Tíminn - 14.01.1976, Síða 4

Tíminn - 14.01.1976, Síða 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 14. janúar 1976. Fækkun fæðinga vekur óhug í Svíþjóð Arið 1975 fæddust sjö þúsund færri börn i Sviþjóð heldur en næsta ár á undan og hafa fæðingar þar aldrei verið jafn- fáar siðan á kreppuárunum upp úr 1930. Samtimis gerðist það, að þrjú þúsund fleiri Sviar dóu árið 1975 en árið 1974. Þrátt fyrir allt skraf um of mikla mannfjölgun i veröldinni, hafa þessar tölur vakið ugg i Sviþjóð. ,,Þetta eru iskyggileg- ar tölur”, er haft eftir Karli Quensel, prófessor i Lundi, sér- fræðingi um mannfjölgunar- mál. ,,ef ekki kæmi til innflutningur fólks frá öðrum löndum, hefði hæglega getað svo farið, að fólki hefði beinlinis fækkað i Sviþjóð. Eftir tiu til fimmtán ár getur fækkun fæðinga i landinu haft i för með sér alvarlegustu vandamál á vinnumarkaðnum.” Ibúar Sviþjóðar eru nú taldir 8.208.000. Það eru þó bráða- birgðatölur. Mannfjöldi hefur aukizt um þrjátiu og eitt þúsund á siðasta ári, viðlika og 1974. Stöðnunin er þvi ekki komin, en að meginhluta eru það út- lendingar, eða aðflutt fólk, sem þannig heldur i horfinu. Fæðingar voru ekki nema þrettán þúsund umfram dána. Fæðingartalan er ekki nema 12,6 á hvert þúsund ibúa — og hefur aldrei verið jafnlág. Og þá er þess að minnast, að Sviar hafa skýrslur um þessi mál i tvö hundruð ár samfleytt. Qunseal prófessor segir: „Horfurnar eru ekki góðar. Oll rök hniga að þvi, að þannig haldi þetta áfram. Einn góðan veðurdag getum við staðið frammi fyrir þvi, að fólki i landinu sé tekið að fækka. Það myndi stofna okkur i hættu leiða yfir okkur vandræði, til dæmis á vinnumarkaðnum. Tala vinnu- færra manna lækkar, og Sviar eru nú orðnir sú þjóð, sem hvað ófrjósömust er.” Prófessorinn nefnir meðal orsakanna til þss- arar breytingar, að i striðslok voru fæðingar óvenjulega margar i Sviþjóð. Nú er konum á aldrinum á milli tvitugs og þritugs tekið að fækka, og konur á frjósamasta aldri orðnar færri en áður. Þar við bætist tak- mörkun barneigna, fóstur- eyðingar, og þess háttar. Það eru helzt innflytjendurnir, út- lendingar, sem halda fæðinga- tölunni uppi. Þeir eru yfirleitt barnfleiri en Sviar sjálfir. Giftingum hefur einnig fækkað — voru 44.000 árið 1975 en 45.000 árið 1974. Ljósa fjöðurin er, að hjónaskilnaðir eru ekki alveg eins tiðir og áður. Alls skildu 26.000 hjón árið 1975 — þúsundi færri en næsta ár á undan. ★ ★ ★ .★ komst 100 km leið heim Ratvís köttur — Branda heitir hún og er sænskur sveitaköttur. Blöðin birta mynd af henni um þessar mundir fyrir þær sakir, að hún strauk frá nýjum eiganda og rataði reyndar heim til sin á þarin stað, þar sem hún hafði fæðzt og alizt upp, og varð hún þó að fara hundrað kólómetra leið. Forsagan er sú, að telpa átti afmæli 25. september, er hún var stödd hjá vinafólki sinu skammt frá Bernamóti. Hún fékk Bröndu i afmælisgjöf og fór með hana með sér heim til sin, þar sem Ursholt heitir. Þangað var farið með hana i bifreið eða járnbrautarlest. Branda undi sér illa i Ursholti, og einn góðan veðurdag i lok októbermánaðar var hún horfin. Enginn vissi, hvað af henni var orðið, og spurðist ekkert til hennar fyrr en um jólin. Þau skaut henni aftur upp — heima hjá sér við Vemamó. Enginn veit, hvaða leið hún hefur farið, og tvo mánuði hefur hún verið á leiðinni. Mörgum hættum hefur hún orðið að sneiða hjá, hvort hún hefur farið þjóðvegina eða farið um skóga og isilögð vötn. Hvað um það: Branda kom heim. Enginn efi leikur á þvi að það var hún, sem gekk inn á jólunum, þótt talsvert hefði hún látið á sjá. Hún gekk beint að matarskálinni sinni og lagðist siðan fyrir i körfunni, sem verið hafði hvila hennar. Eftirtakan- legt er, að hún forðast bila. Það er eins og hún vildi ekki láta hafa sig á brott i annað sinn. Vist lemur koman min mig annað slagið, en hún talar lika ekki mikið. DENNI DÆMALAU5I Við vorum að horfa á nýja fram- haldsmyndaf lokkinn, og svo sofn- aði hún.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.