæð — i dálitilli dæld.
Héðan — ákveðum við — að
leggja til atlögu við tindinn. Á
þessum tiltölulega slétta stað ætl-
um við að hafa okkar siðasta
næturstað. Við gröfum og jöfnum
til smápall þreyttir og silalegir og
setjum litla stormtjaldið okkar
upp og förum að sofa.
10. ágúst: Enn er hálfdimmt
úti. Ég hita te i tjaldinu, sem er
alisað, þar sem rakinn úr andar-
drætti okkar hefur sezt á tjald-
veggina að innan og frosið. Hér er
mjög þröngt og hver hreyfing
veldur erfiðleikum. Sem betur fer
er búið að ganga frá bakpokanum
fyrir siðustu lotuna á tindinn.
Peter ætlar að höggva sporin, ég
ætla að bera bakpokann með 16
mm kvikmyndavél, lyfjum,
neyðarvistum og filmum.
Rétt upp úr klukkan sex
skriðum við út, setjum á okkur
legghlifarnar, förum i úlpurnar,
setjum stormhúfurnar á höfuð
okkar og leggjum af stað upp á
við, dúðaðir eins og geimfarar.
Fyrstu hjallarnir eru ekki geipi-
lega brattir og broddarnir gripa
vel. En lengra fyrir ofan, ar sem
isinn teygir sig upp á við eins og
risavaxið S milli dökkra klett-
anna, þenst veggurinn aftur út.
Við verðum að klifra mjög var-
lega. Sólin er nú komin upp og
skin á klettavegginn, sem við
erum að klifra upp. Veðrið er
stórkostlegt. Svo langt sem augað
eygir sést ekki ský á himni.
Við verðum að halda áfram.
Hægt, óendanlega hægt komumst
við hærra og hærra. Við erum
komnir upp um 7600 metra og
einnig hér klifum við án súrefnis-
tækja. Tuttugu skref, þá tökum
Framhald á bls. 19
Messner (til vinstri) og Habeler. — Ævintýri er aðeins mögulegt, þar
sem hið ómöguiega er fyrir hendi, sögðu þeir, og kusu erfiðustu leiðina.
■ : 'c. -
Litla bækistöðin i 5150 metra hæö. Dögum saman biðu Messner og
Habeler eftir heppilegu veðri til þess að ráðast á tindinn.
Gangan yfir Baltorojökul yfir Is, urö og villtar kvislar. t baksýn risa
brattir tindar Kavakorum-Himalaya.
VERÐLÆKKUN
Jd, það er verðlækkun. Þann 1. janúar s.l. lækkuðu tollar d innfluttum gólf-
teppum úr 45% í 35%. Veljið Weston teppin d lækkuðu verði.
WESTON
DANSKA WESTON teppaverksmiðjan er ein stærsta
teppaverksmiðja Evrópu og þekkt fyrir gæða-
framleiðslu.
Til þess að gefa viðskiptavinum okkar færi á að kynnast
þessari úrvalsframleiðslu höfum við
/
mm
Peter Habeler á tindi Hidden Peak.
á Weston TEPPUM og gefur þar á að líta yf ir 100 mis-
munandi gerðir og liti, allt frá ódýrum gerviefnum og
upp í dýrustu alullarteppi.
Þér veljiðgerðina, við tökum málið af ibúðinni — og inn-
an þriggja til f jögurra vikna er teppið komið, nákvæm-'
lega sniðið á flötinn.
Þér greiðið aðeins eftir máli flatarins — þ.e.a.s. engin
aukagreiðsla vegna afganga.
Teppadeild • Hringbraut 121 • Sími 10-603