Tíminn - 06.01.1976, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 6. janúar 1976.
TÍMINN
7
hálfu rikisstjórnarinnar um hóf-
samlega gerð og búnað skipsins
miðað við áætlun um nýtingu og
siglingar, og virðast fyrri vinnu-
reglur hafa verið þverbrotnar að
þessu leyti og engin áætlun gerð
um nefnd atriði.
Ferjukostnaður
Þær upplýsingar hafa nýlega
komið fram opinberlega, að um-
rædd ferja, væntanleg i júni 1976,
muni sjálf kosta kringum 750
millj. kr., og ýmsir telja að sér-
stök hafnarmannvirki, ökutæki,
ýmiss konar búnaður og af-
greiðsluaðstaða i Þorlákshöfn, ef
ölí Reykjavikurvara á að vara i
gegnum þá höfn, svo sem gefið
hefur verið til kynna, muni varla
kosta undir 250 millj. kr., þannig
að þarna virðist mega reikna með
fjárfestingu nálægt 1.000 millj. kr.
Er fróðlegt að hugleiða nefnda
fjárfestingu með hliðsjón af áður-
greindum rekstarreikningi
Herjólfs á þessu ári, þar sem
tekjurnar virðast aðeins 32,2
millj. kr., en gjöldin hins vegar 80
millj. kr. og rekstrarhalli þvi 47,8
millj. kr.
Þar sem vitað er, að það er
fyrst og fremst bilaflutningur,
sem hefir þótt reka á eftir út-
vegun umræddrar ferju, hefði
mátt telja eðlilegt, að hægt væri
að sýna fram á, að tekjur af aukn-
um bilaflutningi myndu bera uppi
verulegan hluta af auknum
rekstrarkostnaði ferjunnar miðað
við Herjólf, en með tilvisun til
framangreindra upplýsinga,
munu flestir sjá, að litil von er
um, að bilaflutningurinn beri
nema örlitið brot af hinum aukna
stofn og rekstrarkostnaði. Kemur
það til, að ekki er hægt að búast
við svo að segja nokkrum flutn-
ingi annarra bila til eða frá Vest-
mannaeyjum en bila i eigu Vest-
mannaeyinga sjálfra. Varla
nokkrir ferðamenn, erlendir eða
innlendir, sem ekki eru beinlinis
búsettir i Vestmannaeyjum,
munu taka með sér bíla i kynnis-
ferðum þangað, enda óeðlilega
illa séð um fyrirgreiðslu við
ferðamenn i Vestmannaeyjum, ef
þess væri þörf, svo litlar sem
vegalengdir eru á Heimaey.
Vegna hinna stuttu vegalengda
hlýtur eign einkabila i Vest-
mannaeyjum einnig að hafa mjög
takmarkað gildi, en fyrning bila
þar er meiri en viðast annars
staðar vegna saltmettunar lofts
og nú gosefnafoks. Eigi þvi að
bætast mikill kostnaður á bilaeig-
endur fyrir að flytja bila sina
milli lands og eyja, þá mun það
vafalaust þegar draga úr bila-
eigninni og flutningunum. T.d.
munu þá þeir, sem ætla sér að
aka á meginlandinu um helgar
yfir sumarið i vaxandi mæli
geyma bilana uppi á megin-
landinu milli ökuferða og flytja
bilana aðeins einu sinni fram og
til baka milli lands og eyja yfir
sumarið.
Til þess að gefa nánari hug-
mynd um bilaflutninga Herjólfs
er þetta:
Bflar fluttir aðra ieiðina milli
lands og Vestmannaeyja.
1974 1975
Júli 327 303
Agúst 370 310
Jan.-Nóv. (i 11) mán 1532 1368
Nýting skipa
En ég sýndi fram á það á sinum
tima, að með fyllri nýtingu gæti
Herjólfur flutt i kringum 175
venjulega fólksbila á viku milli
lands og eyja t.d. i júli og ágúst,.
eðaum bað bil helmingi fleiri bila
en beðið hefir verið um að flytja
á árunum 1972, 1974 og 1975, og
auk þess gætu hringferðaskipin á
minnsta annatima sinum i
júlí—septemberhlaupið verulega
undir bagga um nefndan bila-
flutning, ef nauðsynlegt þætti, og
væri það miklu heilbrigðari ráð-
stöfun en leggja fé i rándýra bila-
ferju, sem myndi sigla með
mikið, dýrt tómarúm mestan
hluta ársins. En á nefndar
ábendingar var litt hlustað.
1 umræðum um tekjur Herjólfs
fyrir flutning bila, t.d. 1,3 millj.
kr. 1975, er æskilegt að almenn-
ingur þekki það, að af nefndu
farmgjaldi er mjög ætlazt til að
skipið greiði öll tjón, sem verða i
flutningunum, en eingöngu fyrir
þá áhættu vilja vátryggingafélög-
in hér fá 1,5+0,75 = 2,25% fyrir
flutning fram og til baka og þó
með nokkrum bótafrádrætti i
hverju tjóni. Felur þetta i sér, að
af 730 bilum, sem áætlað er að
Herjólfur flytji á þessu ári, myndi
áhættuiðgjald vátryggingafélag-
anna samsvara þvi að 16,4 bilar
eyðilegðust. En áætlist hver bill
að meðaltali á 1.200 þús. kr., sem
er auðvitað lágt mat, samsvarar
þetta nærri 20 millj. kr. iðgjöld-
um.
Ætti þetta að sýna að viðskipta-
staða Herjólfs i sambandi við um-
ræddan bilaflutning hefir verið
býsna hæpin, enda þótt útgerðin
hafi ekki haft lagaskyldu til að
bæta t jón i jafn rikum mæli og vá-
tryggingafélag, sem beinlinis
hefði tekið að sér umrædda flutn-
ingaáhættu gegn sérstöku gjaldi.
En heppnin hefir verið með, og
engin meiriháttar tjón hafa orðið
i bilaflutningum Herjólfs, svo
minnisstætt sé.
Tekjuhorfur
Forsvarsmenn ferjunnar munu
benda á, að þar sem reiknað sé
með að aka bilum út og inn úr
skipinu, geti það fengið sem
auknar farmgjaldatekjur það,
sem nú er greitt fyrir upp- og út-
skipun — og er samtals litlu
hægra en farmgjaldið — en i
þessu sambandi ber að athuga, að
upp- og útskipunargjöldin hafa
hjálpað til að greiða ýmsan fasta-
kostnað afgreiðslumanna, og falli
þessar tekjur þeirra niður, verður
væntanlega að láta nokkuð i stað-
inn. Þarna verður þvi varla um
að ræða neina stórvægilega tekju-
bót, og keyrsla bila út og inn úr
skipi mun heldur ekki verða eins
einföld og ýmsir kynnu að ætla,
þvi að varla mun verða hjá þvi
komizt aö binda eða skorða alla
bila á öruggan hátt, þótt þeir séu i
lest, til varnar gegn slikri áhættu
og stórtjónum, eins og nýlegt
dæmi er um i Akranesferjunni.
Rúmlega 60% af flutningatekj-
um Herjólfs i heild á þessu ári eru
farmgjöld fyrir aðra nauðsynja-
vöru en bila, þar með mjólkur-
flutningastyrkur, sem er aðeins
nokkur hlutaruppbót vegna þess
að minni flutningskostnaður er
lagður á mjólkurvörurnar en
flestar aðrar vörur, þrátt fyrir
meiri tilkostnað á ýmsan hátt. En
i sambandi við nefndan 60%
tekjustofn skal vakin athygli á
þvi, að Herjólfur hefir ásamt
hringferðaskipunum (Esju og
Heklu) fullnægt mjög sæmilega
flutningaþörf Vestmannaeyja,
þannig að á þessu meginsviði
teknanna mun tilkoma ferjunnar
varla framkalla neitt aukið vöru-
magn, og virðist þvi tekjubót
fyrst og fremst bundin við hækk-
un farmgjaldataxta. Myndi talið
óþægilegt að hafa þá hækkun
meiri en fyrir hin strandferða-
skipin, sem hlytu að gripa inn
með likum hætti og áður, bæði
vegna beinnar tengingar Vest-
mannaeyja við aðrar hafnir en
Reykjavik og Þorlákshöfn og
einnig vegna flutnings á þungum
og fyrirferðarmiklum stykkjum,
sem ekki myndu henta ferjunni
frekar en Herjólfi.
Nærri 33% af tekjum Herjólfs á
þessu ári eru fyrir farþegaflutn-
ing.ensvosem áður er fram tekið
er meðgjöf rikisins nú hlutfalls-
lega miklu meiri en flest ár áður,
sem óliklegt er að verði látið
haldast til langframa, hvaða skip
sem annast flutningana.
Auðvitað hafa hin mikið niður-
greiddu fargjöld laðað marga
farþega að sjóðleiðinni, en verði
sjóleiðafargjöldin hækkuð i svip-
að horf og kringum 1970 og áður
með tilliti til hlutfallslegrar
niðurgreiðslu og samræmis við
flugfargjöld, þá er hætt við að
sæki i sama horf i rekstri um-
ræddrar ferju og reynslan sýndi i
rekstri Herjólfs á sinum tima, að
farþegarými ferjunnar verði að
jafnaði illa nýtt.
Sú þróun, að fólk kjósi að
ferðast flugleiðis á umræddri leið
og leiðum, mun ekki verða stöðv-
uð og framfaramöguleikar á þvi
sviði reynast meiri en á hinu svið-
inu. Hins vegar virðist nauðsyn-
legt að fólk i ýmsum byggðum
hafi eftir efnum og ástæðum
þjóðarinnar hóflegt öryggi i sjó-
ferðaflutningi fólks, þegar aðrar
sanigöngur eru stopular, og sé
ekki gert ósanngjarnlega upp á
milli ibúa liinna ýmsu byggða i
þessu efni.
Ferðatilhögun.olía
og vátrygging
Ekki er vitað með neinni vissu,
hvernig forráðamenn hinnar um-
ræddu ferju hugsa sér að láta
hana sigla, og mun enn allt á
huldu um það, sem einkennilegt
má teljast fyrir svo gifurlega
fjárfestingu með 80% rikisá-
byrgð.
A.m.k. sumir forráðamenn
munu hugsa sér eingöngu Þor-
lákshafnarferðir, en i þvi sam-
bandi mun óráðið, hvernig á að
koma fyrir flutningum milli
Reykjavikur og Þorlákshafnar og
hver á aö kosta þá, Sömuleiðis
viröist eðlilegt að litið sé á vega-
kostnað.
Upplýst er, að ferjan eigi að
hafa 2400 ha. aðalvél, 50% meira
en hringferðaskipin Esja og
Hekla og 150% meira en Herjólf-
ur, sem væntanlega þýðir að
sama skapi meiri olíueyðslu fyrir
siglingu jafnmargar klukku-
stundir með tilsvarandi álagi.
Til að gefa nánari hugmynd um
oliukostnað aðalvéla nefndra
skipa á klst. miðað við fullt álag
og núverandi verðlag gasoliu og
smuroliu er þetta:
Oliukostnaður á klst.
(miðað við verð gasoliu kr. 29,- á
litra og smuroliu kr. 116,- á litra)
Kr.
Esja/Hekla 9.397,-
Herjólfur 5.638,-
Ferjan 14.096,-
Með fullu álagi og nefndum
kostnaði á klst. getur Herjólfur
við sæmileg skilyrði veðurs og
sjólags siglt aðra leiðina milli
Vestmannaeyja og Þorlákshafn-
ará réttum 3 timum, oliukostnað-
ur kr. 16.914,-, en ferjan mun með
hliðstæðu álagi ekki þurfa nema 2
1/2 klst., oliukostnaður kr.
35.240,-.
Þannig virðist 30 minútna
timasparnaður á siglingu nefnda
leið kosta kr.:
35.240,-
-t- kr. 16.914,-
kr. 18.326,-
Hitt er svo annað mál, að
venjulega eru strandferðaskipin
látin fórna nokkrum ganghraða
til tiltöpulega mun meiri oliu-
sparnaðar, og af þeirri ástæðu er
venjuiegur siglingatimi Herjólfs
milli Vestmannaeyja og Þorláks-
hafnar með vilja lengdur úr 3
klst. um 30—40 minútur. En hið
sama mun væntanlega gerast i
sambandi við ferjuna, að hún
verði ekki látin sigla með fullu á-
lagi vélar og 16 milna ganghraða
heldur skertu álagi, og verði þá
aðeins kringum 1/2klst. mismun-
ur á notuðum ti'ma skipanna aðra
leiðina milli Vestmannaeyja og
Þorlákshafnar. En hlutfallið milli
oliukostnaðar skipanna með
nefndum sparnaði, mun væntan-
lega verða mjög likt og með fullu
álagi. Svo sem áður er greint, er
búizt við, að oliunotkun Herjólfs
verði 13,34 millj. kr. á þessu ári,
án þess inn komi nema að litlu
leyti nýleg 20% verðhækkun
brennsluoliu úr 24 i 29 kr. á litra,
og um eða upp úr næstu áramót-
um er búizt við enn frekari hækk-
un oliunnar um 5—10%. Það virð-
ist þvi liklegt, að oliunotkun
Herjólfs á næsta ári myndi fara
upp i 17 millj. kr. með venjulegri
útgerð allt árið.
Samanburður hjálparvélaraf-
ala i Herjólfi og ferjunni virðist
vera sem hér greinir:
Herjólfur 4 rafalar 218 kw.
Fer ja n 4 ra fa lar 1248 kw.
Rafalar ferjunnar hafa þvi
6-falda orku miðað við Herjólf og
nokkra aukaoliu þurfa vélarnar,
sem knýja rafalana.
Það er þvi varla hægt að hugsa
sér, að eytt sé i slikan vélakost.
sem i ferjunni á að vera. ef henni
er ætlað að sigla svo fáar milur og
klst. á ári, að hún eyði a.m.k.
helmingi meiri oliu en Herjólfur.
En sigli ferjan til þjónustu jafn-
margar klst. á ári og Herjólfur
hefur gert, þá sýnist ekki ástæða
til að reikna með minna en 25,5
millj. kr. i auknum oliukostnaði.
þvi að hin mikla hjálparvélaorka
mun væntanlega taka til sin oliu
fyllilega á móti langdregnari
notkun lyftitækja Herjólfs i lestun
og losun. Má einnig benda á hitun
stærra farþegarýmis i ferjunni,
loftblástur i lestum o.fl.
Þótt Herjólfur sé enn i góðu
standi og öruggur i sjó að leggja.
þá er skipið afskrifað i lágmark,
10 millj. kr., en þó vátryggt fyrir
rúmlega 50 millj. kr. gegn 1,9
millj. kr. iðgjaldi á ári.
Samábyrgð Islands annast vá-
tryggingar rikisskipanna. og
spurði ég hana, hvað myndi lik-
legt iðgjald fyrir umrædda ferju,
ef vátryggð yrði fyrir svo sem 700
millj. kr. Kvað Samábyrgðin ólik-
legt, að iðgjaldið yrði undir 14
millj. kr. á ári eða rúml. 12 millj.
kr. hærra en fyrir Herjólf.
Á nefndum tveim rekstrarlið-
um (olium og vátryggingu) virð-
ist þvi fyrirájáanlegur aukinn
rekstrarkostnaður að upphæð
29—37,5 millj. kr. á ári, og er sið-
ari upphæðin mun hærri en allar
tekjur Herjólfs á þessu ári.
Áhöfn og búnaður
Hins vegar er vitað, að útgerð-
arstjórn ferjunnar hugsar sér að
spara áhöfn með aukinni sjálf-
virkni véla, og væri fróðlegt að
frétta nánar um það atriði, en
ekki mun enn hafa verið rætt við
félög farmanna um málið, sem
þau eru sumpart ráðandi um
samkvæmt venju. Það hefur þó
komið fram, að 13 eins manns
klefar séu ætlaðir fyrir skipverja.
en á Herjólfi er 15 manna áhöfn
og gæti þetta bent til fyrirhugaðs
spamaðar 2ja skipverja. Auk
þess ætti nokkuð að sparast i
skipsvinnu við lestun og losun
vegna betri búnaðar, en allur
nefndur launasparnaður mun þó
reynast langt fyrir neðan hinn
aukna vátryggingar- og oliu-
kostnað, að ógleymdum vöxtum
og fyrningu hinnar gifurlegu fjár-
festingar.
Gert er ráð fyrir að i ferjunni
verði 19 tveggja manna farþega-
klefar eða 9 fleiri en i Herjólfi, en
eigi að nýta þennan búnað hlýtur
hann að krefjast aukinnar vinnu i
umhirðu, þvotti o.s.frv. Annars er
þessi farþegaklefabúnaður und-
arlegur, ef fyrirætlunin er að ferj-
an sigli aðeins á milli Vest-
mannaeyja og Þorlákshafnar á 2
1/2 klst. hvora leið að deginum.
eins og mjög hefur verið haft á
orði af forgöngumönnum.
Kostnað er til veltivarnatanka,
sem verður að teljast heppilegt.
og á auðvitað auka þægindi far-
þeganna, svo að telja má mjög
vafasama fjárfestingu i svona
mörgum svefnklefum. A að
reikna með þvi að 38 farþegar fari
að jafnaði að hátta niður i' rúm i 2
1/2—3 klst. sjóferð að deginum?
En verði um Reykjavikurferðir
að ræða, skal aftur minnt á löng-
um slæma nýtingu á svefnklefum
Herjólfs, þegar fargjöldin nálg-
uðust flugfar.
Strandferðaskipin Esja og
Hekla, sem sigla mjög á nótt sem
degi um litt skjólsamar hafnir.
stundum 5—6 á dag, hafa hvor
fyrir sig 200 hestafla rafdrifna
bógskrúfu, og hafa þessi skip
reynzt vel stjórnhæf að þessu
leyti.
Ferjunni er ætlað að sigla að-
eins á skjólsamar hafnir. senni-
lega oftasteina ferð, en mest tvær
á dag.
Ferjan verður 8 metrum styttri
en Esja eða Hekla. en ferjan á að
hafa tvær hliðarskrúfur. aðra 350
og hina 300 hestafla með tilheyr-
andi hjálparvélum, og til að
undirstrika enn frekar að þarna
þurfi ekki að spara, er gert ráð
fyrir að báöar verði skiptiskrúf-
ur.
Nefndur hliðarskröfubúnaður
ferjunnar gæti helzt bent til þess.
aö hún ætti að sigla á milli hafna
margar ferðir á dag og væri min-
útubundin af ferðum járnbrauta
eða flugvéla. Hverju máli gæti
það skipt, þótt ferjan tefðist
e.t.v. einstöku sinnum örfáar
minútur við að koma eða fara úr
höfn, af þvi að hliðarskrúfubún-
aðurinn væri ekki svona óhófleg-
ur og rándýr?
Viðlagasjóður og
stjórnmál
Fyrr er að þvi vikið. hvernig
Viðlagasjóði var i raun og veru
l'ramhald á bls. 19
Herjólfur — ferjuskipið umdeilda fánum skrýtt, er þaö kom til landsins.