Tíminn - 14.01.1976, Síða 8
8
Reynir Hugason.
Okkur íslendingum er mjög
gjarnt aö halda, aö hveigi sé
betra aö bUa en á tslandi. Eitt af
þvi, sem viö teljum mikinn kost
viö þetta land, er aö óviöa eiga
hlutfallslega jafnmargir eigið
húsnæði, eins og á íslandi. En
hvernig er þessi mikla einstakl-
ingseign ibúöarhúsnæöis til kom-
in, og hvaða tilgangi þjónar hún?
Um allt land hefur veriö mikill
skortur á leiguhúsnæöi á undan-
förnum árum, ekki sizt hér á höf-
uðborgarsvæöinu. Ofan á þennan
skort bætist svo viðast hvar
margra ára ófullnægö eftirspurn
eftir byggingalóöum.
Engin lög eöa reglur eru i gildi
um Ibúöarhúsnæöi, sem boöiö er
til leigu, aö minnsta kosti ekki
reglur, sem virtar eru i reynd.
Húseigendur semja eigin skil-
mála fyrir húsaleigu, eða notfæra
sér stööluö eyöublöö frá Húseig-
endafélagi Reykjavikur eöa hlið-
stæöum samtökum. Þessi eyðu-
blöö kveöa skýrt á um réttleysi
leigutaka og svipta hann öilum
siöferðilegum og lagalegum rétt-
indum, sem honum kunna að vera
ætluð, um leiö og hann skrifar
undir slikan samning. 1 reynd
getur húseigandi sagt leigutaka
upp húsaleigunni meö mjög
skömmum fyrirvara, (1/2 til 1
mánuöur) hvenær sem vera skal
og á hvaða forsendum sem hon-
um þóknast. Margir húseigendur
gæta sin og á þvi að gera húsa-
leigusamninga til skamms tima I
senn, til þess aö geta hækkaö
húsaleiguna milli samningstima-
bila. Oft fylgja svo kvaðir um aö
ekki megi gefa húsaleiguna upp
til skatts.
Enginn aöili álitur sig bera
skyldu til þess aö ganga úr
skugga um að húsnæöi, sem boöiö
er til leigu, fullnægi kröfum um
ibúöarhæfni, svo sem aö þar sé
þokkaleg hreinlætisaðstaöa (sal-
erni og baö), að húsiö sé sæmi-
lega einangraö, þar sé bæði heitt
og kalt vatn, aö lofthæð sé viöun-
andi, aö ibúöarhúsnæðið sé ekki
rakt (til dæmis kjallarahúsnæöi),
og siöast en ekki sizt að ekki séu
of margir I fjölskyldu leigutaka til
þess aö hæfa viökomandi ibúöar-
húsnæöi.
Framboð og eftirspurn hefur
verið allsráöandi um þaö hvaöa
kjörum aðilar veröa aö sæta,
(húseigendur og leigutakar) og
eftirspurnin hefur i fleiri áratugi
verið húseigendum i hag hvað
þetta snertir. Það er engin von til
þess aö hvorki fjölskyldur né ein-
staklingar geti unaö þeim leigu-
kjörum, er húseigendur ákveöa
sjálfir, enda finnst íslendingum
almennt mjög hart að sæta þvi aö
þurfa aö vera leigjendur. Það
þykir almennt mjög ótryggt aö
búa I leiguhúsnæði, bæöi hvað
snertir lengd leigutima og leigu-
kjör.
Hin sálrænu áhrif þessa skipu-
lagsleysis eru meðal annars þau,
aö svo til allir, bæöi einstaklingar
og fjölskyldur, telja lifsnauösyn
aö koma yfir sig eigin húsnæöi
með einhverju móti.
Menn ganga að þvi sem visu, aö
með þvi að fá lóð og byrja að
byggja, sé verið aö nýta pening-
ana á þann eina skynsamlega
máta, sem fyrir hendi er i land-
inu. Löng reynsla liggur að baki
TlMINN
Miövikudagur 14. janúar 1976.
Miövikudagur 14. janiiar 1976.
Reynir Hugason, verkfræðingur:
Húsnæði handa ölSum
með viðráðanlegum
kjörum
þess, að alltaf má selja dýrar en
nemur kostnaði og vinnu, hvort
heldur um er að ræöa hálfklárað
húsnæöi eða fullkláraðar Ibúöir.
Þaö er þvi vart að undra, þótt
ur sé gjarnt að fjárfesta i stein-
steypu.
Ofan á þetta bætist svo að viö-
unandi húsnæöi er öllum einstakl-
ingum jafn nauösynlegt og enginn
getur verið án þess. Flest okkar
eyöa 10 til 20 beztu árum ævi okk-
ar til þess aö koma þaki yfir höf-
uðiö. Fyrst til þess aö byggja, og
svo til þess að greiða niöur skuld-
ir. Mikið basl og erfiðleikar eru
jafnan þessu samfara, og fjár-
mögnunarkerfiö, sem fjármagn-
ar byggingar okkar, er ekki þann-
ig uppbyggt að það dréífi afborg-
ununum af húsnæöinu á hæfilega
langan tima, til þess aö viö getum
risiö undir þessum byrðum. Niö-
urstaöan veröursú, aö við setjum
allt okkar fjármálakerfi á annan
endann I mörg ár, i þeirri von að
veröbólgan muni éta upp skuldir
okkar sem allra hraðast, svo aö
viö getum aö lokum fariö aö lifa
sómasamlegu lifi.
Okkur er mjóg gjarnt að hugsa
um eigin hag, er viö erum aö
reikna út hvernig við eigum að
kljúfa þaö aö byggja eöa kaupa
eigiö húsnæði, af skiljanlegum
ástæöum. Viö vitum, að þvi meira
sem viö fáum lánaö, og þvi minni
vextir sem fylgja láninu, þeim
mun fljótari erum við aö eignast
húsiö, aöeins ef við getum klofiö
útborgun og fyrstu ársgreiðslu.
Viö vitum af langri reynslu, aö
veröbólgan éturallar skuldir upp.
Þeim mun meiri veröbólga, sem
er i landinu, þeim mun hraðar ét-
ast skuldirnar upp. Þetta er m jög
sjálfsagður og eölilegur máti aö
reikna fyrir einstaklinginn og
fjölskylduna.
Einum mikilvægum hlut er þó
gleymt i þessum útreikningum,
en hann er sá, að enda þótt viö
höldum aö viö séum aö hagnast á
verðbólgunni, vegna þess að
skuldir okkar minnki hrööum
skrefum, þá verður þaö þó ætiö
svo, aö við verðum að greiöa all-
an kostnaðá raungildi, þegar allt
kemur til alls.
Rétt á meðan við erum aö
byggja og greiða niður mestu
skuldirnar, erum viö i raun aö
hagnast á verðbólgunni, en strax
og þvi er lokiö, verða það aörir,
sem með húsbyggingum sinum og
skuldasöfnun fara aö hagnast á
okkar kostnað.
Þar sem lita má á Island sem
lokað fjármálakerfi, hlýtur alltaf
veröbólgugróöi hjá einum að
koma fram sem tap hjá öörum
(viö getum vist ekki velt tapinu
yfir á aðrar þjóöir). Þaö verður
þvi ætiö svo, aö um leiö og við
sjálf erum komin yfir þann
hjalla að eignast eigiö húsnæöi, á
um helmingi raunverðmætis
þess, og höfum þannig látið aöra
greiöa hinn helminginn af þvi aö
peningarnir, sem þeir lánuðu
okkur, hafa orðið verðminni,
kemur strax aö þvi aö aðrir fara
aö græöa á okkurmeöþvi að þeim
eru lánaöir peningar til húsbygg-
inga úr sjóöum, sem við greiöum
til, gegnum hiö opinbera sjóða-
kerfi, sem viö stöndum aö aö fjár-
magna gegnum skatta og skyld-
ur. Þeir peningar veröfalla aö
sjálfsögðu lika, og niðurstaðan
veröur sú, aö viö greiðum tiltölu-
lega litiö fyrir eigiö húsnæöi, en
greiöum I staöinn meira fyrir
húsnæöi, sem aðrir byggja löngu
á eftir okkur, og þeim mun meira
sem veröbólgan verður örari aö
sjálfsögðu.
Ef við skiljum þessa einföldu
rökleiðslu og gerum okkur grein
fyrir þvi aö við erum að meðaltali
aö borga þaö ibúöarhúsnæði, sem
viö búum I, á raungildi þess fjár-
magns, sem I þaö er lagt, þá ætti
okkur jafnframt aö vera ljóst, aö
það er hagkvæmara fyrir okkur
aö þessum afborgunum af ibúö-
um okkar veri dreift á þaö langan
tima, aö viö getum meö eölilegu
móti staðiö undir þeim og aö af-
borganirnar samrýmist þannig
kaupgetu okkar.
Raunverömæti litillar ibúöar er
nú aö minnsta kosti 6 millj. kr.
(1975). Æviskeiö okkar er aö
meðaltaii 70 ár. Viö þurfum flest
á eigin húsnæöi að halda i um
50 ár, og virkasti hluti starfsævi
okkar er um 30 ár.
Ef vib hugsum okkur nú að ís-
lendingar tækju upp á þvi að
skipuleggja húsnæöismál sin
þannig, að öllum yröi gert kleift
aö eignast eöa koma yfir sig eigin
húsnæöi, hvernig væri þá bezt að
skipuleggja slika húsnæöisstefnu
þannig aö hún kæmi sem flestum
aö gagni og yrði sem léttbærust
fyrir alla aöila?
Ég geri ráö fyrir aö viö getum
flest oröiö sammála um örfá at-
riði:
1 fyrsta lagi væri eðlilegast aö
við byggðum ekki vandaðri og
dýrari ibúöir en svo, að meðal
endingartimi þeirra væri 50 ár.
Viö Islendingar byggjum oft dýr-
ar, endingargóðar og iburðar-
miklar Ibúöir. Steinkassarnir,
sem viö byggjum, gætu I ýmsum
tilvikum enzt allt aö 150 ár, en i
reynd þurfum viö á húsnæöi að
halda i aðeins 50 ár. Þaö er þvi
merkilegt, aö viö skulum byggja
húsnæöi, sem endist margfalt
okkar æviskeiö. Hætt er viö að sú
framsýni komi okkur aö litlu
haldi i gröfinni. Auk þess breytist
byggingalag okkar og smekkur
svo hratt, að sllk hús verða mjög
til lýta þegar fram i sækir, eftir
svo sem 100 ár.
1 öðru lagi getum viö áreiöan-
lega sætzt á þaö, að sanngjarnt
væri að okkur væri gert kleift aö
dreifa afborgununum af húsnæði
okkar á alla okkar virku starfs-
ævi, þ.e. aö minnsta kosti 30 ár.
Sá vandi aö koma yfir sig eigin
húsnæöi er venjulega erfiðasti
hjallinn á vegi hvers einstaklings
á lifsleiðinni. Sé þaö rétt, sem að
framan greinir, að við verðum aö
meöaltali aö greiöa raunverö
(kostnaðarverð) fyrir ibúðir okk-
ar, þegar allt kemur til alls, þá
nemur þessi upphæö, miöaö viö 6
millj. kr. kostnaðarverð á meðal
ibúö nú, ef henni er jafnað hiöur á
30 ár, um 200 þús. kr. á ári I af-
borganir, og meö 4% vöxtum og
jöfnum ársgreiðslum næmu vext-
ir 120 þús. kr. á ári. Heildar-
greiðslur yrðu þvi um 320 þús. kr.
á ári, eða tæpar27 þús. kr. á mán-
uði i heil 30 ár.
Þaö skyldi þvi engan undra,
þótt erfitt sé aö koma yfir sig hús-
næði á Islandi.
Hér er að sjálfsögðu ekki með-
talinn viðhaldskostnaður né
rekstrarkostnaöur húsnæöis, svo
sem ljós og hiti.
1 þriðja lagi er okkur jafn nauð-
synlegt að hafa þak yfir höfuöið
einsog aö hafa atvinnu og mat of-
an i okkur. Húsnæðisþörfin er þvi
ein af frumþörfum okkar. Þar af
leiöandi ber stjórnmálamönnum
okkar skylda til þess aö gripa
þessi mál föstum tökum, þvi að
viö kjósendur eigum kröfu á þvi
aö þeir sjái til þess, aö þessari
frumþörf okkar verði fullnægt á
eins skynsamlegan og eðlilegan
hátt og unnt er. Þvi miður hefur
enginn okkar mikilvægu stjórn-
málamanna fram til þessa taliö
sig bera skyldu til þess aö koma
húsnæðismálum okkar Isiendinga
i viöunandi horf og losa okkur
undan þessu brjálæöiskennda
húsnæöiskapphiaupi, sem óneit-
anlega hefur sett mark sitt á allt
lif okkar um áratugi.
Stjórnmálamenn hafa á und-
anförnum árum gengið dyggilega
fram i þvi, hvar I flokki sem þeir
standa, að sjá til þess að viö höf-
um nógaö boröaognæga atvinnu,
en þeir virðast alveg hafa gefizt
upp viö að stjórna þvi, aö okkur
takist aö fá þak yfir höfuöiö. Oln-
bogalistin er I heiöri höfö á þessu
sviði, sem svo mörgum öðrum i
þessu kalda og harðbýla landi
okkar, og þeim vegnar bezt, sem
er frakkastur og aðgangsharðast-
ur.
Það er almenn skoðun að hús-
byggjendur spari mikla peninga
meö eigin vinnu við húsbygging-
ar, og þvi er oft haldið fram aö
það, sem gerir mönnum kleift að
komast yfir ibúöarhúsnæði, sé að
þeir geti unniö svo mikið aö Ibúö-
arbyggingunni sjálfir. Það er
auðvitaö bæöi satt og rétt, aö miö-
aö viö núgildandi aðstæður i þjóö-
félaginu riður það oft baggamun-
innaömenngetiunniðmjög mik-
iö aö húsbyggingum sinum sjálf-
ir, þvi þá sparast heilmikil bein
fjárútlát, enþá erekki tekið meö i
reikningsdæmið hvaða áhrif það
hefur á fjölskyldulifið aö hús-
byggjandinn skuli eyöa öllum
kvöldum og öllum helgum i mörg
ár i vinnu viðnýja húsnæðiö. Ekki
er heldur það taliö fram, aö hús-
byggjandinn eroftastnæraö eyöa
dýrmætum tima smurn viö starf,
sem hann hefur enga þjálfun i né
þekkingu á, og það tekur hann þvi
margfalt lengri tima að vinna
verkiö en hæfa byggingaiðnaðar-
menn. Húsbyggjandanum nýtist
og allt efni mun verr en hæfum
mönnum, og verður þar af leið-
andi fyrir talsveröum aukakostn-
aöi, og i þriðja lagi veröa gæöi
vinnunnar og enjing lakari en
ella.
Þótt menn geti átt erfitt með að
átta sig á þessari röksemda-
færslu, þá kunna menn ef til vill
að skilja, að það væri litil ástæða
til að þjálfa byggingaiðnaðar-
menn i allt að 4 ár i iðnskóla og úti
á vinnustað, ef niðurstaðan yrði
ekki sú, að þeir gætu bæði unniö
sina fagvinnu fljótar, ódýrar og
betur heldur en þeir, sem ófag-
lærðir eru. Þannig er það fyrst og
fremst takmarkaður aðgángur að
lánsfjármagni, sem gerir þaö að
verkum, að menn kjósa fremur
að vinna við húsbyggingar sinar
sjálfir, eftir þvi sem unnt er, en
að fá til þess þar til hæfa menn
gegn staðgreiðslu.
Frá sjónarmiði þjóðfélagsins
er framleiðni hins einstaka hús-
byggjanda mjög lág (fáir rúm-
metrar á hverja þús. vinnustund-
ir), og húgbyggingin verður óhóf-
lega dýr og óvönduð og lengi i
byggingu.
Þaö hlýtur jafnan að vera hag-
kvæmast, að hver einstaklingur
vinni við þau störf, sem hann hef-
ur hlotið sérþj’álfun i, þvi að viö
þau hefur hann mestan vinnu-
hraða og vinnutækni. Þaö er þvi
skylda þjóöfélagsins að sjá til
þess, að húsbyggjendur geti fjár-
magnað húsbyggingar sinar á
eðlilegan hátt, þannig að þeir
þurfi ekki a.ð gripa til slikra
óyndisúrræða sem að framan
greinir.
Samkvæmt spá Framkvæmda-
stofnunar rikisins mun þurfa að
byggja um 2500-2800 ibúðir á ári
næstu lOárin. Fram til þessa hef-
ur einungis veriö unnt að byggja
1500-2000 ibúðir á ári, og hefur
manni þó virzt, að bygginga-
iðnaðarmenn hafi ekki þurft að
kvarta undan atvinnuleysi á
undanförnum árum.
Af þessu má draga þá ályktun,
að viö verðum aö auka framleiðn-
ina, þ.e. eyða færri vinnustundum
til aö byggja hverja ibúð, ef við
ætlum okkur að byggja upp i
þarfir.
Hér er um svo alvarlegt mis-
ræmi milli þarfa og getu að ræöa,
að við getum vart farið troðnar
slóöir til þess aö leysa vandann.
Ég held, að menn geti veriö
sammála mér um það i megin-
atriðum, aö við þurfum að vinna
að eftirfarandi:
1. Miöa húsbyggingar við 50 ára
endingartima.
2. Veita allt að 100% lán til fram-
kvæmdanna.
3. Dreifa afborgunum og vöxtum
af húsbyggingunni á að
minnsta kosti 30 ár, til þess að
byrgðin verði sem léttbærust.
4. Vinna raunhæft að lækkun
byggingakostnaðar og stytt-
.ingu byggingartima.
5. Gera öllum kleift að koma yfir
sig þaki I hlutfalli við fjöl-
skyldustærð.
6. Byggja upp i þarfir, þ.e. út-
rýma húsnæðiseklunni.
Ég held að við höfum komizt að
þvi hér að framan, að það sem
stendur i vegi fyrir þvi að viö get-
um náö þessum 6 markmiðum,
sem ég tel grundvallarmarkmið,
er einkum það, að stjórnvöld hafa
aldrei sett fram neina skipulega
húsnæöismálastefnu. Og þar af
leiðandi aldrei beitt þeim stjórn-
tækjum, sem þau hafa yfir að
ráða, til að ná slíkum markmið-
um, jafnvel þótt þetta séu vel
þekkt markmið i öðrum löndum.
Þótt stjórnvöld viröist óhæf til
þess að marka og framfylgja
nýrri húsnæðismálastefnu, öllum
landsmönnum i hag, gætu þau þó
bætt ástand húsnæðismála mjög
verulega með þvi einu móti að
veita betri lán til húsbygginga-
framkvæmda en nú er.
1 raun og veru væri hægt að ná
öllum markmiðunum sex, sem að
framan eru talin, með þvi að nota
lánapólitikina eina sem stjórn-
tæki.
Þetta mætti gera með þvi að
haga framkvæmdum þannig að,
A. Veitt yrðu hlutfallslega iakari
lán tii óhóflegra, traustra og
endingargóðra ibúða. Með þvi
næðist markmið 1.
B. Veitt væru hlutfallslega betri
lán eftir þvi sem bygginga-
kostnaðurinn væri lægri og
byggingartiminn styttri. Auðvit-
að mætti þetta ekki vera á kostn-
að gæða. Þannig næðist markmið
4.
C. Upphæð lána ákvarðaðist af
húsnæðisþörf i hlutfalli við fjöl-
skyldustærð, þannig að 5 manna
fjölskylda fengi hærri lán en 2
manna fjölskylda, þvi að 5 manna
fjölskylda þarf stærri ibúð. Þann-
ig næðist markmið 5.
D. Með þvi að gera hverjum og
einum kleift að fá lánsfjármagn
til húsbyggingaframkvæmda,
næðist markmið 6 af sjálfu sér.
Að visu er þetta nokkur einföld-
un, en óneitanlega myndi ástand
húsnæðismála batna verulega við
verulega bættan aðgang að láns-
fjármagni.
Ýmsir kunna að halda, að með
þvi að veita allt að 100% lán til
húsbyggingaframkvæmda,
myndi skapast gifurleg þensla á
vinnumarkaði byggingaiðnaðar-
manna og hús myndu hækka i
verði sem næmi bættum lánskjör-
um. Þessu er til að svara, að með
þvi að halda skynsamlega um
stjórnvölinn, má afstýra slikri
spennumögnun með einföldu
móti.
Benda má á það, sem hefur
staðið stórum byggingafélögum
og húseiningaverksmiðjum fyrir
þrifum á undanförnum árum, er
mjög takmarkaður aðgangur að
lánsfjármagni. Um leið og lána-
kjör á ibúðarhúsnæði batna veru-
lega, munu stór byggingafélög
risa upp, þvi þau geta að jafnaði
framleitt húsnæði mun ódýrara
en handverksiðnaður. Bygginga-
timi er styttri, og hægt er að beita
ófaglærðu vinriuafli i mun rikara
mæli en við venjulegar húsbygg-
ingar með handverksaðferðum.
Óþarft er að hræðast gæði verk-
smiðjuframleidds húsnæðis, þar
sem fyrir hendi er margra ára-
tuga reynsla á þessu sviði i öðrum
löndum. Þar að auki er eina raun-
hæfa leiðin, sem fær er til þess að
halda verði húsnæðis innan skyn-
samlegra takmarka, sú að byggja
á hverjum tima nægilega mikið af
góðu og ódýru húsnæði til að
mæta eftirspurninni. Það er þvi
mikið atriði að sjá til þess að um
leið og lánskjör yrðu bætt, yrði
jafnframt séð til þess, að fram-
leiðslugeta byggingaiðnaðarins
ykist að þvi marki, að unnt væri
að framleiða húsnæði upp i þarfir.
Framleiöslugetuna yröi að auka
með bættri tækni, og þar með
auknum vinnuhraða, þ.e. til
dæmis framleiðslu á húseiningum
i verksmiöjum, en ekki með þvi
að bæta við vinnuafli, til þess að
mæta hinni auknu eftirspurn.
Þar sem það virðist vera láns-
fjármagnið, sem öllu ræður'um
það, hvort okkur megi takast að
koma yfir okkur þaki með skyn-
samlegu móti, skulum við lita
nánar á það dæmi. Það kostar nú
um 6 millj., eins og áður er getið,
að byggja hverja meðal ibúð, að
minnsta kosti. Ef byggja á 2500
TÍMINN
ibúðir á ári, verður heildar-
kostnaður 2500x6 millj. = 15 mill-
jarðar kr.
I landinu öllu eru nú vinnandi
um 90 þús. menn. Við skulum
hugsa okkur að þeir gætu orðið
sammála um þörfina fyrir að
byggja upp sjóð til þess að fjár-
magna allar húsbyggingar sem
þörf er fyrir i landinu. Hvernig
má það þá takast?
Réttlátast kæmi það niður á
þessar 90 þús. vinnandi hendur,
að sjóðurinn væri að fullu verð-
tryggður. Með þvi móti greiddi
hver og einn nákvæmlega það
sem honum bæri. Sjóður, sem
getur lánað út 15 milljarða kr. á
ári, er óhjákvæmilega mjög stór,
og við skulum nú athuga, hvort
unnt sé að byggja upp slikan sjóð,
og þá hvernig.
Húsnæðismálastjórnarlán
munu nú eftir áramótin nema um
2 millj. kr. á hverja ibúð, eða um
1/3 af raunverulegum bygginga-
kostnaði, að meðaltali.
Miðað við óbreyttar aðferðir
við fjármögnun á þeim hluta
sjóðsins, sem fyrir er, þyrftum
við að byggja upp sjóð, sem gæti
lánað út afganginn, eða 67% af 15
milljörðum kr., sem eru 10 mill-
jarðar kr. á ári. Þetta svarar til
þess, að á hverju ári væri bætt i
sjóðinn ákveðinni upphæð þannig
að höfuðstóll nýja sjóðsins yrði
136 milljarðar kr. að lokum. Hér
er miðað við að vextir séu 4% og
að hvert lán sé til 30 ára.
Við getum nú valið hve langan
tima við viljum láta það taka að
byggja upp slikan sjóð, og ræðst
þá upphæð árlegra innborgana til
sjóðsins af þvi, og jafnfrámt hlut-
fallslegur vöxtur útlána.
Ýms rök liggja til þess, að ekki
muni þykja skynsamlegt að veita
alveg 100% lán til byggingafram-
kvæmda. Astæða er til að ætla, að
lánshlutfall yrði 80-90%, en hvilik
bót yrði það ekki frá núverandi
ástandi.
Ýmsar leiðir eru færar til þess
að byggja upp slikan sjóð:
t fyrsta lagi væri hægt að
byggja upp sjóðinn með sérstök-
um skatti, sem hægt væri að haga
margvislega og dreifa honum á
mismunandi hátt á þegna þjóð-
félagsins að vanda, en hér skulum
við samt staldra við og gera okk-
ur grein fyrir þvi, að sjóðurinn
kæmi okkur öllum i hag, hvar i
stétt sem við stöndum. Þar er þvi
enginn þegn eða stétt undanskil-
inn.
Ef við hugsuðum okkur, að
lagður væri skattur á hvern vinn-
andi mann að upphæð 10 þús. kr. á
ári, væri heildarupphæðin 900
millj. kr. á ári. Ef upphæðin væri
lögð við sjóði húsnæðismála-
stjórnar rikisins, myndi lánshlut-
fall húsnæðismálastjórnarlána
hækka þegar á 1. ári úr 33% af
byggingakostnaði i 40%, og til-
svarandi, ef skatturinn væri 20
þús kr. á mann, úr 33% i 45%. A
meðfylgjandi töflu sést, hve mik-
ið lánshlutfallið hækkar með vax-
andi skatti.
meðan verið er að byggja upp
sjóðinn. Meðfylgjandi mynd sýnir
glögglega, hvernig lánshlutfallið
vex eftir árum, miðað v.ið mis-
munandi háan skatt. Hér er mið-
að við að byggðar séu 2500 ibúðir
á ári, og að rheðalverð ibúða sé
um sex millj. kr. Þar að auki
heldur Húsnæðismálastjórn
áfram að lána 1/3 af verði hverr-
ar ibúðar, eins og verið hefur.
um húsnæðismálastjórnar, og
nauðsynlegar innborganir myndu
lækka úr 50 þús. kr. i 30 þús. kr. á
ári.
Ýmsar aðrar leiðir en beinn
skattur eru fyrir hendi til þess að
fjármagna þennan viðbótarsjóð.
Til dæmis nema niðurgreiðslur
landbúnaðarvara hátt á 5. mill-
jarð kr. árið 1976. Það væri held
ég andskotalaust, þótt klipið væri
fyrir þvi, að það getur ekki verið
skynsamlegt að eyða ellilifeyri
sinum fyrirfram. Stjórnvöld
reyna eftir mætti að fá lifeyris-
sjóðina með góðu til þess að
kaupa sifellt meira og meira af
verðtryggðum skuldabréfum, til
þess að tryggja sjóðfélögum
öruggan lifeyri, en mikil tregða
viröist ennþá vera á þvi af hálfu
sjóðanna að kaupa þessi verð-
Eins og sést á þessari mynd, er
lánshlutfallið, miðað við 50 þús
kr. skatt á ári, komið i 70% eftir
aðeins 3 ár, i 80% eftir 7 ár, og
90% _ lánshlutfall næst eftir
11 ár. Hvert okkar vildi ekki
leggja á sig 50 þús kr. skatt, ef
jafnframt væri tryggt, að það
fengist helmings hækkun ibúðar-
lána nú þegar, og enn meira, þeg-
ar fram i sækir? Ef sú leið yrði
farin, sem svarar til 50 þús. kr.
skatts á ári, rynnu 4,5 milljarðar
á ári til sjóðsins. Þessa 4,5 mill-
jarða væri ekki nauðsynlegt að
taka i formi beinna skatta. Það er
alltaf nokkuð framboð á frjálsum
markaði innanlands, af fjár-
magni. Rikistryggð skuldabréf
voru seid á siðasta ári fyrir um 2
milljarða kr. Peningarnir hafa
verið notaðir til ýmissa fram-
kvæmda, og flestra þarflegra án
efa, gallinn við þærer bara sá, að
ekki er séð fyrir endann á þvi,
hvernig unnt eigi að vera fyrir
rikissjóð, að innleysa þessi lán,
þegar fram liða stundir. Það
kemur alltaf að gjalddaga, þó að
enginn virðist vera farinn að
hugsa fyrir þvi ennþá.
Ef Byggingasjóði rikisins væri
veitt einkaleyfi á útgáfu verð-
tryggðra spariskirteina, mætti
þarna fá tæpan helming af þvi
fjármagni, sem á þyrfti að halda
á hverju ári, eða um 2 milljarða
af 4,5 milljörðum kr. Með þessu
móti fengist þrennt, rikissjóður
gæti ekki lengur eytt umfram
SKATTUR þús. kr. L'ANSHLUTFALL % af byggingakostnaöi
10 33'/3 %
20 40 -
30 45
40 51
50 63
60 69
70 75
80 81
90 87
100 93
Það er vert að gera sér grein
fyrir þvi, að lánshlutfallið vex ár
frá ári, sé skattinum haldið á
efni, sjálfkrafa væri séð fyrir þvi
að hin nýju spariskirteini væru
innleyst með afborgunum af lán-
eitthvað af þeim og lagt i sjóðinn.
Einnig má benda á það, að
áætlað er að útflutningsbætur á
útfluttar landbúnaðarafurðir
verði um 900 millj. kr. á næsta
ári, en landbúnaðarafurðir eru
fluttar út á um það bil hálfvirði,
og væri nær að selja þær innan-
lands, eins og gert var siðast liðið
haust, er nautakjötið var lækk-
að um 30-40%, i stað þess að flytja
það út á rúmlega 1/10 af
kostnaðarveröi.
Langsamlega mikilvægastir
gætu verið lifeyrissjóöirnir, til
fjármögnunar ibúðarhúsnæðis. A
næsta ári er áætlað, að ráð-
stöfunarfé lifeyrissjóða verði um
7,7 milljarðar kr. Þar af verði
veitt lán til fjárfestingalánasjóða,
þar á meðal Byggingasjóðs rikis-
ins, um 2,2 milljarðar kr., en fjár-
magn, sem varið er til sjóös-
félaga beint, þ.e. lánað beint til
sjóðfélaga, verði 4,8 milljarðar
kr. Það er viðurkennt af öllum
þeim, sem þekkja til starfsemi
lifeyrissjóða, að þetta fé rennur
að meira eða minna leyti beint til
neyzlu, þ.e. til kaupa á lúxusbil-
um og til utanlandsferöa, og til
kaupa á ýmsum lúxusvörum, sem
kaupa verður inn i landið fyrir
beinharðan gjaldeyri. Væri þessu
fjármagni, 4,8 milljörðum kr.,
varið til þess að byggja upp sjóð
Húsnæðismálastjórnar rikisins,
væru þegar komnir allir þeir pen-
ingar, sem á þyrfti að halda, til
þessað þegar i stað væri hægt að
auka útlánahlutfall húsnæðis-
málastjórnar upp i 65% af
kostnaðarverði ibúða.
Það er furðulegt, að á sama
tima og spáð er 15 milljaröa kr.
viðskiptahalla (1976), skulu
stjórnvöld ekki reyna að tryggja,
að þessir 4,8 milljarðar, sem
koma frá lifeyrissjóðunum, verði
notaðir til þjóðhagslega aröbærr-
ar fjárfestingar, svo sem hús-
byggingaframkvæmda. Það segir
sig sjálft, að ef þriðjungur við-
skiptahallans á næsta ári gæti
orðið vegna útlána lifeyrissjóð-
anna einna saman, þá er það
beinlinis skylda stjórnvaldanna
að gripa inn i útlánastarfsemi
sjóðanna með þeim hætti, að þeir
tryggi að minnsta kosti, að lif-
eyrissjóðslán til sjóðfélaga verði
aðeins veitt til húsbygginga eða
húsnæðiskaupa.
Höfuðmarkmið með starfsemi
lifeyrissjóða hlýtur að vera að
tryggja sjóðfélögum laun, þegar
þeir eru komnir á efri ár og geta
ekki lengur séð fyrir sér sjálfir.
Þeim mun meira sem lánaö er út
af fé sjóðanna óverðtryggt, þeim
mun minna verður það, sem sjóð-
félagar fá i laun, þegar þeir hafa
lokið starfsævi sinni og þurfa að
lokum á lifeyrissjóðsgreiðslum að
halda. Það fjármagn, sem lánað
hefur verið úr lifeyrissjóðunum
til ýmissa fjárfestingarsjóða, hef-
ur jafnan verið verðtryggt, en þaö
fjármagn, sem lánað hefur verið
til sjóðfélaga, hefur verið óverð-
tryggt. Það er kominn timi tii
þess að landsmenn geri sér grein
tryggöu skuldabréf. Það er afar
hryggilegt, aö ekki skuli nást
samstaða, enn sem komið er, um
það að sjóðirnir láni allt sitt ráö-
stöfunarfé út til fjárfestingar-
sjóða i formi kaupa á verðtryggð-
um skuldabréfum, þvi hægt væri
að leysa svo óhemjumargan
vanda i þjóðfélaginu með þvi einu
saman.
Islendingar eru langt á eftir
öðrum þjóðum hvað fjármögnun
ibúðarhúsnæðis snertir. Viðast
hvar er hægt að fá 80-90% lán til
langs tima, til húsbygginga óg
ibúðarkaupa, en hér aðeins um
30%. (Lifeyrissjóöslán, sem eru
mjög mismunandi eftir sjóðum,
eru hér ekki meðtalin.)
Lausn húsnæðisvandans hefur
aldrei notið forgangs hjá
stjórnvarvöldum, og þess vegna
eru húsnæðismál Islendinga i
slikum ólestrisem raun ber vitni.
Lánamálin má leysa veglega
með tiltölulega sársaukalitlum
aðgerðum, eins og bent er á hér
að framan.
Skilyrði fyrir þvi að unnt sé að
koma lánamálunum i viðunandi
horf, er að lánin verði að fullu
verðtryggö meö byggingavisi-
tölu. Til þess að sýna, að það er
ekki óheilbrigt að ætlast til sliks,
fylgir hér með linurit, sem sýnir
annars vegar byggingavisitölu
frá 1. jan. 1957, og hins vegar visi-
tölu timakaups verkamanns við
hafnarvinnu i Reykjavik frá
sama tima. Báðar visitölurnar
eru 100 stig 1. jan. 1957.
Línurit það
sem hér
átti að vera,
varð vegna
stærðar sinnar
að vera á
bls. 15
Af linuritinu má lesa, að tima-
kaup verkamanna hefur hækkað
hraöará timabilinu en bygginga-
kostnaður. Það er sem sé hlut-
fallslega ódýrara að byggja nú en
1957.
Það er min skoðun. að nú þegar
verði að breyta um stefnu i hús-
næðismálum. Stjórnmálamönn-
um hefur allt of lengi liðizt að láta
þau eins og vind um eyrun þjóta.
Við höfum kosið þá á þing til þess
að leysa úr okkar brýnustu þörf-
um á farsælan hátt, þjóðinni allri
til heilla. Stjórnmálamenn verða
að skilja það, að við þurfum nóg
að bita og brenna. næga atvinnu
og þak yfir höfuðið. VIÐ ÞURF-
UM HÚSNÆDI FYRIR ALLA
M E Ð V 1 Ð R AÐ A N L E G U M
KJÖRUM!